Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt, 3-10 m/s, en norðvestan 8-15 austast fyrripart dags. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, annars bjart að mestu.

Norðaustan 5-13 á morgun og bjart með köflum, en stöku él á víð og dreif. Bætir heldur í ofankomu norðaustanlands um kvöldið.

Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Spá gerð 21.11.2024 04:40

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni - 20.11.2024


  • Eldgos hófst á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells kl. 23:14
  • Fyrstu merki um kvikuhlaup sáust á mælum um kl. 22:30
  • Lengd gossprungunnar er áætlaður um 3 km og er syðri endi hennar við Sýlingarfell

  • Eldgosið virðist hafa náð hámarki

Lesa meira

Jöklabreytingar á Íslandi á COP29 - 20.11.2024

Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.

Lesa meira
Tveir gígar

Eldgos hafið á Sundhnúksgígaröðinni - 20.11.2024

Uppfært 20. nóvember kl. 23:25

Eldgos hafið á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells

Lesa meira

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu - 4.11.2024

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2024 - 1.11.2024

Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira
Stefan_GG_1

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar - 19.10.2024

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

tveir regnbogar rísa upp frá sama stað

Speglaðir regnbogar

Regnbogar sem skarast hafa mismunandi miðpunkta sem hægt að útskýra með tilvist tveggja ljósgjafa. Algengasta ástæðan er sú, að sólarljósið speglast af sléttu yfirborði vatns og myndar þannig speglaðan ljósgjafa fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica