Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Léttskýjað suðaustantil, annars skýjað og dálítil væta á annesjum norðaustanlands. Rofar víða til síðdegis, en áfram skýjað við norður- og vesturströndina. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi en kólnar á norðaustanverðu landinu seinnipartinn.
Norðlæg átt, 5-13 m/s á morgun, hvassast vestantil. Skýjað og skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Þykknar upp á Suðausturlandi eftir hádegi með skúrum. Hiti 1 til 8 stig, en allt að 15 stig suðvestantil.
Spá gerð: 03.06.2020 07:30. Gildir til: 05.06.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðan 8-13 m/s, en 13-18 austast. Dálítil él norðaustan- og austanlands, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á laugardag:
Minnkandi norðanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Víða bjart veður, en skýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti 6 til 13 stig, en 1 til 6 á Norður- og Austurlandi.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Hæg suðlæg átt og léttskýjað norðan- og austanlands, en dálítil rigning á Vesturlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á austanverðu landinu.

Á mánudag:
Sunnanátt og súld eða rigning, en víða léttskýjað og hlýtt í veðri norðan- og austanlands.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og dálítil rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 03.06.2020 07:46. Gildir til: 10.06.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðvestlæg átt í dag, 5-10 m/s. Dálítil súld vestanlands og við norðausturströndina fram eftir degi, en víða bjartviðri seinni partinn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SA-landi, en kólnar talsvert fyrir norðan og austan í kvöld.

Gengur í norðaustan 8-13 m/s á morgun með skúrum, jafnvel slydduéljum á norðaustanverðu landinu en þurrt að kalla á Vesturlandi. Svöl norðanátt á föstudag með éljum norðaustan- og austanlands, en bjart með köflum sunnan heiða. Á laugardag gengur norðanáttin niður og léttir víða til.
Spá gerð: 03.06.2020 06:53. Gildir til: 04.06.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica