Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestan og suðvestan 10-18 m/s og él, en yfirleitt þurrt austantil. Kólnar í veðri.
Vestan 8-15 á morgun og svipað veður, en dregur úr vindi eftir hádegi. Frost víða 0 til 5 stig.

Spá gerð 14.12.2024 22:08

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Verkefni til að bæta vatnsgæði á Íslandi hlýtur stóran styrk - 13.12.2024

Veðurstofan, ásamt 22 samstarfsaðilum undir forystu Umhverfisstofnunar, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum m.a. til að bæta vatnsgæði á Íslandi.

Lesa meira

Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið - 9.12.2024

Uppfært 9. desember kl. 14:20

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfell er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar Almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og var engin virkni sjáanleg. Síðast sást glóð í gígnum á vefmyndavélum að morgni 8. desember. Eldgosið hófst að kvöldi 20. nóvember og stóð yfir í 18 daga og var annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá desember 2023.

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Leirá syðri og Skálm - 6.12.2024

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Leirá-syðri og í Skálm síðan 4. desember síðastliðinn. Í lok júlí varð jökulhlaup í Leirá-syðri og Skálm, þar sem hlaupvatn flæddi m.a. yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Skálm. Í kjölfar jökulhlaupsins í júlí virðist jarðhitavatn úr jarðhitakötlum undir jöklinum hafa fengið greiðari leið frá þeim og í árfarvegi. Síðan í ágúst hafa þrír minni atburðir átt sér stað með hækkun á rafleiðni og vatnshæð, og er þetta sá fjórði í röðinni.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2024 - 3.12.2024

Tíðarfar í nóvember var mjög tvískipt. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár. Mjög hlýjar og tiltölulega hvassar sunnanáttir voru allsráðandi þessa daga, með vætutíð sunnan- og vestanlands, en þurru og hlýju veðri á Norður- og Austurlandi. Um miðjan mánuðinn snerist svo í norðanáttir. Þá kólnaði hratt á landinu og var hiti vel undir meðallagi út mánuðinn. Þá var þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomusamt og töluverð snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Bætt framsetning rýmingarkorta vegna ofanflóðahættu - 28.11.2024

Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni hafa unnið með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, staðfesti nýju rýmingarkortin formlega með undirritun á Veðurstofunni í dag. Ein mikilvægasta breytingin frá fyrri rýmingarkortum er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg í kortasjám á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.

Lesa meira

Jöklabreytingar á Íslandi á COP29 - 20.11.2024

Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Mistur, Snæfell

Mistur

Mistur samanstendur af þurrum og örsmáum rykögnum, sem eru ósýnilegar hver fyrir sig, en draga þó úr skyggni, sveipa landið hulu og deyfa litbrigði þess. Mistrið er bláleitt séð móti dökkum bakgrunni (fjallablámi) en gulleitt ef það ber við björt ský, jökla eða sólina. Stundum er það upprunnið á heimaslóð sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eða grábrúnleitt verði það mjög þétt. Hingað berst einnig mistur frá Evrópu, það er að jafnaði bláleitara en það innlenda.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica