Flugveður
Kotra, rák eftir þotu, flugslóði. Myndin er tekin úr 33 þúsund feta hæð suður af Ingólfshöfða í október 2003.

Um flugveðursíður

Flugleiðsöguþjónusta Veðurstofu Íslands

1.1.2024

Veðurstofa Íslands er aðalveðurstofa (MWO – Meteorological Watch Office) og hefur það hlutverk að vakta veður og senda út viðvaranir þegar við á fyrir Ísland og Flugupplýsingasvæði Reykjavíkur (Reykjavík FIR/CTA).

Veðurstofa Íslands vinnur eftir alþjóðlegum reglugerðum og ber einna helst að nefna reglugerð 720/2019 . Sú reglugerð er þýðing á framkvæmdareglugerð (ESB) 2017/373 sem er m.a. byggð á ICAO Annex 3.

Gefnar eru út SIGMET viðvaranir þegar það á við fyrir flugstjórnarsvæðið. Flugvallaspár ( TAF ) eru gefnar út fyrir fjóra alþjóðaflugvelli allan sólarhringinn (BIKF, BIRK, BIAR og BIEG) og fyrir níu innanlandsflugvelli (BIBD, BIIS, BIGJ, BIGR, BIHU, BITN, BIVO, BIHN og BIVM) eftir þjónustutíma þeirra sem skilgreindur er í flugmálahandbókinni ( AIP ). Flugvallaspár eru uppfærðar á þriggja tíma fresti á þjónustutíma flugvalla og á meðan athuganir berast. Einnig eru gefnar út flugvallarviðvaranir (Aerodrome Warnings) fyrir Keflavíkurflugvöll en þær eru ætlaðar starfsemi á jörðu niðri á skilgreindum svæðum flugvalla. Þrisvar á dag eru gefin út flugveðurskilyrði yfir Íslandi (nokkurs konar GAMET ) á ensku og einnig eru teiknuð kort sem sýna markverð veðurfyrirbæri fyrir flug undir FL150 ( SIGWX ).

Sérstakar sjálfvirkar veðurspár eru gerðar fyrir Keflavíkurflugvöll, fyrir vinnu á yfirborði flugvallar og fyrir ATS, sjá nánar hér .

Upplýsingar um staðlaðar veðurathuganir á flugvöllum má finna undir METAR flipanum, en auk þess er hægt að nálgast óyfirfarnar sjálfvirkar mælingar frá veðurstöðvum um allt land. Hægt er að skoða bæði athuganir og spár fyrir hvern flugvöll á Íslandi með því að skoða vefsíðuna Flugvellir en þar má einnig sjá allar útgefnar SIGMET viðvaranir innan svæðisins síðustu 6 klukkustundir.

Athugið að brautarskilyrði birtast ekki lengur í METAR skeytum. Í staðinn gefur Isavia út sérstök SNOWTAM skeyti ( SNOWTAM | Isavia ).

Á vefnum er miðlað WAFC upplýsingum frá hnattrænni spámiðstöð sem veitir þjónustu varðandi gerð og hnattræna dreifingu stafrænna veðurspáa vegna flugleiðsögu. Á vefnum er einnig miðlað vindaspám í ýmsum hæðum fyrir Ísland og nágrenni, myndrænum upplýsingum frá veðursjám og veðurtunglum svo fátt eitt sé talið.

Veðurstofan gegnir einnig hlutverki eftirlitsaðila með eldfjöllum (State Volcano Observatory). Ef eldgos er yfirvofandi eða hafið er gefið út SIGMET skeyti. Núverandi ástand eldstöðvakerfa má sjá á litakóðuðu viðvörunarkorti sem er uppfært daglega kl. 09:00, en það er einnig uppfært strax og merki sjást um byrjandi hættuástand. Þegar einhverjar breytingar verða á virkni eldfjalla eru gefin út VONA skeyti (Volcano Observatory Notice for Aviation) sem eru sérstaklega ætluð flugmönnum og flugmálayfirvöldum. Frekari upplýsingar um eldfjöll á Íslandi má finna í Íslensku eldfjallavefsjánni .

Flugveðurfræðing allan sólarhringinn, en beint símanúmer má finna í flugmálahandbókinni ( AIP ). 

Hægt er að senda póst á flugvedur@vedur.is ef einhverjar spurningar vakna eða ef þörf er á að koma ábendingum á framfæri.    

Til gamans má geta þess að flugveðurmælingar voru fyrst gerðar á Íslandi veturinn 1923-1933 .


Vindskafin ský
  Vindskafin ský í Dýrafirði í júní 2008. Ljósmynd: Erna Björk Antonsdóttir.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica