Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Dálítil rigning með köflum eða skúrir, en léttskýjað að mestu sunnantil. Veður fer kólnandi og má búast við slyddu eða snjókomu til fjalla um norðanvert landið.
Vaxandi vindur og úrkoma á morgun, víða norðan 10-18 m/s upp úr hádegi, en 13-20 annað kvöld. Rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart með köflum sunnan heiða. Talsverð úrkoma með norðurstöndinni annað kvöld.
Hiti 0 til 6 stig í nótt, en hiti 2 til 10 stig á morgun og hlýjast syðst.
Spá gerð 08.09.2024 22:03
Kólnar í veðri og má búast við slyddu eða snjókomu á fjallvegum norðantil á landinu. Gefnar hafa verið út viðvaranir vegna veðurs um norðanvert landið á mánudag og þriðjudag.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 08.09.2024 22:03
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,1 | 07. sep. 21:37:54 | Yfirfarinn | 9,2 km VSV af Geirfugladrangi á Rneshr. |
2,6 | 07. sep. 21:46:10 | Yfirfarinn | 9,5 km VSV af Geirfugladrangi á Rneshr. |
2,5 | 07. sep. 03:27:02 | Yfirfarinn | 11,6 km ANA af Grímsey |
Eldgosinu norðan Stóra-Skógfells er lokið. Síðustu merki um gosóróa sáust síðdegis í gær, 5. september. Þetta var staðfest í drónaflugi Almannavarna í gærkvöldi þar sem engin virkni sást í gígunum.
Nánari upplýsingar um jarðhræringarnar má finna í frétt á forsíðu.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 06. sep. 09:58
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Rafleiðni hækkar í Skálm Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn í gær og mælist nú um 220 µS/cm, sem er óvenju hátt, ásamt því að vatnshæð ánnar hefur farið eilítið vaxandi. Því viljum við biðja fólk um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Engar tilkynningar um brennisteinslykt hafa enn borist VÍ. Enginn hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul eins og mældist hlaupinu í Skálm þann 27. júlí síðastliðinn. Því gæti verið að nú sé um hægan leka jarðhitavatns undan jöklinum að ræða. Mögulega á rennsli þó eftir að aukast enn frekar og þróast út í jökulhlaup. Náttúruvárvakt VÍ mun halda áfram að vakta svæðið.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. sep. 19:44
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
|||
Norðanverðir Vestfirðir
|
|||
Tröllaskagi utanverður
|
|||
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|||
Austfirðir
|
Uppfært 6. september kl. 16:00
Í ljósi þess að eldgosið sem hófst 22. ágúst er lokið, hefur hættumat verið uppfært. Helstu breytingar eru að svæði 3, þar sem upptök eldgossins voru, hefur verið fært niður í mikil hætta (rautt), sem er vegna þess að hætta á gosopnun, gasmengun og gjósku er talin minni. Einnig hefur hætta á svæði 6 farið niður í töluverð (appelsínugul) vegna þess að hætta á gasmengun er talin minni. Hætta er metin „lítil“ eða „mjög lítil“ á svæði 1 (Svartsengi).
Lesa meiraÁgúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.
Lesa meiraÁrleg vettvangsferð var farin að Öskju í ágúst síðastliðinn, ferðin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg. Vettvangsferðin fól í sér landmælingar (nívó- og GNSS-mælingar), pH- og hitamælingar í Víti, auk margþættra gasmælinga (CO2, H2S og SO2) á gufuhverasvæðinu í Vítisgíg.
Niðurstöðurnar styðja það sem sést á samfelldum GPS-mælum og á nýlegum InSAR-myndum, að landris heldur áfram í Öskju, en á hægari hraða síðan í september 2023. Hins vegar eru engin merki um að kvika sé að færast grynnra í jarðskorpuna.
Lesa meiraSkýrslur IPCC eru mikilvægur vísindalegur
grundvöllur fyrir stefnumótun í loftslagsmálum á alþjóðlegum vettvangi,
en nefndin sjálf framkvæmir ekki eigin rannsóknir heldur metur og
dregur saman núverandi vísindalega þekkingu.