Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan og norðustan 8-18 m/s, hvassast annesjum NV-til, en hægari síðdegis. Víða dálítil rigning og slydda til fjalla, en bjartviðri sunnan heiða.
Hæg norðaustlæg átt á morgun, en austan 10-15 við suðurströndina seinni partinn. Skýjað með köflum og lítilsháttar væta við sjávarsíðuna. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst, en frystir í innsveitum á N- og A-landi annað kvöld.

Spá gerð 25.10.2020 09:57

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Skjálfti af stærð 5,6 á Reykjanessskaga - 23.10.2020

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið með minna móti síðasta sólarhringinn. Upp úr klukkan 9 í morgun mældist skjálfti upp á 2,6. Erfitt er að meta hvort að þessari hrinu sem mest hefur verið bundin við svæði vestan við Kleifarvatn sé að ljúka. Nú er fylgst náið með því hvort virknin færist austar til Brennisteinsfjalla, en sagan ber slíkt með sér.

Fréttin er uppfærð

Lesa meira

Rekstur mælabúnaðar á Svínafellsheiði mikil áskorun - 13.10.2020

Starfsmenn Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands fóru um síðustu helgi á Svínafellsheiði til þess að uppfæra búnað sem notaður er til að vakta hreyfingar á sprungum í hlíðinni ofan við austanverðan Svínafellsjökul. Mikil áskorun er að reka búnað til orkuframleiðslu á heiðinni, en hefðbundnar aðferðir eru að notast við sólarrafhlöður og vindmyllur. Lesa meira

Alþjóðadagur Hamfaraminnkunnar haldinn í 31. sinn - 13.10.2020

Í dag, 13. október, er Alþjóðadagur Hamfaraminnkunnar haldinn í 31. sinn. 

Árið 1989 tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar 13. október, Dag Hamfaraminnkunnar (International Day for Disaster Risk Reduction). Markmiðið er að vekja athygli á aðgerðum, aðferðum og viðbúnaði til að draga úr áhrifum hamfara á jarðarbúa og hvað er hægt að gera til að auka seiglu samfélaga til að takast á við hamfarir. 

Lesa meira
Nýr mælir kominn upp og vakir yfir byggðinni á Flateyri. Til vinstri á mastrinu má sjá bergmálsmælinn. Hægra megin er rafeindabúnaður og leisermælir sem fylgir SM4 mælinum en sjálfur mælirinn er kapal

Nýjum snjódýptarmælum komið fyrir í fjallshlíðinni ofan við Flateyri - 7.10.2020

Snjóflóðateymi Veðurstofunnar lauk í gær uppsetningu á nýjum snjódýptarmælum í hlíðunum ofan við Flateyri. Settir voru upp snjódýptarmælar á tveimur stöðum: Innra-Bæjargili og Miðhryggsgili sem er næst innan Skollahvilftar. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2020 - 2.10.2020

September var fremur svalur og hiti undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu. Úrkoma var í meira lagi og fyrsti snjór vetrarins féll víða norðanlands.


Lesa meira

Viðbúnaðarstig vegna flugs hækkað úr grænu í gult fyrir Grímsvötn - 30.9.2020

Virkni í Grímsvötnum hefur farið hægt vaxandi undanfarin misseri.  Því hefur Veðurstofa Íslands hækkað viðbúnaðarstig fyrir flug úr grænu í gult. Flestar mælingar sem gerðar eru til að vakta Grímsvötn sýna meiri virkni umfram það sem skilgreint er sem bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Mælingar nú eru að nálgast þau gildi sem sáust fyrir eldgosið 2011

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

kirkjuturn ber við glitský

Fleiri glitský í desember 2011

Glitský sjást aldrei á nóttunni, heldur í ljósaskiptunum. Þau sjást best í tvær og hálfa klukkustund í kringum sólarupprás og sólarlag en í svartasta skammdeginu er það aldrei seinna en um kl. sex að kvöldi.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica