Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Gengur í austan og suðaustan 10-18 m/s með rigningu, en 18-23 um tíma syðst.
Sunnan 15-23 og rigning undir morgun, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Snýst í suðvestan 20-28 með skúrum eða slydduéljum norðantil eftir hádegi, jafnvel 30 m/s um tíma norðvestantil, en 13-20 og skúrir syðra. Dregur talsvert úr vindi annað kvöld og kólnar í veðri.

Spá gerð 06.11.2024 21:47

Athugasemd veðurfræðings

Austanhvassviðri eða -stormur og talsverð rigning um tíma syðst og snarpir vindstrengir í Mýrdal og í Öræfum. Varasamt ferðaveður. Sunnan hvassviðri eða stormur í fyrramálið, en suðvestan stormur eða rok fyrir norðan uppúr hádegi. Dregur talsvert úr vindi annað kvöld.
Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 06.11.2024 21:47

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu - 4.11.2024

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira
Tveir gígar

Skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni - 4.11.2024

Uppfært 4. nóvember kl. 15:20

Milli kl. 2 og 3 í nótt varð smáskjálftahrina á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Þá mældust rúmlega tuttugu skjálftar sem voru um og undir M1,0 að stærð á 3 til 6 km dýpi. Staðsetning skjálftanna er á mjög svipuðum slóðum og jarðskjálftar sem hafa sést við upphaf þeirra kvikuhlaupa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni síðastliðið ár. Skjálftahrinan var skammvinn og höfðu engir skjálftar mælst þar frá því kl. 4 í nótt.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2024 - 1.11.2024

Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira
Stefan_GG_1

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar - 19.10.2024

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Geimveðurspá

Eindastraumur frá sólu hefur áhrif á segulsvið jarðar. Spár um slíkan eindastraum eru kallaðar geimveðurspár og nýtast sem norðurljósaspár. Hér er birt ítarefni og nokkur geimveðurspárit í rauntíma.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica