Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en sums staðar skúrir eða él norðvestalands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en víða frostlaust við ströndina.
Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-18 m/s og rigning síðdegis, en hægara og þurrt norðan- og austanlands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig seinnipartinn.

Spá gerð 28.11.2022 18:18

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Third-pole

Breytingar á freðhvolfinu valda vítahring - 23.11.2022

Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO), stóð fyrir málstofu um breytingar á freðhvolfinu (e. cryosphere) og áhrif þeirra á náttúru og samfélag. Cryosphere er alþjóðlegt heiti sem nær yfir allt frosið vatn á hnettinum, hvort sem um er að ræða snjó, lagnaðarís, hafís, klaka í jörð eða jökulís. Orðið freðhvolf er íslenska heiti hugtaksins. Málstofan var haldin þann 16. nóvember síðastliðinn í tengslum við loftslagsfund Sameinuðu Þjóðanna, COP27. Hægt var að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi en upptaka er aðgengileg hér .   Lesa meira
Coplogo

Hvers vegna COP27? - 16.11.2022

Nú stendur yfir 27. aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi. COP stendur fyrir Conference Of the Parties og á fundinum mætast þjóðarleiðtogar þeirra 198 þjóða sem skrifað hafa undir samninginn og setja sér markmið um hvernig standa skal vörð um framtíð jarðarinnar. Auk þeirra taka þátt í samtalinu embættismenn, sérfræðingar, loftslagshópar og aðgerðasinnar á sviði loftslagsmála.    Lesa meira
Forsidumynd

Síðustu átta ár þau heitustu á jörðinni frá upphafi mælinga. - 8.11.2022

Vegna síaukinnar uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda hafa síðastliðin átta ár mælst þau átta hlýjustu í sögunni. Áhrif hlýnunar verða sífellt áþreifanlegri. Gríðarlegar hitabylgjur, þurrkar og aftakaflóð hafa haft áhrif á milljónir manna og valdið milljarða tjóni það sem af er þessu ári. Meðalhiti á heimsvísu árið 2022 er nú metinn um það bil 1,15°C yfir meðaltali tímabilsins 1850-1900, fyrir iðnbyltingu, og hlýnunin heldur áfram.  

Lesa meira

Tíðarfar í október 2022 - 3.11.2022

Október var tiltölulega kaldur um mest allt land, þó var hlýtt í byrjun og lok mánaðar. Fyrri hluti mánaðarins var úrkomusamur, sérstaklega á norðan- og austanverðu landinu. Töluverð úrkoma féll á norðaustanverðu landinu í óveðri sem gekk yfir landið þ. 9. og þar snjóaði víða í byggð. Seinni hluti mánaðarins var hægviðrasamur og tíð almennt góð. Lesa meira

Ríflega tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu - 2.11.2022

Í dag kom út skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um ástand loftslags Evrópu eða State of the Climate, Europe 2021. Í skýrslunni kemur fram að hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að miklir hitar, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi.

Lesa meira

Lítið hlaup úr Grímsvötnum - 16.10.2022

Uppfært 16.10. kl. 15:00

Rennsli í farvegi Gígjukvíslar náði hámarki í morgun og hefur vatnshæð við brúna á þjóðvegi 1 farið hægt lækkandi frá hádegi. Samhliða lækkandi vatnshæð hefur rafleiðni í ánni minnkað. Magn hlaupsvatns í ánni fer því minnkandi og ljóst að hlaupið er í rénun.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Netjuský

Netjuský

Altocumulus perlucidus, netjuský með götum. Hitahvörf marka yfirleitt efra borð skýja af þessu tagi. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica