Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 8-15 m/s og skúrir en rofar til norðaustan og austanlands með morgninum. Heldur hægari um tíma í kvöld en vaxandi suðaustanátt með talsverðri rigningu nálægt miðnætti, fyrst við suðurströndina. Snýst í suðvestan 10-18 m/s með skúrum í fyrramálið en 15-23 m/s annað kvöld og sums staðar samfelldari úrkoma en yfirleitt þurrt NA-til. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 19.10.2018 04:44. Gildir til: 20.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan 15-23 m/s með rigningu og síðan skúrum en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag:
Vestan 5-13. Rigning með köflum en þurrt að mestu á Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Breytileg átt, 5-13 m/s en suðlæg átt síðdegis. Rigning, fyrst sunnantil en norðanlands um kvöldið. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestanátt og rigning en áfram þurrviðri austantil. Hiti 2 til 9 stig en kólnar hratt um kvöldið.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðanátt með kólnandi veðri og snjókomu víða um land. Hiti um og undir frostmarki en mildara við suðurströndina.
Spá gerð: 18.10.2018 21:19. Gildir til: 25.10.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag gengur á með skúradembum í allhvassri suðvestanátt en á austanverðu landinu hlýnar í hnjúkaþeynum. Næstu dagar verða vætusamir, einkum sunnan og vestantil en á morgun gæti vindur víða orðið til trafala, þar sem djúp lægð virðist ætla að ganga nokkuð nærri landi með talsverðu hvassviðri víða á landinu, einkum norðan og austantil og rigningu sunnantil á landinu.

Á sunnudag dregur nokkuð úr veðurhamnum og ekki er mikilla breytinga að vænta í fyrrihluta næstu viku, en á fimmtudag er útlit fyrir breytt veðurlag með norðanátt og kulda.
Spá gerð: 19.10.2018 05:56. Gildir til: 20.10.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica