Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum norðaustantil annars víða él.
Norðlægari á morgun en hvassari á stöku stað. Él um norðanvert landið en skýjað með köflum sunnantil. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð 17.01.2021 12:35
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,1 | 16. jan. 23:31:02 | Yfirfarinn | 8,2 km ANA af Goðabungu |
2,5 | 15. jan. 14:21:55 | Yfirfarinn | 15,4 km SA af Árnesi |
2,4 | 16. jan. 03:34:20 | Yfirfarinn | 6,9 km NV af Grindavík |
Kl. 23:31 í gærkvöldi varð skjálfti af stærð 3,1 í norðanverðri Kötluöskjunni. Einn mun minni eftirskjálfti fylgdi þessum skjálfta. Skjálftar í kringum 3 að stærð eru nokkuð algengir í Kötlu en síðast varð skjálfti yfir 3 að stærð í nóvember 2020.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 17. jan. 08:26
Um 790 jarðskjálftar mældust með sjálfvirka SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins fleiri en í fyrri viku þegar um 700 jarðskjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,0 að stærð þann 10. janúar kl. 03:15 og mældist hann nokkrum kílómetrum norðan Grindavíkur. Einnig mældust tveir skjálftar af stærð 3,2 og 3,1 þann 7. janúar kl. 02:41 og 02:42 vestan Krýsuvíkur. Töluverð skjálftavirkni var á Reykjanesskaganum í vikunni. Um 40 skjálftar mældist í Mýrdalsjökli í vikunni og sex skjálftar í Grímsvötnum. Einn smáskjálfti mældist við Heklu í vikunni. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 14,6 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | 678,2 m³/s | 0,7 °C |
Eldvatn | Eystri-Ásar | 9,9 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 326,3 m³/s | 1,0 °C |
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 16. jan. | sun. 17. jan. | mán. 18. jan. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Utanverður Tröllaskagi
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Óveruleg hreyfing hefur mælst síðan 23. desember í daglegum mælingum. Vöktun hlíðanna ofan bæjarins hefur þegar verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Unnið er að því að auka tíðni og nákvæmni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði og hafa sérfræðingar Veðurstofunnar og samstarfsaðilar unnið hörðum höndum að undirbúningi frekari vöktunar ásamt uppsetningu á nýjum vöktunarbúnaði.
Lesa meiraÍ gær, mánudag, var haldinn fundur með íbúum Seyðisfjarðar og fulltrúum Almannavarna og viðbragðsaðila á staðnum, Náttúruhamfaratrygginga Íslands, RARIK og Veðurstofunnar. Á fundinum fóru sérfræðingar Veðurstofunnar meðal annars yfir aðdraganda atburðanna og umfang skriðufallanna. Frumathuganir á stærstu skriðunni gefa til kynna að hún nái djúpt ofan í setlög sem ekki virðist hafa hrunið úr í árþúsundir.
Lesa meiraUppfært kl. 15:10, 20.12.2020
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd. Þeir íbúar sem búa utan þeirra svæða verður heimilt að snúa aftur.
Í ljósi þessa hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að færa neyðarstig almannavarna, sem verið hefur á Seyðisfirði, niður á hættustig.
Það eru fleiri en Veðurstofan sem fagnar stórafmæli í ár. Jöklarannsóknafélag Íslands fagnar 70 ára afmæli en félagið var stofnað í nóvember 1950. Sú einstaka samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða sem er grundvöllur félagsins hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi. Jón Eyþórsson, sem oft er nefndur fyrsti íslenski veðurfræðingurinn, stofnaði Jöklarannsóknafélagið þegar hann var deildarstjóri á Veðurstofunni og var hann „lífið og sálin í félaginu til dauðadags“ eins og skrifað var í minningagrein um Jón.
Lesa meiraNú liggja fyrir drög að endurskoðuðu hættumati fyrir Flateyri sem kynnt hafa verið á íbúafundi með Flateyringum og fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar var ljóst að endurskoða þyrfti hættumat fyrir byggðina þar og að ofanflóðahætta þar væri vanmetin. Bæði snjóflóðin fóru að hluta fyrir varnargarðana ofan þorpsins. Strax í janúar var ljóst að endurskoða þyrfti ofanflóðavarnirnar á Flateyri og er það staðfest með drögum að nýju hættumati.
Lesa meiraFyrstu mælingar á ósoni á Íslandi voru gerðar á Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1952-1955 og 1957 hófust mælingar sem standa enn.
Lesa meira