Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Léttskýjað suðaustantil, annars skýjað og dálítil væta á annesjum norðaustanlands. Rofar víða til síðdegis, en áfram skýjað við norður- og vesturströndina. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi en kólnar á norðaustanverðu landinu seinnipartinn.
Norðlæg átt, 5-13 m/s á morgun, hvassast vestantil. Skýjað og skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Þykknar upp á Suðausturlandi eftir hádegi með skúrum. Hiti 1 til 8 stig, en allt að 15 stig suðvestantil.

Spá gerð 03.06.2020 07:30

Athugasemd veðurfræðings

Það er útlit fyrir ört kólnandi veður á morgun með skúrum eða slydduéljum norðaustantil á landinu, og éljum á fjallvegum. Akstursskilyrði geta orðið varasöm, og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 03.06.2020 07:30

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Metfjöldi sumarstarfa í boði á Veðurstofunni - 27.5.2020

Veðurstofa Íslands tekur þátt í átaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar um að bjóða sumarstörf fyrir námsmenn. Alls er 31 starf í boði á Veðurstofunni í sumar fyrir námsmenn sem eru á milli anna í háskólanámi sínu og eru 18 ára á árinu eða eldri. Störfin eru fjölbreytt og tilheyra öllum sviðum Veðurstofunnar.

Lesa meira

Vísindamenn þróa nýja aðferð við mat aðdraganda og þróun eldsumbrota - 15.5.2020

Alþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Freysteins Sigmundssonar, vísindamanns við Jarðvísindastofnun Háskólans, með þátttöku vísindamanna á Veðurstofu Íslands, hefur sett fram nýja aðferð til þess að meta hvenær bergkvika í jarðskorpunni verður óstöðug og brýst upp á yfirborðið. Í grein sem birtist í dag í hinu virta og víðlesna vísindatímariti Nature Communications er aðferðinni beitt til að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og upphaf umbrotanna í eldstöðvakerfi Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni 2014-2015.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2020 - 4.5.2020

Apríl var mjög kaldur framan af en síðustu tíu dagarnir voru fremur hlýir og sólríkir. Sólskinsstundirnar voru óvenju margar á Akureyri. Mikið norðaustan illviðri gekk yfir landið dagana 4. til 5. apríl og er það í flokki hinna verstu í apríl.

Lesa meira

Verulega dregið úr skjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur - 4.5.2020

Í byrjun apríl dró úr landrisi við Þorbjörn og um miðjan mánuðinn lauk þessari seinni landrishrinu. Þetta var meðal þess sem kom frá á fundi Vísindaráðs almannavarna sem hittist á fjarfundi fimmtudaginn 30. apríl vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í kjölfar landrissins mældist sig sem má útskýra með því að jarðskorpan jafnar sig þar sem kvikan í innskotunum kólnar og dregst saman.  Á sama tíma hefur dregið verulega úr skjálftavirkni.  Þetta bendir til þess að kvikuinnflæði undir Þorbjörn sé lokið í bili.  Þrátt fyrir að ekki mælist lengur landris við Þorbjörn, gætir enn dálítilla landbreytinga á stærra svæði.  Eins og þróun atburða hefur verið síðustu mánuði verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að kvikuinnskot við vestanverðan Reykjanesskaga haldi áfram á næstu misserum.

Lesa meira

Rýrnun jökla á Íslandi á síðasta ári ein sú mesta sem mælst hefur - 4.5.2020

Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar“.

Lesa meira

Átta þúsund skjálftar síðan í lok janúar á Reykjanesskaganum - 10.4.2020

Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó að dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaganum. Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa yfirfarið ríflega 8.000 skjálfta á og við Skagann síðan í lok janúar. Mest er virknin norðan Grindavíkur en undanfarið hefur mikil virkni mælst á stóru svæði milli Eldeyjar til Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn í Vísindaráði Almannavarna hittust á fjarfundi miðvikudaginn 8. apríl og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Ráðið hvetur íbúa á Reykjanesskaganum að nýta inniveruna til að huga að vörnum og viðbúnaði vegna jarðskjálfta.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Yfirborðshrím

Yfirborðshrím

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, þ.e. ís myndast beint úr vatnsgufu.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica