Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 5-13 m/s, skýjað og sums staðara dálítil væta, hvassast á Snæfellsnesi. Hægari vindur og bjart norðan- og austantil. Bætir í vind sunnan- og vestanlands síðdegis, 10-18 m/s og rigning þar annað kvöld. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 22.08.2025 22:20. Gildir til: 24.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustan 5-13 m/s, hvassast syðst. Rigning eða súld og hiti 11 til 17 stig, en þurrt og hiti að 22 stigum norðaustantil.

Á mánudag:
Austlæg átt 5-10 m/s, en 10-18 við suðurströndina. Rigning af og til sunnan- og vestanlands landinu, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig.

Á þriðjudag:
Austan 8-15 m/s, hvassast syðst. Rigning með köflum, en lengst af þurrt suðvestanlands. Talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 16 stig stig, hlýjast vestanlands.

Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og rigning á Austfjörðum, en annars væta með köflum. Hiti 10 til 18 stig, svalast við austurströndina.

Á fimmtudag:
Austanátt og rigning, en yfirleitt bjart á vestanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Útlit fyrir breytilega átt og vætu, einkum sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 22.08.2025 21:28. Gildir til: 29.08.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægð suður af Hvarfi og hæðarhryggur austan við land beina til okkar lofti af suðlægum uppruna á næstunni.

Það sem eftir lifir dags er er gert ráð fyrir suðaustan 5-13 m/s sunnan- og vestanlands, en 8-15 á morgun og jafnvel heldur hvassari vindi allra syðst. Skýjað á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, bætir í úrkomu seinnipartinn á morgun. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir veður sem flestir myndu telja heppilegra helgarveður, þar verður vindur mun hægari en sunnan heiða og víða bjart og fallegt veður. Hiti á landinu í dag og á morgun á bilinu 12 til 21 stig, hlýjast norðaustantil og þar fer hiti væntanlega enn hærra á sunnudag.

Á höfuðborgarsvæðinu á morgun (Menningarnótt) verður vindhraði kringum 10 m/s, sem er vindur sem finnst vel fyrir. Búsast má við skýjuðu veðri. Hann ætti að hanga þurr fyrir hádegi, en síðdegis er útlit fyrir dálitla vætu af og til og bætir síðan í rigningarkaflana um kvöldið. eins er varasamt fyrir ökutæki að ferðast undir Eyjafjöllum annað kvöld og aðra nótt. Hiti á bilinu 12 til 14 stig.

Leyfar af fellibylnum Erin eru nú úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna og fer næstu daga allhratt til norðausturs. Útlit er fyrir að verulega hægi á för hennar á mánudag en þá verður lægðin langt fyrir sunnan land. Áhrifa hennar mun gæta hér á landi en það mun blása nokkuð allra syðst á landinu og ásamt rigningu á köflum, en svo gera spár fyrir að leyfarnar stefni á norðvestur Frakkland og komi því ekki meir við sögu hér.
Spá gerð: 22.08.2025 15:08. Gildir til: 24.08.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica