Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan og austan 5-13 í dag, en hægari austanlands. Víða snjókoma með köflum, frost yfirleitt 0 til 8 stig.
Austlæg eða breytileg átt, 5-13 á morgun, hvassast syðst. Slydda eða snjókoma af og til við suðurströndina, annars stöku él, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Heldur mildara.

Spá gerð 03.12.2023 04:01

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

22-nov-ragnar-haettumatskort

Jarðskjálftavirkni fer áfram minnkandi - 1.12.2023

Uppfært 1. desember kl. 16:45

Áfram dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga og mælast nú mun færri og smærri skjálftar heldur en síðustu vikur. Flestir skjálftar eru að mælast undir einum að stærð. Virknin er mest milli Sýlingarfells og Hagafells þar sem að kvikugangurinn liggur. Að öllum líkindum er kvikan sem er að safnast undir Svartsengi að fóðra þann kvikugang. Ennþá mælist aflögunum á stöðvum nálægt kvikuganginum en talið er að það sé vegna landriss sem er að eiga sé stað við Svartsengi.

Lesa meira
Skjamynd-hiti-

Hlýjasti október síðan mælingar hófust - 9.11.2023

Október 2023 var hlýjasti október mánuður sem mælst hefur á heimsvísu. Yfirborðshiti var að meðaltali  15,3 °C, sem er 0,85  °C yfir meðaltali samanburðartímabilsins 1991-2020 fyrir október og 0,4 °C  yfir fyrra meti, sem var október 2019. Hitafrávik á jörðinni fyrir október 2023 var það næst hæsta sem sést hefur síðan mælingar hófust, en metið á september mánuður þessa árs.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2023 - 2.11.2023

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í október. Hiti á landsvísu var nærri meðallagi áranna 1991 til 2020. Það var að tiltölu kaldast á Norðausturlandi en hlýrra suðvestanlands. Það var sérlega hægviðrasamt í lok mánaðar.

Lesa meira
HB-og-Gulli

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar - 18.10.2023

Í nýrri skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi segir að ekki verði um villst, að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Skýrslan var kynnt í dag og er hún fjórða samantektarskýrslan sem kemur út á vegum vísindanefndar sem skipuð er í hvert sinn af ráðherra. Fyrsta skýrslan kom út árið 2000, en síðasta skýrsla kom út 2018.

Lesa meira
Visindaskyrsla_FB_Poster

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar kynnt á morgun - 17.10.2023

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar verður gefin út og kynnt miðvikudaginn 18. október í Grósku, Reykjavík. Kynningunni verður streymt beint og hefst hún kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00. 

Lesa meira
Ruv--1-

Líkur hafa aukist á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli - 13.10.2023

Merki um landris á Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í byrjun ágúst í sumar.  Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um 4 vikur. Nýjustu GPS mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

silfurblár næturhiminn

Silfurský - lýsandi ský á næturhimni

Síðsumars má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni. Fáir virðast þó veita þessu fagra náttúrufyrirbrigði athygli og er það miður.

Hérlendis er best að leita að silfurskýjum á heiðríkum nóttum um og upp úr verslunarmannahelgi á tímabilinu milli klukkan rúmlega 23 og fram undir 4, best kringum miðnættið (hálf tvö). Lítið þýðir að leita þeirra fyrir 25. júlí vegna birtu og eftir 20. ágúst vegna þess að þá fer að hausta (og hlýna) við miðhvörfin.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica