Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt 3-10 m/s og víða dálítil væta, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Suðaustan 5-13 á morgun, hvassast við suðvesturströndina. Rigning með köflum, en þurrt norðaustantil á landinu þegar kemur fram á daginn.

Hiti víða 3 til 8 stig.
Spá gerð: 21.04.2021 11:08. Gildir til: 23.04.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan og sunnan 5-13 m/s og rigning af og til, en hægari og þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 12 stig.

Á laugardag:
Suðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar væta, en hægviðri og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig.

Á sunnudag:
Austan og norðaustan 3-10 og rigning með köflum, en úrkomulítið um landið norðanvert. Hiti 5 til 10 stig.

Á mánudag:
Norðan 3-10 og dálitlir skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en þurrt sunnan heiða. Hiti frá 2 stigum norðaustanlands, upp í 12 stig á Suðvesturlandi yfir daginn.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og lítilsháttar væta sunnanlands. Norðlægari í öðrum landshlutum, skýjað norðaustantil, en bjartviðri um landið norðvestanvert. Vægt frost á Norðausturlandi, en hiti að 8 stigum sunnan heiða að deginum.
Spá gerð: 21.04.2021 08:44. Gildir til: 28.04.2021 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Veðurútlit næstu daga er fremur rólegt, hægar suðlægar átt og þokkalega milt. Loftið sem kemur upp að landinu er í rakari kantinum og því viðbúið að áveðurs verði skýjað að mestu og einhver smá væta, rigning eða súld af og til. Á austanverðu landinu verður lengst af þurrara. Þegar vindur er svona hægur ná hlýindin að takmörkuðu leyti norður yfir heiðar en allmennt má reikna með 2 til 7 stiga hita að deginum. Ef léttir til að næturlagi er hins vegar líklegt að frysti.
Spá gerð: 21.04.2021 06:35. Gildir til: 22.04.2021 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica