Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Um 1260 skjálftar mældust í vikunni, þar af hafa um 1000 verið yfirfarnir. Sex skjálftar mældust um og yfir stærð M3. Mikil skjálfavirkni mældist víða á Reykjanesskaganum. Á sunnudag hófst hrina við Geitafell, sunnan Bláfjalla, og urðu þar þrír skjálftar sem mældust M3-M3,3 og bárust tilkynningar um að þeirra hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu. Enn mældist skjálftavirkni við Skjaldbreið, þar varð skjálfti af stærð M3,0 18. september. Þá mældust tveir skjálftar úti á Kolbeinseyjarhrygg með stærðir M3,1-M3,2.
Rúmlega 960 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 520 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkuð meira en frá síðustu viku þegar tæplega 800 skjálftar mældust.
Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.
Stærsti skjálfti vikunnar yfir 3 að stærð mældist við Kolbeinseyjarhrygg, 3,8 að stærð þann 13. september sl. en í hrinunni við Eldey þann 11. september mældist skjálfti af stærð 3,2. Fimm skjálftar mældust í og við Heklu í vikunni.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálftalisti viku 37
Lesa meiraUm 820 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 660 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkur aukning frá síðustu viku þegar tæplega 500 skjálftar mældust.
Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.
Stærsti og eini skjálfti vikunnar yfir 3 að stærð mældist 2 km vestur af Kleifarvatn þann 9. september og mældist hann 3.8 að stærð. Í kjölfar skjálftans mældust yfir 100 smáskjálftar. Skjálftinn fannst í byggð.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Tæplega 500 skjálftar mældust á landinu í vikunni sem leið. Það er fremur rólegt m.v. virkni síðustu vikna, og má þar að einhverjum hluta um kenna fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir aðfaranótt laugardags. Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotabeltið.
Í vikunni hljóp einnig úr eystri Skaftárkatli sem hafði áhrif á virkni vikunnar og sást m.a. á óróapúlsum sem mældust í vestanverðum Vatnajökli og má tengja suðu í katlinum.
4 sjálftar mældust yfir 3 að stærð í vikunni, tveir M3.1 þann 1. sept , annar á Kolbeinseyjarhrygg og hinn á Reykjanestá, einn M3.7 í Mýrdalsjökli 29. ágúst og einn M3.9 í Bárðarbungu 3. sept.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Lesa meira