Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Gengur í norðan 8-15 m/s í dag og hvassara í vindstrengjum suðaustantil síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi og snjókoma allra syðst fram að hádegi, en bjartviðri annars staðar. Frost 2 til 10 stig.

Lægir víða um land á morgun með sólríku veðri og kalt áfram.

Spá gerð 01.03.2024 05:12

Athugasemd veðurfræðings

Staðbundnir hvassir vindstrengir og hviður um og yfir 30 m/s við Vatnajökul og undir Mýrdalsjökli seinnipartinn. Gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.03.2024 05:12

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hraunbreidan_08022024

Auknar líkur á eldgosi næstu daga - 29.2.2024

Uppfært 29. febrúar kl. 10:50

Líkanreikningar sýna að í dag hafa um 8,5-9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu hefur haldist nokkurn veginn sá sami síðust daga. Að öllu jöfnu hefur dregið úr hraða landriss þegar nálgast hefur eldgos.

Samkvæmt líkanreikningum safnast um hálf milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi á sólarhring. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku.

Lesa meira
Vedurstodin-hvanneyri-2023

Veðurstöðin á Hvanneyri tekur breytingum - 28.2.2024

Ný veðurstöð á Hvanneyri

Á undanförnum tveimur árum hefur Veðurstofa Íslands í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands unnið að færslu og uppfærslu á veðurmælingum á Hvanneyri. Síðan sjálfvirk veðurstöð var sett upp á Hvanneyri árið 1997 hefur umhverfi hennar tekið nokkrum breytingum og veðurstöðin er orðin umlukin trjágróðri og byggingum. Hún uppfyllir því ekki lengur kröfur Veðurstofunnar og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um stöð sem mælir veður sem er lýsandi fyrir svæðið. Að auki uppfyllir hún heldur ekki kröfur Landbúnaðarháskólans fyrir landbúnaðarrannsóknir. Þess utan er veðurstöðin í alfaraleið innan Hvanneyri og hafði stundum orðið fyrir hnjaski vegna leiks og starfa íbúa á svæðinu. Því var ljóst að til að hægt væri að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til veðurmælinga þyrfti að færa þær til innan Hvanneyris.

Lesa meira
Thri-kl1800

Óvenjumikill öldugangur við suður- og vesturströnd landsins - 22.2.2024

Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 var óvenjumikill öldugangur við suðurströnd landsins, ekki síst á Arnarstapa og í Reynisfjöru og höfðu sumir aldrei áður séð neitt þessu líkt. Á Garðskaga og við Grindavík mældist um 8 metra ölduhæð. Ástæðan var lægð suðvestur í hafi, sem olli lágum loftþrýstingi og suðlægum áttum. Lágur loftþrýstingur hækkar sjávaryfirborð og sjávarföll, sem geta aukið eða minnkað öldugang eftir því sem að flæðir að eða fjarar út. Vindur sem blæs yfir sjó og vötn mynda öldur sem verða stærri eftir því sem vindur er hvassari og áhrifin verða meiri með tíma og vegalengd.

Lesa meira
Mynd-1-png

Janúarmánuður sá hlýjasti í sögu jarðar en í kaldara lagi á Íslandi - 9.2.2024

Samkvæmt yfirliti loftslagsþjónustu Evrópu, Copernicus, var janúar 2024 hlýjasti janúarmánuður frá upphafi mælinga þar sem meðalhiti mældist 13,14°C, eða 0,7°C yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 (mynd 1). Janúar 2024 var 1,66°C hlýrri en meðalhiti janúarmánaða á tímabilinu 1850-1900, tímabilsins fyrir iðnbyltingu.

Nýliðinn janúar er áttundi mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið ef bornir eru saman sömu mánuðir annarra ára. Hnattrænn meðalhiti síðustu tólf mánaða (febrúar 2023-janúar 2024) mældist hærri en nokkurn tíma eða 1,52°C yfir meðaltali tímabilsins fyrir iðnbyltingu (1850-1900).

Meðalhitastig yfirborðs sjávar (mynd 2) fyrir janúar á hafsvæði utan heimskautsvæðanna (yfir 60°S–60°N) náði 20,97°C, sem er met fyrir janúar, eða  0,26°C hlýrra en fyrra met janúarmánaðar, árið 2016, og næsthæsta gildi fyrir hvaða mánuð sem er í ERA5 gagnasettinu, aðeins 0,01°C frá metinu frá ágúst 2023 (20,98°C).

Lesa meira

Skýringum varpað fram um tilurð kvikugangsins við Grindavík í tímaritinu Science - 8.2.2024

Eldgos hófst á ný á Reykjanesi í morgun en vísindamenn hafa unnið að mjög nákvæmum jarðskorpumælingum í þessari hrinu eldsumbrota sem hófst með gosi í Fagradalsfjalli þann 24. mars árið 2021. Ítrekað hefur verið fjallað um svokallaðan kvikugang í fréttum sem tengjast umbrotunum við Grindavík. Gangurinn myndaðist mjög snögglega í nóvember í fyrra og hafði veruleg áhrif á atburðarásina á Reykjanesi. Skýringar vísindamanna á tilurð kvikugangsins, og ofurstreymi kviku inn í hann, er meginuppistaðan í nýrri vísindagrein sem hið virta tímarit Science birtir í dag. Birting greinar eftir vísindamenn sem starfa á Íslandi er ekki hversdagsviðburður í þessu heimsþekkta tímariti en alþjóðlegur hópur vísindamanna stendur að greininni undir forystu Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2024 - 2.2.2024

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga.
Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hitabeltisstormurinn Celia 1962 nálgast

Fellibyljir 6

Greint er á milli nokkurra upprunagerða fellibylja.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica