Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan og norðaustan 5-13 m/s á morgun, en 10-18 við suðausturströndina. Skýjað austanlands og dálítil rigning eða slydda, en bjart með köflum um landið vestanvert. Hiti víða 0 til 7 stig að deginum.
Spá gerð: 06.11.2025 21:57. Gildir til: 08.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan og austan 5-13 m/s, en 13-18 norðvestantil og allra syðst. Rigning með köflum austanlands, en víða þurrt og bjart um landið vestanvert. Hiti 2 til 9 stig, mildast á Suðvesturlandi.

Á sunnudag:
Norðaustan og austan 5-15, en 13-20 við suðausturströndina. Væta með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðaustan 8-18, hvassast suðaustantil. Él eða slydduél á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Kólnar í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan og norðan 8-13 og él, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Svalt í veðri.
Spá gerð: 06.11.2025 20:58. Gildir til: 13.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægðadrag á leið sinni frá Írlandi stefnir í átt að Suðausturströndinni og veldur dálítillri vætu suðaustan og austantil í kvöld og á morgun er skil þess nálgast land og að lokum eyðist.
Víðáttumikil lægð á austurleið virðist ætla að staldra við um tíma suður af Hvarfi þar sem hún, ásamt lægð yfir Írlandi, beinir austlægum áttum yfir sunnanvert landið. Hæð yfir Grænlandi beinir svo norðlægum áttum yfir norðanvert landið og þetta saman veldur hvössum strengjum bæði á Norðvestur- og með Suðurströndinni inn í helgina, en undir Öræfajökli má búast við stormi um tíma í kvöld og nótt. Einnig verður einhver úrkoma austanmegin á landinu um helgina, líklega rigning eða slydda. Hægari vindur og úrkomulítið í öðrum landshlutum.

Á sunnudag heldur lægðin við Hvarf áfram í austur en sameinast annari lægð úr suðri vestur af Írlandi, en lægðir virðast ætla að halda sér þar út næstu viku.
Spá gerð: 06.11.2025 16:39. Gildir til: 08.11.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica