Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 10-18 m/s, en 18-23 staðbundið í vindstrengjum á Norðurlandi og einnig austan Öræfajökuls. Dálítil rigning eða slydda, en léttskýjað á austanverðu landinu. Dregur smám saman úr vindi þegar kemur fram á daginn og styttir upp að mestu. Hiti 2 til 7 stig, en svalara í kvöld.
Gengur í sunnan 13-20 í nótt með rigningu eða slyddu, en þurrt um landið norðaustanvert. Snýst í suðvestan 15-23 á morgun með éljum og kólnandi veðri.

Spá gerð 26.03.2019 05:35

Athugasemd veðurfræðings

Talsvert mikið rigndi í gær á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum samfara leysingu í hlýindum. Þó dregið hafi mikið úr úrkomu, eru enn líkur á að vatnsföll ryðji sig á þessum slóðum og einnig auknar líkur á ofanflóðum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 26.03.2019 05:35

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn 26. mars

Ársfundur Veðurstofunnar 2019 - 25.3.2019

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 26. mars 2019, kl. 9.00–11.00.

Yfirskrift fundarins er "Vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Nýjar áskoranir – nýjar leiðir"

Boðið er upp á morgunverð frá kl. 8.00.

Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins - 22.3.2019

Í dag, þann 22. mars, er dagur vatnsins. Dagurinn hefur verið tileinkaður málefninu síðan 1992, þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagði til við aðildarríkin að dagurinn yrði notaður til að skipuleggja atburði, uppákomur eða umfjöllun sem væru til þess fallin að styrkja vitund almennings um nauðsyn þess að standa vörð um vatn og um rétt mannkyns á hreinu vatni. Þema dagsins í ár er „Enginn útundan“ (e. Leaving no one behind) og hefur það beina tengingu inn í sjötta markmið Sameinuðu þjóðanna, að tryggja að allir hafi aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, og er miðað að því að markmiðinu hafi verið náð fyrir árið 2030. 

Lesa meira
Í svæðisbundinni snjóflóðaspá er snjóflóðahætta skilgreind í fimm stigum eftir alþjóðlegri skilgreiningu fyrir slíkar spár. Spáin er gerða fyrir stórt svæði og tekur bæði til snjóflóða af náttúrulegum

Veðurstofan birtir nú snjóflóðaspá fyrir SV-hornið - 4.3.2019

Frá og með deginum í dag birtir Veðurstofan svæðisbundna snjóflóðaspá fyrir SV-hornið. Um er að ræða tilraunaverkefni fram á vor. Spáin verður sambærileg þeirri sem nú þegar er gerð fyrir norðanverða Vestfirði, utanverðan Tröllaskaga og Austfirði. Um er að ræða fjalllendið austur af höfuðborgarsvæðinu frá Bláfjöllum í suðri að Hvalfirði í norðri.

Lesa meira
Veðurstöðin í Surtsey

Tíðarfar í febrúar 2019 - 1.3.2019

Mánuðurinn var mjög tvískiptur. Fyrri hluti mánaðarins var kaldur og þónokkur snjór var á landinu. Þurrt og bjart var suðvestanlands en úrkomusamara norðanlands. Mikil hlýindi einkenndu síðari hluta mánaðarins og snjóa leysti víðast hvar á láglendi. 

Lesa meira
Mynd

100 eldingar mældar í miklu þrumuveðri - 22.2.2019

Þrumuveður gekk yfir SV-land síðdegis fimmtudaginn 21. febrúar 2019 og mældust í því um 100 eldingar.  Veðrið kom úr suðri og sáust eldingar fyrst í því um 1000 km sunnan við Ísland um kl. 03 um morguninn, svo komu eldingarnar nær landinu eftir því sem leið á daginn.  Frá kl. 17:30 til kl. 20:00 mældust 84 eldingar norðan við 63°N. Veðrið gekk yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Snæfellsnes.

Lesa meira
Veðurstöðin Víðidalur, í bakgrunni er Fella- og Hólahverfi, 15. janúar 2019

Áhugaverðar mælingar frá nýrri veðurstöð - 11.2.2019

Í froststillum í lok janúar og byrjun febrúar mældist mikið frost á veðurstöðinni Víðidal. Frost mældist yfir 20 stig aðfararnótt 31. janúar sem og að morgni 2. febrúar, en þá mældist rétt fyrir hádegisbil -21.3°C.  Við Arnarnesveg var mesta frost -14.9°C sama morgun og í veðurreit Veðurstofunnar -12.1°C. Mikill munur varþví  á lágmarkshitanum í mesta frostinu og þá var mun kaldara í Víðidal en á hinum tveimur stöðvunum. Í vægara frosti var aftur á móti lítill sem enginn munur á milli stöðvanna.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

norðurljós

Segulsvið jarðar og norðurljós

Norðurljós stafa af truflunum á segulsviði jarðar sem rafhlaðnar eindir í sólvindinum valda. Hér er birt ítarefni og ný mæligögn sem sýna stöðu segulsviðstruflana og styrk norðurljósa í dag.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica