Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en að mestu bjart á Norðaustur- og Austurlandi.

Sunnan og suðvestan 5-10 á morgun. Áfram skúrir, en yfirleitt léttskýjað norðaustan- og austanlands.

Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast norðaustantil.

Spá gerð 23.06.2024 15:24

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Gigar2_04062024

Eldgosinu virðist vera lokið - 22.6.2024

Uppfært 22. júní kl. 18:00

Eldgosinu sem hófst 29. maí síðastliðinn virðist vera lokið. Í gær var litla virkni að sjá í gígnum og nú í hádeginu var engin virkni sjáanleg þegar Almannavarnir flugu dróna til athugunar. Einnig hefur órói á nálægum jarðskjálftamælum dottið niður og er nú sambærilegur því sem mældist áður en gos hófst.

Enn má þó búast við í einhvern tíma að eldra hraun haldi áfram að streyma hægt meðfram Sýlingarfelli norðanverðu og við varnargarð L1 þar sem spýjur hafa runnið yfir.

Lesa meira
HH_JH_HI_Celeste_2

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) í heimsókn á Veðurstofu Íslands - 20.6.2024

Prófessor Celeste Saulo, nýkjörinn aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kom í heimsókn á Veðurstofuna þann 18. júní og hitti Hildigunni Thorsteinsson, nýráðinn forstjóra. Hún heimsótti m.a. eftirlitssal Veðurstofunnar þar sem Helga Ívarsdóttir, deildarstjóri Veðurspár og náttúruvöktunar, Óli Þór Árnason veðurfræðingur og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur sögðu henni frá hinu veigamikla og yfirgripsmikla hlutverki sem vaktin sinnir allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Lesa meira
Atlas13062024

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan - 13.6.2024

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024 - 5.6.2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Nýr forstjóri Veðurstofunnar hefur tekið til starfa - 5.6.2024

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur tekið til starfa. Hildigunnur hefur starfað sem tæknistjóri (CTO) hjá jarðhitafyrirtækinu Innargi A/S í Kaupmannahöfn frá árinu 2022.  Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitunni í nær áratug. Fyrr á ferlinum starfaði hún í jarðhita bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, lengst af í bandaríska orkumálaráðuneytinu við stýringu rannsóknarfjármagns. Hildigunnur hefur m.a. setið í stjórnum Orku náttúrunnar, Carbfix, og Jarðhitafélags Bandaríkjanna.

Lesa meira
Hofsjokull_01

Vetrarafkoma Hofsjökuls 2023-2024 - 3.6.2024

Vetrarafkoma Hofsjökuls var mæld í 37. sinn í fimm daga leiðangri Veðurstofu Íslands 29. apríl –3. maí 2024. Fjórir starfsmenn óku vélsleðum í 20 mælipunkta á jöklinum, boruðu gegnum snjólag vetrarins og mældu eðlisþyngd þess.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Glitský 20. janúar 2008

Glitský á 17. öld

Glitskýja er stundum getið í eldri heimildum, þar af alloft á 19.öld. Dæmið hér að neðan er hugsanlega elsta athugun á glitskýjum í heiminum.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica