Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt, 5-10 m/s, en hægari breytileg átt um landið vestanvert. Víða léttskýjað, en él á norðaustanverðu landinu fram yfir hádegi. Lægir og léttir til norðaustanlands í kvöld, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands. Suðaustan 15-23 og rigning eða slydda sunnan- og vestantil seint í nótt og á morgun, en sums staðar talsverð úrkoma. Hægari og úrkomulítið norðan- og austanlands. Snýst í suðvestan 8-13 með stöku éljum seint á morgun, fyrst vestantil, en bætir í vind og úrkomu austanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum, en hlýnar á morgun, hiti 0 til 7 stig síðdegis.
Spá gerð 14.11.2019 04:51

Athugasemd veðurfræðings

Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm sunnan- og vestantil á landinu seint í nótt og í fyrramálið með talsverðri úrkomu.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 14.11.2019 04:51

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hópur frá Veðurstofunni fór að skaflinum 21. september þegar þessi mynd var tekin og þá reyndist skaflinn ekki vera nema ~4 x 1 m klaka hella, 0.1 - 0.15 m á þykkt. Skaflinn var svo horfinn viku síðar

Fylgst hefur verið með skaflinum í Gunnlaugsskarði síðan á 19. öld - 13.11.2019

Fylgst hefur verið með skaflinum í Gunnlaugsskarði síðan á 19. öld og til eru skráðar samtíma athuganir frá því skaflinn tók upp á því að hverfa kringum 1930. Helstu niðurstöður eru þær að skaflinn hvarf líklega aldrei eftir 1850 þar til hann hvarf í fyrsta skipti svo vitað sé árið 1929. Á tímabilinu 1932 til 1947 hvarf skaflinn oftast og svo nokkrum sinnum til 1964. Frá 1965 til 1997 hvarf skaflinn aldrei en yfirleitt alltaf 1998  til 2012. Það virðist mjög greinilegt að á köldu tímabilunum lifir skaflinn og þá þeim hlýju hverfur hann.

Lesa meira

Jöklafræðingar hittast á Íslandi - 6.11.2019

Á dögunum héldu Veðurstofan, Jarðvísindastofnun Háskólans og Alþjóðlega Jöklarannsóknafélagið árvissa ráðstefnu jöklafræðinga og jarðvísindafólks á Norðurlöndunum í Reykholti. Framhaldsnemar og vísindamenn sýndu þarnýjustu niðurstöður rannsókna á jöklakortlagningu, hreyfingu jökla, jöklajarðfræði og náttúruvá sem tengist jöklabreytingum en einnig voru kynnt verkefni sem snúa að vísindamiðlun og hafa víðari skírskotun í samfélagslegu tilliti.

Lesa meira

Tíðarfar í október - 1.11.2019

Tíð í október var nokkuð sveiflukennd. Í mánuðinum voru allmargir hlýir dagar en einnig kaldir dagar á milli. Að tiltölu var hlýjast vestanlands en svalara og úrkomusamara norðan- og austanlands. Fyrsti snjór vetrarins féll á Norðurlandi.

Lesa meira

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á "vatnsturna jarðarinnar" - 31.10.2019

Í dag lýkur ráðstefnu á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO, í Genf – „High Mountain Summit“ – en hana sitja 150 fulltrúar víðsvegar að úr heiminum. Markmið ráðstefnunnar er að forgangsraða aðgerðum til þess að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og draga úr alvarlegum afleiðingum þeirra á háfjallasvæðum og á þau samfélög sem reiða sig á ferskvatn frá þessum svæðum. Þær aðgerðir fela meðal annars í sér áætlun um að auka rannsóknir og mælingar í tengslum við vatnsbúskap með það að markmiði að tryggja sjálfbæra vatnsnotkun og draga úr tjóni af völdum hamfaraflóða sem eru fylgifiskar loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Alþjóðadagur Hamfaraminnkunnar haldinn í 30. sinn - 24.10.2019

Þann 13. október s.l. var Alþjóðadagur Hamfaraminnkunnar haldinn í 30. sinn. En árið 1989 tilnefndu Sameinuðu Þjóðirnar 13. október, Dag Hamfaraminnkunnar (International Day for Disaster Reduction). Markmiðið er að vekja athygli á aðgerðum, aðferðum og viðbúnaði til að draga úr áhrifum hamfara á jarðarbúa og hvað er hægt að gera til að auka seiglu samfélaga til að takast á við hamfarir.

Lesa meira

Fyrsta útgáfa viðbragðsáætlunar vegna lýðheilsuógna komin út - 22.10.2019

Lokið er gerð fyrstu útgáfu viðbragðsáætlunar vegna atvik er varða lýðheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar. Veðurstofa Íslands átti fulltrúa í ritstjórn um viðbragðsáætlun vegna CBRNE atvika, en þar undir falla m.a. atvik sem tengjast dreifingu mengunar og ösku frá eldgosum. Markmið áætlunarinnar er að auka almenna og sérhæfða þekkingu á atvikum af þessum toga og tryggja þannig hnökralaus viðbrögð í þeim tilgangi að lágmarka áhrif smits/mengunar/geislunar og annarra óvæntra atvika og vernda þannig lýðheilsu og umhverfi. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

dimmar hlíðar, skrýtin ský

Júgurský

Júgurský eða skýjasepar myndast einkum þar sem rakamettað loft í ákaflegu uppstreymi nær að streyma til hliðar og lendir þar undir stöðugra loftlagi, en jafnframt ofan á þurrara lofti. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica