Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s á vesturhelmingi landsins. Norðvestan 20-28 m/s austanlands, en dregur smám saman úr vindi þar seinnipartinn. Víða þurrt og bjart veður, en dálítil rigning eða slydda á Austurlandi síðdegis. Hiti 2 til 10 stig í dag, mildast sunnan heiða.
Spá gerð 26.09.2022 00:29

Athugasemd veðurfræðings

Enn má búast við norðvestan stormi eða roki austanlands, sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 26.09.2022 00:29

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Eldgosið í Fagradalsfjalli ólíkt fyrri gosum í heiminum - 14.9.2022

Undanfari eldgossins í Fagradalsfjalli í fyrra var ólíkur undanfara margra gosa í heiminum og efnasamsetning hraunsins breyttist eftir því sem leið á gosið. Þetta er meðal niðurstaðna í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands og samstarfsfólk sem birtust í dag í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature.

Lesa meira

Metfjöldi viðvarana að sumarlagi - 8.9.2022

Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands hafa aldrei verið gefnar út jafn margar viðvaranir að sumarlagi og í ár eða 50 talsins. Af þeim voru flestar gefnar út vegna vindhraða eða 32. Viðvaranir vegna mikillar rigningar voru 15 en þrjár viðvaranir voru gefnar út vegna snjókomu. Sumarið fór vel af stað og voru einungis 5 viðvaranir gefnar út í júní og voru þær allar vegna vinds.

Lesa meira

Samtalið hafið um aðlögun sveitarfélaga að breyttum heimi - 5.9.2022

Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í dag.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst - 2.9.2022

Ágústmánuður var að tiltölu kaldur um allt land. Þó voru hlýindi um norðaustanvert landið undir lok mánaðar og hæsti hiti sumarsins mældist á Mánárbakka þ.30. Fremur sjaldgæft er að hæsti hiti ársins mælist svo síðla árs. Mánuðurinn var annars almennt þurrari og sólríkari en í meðalári bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Lesa meira

Rætt um aðlögun að loftslagsbreytingum í sveitarfélögum - 2.9.2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og innviðaráðuneytið, standa ásamt Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg að fræðsluviðburðinum „Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið“ á Grand hótel, 5. september kl. 9-12. Umfjöllunarefni fundarins eru áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag, sem og sú vinna sem framundan er til þess að aðlaga innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta má.

Lesa meira

Hitamet það sem af er ári - 31.8.2022

Mjög hlýir dagar hafa verið fáir í sumar. Einn slíkur kom þó í gær á Norðausturlandi þegar hitinn fór víða vel yfir 20 stig. Hæstur mældist hitinn 25,0 stig á Mánárbakka, það er jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á landinu þetta árið. Það er sjaldgæft að hæsti hiti ársins mælist svo síðla sumars.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

skýjuð Esja, dimmur sjór

Tættir bólstrar á Esju

Mynd sýnir ský á Esju, annaðhvort cumulus fractus (tættir bólstrar) eða stratocumulus fractus (tætt flákaský). Uppstreymi er við norðurhlíðar fjallsins, en mikil aflkvika tætir skýin og gerir þau óregluleg. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica