Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan og sunnan 18-28 m/s, hvassast í vindstrengjum á Norðurlandi. Talsverð rigning, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður.
Snýst í suðvestan 15-23 með morgninum og áfram vætusamt. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi. Slydduél á vesturhelmingi landsins í kvöld og kólnandi veður.
Spá gerð: 19.01.2020 00:44. Gildir til: 20.01.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestanátt, víða 15-20 m/s og él, en bjartviðri á austanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 og dálítil él, en áfram bjart eystra. Hiti nálægt frostmarki. Vaxandi sunnanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið með hlýnandi veðri.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 13-20 og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari um kvöldið með éljum og kólnar, en rofar til um landið austanvert.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljagangi, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag:
Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 18.01.2020 21:03. Gildir til: 25.01.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 18.01.2020 14:51. Gildir til: 19.01.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica