Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan og vestan 10-18 m/s, en sums staðar mun hvassari vindstrengir sunnan til og á mið-Norðurlandi. Rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Norðvestlæg átt, 3-10 og smá skúrir á morgun en 10-15 sunnan- og austantil í fyrstu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Spá gerð 07.07.2022 09:48

Athugasemd veðurfræðings

Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll. Dregur úr vindi í kvöld. Vegfarendur er hvattir til að aka varlega og fylgjast með veðurspám og -mælingu, einkum þeir sem eru með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 07.07.2022 09:48

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

jökulhlaup-dólómítafjöllum

Mannskaði í óvenjulegu jökulhlaupi í Dólómítafjöllum á Ítalíu - 6.7.2022

Sunnudaginn 3. júlí féll jökulhlaup úr Marmolada jökli í Dólómítafjöllum í ítölsku Ölpunum. Hlaupið, sem í fréttum er ýmist nefnt snjóflóð, skriðufall eða vatnsflóð, virðist hafa átt upptök þar sem leysingarvatn safnaðist fyrir undir jöklinum. Vatnið gerði það að verkum að jökullinn varð óstöðugur og leiddi til þess að fremsti hluti sporðsins brast og steyptist niður bratta hlíðina ásamt vatninu, sem og grjóti og aur sem hlaupið hreif með sér.

Lesa meira

Tíðarfar í júní - 4.7.2022

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní, vindur var nærri meðallagi og það var hlýtt fram eftir mánuðinum. En það var óvenju kalt á landinu dagana 23. til 27., þá sérstaklega á norðurhluta landsins. Þá daga var hiti vel undir meðallagi og frost mældist víða í byggð.

Lesa meira

Hlýnun á norðurslóðum heldur áfram að aukast hraðar en hnattræn hlýnun - 24.6.2022

Hlýnun á norðurslóðum heldur áfram að aukast hraðar en hnattræn hlýnun. Þetta kemur fram í samantekt samráðsfundar um veðurfarshorfur á Norðurslóðum, en fundurinn sem haldinn er tvisvar á ári, er hluti af Arctic Climate Forum, sem er samstarfsvettvangur ríkja á norðurslóðum. Á síðasta áratug hefur meðalhiti flestra ára verið með því sem mest var á tímabilinu 1900-2022. Þetta á jafnt við um sumar- og vetrarhita sem ársmeðalhita, þó vissulega sé verulegur breytileiki á milli ára, einkum á kuldatímabilum.

Lesa meira

Land heldur áfram að rísa við Öskju - 16.6.2022

Frá því að landris fór að mælast við Öskju í byrjun ágúst 2021 hefur það haldist nokkuð stöðugt. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga, en nærri rismiðjuni er GPS stöð sem hefur sýnt landris upp á um það bil 2.5 sm á mánuði. Í heildina hefur land risið á þessum stað um 30 sm frá því í byrjun ágúst í fyrra.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2022 - 2.6.2022

Maímánuður var hægviðrasamur og að tiltölu hlýr á sunnanverðu landinu en kaldur á því norðanverðu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi. Á Akureyri var úrkomusamt þennan mánuðinn en í Reykjavík var hlýtt og sólríkt. Lesa meira

Ekkert landris mælist lengur vestur af Þorbirni - 2.6.2022

Frá því 26. maí dró verulega úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og síðustu 3-4 daga hefur ekkert landris mælst á GPS mælum. Eins hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Frá því 28. apríl til 28. maí reis land um alls 5,0-5,5 sm og fylgdi því umtalsverð skjálftavirkni. Síðusta daga hafa mælst um 150 upp til 300 skjálftar á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest var. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Geimveðurspá

Eindastraumur frá sólu hefur áhrif á segulsvið jarðar. Spár um slíkan eindastraum eru kallaðar geimveðurspár og nýtast sem norðurljósaspár. Hér er birt ítarefni og nokkur geimveðurspárit í rauntíma.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica