Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hæg breytileg átt í nótt. Sum staðar þokubakkar við norðurströndina, en annars staðar skýjað með köflum og dálítil rigning eða súld með köflum um landið sunnanvert.

Suðaustlægur vindur á morgun, yfirleitt fremur hægur, en strekkingur um tíma við suðvesturströndina. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og smáskúrir eða súld með köflum. Lengst af léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, en líkur á stöku skúrum síðdegis.

Hiti 14 til 20 stig sunnan- og vestantil, en annars 18 til 26 stig. Svalara þar sem þokan nær inn á land.

Spá gerð 15.07.2025 18:29

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Oskar

Kveðja til Óskars J. Sigurðssonar - 15.7.2025

Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.

Lesa meira

Áframhaldandi landris í Svartsengi - 15.7.2025

Uppfært 15. júlí 2025 

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.


Lesa meira

Hiti yfir 29 gráður á Hjarðarlandi – met féllu víða um land - 14.7.2025

Sérlega hlýtt var víða um land í dag og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Hæsti hiti dagsins mældist á Hjarðarlandi, 29,5°C, sem er nýtt staðarmet. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 21 gráðu. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi fór hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri. Á sumum stöðvum var nýja metið meira en 8°C hærra en það fyrra.

Lesa meira

GPS-truflun leyst - 14.7.2025

Síðustu daga hefur truflunar orðið vart í merkjum á GPS mælistöðvum Veðurstofunnar. Sambærileg truflun sést á öllum stöðvum mælakerfisins. Truflunin lýsir sér sem stökk í lóðréttum hreyfingum líkt og um skyndilegt landris væri að ræða.  Þar sem sambærilegt „stökk“ sést á öllum stöðvum er ekki um landris að ræða.

Lesa meira
250711_1500_072

Von á hlýindum eftir helgina - 11.7.2025

Í upphafi næstu viku gera spár ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið. Í stuttu máli má segja að útlit sé fyrir að hlýindi í neðri helmingi veðrahvolfsins verði með því sem mest verður hér á okkar góða landi.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm - 11.7.2025

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Dobson-tækið

Mælingar á ósonlaginu yfir Íslandi

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Það sýnir framsýni þáverandi yfirmanna Veðurstofunnar að taka þátt rannsóknum á ósonlaginu áður en grunsemdir um ósoneyðingu vegna mengunar af mannavöldum tóku að vakna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica