Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir sunnan- og vestanlands. Norðlæg átt 8-13 og dálítil rigning um landið norðvestanvert í kvöld, annars hægari. Hiti 0 til 6 stig en frost 0 til 6 stig norðaustantil. Hæg austlæg eða breytileg átt morgun og léttskýjað, en stöku skúrir suðaustanlands. Kólnar heldur.
Spá gerð: 21.11.2018 05:21. Gildir til: 22.11.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Yfirleitt þurrt um sunnanvert landið og hiti allt að 6 stigum syðst, en frost 0 til 5 stig norðantil á landinu.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 3 til 8 stig í innsveitum fyrir norðan, annars í kringum frostmark og allt að 6 stiga hiti með suður- og vesturströndinni.

Á mánudag:
Gengur í strekkings suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestantil á landinu. Hiti 0 til 6 stig. Hægari vindur, þurrt og bjart norðaustanlands og frost 0 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir austanátt með rigningu suðaustantil en með snjókomu um landið norðaustanvert. Þurrt og víða bjart vestanlands. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 20.11.2018 20:53. Gildir til: 27.11.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæg austlæg átt, víða skýjað og dálítil væta af og til, en þurrt og yfirleitt bjart á Norður- og Austurlandi. Snýst í norðan 8-13 norðvestantil á landinu, og á Snæfells- og Reykjanesi, með rigninu í kvöld en hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. Hiti víða 1 til 6 stig, en þar sem er heiðskýrt norðaustantil á landinu frystir, og má búast við 10 stiga frosti þar í innsveitum í nótt.

Hæg austlæg átt, léttskýjað og kólnar á morgun. Frost 2 til 10 stig annað kvöld, svalast í innsveitum norðanlands, en það hangir þó frostlaust með suðurstöndinni.
Spá gerð: 21.11.2018 06:41. Gildir til: 22.11.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica