Flugveður
Kotra, rák eftir þotu, flugslóði. Myndin er tekin úr 33 þúsund feta hæð suður af Ingólfshöfða í október 2003.

Um flugveðursíður

Flugleiðsöguþjónusta Veðurstofu Íslands

1.2.2013

Um allan heim veita veðurstofur mikilvæga þjónustu fyrir flugsamgöngur og hlutverk sérhverrar þeirra er vel skilgreint. Hvað varðar flug er Veðurstofa Íslands svokölluð aðalveðurstofa.

Í orðskýringum reglugerðar 771/2010 segir um aðalveðurstofu að það sé veðurstofa sem hefur það hlutverk að vakta veður og senda út viðvaranir þegar við á fyrir ákveðið flugupplýsingasvæði. Og í viðauka við reglugerðina stendur að Veðurstofa Íslands sé aðalveðurstofa fyrir yfirráðasvæðið Ísland og Flugupplýsingasvæði Reykjavíkur (Reykjavík FIR/CTA).

Í orðskýringum stendur jafnframt að veðurþjónusta (meteorological services) felist í því að afla veðurupplýsinga og miðla þeim til notenda, t.d. flugmanna, flugumsjónar og flugumferðarþjónustu.

Út frá þessari reglugerð og samningi um svæðisbunda flugleiðsögu sinnir Veðurstofa Íslands dag hvern ákveðinni veðurþjónustu fyrir flug.

Gefnar eru út SIGMET viðvaranir þegar það á við en flugvallaspár (TAF) eru gefnar úr fyrir fjóra flugvelli á 3ja tíma fresti og fyrir sex flugvelli þrisvar sinnum á dag. Þrisvar á dag eru einnig gefin út  flugveðurskilyrði yfir Íslandi (GAMET) og teiknuð kort sem sýna markverð veðurfyrirbæri fyrir flug undir vissri hæð eða FL150 (SIGWX).   

Á vef Veðurstofunnar er þetta birt ásamt upplýsingum um veður á flugvöllum (METAR). Hægt verður að skoða bæði athuganir og spár fyrir hvern og einn flugvöll á Íslandi með því að skoða vefsíðuna Flugvellir (væntanlegt) en einnig sjást á þeim síðum allar SIGMET viðvaranir sem eru í gangi innan okkar svæðis. 

Á vefnum er miðlað WAFC upplýsingum frá hnattrænni spámiðstöð sem veitir þjónustu varðandi gerð og hnattræna dreifingu stafrænna veðurspáa vegna flugleiðsögu. Á vefnum er einnig miðlað vindaspám í ýmsum hæðum fyrir Ísland og nágrenni, myndrænum upplýsingum frá veðursjám og veðurtunglum svo fátt eitt sé talið.

Til gamans má geta þess að flugveðurmælingar voru fyrst gerðar á Íslandi veturinn 1923-1933.

Vindskafin ský
  Vindskafin ský í Dýrafirði í júní 2008. Ljósmynd: Erna Björk Antonsdóttir.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica