Suðaustan 5-13 m/s og væta með köflum. Samfelld rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum og sums staðar talsverð úrkoma.
Sunnan og suðvestan 8-15 eftir hádegi og skúrir eða slydduél sunnan- og vestantil. Dregur úr vætu á Norðaustur- og Austurlandi, og léttir til þar seinnipartinn. Hiti víða 2 til 7 stig.
Hægari á morgun og dregur smám saman úr vætu, en vaxandi suðaustanátt og fer að rigna syðst annað kvöld.
Spá gerð: 01.04.2023 04:01. Gildir til: 02.04.2023 00:00.
Á sunnudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða él, en hægari síðdegis og víða úrkomulítið. Bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 7 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna við suðurströndina.
Á mánudag:
Suðaustan og austan 10-18 og rigning, sums staðar talsverð úrkoma, en væta með köflum á Norðurlandi. Hægari vindur undir kvöld og dregur úr vætu um landið vestanvert. Hiti 2 til 10 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Breytileg átt og allvíða skúrir eða él. Kólnar smám saman, einkum norðantil.
Á föstudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætusömu og mildu veðri.
Spá gerð: 31.03.2023 20:12. Gildir til: 07.04.2023 12:00.
Í dag snýst vindur til sunnan- og síðar suðvestanáttar, strekkingsvindur um landið suðvestanvert. Skúrir og jafnvel slydduél sunnan- og vestantil, en styttir upp á Austfjörðum síðdegis. Hiti víða 2 til 7 stig.
Hægari vindur á morgun og úrkomaminna, en vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á Suður- og Suðausturlandi annað kvöld.
Spá gerð: 01.04.2023 06:34. Gildir til: 02.04.2023 00:00.