Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Fremur hæg breytileg átt í dag og léttir víða til, en snjómugga á Suðausturlandi. Frost 0 til 8 stig, en hiti kringum frostmark sunnanlands. Vaxandi sunnanátt vestantil í kvöld og þykknar upp.

Austlæg eða breytileg átt á morgun, víða 5-13 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki að deginum. Gengur í norðaustan 10-18 norðvestanlands undir kvöld á morgun.

Spá gerð 13.04.2024 09:17

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Gos12042024

Eldgos við Sundhnúka helst stöðugt - 12.4.2024

Uppfært 12. apríl kl. 14:15

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni að kvöldi 16. mars er enn í gangi. Áfram er einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5. apríl. Hraun rennur áfram til suðurs frá gígnum en nær ekki langt og hraunbreiðan heldur því áfram að byggjast upp nærri gígnum. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2024 - 5.4.2024

Mars var sólríkur, þurr og tiltölulega hlýr á suðvestanverðu landinu. Það var kaldara og úrkomusamara á norðanverðu landinu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi stóran hluta mánaðarins. Töluverð snjóþyngsli voru á norðan- og austanverðu landinu í lok mánaðar, auk hvassviðris sem ollu þónokkrum samgöngutruflunum. Nokkur fjöldi snjóflóða féll í þessum landshlutum.
Lesa meira
Forsida26032024

Skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju í gær - 26.3.2024

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá kl. 8 um morguninn til hádegis. Stærsti skjálftinn mældist 3,5 að stærð og varð á um 5 km dýpi. Einnig mældust þrír skjálftar frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Jarðskjálftavirkni hefur lítið breyst á milli mánaða og verið nokkuð stöðug undanfarið þar til í gær. Síðast mældust skjálftar yfir 3 að stærð í janúar 2022 og október 2021.   

Lesa meira
Worldweatherday2024

Alþjóðlegur dagur veðurfræði - 23.3.2024

Í dag er haldið upp á alþjóðlegan dag veðurs undir yfirskriftinni „í framvarðarsveit loftlagsaðgerða“ (e. At the frontline of climate action) Í ár er lögð áhersla á að loftslagsbreytingar eru sannarlega að eiga sér stað og ógna gjörvöllu samfélagi manna. Áhrifin eru þegar sýnileg og munu verða enn verri ef ekki er brugðist við þegar í stað.

Lesa meira
veðurfræðingur bendir með priki á pappírskort

Páll Bergþórsson lést 10. mars síðastliðinn á 101. aldursári. - 22.3.2024

Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti frá 1939 til 1941 og lauk síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu tveggja ára námi í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til Svíþjóðar 1947 og stundaði nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og lauk þar prófi 1949. Hann stundaði frekara nám og rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla frá 1953 og lauk fil.kand.-prófi 1955. Á árinu 1958 dvaldist hann í Osló í nokkra mánuði við rannsóknir til undirbúnings tveggja daga veðurspáa. Þá vann hann við rannsóknir á spáaðferðum við Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) í Reading í Bretlandi hálft árið 1980.

Heim kominn frá veðurfræðinámi 1949 hóf Páll störf sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en hann hafði áður starfað þar sem aðstoðarmaður frá 1946 til 1947 og sumarið 1948. Meginverkefni hans á stofnuninni allt til 1982 sneru að almennri veðurspáþjónustu og flugveðurþjónustu. Hann var deildarstjóri veðurfræðirannsókna frá 1982 til 1989. Árið 1989 var Páll skipaður veðurstofustjóri frá 1. október og gegndi því embætti til ársloka 1993, þá sjötugur að aldri.

Lesa meira
HVJY22032024

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands efla samvinnu um doktorsnám - 22.3.2024

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands endurnýjuðu samstarfssamning sinn um nám, kennslu og rannsóknir þann 15. mars. Samningurinn tekur mið af fyrri samningum en meðal helstu breytinga er aukin áhersla á samstarf um doktorsnám á fagsviðum Veðurstofunnar, sem eru m.a. veður, loftslag, jarðhræringar, jöklar, ofanflóð og auðlindir. Aðilar samningsins munu vinna að sameiginlegri stefnumótun um vísindi og rannsóknarstörf með það í huga að efla akademískt rannsókna- og vísindastarf og styrkja lögbundið hlutverk Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

þunn ský, mjór flugslóði yfir eins og strik

Klósigar og flugslóðar

Stundum má líta samspil náttúrulegra og manngerðra skýja. Klósigar eru náttúruleg háský en flugslóðar myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast köldu lofti. Í þurru lofti gufa flugslóðar hratt upp en þar sem loftið er rakt vara þeir lengur. Þess vegna geta þeir birst sem sundurslitin strik. Ef þotur fljúga yfir klósigabreiðu falla skuggar af flugslóðunum á háskýin.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica