Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hægviðri og yfirleitt þurrt og bjart, en stöku skúrir sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil síðdegis, 10-15 m/s og skýjað þar annað kvöld.
Hiti 7 til 13 stig að deginum en víða vægt næturfrost inn til landsins.
Spá gerð: 27.09.2025 21:36. Gildir til: 29.09.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan 13-18 m/s og talsverð rigning, hvassast syðst, en 8-13 og þurrt fram eftir degi á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn og um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Sunnan 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Rigning eða súld, en skýjað og þurrt á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti víða 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s, en breytileg átt 5-10 norðvestantil. Rigning, sums staðar talsverð á suðaustanverðu landinu, en styttir að mestu upp norðaustanlands seinnipartinn. Hiti 7 til 13 stig.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt með rigningu eða skúrum um mest allt land. Hiti 3 til 11 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á föstudag:
Hæg breytileg átt og bjartviðri, en líkur á stöku skúr sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 11 stig.

Á laugardag:
Útilt fyrir norðvest- eða vestlæga átt með skúrum en yfirleitt bjart suðaustanlands.
Spá gerð: 27.09.2025 20:12. Gildir til: 04.10.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægir með kvöldinu. Stöku skúrir vestantil en bjartviðri austantil.
Seinnipartinn á morgun nálgast næsta lægð landið með vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands, allhvass vindur eða hvassviðri annað kvöld en líklegt að ekki fari að rigna fyrr en aðfaranótt mánudags.

Hiti nálægt frostmarki í nótt en 7 til 13 stig á morgun.
Spá gerð: 27.09.2025 15:49. Gildir til: 29.09.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica