Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s á morgun, en heldur hvassara austast. Rigning með köflum, en úrkomulítið á Austurlandi fram eftir degi. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast austantil. Snýst í norðvestan golu eða kaldi seinnipartinn, styttir upp sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri.
Spá gerð: 17.09.2024 21:22. Gildir til: 19.09.2024 00:00.
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-13 m/s norðvestantil, annars hægari vindur. Dálitlar skúrir vestanlands, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Á föstudag:
Hæg austanátt og skýjað með köflum, hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Austlæg átt og úrkomulítið, en fer að rigna um landið norðvestanvert síðdegis. Hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag (haustjafndægur):
Norðaustlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda. Heldur kólnandi.
Á mánudag:
Norðaustanátt og dálitlar skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Austlæg átt og víða bjart, en skýjað austanlands.
Spá gerð: 17.09.2024 20:26. Gildir til: 24.09.2024 12:00.