Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt, víða 3-10 m/s, en norðaustan 13-18 við suðausturströndina. Snjókoma eða slydda með köflum austantil, en rigning á láglendi og hiti 0 til 5 stig. Lítilsháttar snjókoma vestantil og dregur úr frosti.

Suðaustan 8-15 á morgun, dálítil rigning eða súld og slydda til fjalla, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 03.03.2024 22:07. Gildir til: 05.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austan og suðaustan 13-18 m/s og dálítil rigning sunnantil, hiti 2 til 7 stig, en bætir í úrkomu undir kvöld. Hægara, þurrt að kalla og heldur svalara norðan heiða.

Á miðvikudag:
Austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Rigning sunnanlands, talsverð um kvöldið, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast sunnantil.

Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 og rigning með köflum, einkum suðaustanlands en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 1 til 6 stig.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt og dálítil rigning austantil en léttir til vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austanátt og bjart með köflum en lítilsháttar rigning eða slydda austantil. Hiti nálægt frostmarki, en 0 til 5 stig sunnanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Skýjað og dálítil rigning eða slydda sunnan- og austantil en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki fyrir norðan.
Spá gerð: 03.03.2024 20:56. Gildir til: 10.03.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Milli Íslands og Skotland er dálítil lægð á hreyfingu norðvestur og fremur hæg austlæg átt á landinu, en allhvasst eða hvasst við suðausturströndina. Frost víða um land í fyrstu, en fer smám saman hlýnandi. Snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, rigning eða súld á láglendi og hiti 0 til 5 stig er líður á kvöldið. Lítilsháttar snjókoma um tíma vestantil seint í kvöld og nótt.
Suðaustankaldi eða -strekkingur á morgun og dálítil rigning eða súld, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt norðan heiða.

Svipað verðu áfram í vikunni, suðaustlægar áttir, milt veður og væta með köflum, en þurrt norðan heiða.
Spá gerð: 03.03.2024 16:02. Gildir til: 04.03.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica