Austlæg átt 5-15 m/s, hvassast syðst. Él á austanverðu landinu, en yfirleitt bjartviðri vestanlands. Frost 0 til 12 stig, minnst við suðaustur- og austurströndina. Hvessir með snjókomu á Suðausturlandi í kvöld.
Norðaustan 8-15 á morgun, en 13-23 suðaustanlands, hvassast í Öræfum. Þurrt og bjart suðvestantil, en él norðan- og austanlands og snjókoma um tíma um landið suðaustanvert. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 07.01.2026 09:37. Gildir til: 09.01.2026 00:00.
Á föstudag:
Norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 með suðausturströndinni. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en él norðan- og austanlands, einkum við ströndina. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands, annars skýjað með köflum og stöku él. Frost 2 til 12 stig.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt. Stöku él á norðanverðu landinu, einkum við ströndina, en annars yfirleitt bjart. Frost 3 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og léttskýjað, en stöku él norðanlands. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 07.01.2026 08:25. Gildir til: 14.01.2026 12:00.
Það er kalt á landinu og í nótt mældist mest frost 18.9 stig á Sauðárkróksflugvelli og 18.6 stig við Mývatn. Í dag verður áfram kalt hjá okkur. Áttin er austlæg, gola eða kaldi, en sums staðar strekkingur við suður- og vesturströndina. Yfirleitt þurrt veður vestantil, en á austanverðu landinu má búast við éljum. Undir kvöld eru líkur á að snjókomubakki með sterkari vindi komi inn á suðaustanvert landið og þá má búast við versnandi akstursskilyrðum á þeim slóðum.
Á morgun er síðan norðaustan kaldi eða strekkingur í kortunum og él nokkuð víða, þó ætti að vera þurrt og bjart á suðvestanverðu landinu. Suðaustantil verður áfram sterkari vindur (allhvass eða hvass) og áðurnefndur snjókomubakki verður viðloðandi fram yfir hádegi.
Spá gerð: 07.01.2026 06:40. Gildir til: 08.01.2026 00:00.