Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og stöku skúrir en dálítil rigning á sunnanverðu landinu.
Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustantil.
Snýst í norðanátt 3-10 á morgun með skúrum, einkum norðanlands. Léttir til suðvestan- og vestanlands annað kvöld. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast sunnantil.

Spá gerð 13.08.2022 18:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Nýjustu fréttir af eldgosinu á Reykjanesskaga - 9.8.2022

Uppfært 9.8. kl. 16:45

Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun um eldgosið á Reykjanesskaga. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar til að meta stöðuna og framhald gossins. Er það mat vísindamanna að framgangur gossins sé eins og við mátti búast. Gosvirknin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga og er mikilvægt að undirbúa sig fyrir að gosið standi yfir í nokkuð langan tíma.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí - 2.8.2022

Júlí var fremur kaldur um land allt, miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum. Að tiltölu hlýjast á Suðausturlandi og á Ströndum, en kaldast á Norðausturlandi og við Faxaflóa. Úrkoma var yfir meðallagi víðast hvar. Vestanáttir voru óvenjutíðar í mánuðinum.

Lesa meira
Jarðskjálftahrina NA við fagradalsfjall

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi - 30.7.2022

Upppfært 02.08.2022 kl 17:49

Niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum 1 km undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021. Það virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni eins og staðan er núna en á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið.

Lesa meira
Sentinel-1 bylgjuvíxlmynd frá Öskju - tímabilið frá 27. júlí 2021 til 22. júlí 2022

Fundur um þróun mála við Öskju - 26.7.2022

Veðurstofa Íslands fundaði mánudaginn 25. Júlí með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ ásamt fulltrúum almannavarna.  Fundarefnið var þróun mála í Öskju síðustu mánuði þar sem landbreytingar og jarðskjálftagögn voru rædd.
Lesa meira
13.júlí2022

Aukin rafleiðini í Jökulsá á Sólheimasandi - 19.7.2022

Undanfarna daga hefur rafleiðni aukist í Jökulsá á Sólheimasandi og mælist óvenju há miðað við árstíma. Mikið vatn er í ánni og borist hafa nokkrar tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu.

Lesa meira
Yfirlitskort_Joklar_Islands_v3

Yfirlit um íslenska jökla í árslok 2021 - 13.7.2022

Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver skýr­asti vitnis­burð­ur  hérlendis um hlýn­andi loftslag. Á árinu 2021 hopuðu jökul­sporðar víða um tugi metra en nokkrir brattir skriðjöklar gengu fram, mest Morsárjökull sem gekk fram um meira en 100 m. Af þeim jöklum sem mældir eru af sjálf­boða­lið­um Jöklarannsóknafélags Íslands hop­aði Skeiðarárjökull mest eða um 400 m þar sem mest var við austanverðan sporðinn en þar slitnaði sporðurinn frá dauðísfláka. Breiðamerkurjökull hopaði víða um eða yfir 150 m þar sem kelfir af hon­um í Jökulsárlón.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Fellibylur- vindsniðakort

Fellibyljir 4

Raki, lóðréttur stöðugleiki og vindsniði skipta höfuðmáli í búskap fellibylja.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica