Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-13 m/s á austanverðu landinu fram eftir degi, annars norðlæg átt 5-10 m/s en 10-15 með suðurströndinni. Rigning austast, á köflum talsverð, annars rigning eða slydda með köflum. Vestan 8-15 sunnanlands í kvöld og nótt og skúrir en hæg breytileg átt og dálítil slydda norðantil. Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 á morgun hvassast á Austfjörðum og með suðurströndinni. Snjókoma eða slydda með köflum norðaustantil annars víða él. Hiti 0 til 7 stig en heldur kaldara á morgun.
Spá gerð: 16.01.2021 09:49. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 með snjókomu eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðanátt, víða allhvöss eða hvöss með éljum, en léttskýjað syðra. Frost um allt land.

Á föstudag:
Útlit fyrir stífa norðanátt með snjókomu en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 16.01.2021 08:33. Gildir til: 23.01.2021 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Helgarveðrinu er stjórnað af lægð sem sveimar um landið. Sökum nálægðar við landið er veður nokkuð fjölbreytt á landinu, austlæg átt og rigning austanlands framan af degi en breytilegar áttir í öðrum landshlutum. Eftir hádegi og framá morgundaginn er síðan vestlæg átt sunnantil með skúrum eða slydduél en hæg breytileg átt um landið norðanvert. Slydda eða snjókoma með köflum norðaustanlands en éljagangur á Norðurlandi Vestra. Hiti er um og yfir frostmarki en kólnar seint á morgun.
Spá gerð: 16.01.2021 06:44. Gildir til: 17.01.2021 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica