Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 5-13 sunnan- og vestanlands, en annars breytileg átt, 3-8. Rigning í flestum landshlutum, en dregur úr úrkomu er líður á daginn, fyrst sunnan- og austantil. Hiti 8 til 14 stig, en allt að 18 stigum norðaustanlands.
Austan og suðaustan 5-15 á morgun, hvassast við S-ströndina. Dálítil væta V-ast, allvíða þokuloft við ströndina en annars þurrt. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 20.09.2019 04:16. Gildir til: 21.09.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 5-15 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning á köflum um landið sunnan- og vestanvert, en víða þurrt annars staðar. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á sunnudag:
Áframhaldandi suðlæg átt og rigning S- og V-til, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 16 stig, en allt að 20 stig norðanlands.

Á mánudag (haustjafndægur), þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir austlæga átt með vætu af og til, einkum SA-til. Milt í veðri.
Spá gerð: 19.09.2019 20:13. Gildir til: 26.09.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Enn einn blauti dagurinn í vændum sunnan- og vestantil á landinu, en mun minni úrkoma annars staðar. Um helgina má búast við suðaustlægari átt, væta á köflum en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi og þar verða einnig hæstu hitatölurnar og gætu daðrað við 20 stigin þar. Annars staðar verður þokkalega milt og hitinn víða 9 til 14 stig.
Austlægari vindur eftir helgi, kólnar heldur og mun mesta úrkoman smám saman færa sig yfir á suðaustanvert landið.
Spá gerð: 20.09.2019 06:40. Gildir til: 21.09.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica