Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 með suðurströndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi. Skýjað með köflum og stöku skúrir á sunnan- og vestanlands, og sums staðar þokubakkar austantil, en bjartviðri norðanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan.
Spá gerð 04.07.2020 05:25

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í júní - 2.7.2020

Hlýtt var á landinu í júní og tíð hagstæð. Hlýjast var á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands. Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi.


Lesa meira
mynd

Jarðskjálftahrina enn í gangi - 2.7.2020

Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan hrinan stendur yfir eru auknar líkur á stórum jarðskjálftum á brotabeltinu norðan við land og áfram talin hætta á grjóthruni og skriðum úr bröttum hlíðum. Því er mikilvægt að fólk sem er að ferðast um brattlendi sé meðvitað um hrun- og skriðuhættu og takmarki tíma sinn undir bröttum hlíðum,  sér í lagi á þekktum skriðusvæðum. Í einstaka tilfellum fylgir fljóðbylgja stærri skjálftum og því er mikilvægt að fólk haldi sig fjarri strönd og höfn í nokkrar klukkustundir eftir stærri jarðskjálfta.

Lesa meira
skjáskot

Jarðskjálftahrina 20 km norðaustur af Siglufirði - 20.6.2020

Fréttin er uppfærð

Jarðskjálftahrina hófst um miðjan dag, 19. júní, um 20 km NA af Siglufirði þegar mældust 7 skjálftar af stærð M3-M3,8. Klukkan 15:05, 20. júní varð skjálfti af stærðinni M5,3 á svipuðum sloðum og honum hafa fylgt margir eftirskjálftar, þar af um 20 skjálftar af stærð M3,0 – 4,1. Skjálftavirknin er á  mótum Eyjafjarðaráls og Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins.

Lesa meira
ljósmynd

Fundur vísindaráðs almannavarna vegna Grímsvatna - 19.6.2020

Vísindaráð almannavarna hittist á fjarfundi fimmtudaginn 18. júní til að ræða nýjustu mæligögn frá  Grímsvötnum. Á fundinum var farið yfir virkni í Grímsvötnum undanfarin misseri og fjallað um mælingar í og við Grímsvötn í byrjun júní.  Skjálftavirkni hefur farið hægt vaxandi síðasta árið en er þó enn minni en var mánuðina fyrir gosin 2004 og 2011.  Mælingar á landbreytingum í Grímsvötnum sýna að þensla sem hófst eftir síðasta eldgos heldur áfram en ekki eru merkjanlegar breytingar á rishraða síðasta árið. Stærsta mælanlega breytingin er sú að brennisteinstvíildi (SO2) mældist ofan í Grímsvötnum skammt frá síðustu gosstöðvum. Útstreymi SO2 gefur sterka vísbendingu um afgösun kviku.

Lesa meira

Vísbendingar um að Grímsvötn búi sig undir eldgos - 15.6.2020

Á virknitímabilum eins og verið hefur frá 1996, er algengt að 5-10 ár séu milli gosa í Grímsvötnum. Síðast gaus þar 2011 og var það nokkuð stórt og kröftugt gos.  Á þeim tíma sem liðinn er frá gosinu benda mælingar til þess að kvika hafi safnast fyrir og þrýstingur í kvikuhólfi aukist. Í síðustu viku mældu starfsmenn Veðurstofunnar SO2 í suðvesturhorni Grímsvatna, nærri þeim stað þar sem gaus 2004 og 2011. „Þetta er í fyrsta sinn sem SO2 mælist í svo miklu magni í eldstöð á Íslandi án þess að eldgos sé í gangi og er vísbending um grunnstæða kviku“, segir Melissa Anne Preffer, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands sem var einn leiðangursmanna sem fór á Vatnajökul á dögunum. Melissa segir að til viðbótar við aukið magn SO2, fari svæðið þar sem jarðhiti á yfirborði mælist stækkandi.

Lesa meira

Snjóalög undir meðaltali á Hofsjökli við vetrarlok - 10.6.2020

Snjóalög eru undir meðaltali á Hofsjökli við vetrarlok í ár. Þetta er niðurstaða árlegs vorleiðangurs sérfræðinga á Veðurstofu Íslands. Aðeins á norðanverðum Hofsjökli náði snjóþykkt langtímameðaltali. Þynnst var snjólagið 1.2 m á norðanverðum Sátujökli og neðst á Blautukvíslarjökli en þykkast 5.7 m á hábungunni í 1790 m hæð. Metþykkt mældist þar 8.1 m vorið 2012 og meðaltalið frá upphafi mælinga 1988 er 6.5 m.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

vindskafin ský

Vindskafin ský 2

Vindskafin ský eru kyrrstæð linsulöguð ský sem myndast yfir fjöllum og stundum hlémegin við fjöll.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica