Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 13-20 m/s og rigning eða súld vestantil, hvassast í vindstrengjum, sums staðar mikil úrkoma norðvestantil, en annars mun hægara og úrkomulítið. Dregur úr vindi og úkomu í nótt.
Suðaustan 8-15 m/s á morgun, en heldur hvassari á Snæfellsnesi. Dálítil rigning eða súld, en að mestu bjart norðan- og norðaustanlands.
Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Spá gerð: 24.05.2024 21:53. Gildir til: 26.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig.

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Lítilsháttar rigning á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og skúrir á stöku stað sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil.

Á fimmtudag:
Líklega vestalæg eða breytileg átt með vætu, en þurrt austantil. Milt veður.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli rigningu, en þurrt að kalla norðaustantil.
Spá gerð: 24.05.2024 21:20. Gildir til: 31.05.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil og alldjúp lægð, suðvestur af Reykjanesi þokast norður og hennar vegna gerði hvassa suðaustanátt með rigningu eða súld á vestanverðu landinu í dag. Slíkur vindur er varasamur ökutækjum, sem eru viðkvæm fyrir vindum. Gular viðvarnir vegna hvassviðris eru því í gildi á Vesturlandi, miðhálendinu og höfuðborgarsvæðinu fram á nótt. Mun hægara og úrkomulítið austanlands og hlýnar heldur í veðri. Sums staðar úrhellisrigning við Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum og því eru í gildi úrkomuviðvaranir þar. Dregur úr vindi og vætu seint í kvöld og nótt. Fremur hæg suðlæg átt um helgina og lítilsháttar væta sunnalands, en annars bjart með köflum, en skúrir á stöku stað. Áfram hlýtt í veðri, einkum norðaustantil.

Eftir helgi fylgja nokkrir frekar hlýjir dagar með hægum vindum og dálítilli vætu hér og þar.
Spá gerð: 24.05.2024 15:58. Gildir til: 25.05.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica