Símsvari Veðurstofunnar

Símsvari Veðurstofunnar

Veðursíminn er þjónusta við almenning og telst símatorg í öðrum gjaldflokki. Gjald fyrir þessa þjónustu er hið sama um allt land og fer eftir gjaldskrá Símans hverju sinni.

Hringt er í 902 0600 kynnir símsvarinn þá kosti sem um er að velja. Upplýsingar fást með því að ýta á takka (tölustafina 1 til 5) á símtækinu. Valkostirnir eru:

 1. Ensk spá. Veðurspá og veðurhorfur næstu daga á ensku.
 2. Landsspá. Veðurspár fyrir landsvæði.
  • Val 1: Yfirlitsspá og horfur næstu daga.
  • Val 2: Veðurspá fyrir höfuðborgarsvæðið.
  • Val 3: Veðurspá fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði.
  • Val 4: Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland.
  • Val 5: Veðurspá fyrir Miðhálendið.
 3. Sjóveðurspá. Spá fyrir mið og djúp.
  • Val 1: Sjóveðurspá fyrir mið.
  • Val 2: Sjóveðurspá fyrir djúp.
 4. Veðurlýsing. Almenn lýsing fyrir veður á landinu, endurnýjuð á þriggja tíma fresti. Unnið er að því að hægt verði að fá veðurlýsingu á sérhverri veðurathugunarstöð með því að velja einkennisnúmer hennar.
 5. Flugveðurlýsing.

Hægt er að fá lesturinn endurtekinn með því að ýta á 0 eða á ferninginn(#). Þannig getur hlustandinn fengið allar upplýsingar sem veðursíminn býður upp á í einu og sama símtalinu.

Allar veðurspár eru endurnýjaðar á símsvaranum skömmu eftir að þær eru gerðar eða lítið eitt seinna en þær eru uppfærðar á vef Veðurstofu Íslands.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica