Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s syðst og víða 10-18 annars staðar, en hægari á NA- og A-landi fram á kvöld. Bjartviðri V-lands, en stöku él eða skúrir um landið A-vert. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en í kringum frostmark NA-til á landinu. Léttskýjað S- og V-lands á morgun, annars slydda eða rigning með köflum, einkum á A-landi. Hiti 1 til 8 stig, mildast við S-ströndina.
Spá gerð: 27.10.2020 04:09. Gildir til: 28.10.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austan 15-23 m/s og rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Snýst í hægari suðaustanátt seinnipartinn. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Suðaustan 5-13 og rigning með köflum, en snýst í sunnan 8-15 síðdegis og styttir upp NA-til. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt og dálítil væta S- og V-til, en gengur í ákveðna norðaustanátt síðdegis með rigningu eða slyddu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 7 stig, mildast SA-til.

Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og skúrir eða él, en bjart veður A-lands.
Spá gerð: 27.10.2020 08:19. Gildir til: 03.11.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Djúp lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hér næstu daga. Austlæg átt og nokkuð hvasst, einkum syðst á landinu þar sem slær í storm.

Stöku él eða skúrir um landið austanvert í dag, annars þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi.

Léttskýjað sunnan- og vestanlands á morgun, en dálítil slydda eða rigning í öðrum landshlutum og það hlýnar aðeins.

Rigning víða um land á fimmtudag, mest á Suður- og Austurlandi og seinni partinn eða um kvöldið snýst hann í hægari suðaustanátt.
Spá gerð: 27.10.2020 06:45. Gildir til: 28.10.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica