Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él, en bjartviðri S- og V-lands. Frost 0 til 12 stig.
Gengur í suðaustan 13-20 m/s undir morgun með snjókomu í fyrstu, en síðan slyddu eða rigningu, hvassast við S-ströndina. Lengst af mun hægari NA-lands og úrkomulítið, en hvessir þar í kvöld og fer að snjóa. Lægir þá fyrir sunnan og vestan. Hiti víða 0 til 5 stig í dag.
Spá gerð: 09.12.2019 00:13. Gildir til: 10.12.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Útlit fyrir að gangi í norðanstorm eða -rok á V-verðu landinu, jafnvel ofsaveður, með snjókomu og blindbyl, einkum NV til. Mun hægari vindur A-lands og úrkomulítið þegar kemur fram á daginn. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Norðanhvassviðri eða -stormur með snjókomu eða skafrenningi, en bjartviðri sunnan heiða. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu V til seinni partinn. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Norðanáttir með ofankomu og köldu veðri, en áfram bjart S og V til.

Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt með björtu veðri og talsverðu frosti, en dálítil él úti við sjávarsíðuna.

Á laugardag og sunnudag:
Líklega köld norðaustanátt með éljum, en bjartviðri syðra.
Spá gerð: 08.12.2019 20:18. Gildir til: 15.12.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 08.12.2019 18:29. Gildir til: 09.12.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica