Norðan 5-10 og skýjað með köflum, en él vestast og snjókoma með köflum austan Öræfa síðdegis. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 02.12.2023 21:00. Gildir til: 04.12.2023 00:00.
Á mánudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og sums staðar slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands, hiti kringum frostmark. Hægviðri á Norður- og Austurlandi, bjart að mestu og frost 2 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Austan 8-13 við suðvesturströndina, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él austast. Vægt frost við ströndina, en kalt inn til landsins.
Á miðvikudag:
Austanátt og dálítil él syðst og austast, en bjartviðri um landið vestanvert. Heldur mildara.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustanátt og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él austanlands og með suðurströndinni. Frost 0 til 10 stig, en frostlaust syðst.
Á föstudag og laugardag:
Útlit austlæga eða breytilega átt. Þurrt að kalla og fremur kalt inn til landsins, annars mildara.
Spá gerð: 02.12.2023 20:00. Gildir til: 09.12.2023 12:00.