Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hægviðri eða hafgola og víða bjartviðri, en sum staðar þokubakkar við norðurströndina. Hiti 14 til 28 stig hlýjast norðaustanlands á morgun, en svalara í þokulofti. Líkur á skúrum sunnantil annað kvöld.
Spá gerð: 14.07.2025 21:35. Gildir til: 16.07.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Skýjað að mestu og skúrir sunnan- og vestanlands, hiti 13 til 19 stig. Yfirleitt bjart á Norðaustur- og Austurlandi og hiti 18 til 26 stig.

Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og víða skúrir, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á föstudag:
Norðaustan 3-8, skýjað með köflum og dálítil væta seinnpartinn, einkum sunnantil. Hiti 12 til 20 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð: 14.07.2025 20:37. Gildir til: 21.07.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag hefur verið léttskýjað um mest allt land og hiti víða farið yfir 25 stig. Þegar þetta er skrifað hefur hitinn komist hæst í 29.5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum og í Reykjavík var hiti kominn í 21.6 stig, en þar hefur hann ekki komist yfir 20 stig fyrr á þessu ári.

Það sem veldur veðrinu er lægðarsvæði sem er svo til kyrrstætt og víðáttumikið skammt vestur af Bretlandi og hæð norðaustur af landinu. Saman beina þessi veðrakerfi til okkar mjög hlýjum loftmassa.

Gera má ráð fyrir hægviðri eða hafgolu á morgun.
Víða bjartviðri eða léttskýjað, en sum staðar þokubakkar við norður- og norðvesturströndina. Síðdegis á morgun eru einnig líkur á stöku skúrum sunnantil á landinu. Hiti 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands á morgun og svalara verður þar sem þokan læðist inn.

Áfram er útlit fyrir frekar hlýtt loft við landið meira og minna út vikuna en þó verður það óstöðugra og á miðvikudag verða víða skúrir um vestanvert landið, en bjartviðri norðaustantil.
Spá gerð: 14.07.2025 16:12. Gildir til: 16.07.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica