Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustantil.
Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið.
Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag.

Spá gerð 24.02.2020 04:25

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Thumbnail_cap_Big

Viðvörun á viðvörun ofan - 18.2.2020

Þegar mikið gengur á í veðrinu geta ólíkar viðvaranir verið í gangi fyrir sama spásvæði, jafnvel á sama tíma. Hér er gott dæmi um slíkt frá fárviðriskaflanum sem gekk yfir landið um miðjan febrúar 2020.

Lesa meira

Hvað táknar gul viðvörun? - 11.2.2020

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á aðfaranótt föstudags og gildir til kl. 21 á föstudagskvöld. Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?

Lesa meira

Vísindaráð Almannavarna fundar - 6.2.2020

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfundi Almannavarna í dag og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa, en enn má sjá merki um áframhaldandi landris og er það í heildina orðið 5sm þar sem það er mest. Um er að ræða langtímaatburð og er reynslan af öðrum sambærilegum atburðum sú að breytingar geta orðið í landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða um að virknin sé að fjara út.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2020 - 4.2.2020

Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs.

Lesa meira

Vísindaráð Almannavarna fundaði í dag - 30.1.2020

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfund Almannavarna í dag og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni í grennd við Þorbjörn. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og ÍSOR, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS-Orku, Umhverfisstofnun og lögreglunni á Suðurnesjum. Þar kom fram að jarðskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu og dreifist á nokkrar sprungur norður af Grindavík. Þrír jarðskjálftamælar bætast við rauntímavöktun Veðurstofunnar og eykur nákvæmni í staðsetningu skjálfta. Fjölgun jarðskjálftamæla bætir einnig getu kerfisins til að greina mögulegan gosóróa.

Lesa meira

Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu við Þorbjörn - 29.1.2020

Með auknu eftirliti berast nú fleiri gögn í hús sem gefa skýrari mynd af þróun mála við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Erfitt er að túlka breytingar út frá einstaka mælipunktum, en með því að skoða meðaltal þéttari mælinga, sem nú berast í hús, er greinilegt að landrisið er enn í gangi. Þar sem um er að ræða langtíma atburð þarf að fylgjast vel með svæðinu og mælingunum þar til lengri tíma, til að átta sig betur á heildarferli jarðhræringanna.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í dag unnið að gasmælingum (SO2) á svæðinu umhverfis Þorbjörn í samvinnu við starfsmenn HS-orku. Þær mælingar gefa engar vísbendingar um að kvika sé komin nálægt yfirborði. Það styðja einnig vatnssýni sem HS-orka tók, en slíkt er gert tvisvar á sólarhring.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

silfurský

Glæsileg silfurský

Sérlega glæsileg silfurský sáust á Vesturlandi aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst 2011. Þau náðu upp í hvirfilpunkt himins. Einnig sáust silfurský næstu tvær nætur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica