Sunnan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestantil. Dregur úr vætu á Norðaustur- og Austurlandi, og léttir til þar seinnipartinn. Hiti víða 2 til 7 stig.
Hægari á morgun og dregur smám saman úr vætu, en vaxandi suðaustanátt og fer að rigna syðst annað kvöld.
Spá gerð 01.04.2023 10:48
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,5 | 31. mar. 15:20:33 | Yfirfarinn | 4,7 km NNV af Hábungu |
2,4 | 31. mar. 08:30:03 | Yfirfarinn | 9,1 km A af Grímsey |
2,1 | 30. mar. 16:02:00 | Yfirfarinn | 7,8 km N af Hábungu |
1,9 | 01. apr. 00:13:38 | Yfirfarinn | 5,6 km NNA af Eldey á Rneshr. |
1,7 | 31. mar. 10:42:28 | Yfirfarinn | 29,7 km A af Hveravöllum |
1,6 | 31. mar. 17:24:20 | Yfirfarinn | 5,8 km V af Reykjanestá |
Rúmlega 470 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð fleiri en mældust í vikunni á undan eða um 360 skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2.8 að stærð í Mýrdalsjökli þann 22. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli færðist aftur í aukana í liðinni viku en rúmlega 50 skjálftar mældust sem er svipaður fjöldi og í viku 10 en í viku 11 mældust aðeins 19 skjálftar. Smá hrina hófst þann 23.mars um 1.5 km norður af Hlíðarvatni á Reykjanesskaganum en alls mældust um 130 skjálftar. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 5,1 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | 87,2 m³/s | 0,7 °C |
Eldvatn | Eystri-Ásar | 102,1 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 341,0 m³/s | 0,8 °C |
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 01. apr. | sun. 02. apr. | mán. 03. apr. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Austfirði. Talsvert hefur snjóað á svæðinu í norðaustan hríðarveðri. Tvö snjóflóð féllu snemma á mánudagsmorgun í Neskaupstað og fór annað þeirra á íbúðarhús undir Bakkagili. Hættustigi hefur verið lýst yfir í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Stór snjóflóð hafa fallið á svæðinu. Ákveðið var að rýma nokkur hús á Eskifirði og Stöðvarfirði vegna krapaflóðahættu og eitt hús á Fáskrúðsfirði. Í dag féll nokkuð stórt snjóðflóð úr Innra-Tröllagili í Neskaupstað og niður að varnarkeilur. Ákveðið var klukkan 15:00 í dag að fara í frekari rýmingar í Neskaupsstað.
Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.
Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.
Lesa meiraÍ dag er alþjóðlegi veðurfræðidagurinn sem haldinn er 23. mars ár hvert á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Þema dagsins í ár er „Framtíð veðurs, vatns og loftslags fyrir komandi kynslóðir“. „Við erum öll nátengd og deilum einni jörð með einum lofthjúpi og einu hafi“ segir í tilkynningu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í tilefni dagsins. Þar er lögð áhersla á að veðrið, loftslag og hringrás vatnsins þekkir engin landamæri og hagar sér ekki eftir pólitískum vindum.
Lesa meiraÍ dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.
Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.
Lesa meiraÍ dag gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) út samantektarskýrslu um loftslagsbreytingar, Climate Change 2023: Synthesis Report (SYR). Skýrslan markar endalok sjötta matshrings (AR6) nefndarinnar og byggir á ályktunum allra vinnuhópa sem að honum hafa komið. Í skýrslunni eru niðurstöður fyrri skýrsla matshringsins samþættar og ljósi varpað á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og afleiðingum.
Lesa meiraMánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.
Lesa meiraFlugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð.
Lesa meira