Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið. Frost víða 0 til 7 stig. Suðaustan 5-13 og fer að snjóa í dag, fyrst vestantil. Suðvestanlands hlýnar um tíma og þar fer úrkoman yfir í slyddu og rigningu. Hægari N-læg eða breytileg átt og minnkandi úrkoma í nótt.
Austlæg átt á morgun, 13-18 við S-ströndina, annars mun hægari. Snjókoma þegar líður á daginn en fer síðan yfir í slydu eða rigningu SV-lands. Hiti 0 til 5 stig SV-lands seinnipartinn, annars víða vægt frost.

Spá gerð 28.11.2021 04:28

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Íshellan í Grímsvötnum tekin að síga - 25.11.2021

Uppfært 25.11. kl. 9.15

Sighraði á íshellu hefur haldist nokkuð jafn í nótt. GPS mælir Veðurstofunnar sýnir að hellan hefur sigið um 25 sm frá því um kl. 10 í gærmorgun.

Engar markverðar breytingar hafa mælst í Gígjukvísl hvort sem er vatnshæð, rafleiðni né gas.

Veðurstofan í samstarfi við vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskólans fylgjast áfram náið með þróun mála.

Lesa meira

Staðan við Fagradalsfjall - 17.11.2021

Frá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en í mjög litlu magni. Samfara eldgosinu seig land umhverfis eldstöðvarnar líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi, en í lok ágúst sást á GPS mælum að farið var að draga úr siginu og upp úr miðjum september var sigið farið að snúast í landris. Risið er mjög lítið eða einungis um 2 sm þar sem það er mest. Nýjustu gervitunglagögn sýna að landrisið nær norður af Keili suður fyrir gosstöðvarnar. Líkanreikningar benda til þess að upptök þess séu á miklu dýpi og er líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun.

Lesa meira
COP26 var haldin í Glasgow dagana 1.-12. nóvember síðastliðinn.

COP26 - Samvinna, samstarf og samstaða - 15.11.2021

Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að COP26, Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, er ný afstaðin. COP ráðstefnan (Conference of Parties) var haldin í Glasgow að þessu sinni, en Anna Hulda Ólafsdóttir, sem fer fyrir nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, var fulltrúi Veðurstofu Íslands. 

Lesa meira
Myndin sýnir yfirfarna skjálfta sem hafa mælst í Vatnafjöllum í dag

Jarðskjálfti í Vatnafjöllum - 11.11.2021

Í dag kl. 13:21 mældist jarðskjálfti af stærð 5,2 á um 5 km dýpi í Vatnafjöllum á Suðurlandi, 8 km suður af Heklu.

Lesa meira
Grunnur samstarfsins liggur í aukinni þörf fyrir áreiðanlegri veðurspár sem undirbyggja og styðja ákvarðanatöku þegar kemur að vályndu veðri og áhrifum loftslagsbreytinga.

Framfarir í veðurspám með nýrri ofurtölvu - 10.11.2021

Veðurstofur Íslands, Danmerkur, Írlands og Hollands hafa tekið höndum saman um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna með nýrri ofurtölvu sem staðsett verður á Veðurstofu Íslands. Markmiðið með samstarfinu er að stuðla að framþróun í skammtíma veðurspám og auka áreiðanleika gagna.  


Lesa meira
Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri á skrifstofu sinni í nýju húsi Veðurstofunnar að Bústaðavegi 9 í Reykjavík.

Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri - 5.11.2021

Í dag, 5. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Hlyns Sigtryggssonar veðurstofustjóra.

Um mitt ár 1963 tók hann við embætti veðurstofustjóra og gegndi því til starfsloka haustið 1989 eða í ríflega 26 ár. Hann var fulltrúi Veðurstofunnar og ríkisstjórnarinnar á ýmsum fundum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) allt frá 1950 til 1989.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Vindgerðir snjóboltar

Vindur býr til snjórúllur

Stöku sinnum sést fjöldi snjóbolta, sem vindur hefur búið til, á dreif um sléttar snævi þaktar grundir, jafnvel hundruð bolta á einum túnbletti. Ekki er kunnugt um sérstakt nafn á fyrirbrigðinu.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica