Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag og allvíða væta með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart austanlands. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austfjörðum.
Spá gerð 18.03.2025 00:22
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,9 | 16. mar. 16:21:30 | Yfirfarinn | 7,4 km ASA af Bárðarbungu |
2,0 | 16. mar. 22:32:40 | Yfirfarinn | 5,0 km NA af Bárðarbungu |
1,9 | 17. mar. 21:51:41 | 90,1 | 2,3 km A af Skeggja á Hengli |
1,8 | 18. mar. 00:38:11 | 89,0 | 13,1 km SSV af Siglufirði |
1,7 | 18. mar. 00:17:48 | 90,0 | 22,6 km NNA af Hveravöllum |
1,6 | 16. mar. 22:22:40 | Yfirfarinn | 15,2 km V af Kópaskeri |
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 04. mar. 11:42
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | þri. 18. mar. | mið. 19. mar. | fim. 20. mar. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Þann 11. mars greindi Veðurstofan frá breytingum í staðsetningu jarðskjálfta síðustu vikur, þar sem þeir virtust staðsettir nokkur hundruð metrum austar en jarðskjálftar í aðdraganda síðustu atburða. Í upphafi var talið að þessir skjálftar væru gikkskjálftar vegna aukins þrýstings frá kvikusöfnun undir Svartsengi.
Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa greint staðsetningar skjálftanna betur með háupplausnargreiningu. Staðsetning jarðskjálfta er fundin út með merkjum frá nokkrum mælum á tilteknu svæði, því getur truflun frá einum mæli haft áhrif á það hvar jarðskjálftinn er staðsettur eftir yfirferð. Áhrif hvers og eins jarðskjálftamælis á svæðinu á niðurstöður staðsetninganna voru skoðuð. Það leiddi í ljós truflun á einum mæli sem olli því að jarðskjálftavirknin virtist austar en áður.
Lesa meiraUm kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.
Lesa meiraFebrúar var óvenjulega hlýr, úrkomusamur og snjóléttur. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Töluvert var um illviðri, sérstaklega í byrjun mánaðar. Verst var veðrið dagana 5. og 6. febrúar þegar mikið sunnan hvassviðri gekk yfir landið. Veðrið bættist í hóp verstu óveðra síðustu ára. Samgöngur lágu niðri og veðrið olli töluverðu tjóni víða um land.
Lesa meiraMikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meiraLægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.
Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds. Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir 50 m/s. Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.
Lesa meira