Austanátt, víða 5-13 m/s, en 13-20 syðst. Dálítil él suðaustan- og austanlands, annars þurrt og bjart veður. Hiti að deginum 0 til 5 stig sunnan heiða, en yfirleitt 0 til 5 stiga frost norðantil.
Spá gerð: 16.02.2025 21:16. Gildir til: 18.02.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Austan 10-18 m/s, hvassast syðst, skýjað og allvíða rigning sunnantil. Hægari vindur norðan heiða, þurrt og víða bjart veður. Hlýnandi, hiti 0 til 8 stig síðdegis.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Mild suðaustanátt og vætusamt, en úrkomulítið á Norðurlandi.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Slydda eða rigning um austanvert landið, en úrkomulítið vestantil. Kólnar smám saman.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg vindátt með dálítilli úrkomu á víð og dreif. Hiti um frostmark, en heldur mildara syðst.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með stöku éljum fyrir norðan, en annars þurrt. Frost um mest allt land.
Spá gerð: 16.02.2025 20:06. Gildir til: 23.02.2025 12:00.
Hæð yfir Norðaustur-Grænlandi og víðáttumikil lægð alllangt suðvestur í hafi beina til okkar austlægri átt, yfirleitt 5-13 m/s en 13-20 syðst.
Dálítil él suðaustan- og austanlands í dag, annars bjart veður. Hiti 0 til 5 stig að deginum sunnan heiða, en frost víða 0 til 5 stig norðantil.
Það er útlit fyrir svipað veður á morgun, en lægðin nálgast smám saman og á þriðjudag er spáð lítilsháttar rigningu frá henni á sunnanverðu landinu og heldur hlýnandi veðri.
Á miðvikudag og fimmtudag er síðan búist við suðaustanátt með mildu veðri og rigningu, en úrkomulitlu veðri á Norðurlandi.
Spá gerð: 16.02.2025 15:36. Gildir til: 17.02.2025 00:00.