Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 14, 1. - 7. apríl 2024

Rúmlega 450 skjálftar mældust á landinu í fjórtándu viku ársins og hafa um 430 verið yfirfarnir. Er þetta nokkuð minni virkni en í fyrri viku þegar um 570 skjálftar mældust.

Virkni var nokkuð dreifð um land allt. Stærsti skjálftinn mældist 2,9 í Bárðarbungu 7. apríl.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Skjálftavirkni 25. - 31. mars 2024, vika 13

Útdráttur

Rúmlega 570 skjálftar mældust á landinu í þrettánduviku ársins og hafa um 550 verið yfirfarnir. Er þetta nokkuð meiri virkni en í fyrri viku þegar um 400 skjálftar mældust.

Mesta virkni í vikunni var á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist í norðanverðri Öskju, 3,5 að stærð í skammvinnri hrinu sem þar varð þann 25. mars. Einnig var nokkur virkni í Bárðarbungu en allir skjálftarnir undir 2,7 að stærð þar.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 10, 04. - 10. mars 2024

Um 650 skjálftar hafa mælst á landinu í tíundu viku ársins. Allir skjálftar hafa verið yfirfarnir. Í síðustu viku mældust 1650 skjálftar og þar af var drjúgur hluti þeirra tengdir kvikuinnskoti þann 3. mars frá Svartsengi undir Sundhnjúksgígaröðina.

Áframhaldandi landris í Svartsengi mælist eftir kvikuinnskotið. Í heildina hafa yfir 11 milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá kvikuhlaupinu 3. mars. Þrýstingur í kvikuhólfinu heldur því áfram að byggjast upp og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum.

Mesta virkni í vikunni hefur verið á Reykjanesskagan. Smá hrina var við Eiturhóli og smá virkni í Vatnajökli og á Norðurlandi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 9, 16. febrúar - 3. mars 2024

Tæplega 1650 skjálftar mældust á landinu í níundu viku ársins. Tæplega 870 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Þessi mikla auknin frá því í síðustu viku stafar af kvikuhlaupi þann 3.mars frá Svartsengi yfir í kvikuganginn undir Sundhnjúksgígaröðinni. Að þessu sinni endaði kvikuhlaupið ekki í eldgosi líkt og gerðist í janúar og febrúar. Áframhaldandi landris mælist eftir kvikuinnskotið. Kvikuflæði undir Svartsengi heldur því áfram og líkanreikningar sýna að um hálf milljón rúmmetra af kviku safnast á sólarhring. Í heildina hafa um 9,5 milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðan í eldgosinu 8. febrúar. Þrýstingur í kvikuhólfinu heldur því áfram að byggjast upp og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum.

Nokkur virkni var bæði í Bárðarbungu og Grímsvötnum í vikunni og einnig hefur smáskjálftahrina verið í gangi við Húsmúla í Henglinum síðan 15. febrúar, en hrinuvirkni á því svæði er allvanaleg og þekkt er að niðurdæling á því svæði geti valdið skjálftum.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica