Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 13-20 m/s norðan- og austanlands, en sums staðar hvassara í vindstrengjum. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi. Lítilsháttar rigning eða súld á vestanverðu landinu en bjartviðri austantil. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Suðvestan 15-23 m/s á norðanverðu landinu á morgun, 8-15 sunnantil, en hvassara í vindstrengjum við fjöll. Rigning eða súld á vesturhelming landsins en annars bjart. Hiti 3 til 11 stig, mildast SA-lands.
Spá gerð: 29.03.2020 09:17. Gildir til: 31.03.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Minnkandi vestanátt og rigning, en slydda eða snjókoma á köflum norðaustantil. Hiti um og undir frostmarki norðantil en hiti 2 til 6 stig syðra.

Á miðvikudag:
Stíf vestlæg átt, él um landið vestanvert og við N-ströndina en annars þurrt. Snýst í allhvassa eða hvassa norðanátt um kvöldið með snjókomu fyrir norðan en léttir til syðra. Kólnandi.

Á fimmtudag:
Hvöss norðanátt með snjókomu, en bjartviðri syðst. Dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Talsvert frost víðast hvar.

Á föstudag:
Stíf norðanátt og él fyrir norðan og austan, en léttskýjað annars staðar. Kalt í veðri.

Á laugardag:
Minnkandi norðanátt, dálítil él norðan- og austanlands en annars léttskýjað. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 29.03.2020 08:35. Gildir til: 05.04.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæð suður af landinu sá til þess að loftþrýstingur var með allra hæsta móti á landinu í gær og það sama verður uppi á teningnum í dag. Hæðin gefur lítið eftir og heldur að okkur suðvestanátt, 13-20 m/s norðan- og austanlands og hvassar í vindstrengjum við fjöll, en hægari vindur verður á Suður- og Vesturlandi og þessu fylgir rigning eða súld á vestanverðu landinu en bjartviðri austantil. Milt loft berst nú til okkar suður úr Atlantshafinu og sést það vel á hitatölunum sem verða víða í kringum 4 til 6 stig en allt að 12 stigum þar sem hnjúkaþeyrs gætir.

Á morgun bætir síðan heldur í vind og úrkomu en áfram verður hlýtt á landinu. Er líður á vikuna tekur þó að kólna og útlit er fyrir norðanáttir með él og talsverðu frosti.
Spá gerð: 29.03.2020 06:46. Gildir til: 30.03.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica