Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og lítilsháttar él á norðaustanverðu landinu, en annars yfirleitt léttskýjað.

Norðaustan og austan 3-10 og skýjað með köflum á morgun. Víða dálítil él norðan og austanlands. Rigning eða slydda með köflum suðvestantil eftir hádegi og líkur á snjókomu á fjallvegum um tíma undir kvöld.

Víða frost í nótt, en hiti 1 til 7 stig yfir daginn.

Spá gerð 07.10.2024 22:12

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira
Tveir gígar

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi - 24.9.2024

Uppfært 24. september kl. 13:15

Gögn frá GPS-mælum sýna að landris í Svartsengi heldur áfram að mælast á jöfnum hraða. Líkanreikningar byggðir á þeim gögnum sýna einnig að kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram á svipuðum hraða síðustu vikur. Samkvæmt mælingum á landrisi og áætlun á hraða kvikusöfnunar svipar þróunin til fyrri atburða á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar? - 16.9.2024

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi - 11.9.2024

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun - 10.9.2024

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

gosmökkur

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli og samskipti hans við lofthjúpinn

Eldgosið í Eyjafjallajökli stóð í 39 daga. Á þessum tíma voru tvö tímabil með mikilli sprengivirkni en einnig tímabil með hraunmyndun og minni sprengivirkni. Lengd gossins og breytileiki þess gefa einstakt tækifæri til að skoða fjar- og næráhrif lofthjúpsins gosmakkarins og dreifingu ösku og annara gosagna. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica