Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Jarðskjálftayfirlit - nóvember 2025

Í nóvembermánuði mældust um 1900 skjálftar á landinu. Það er nokkuð undir meðalfjölda skjálfta síðustu 6 mánuðina, um 3400 skjálftar á mánuði. Helsta virkni sem ber að nefna er skjálftahrina úti fyrir Reykjanestá sem hófst að kvöldi 18. nóvember og stóð í um hálfan sólarhring. Sú hrina taldi alls um 230 skjálfta. Enn hefur ekki náðst að fara yfir alla skjálfta í þeirri hrinu. Virkni í mánuðinum var að mestu leiti með hefðbundnum hætti, dæmigerð skjálftavirkni við Grjótárvatn og einnig nokkuð hefðbundin virkni í Mýrdalsjökli - sem hefur þó verið í yfir meðallagi síðustu 4 mánuði. Nokkuð meiri virkni er vanalega var við Esjufjöll þegar 23 skjálftar mældust á 5 dögum. Þá mældist skjálfti úti á Stokknesgrunni 6. nóvember. Um 10 skjálftar á 12-15km dýpi mældust við Nesjavallaleið. Einnig mældust nokkrir skjálftar á 18-20km dýpi í Mýrdalsjökli í mánuðinum.

Stærsti skjálfti vikunnar var við Öskju, 3,5 að stærð 9. nóvember. Aðrir skjálftar yfir 3 að stærð í þessum mánuði voru 3,0 og 3,2 í Bárðarbungu og 3,3 á Reykjaneshrygg um 30km VSV af Eldey. Að auki mældust 3 skjálftar af stærð 3,1 til 3,6 á SPAR þverbrotabeltinu, á Kolbeinseyjarhrygg.

Lesa meira

Jarðskjálftavirkni - október 2025

Í október mældust um 2600 jarðskjálftar víðsvegar á landinu, flestir skjálftarnir mælast áfram milli Kleifarvatns og Trölladyngju á Reykjanesskaga eða um 950 talsins. Í Bárðarbungu varð stærsti skjálfti mánaðarins, M5.4 þann 29. október, og þar mældust alls um 200 skjálftar. Við Grjótárvatn hélt virkni áfram með um 250 skjálftum, þar af stærsti M3.5 sem fannst í nágrenninu. Einnig fannst skjálfti af stærð M2.3 vel á Selfossi sem varð í austanverðu Ingólfsfjalli þann 14. október. Í Mýrdalsjökli urðu um 200 skjálftar og öflug hrina þann 20. október með skjálfta upp í M4.2. Á öðrum svæðum, svo sem í Hengli, við Langjökul, Torfajökul og á Norðurgos- og Tjörnesbrotabeltinu, var virkni nokkuð í samræmi við fyrri mánuði.


Lesa meira
Jarðskjalftakort

Jarðskjálftayfirlit - september 2025

Í september mældust um 2400 jarðskjálftar á landinu sem telst hefðbundinn virkni. Stærsti skjálftinn varð þann 12. september á Reykjaneshrygg um 45 km SV af Reykjanestá og var M4,0 að stærð. Alls mældust 14 skjálftar yfir M3,0 að stærð í mánuðinu, þrír á Reykjaneshrygg, tveir á Suðurlandsbrotabeltinu, tveir í Mýrdalsjökli, tveir í Bárðarbungu, tveir á Lokahrygg í Vatnajökli og einn við Kleifarvatn. 

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit - ágúst 2025

Sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi VÍ mældi um 2980 jarðskjálfta í ágúst,  þar af hafa um 2727 verið yfirfarnir. Flestir skjálftanna mældust á Reykjanesi og Reykjaneshrygg. Alls mældust 13 skjálftar yfir M3 að stærð en stærsti skjálftinn mældist í Brennisteinsfjöllum þann 18.ágúst en hann var M3,8 að stærð og fannst vel á Höfuðborgarsvæðinu og víða.

Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálftalísu

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica