Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp, dálítil ofankoma sunnan- og austantil með kvöldinu. Norðaustan hvassviðri eða stormur í nótt með snjókomu, en slyddu við suður- og austurströndina. Áfram hvasst á morgun, éljagangur fyrir norðan, en léttir heldur til fyrir sunnan. Dregur úr frosti í dag, frost 0 til 5 stig á morgun, en yfirleitt frostlaust við suður- og austurströndina.
Spá gerð: 16.02.2019 15:31. Gildir til: 18.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Hvöss norðanátt og snjókoma eða él, en bjartviðri sunnantil á landinu. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við suðausturströndina. Dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn og kólnar.

Á þriðjudag:
Austlæg átt 8-15 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum og él á stöku stað, einkum við suðurströndina. Frost 1 til 8 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina.

Á miðvikudag:
Ákveðin austanátt og slydda eða rigning með köflum sunnantil, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hlýnandi veður.

Á fimmtudag:
Allhvöss eða hvöss suðaustanátt og milt í veðri. Víða rigning, en úrkomulítið fyrir norðan.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir, áfram dálítil væta og milt í veðri.
Spá gerð: 16.02.2019 08:34. Gildir til: 23.02.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 16.02.2019 14:37. Gildir til: 17.02.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica