Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan og sunnan 18-28 m/s, hvassast í vindstrengjum á Norðurlandi. Talsverð rigning, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður.
Snýst í suðvestan 15-23 með morgninum og áfram vætusamt. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi. Slydduél á vesturhelmingi landsins í kvöld og kólnandi veður.

Spá gerð 19.01.2020 00:44

Athugasemd veðurfræðings

Útlit er fyrir rigningu og hláku í nótt og í dag. Leysingar- og regnvatn þarf að komast leiðar sinnar og þarf því að ganga úr skugga um að fráveitukerfi virki sem skildi til að forðast vatnstjón. Flughálka getur myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar einnig er hvass vindur eru aðstæður til aksturs mjög varasamar.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 19.01.2020 00:44

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Flateyri2020-1

Tvö stór snjóflóð á Flateyri og þriðja í Súgandafirði - 15.1.2020

Þessi frétt er uppfærð reglulega.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri við Önundarfjörð skömmu eftir kl. 23 að kvöldi 14. janúar og náðu bæði út í sjó, annað úr Skollahvilft og hitt úr Innra-Bæjargili. Flóðið úr Innra-Bæjargili féll að hluta yfir varnargarð og á hús að Ólafstúni 14 og grófst unglingsstúlka í flóðinu. Henni var bjargað og er ekki talin alvarlega slösuð. Flóðið úr Skollahvilft féll meðfram varnargarði og út í smábátahöfnina og olli þar miklu tjóni á bátum en ekki slysum á fólki. Þriðja snjóflóðið féll í Súgandafirði við Norðureyri og náði einnig út í sjó.

Flóðbylgja af völdum þess olli skemmdum á húsum við ströndina utan og innan við höfnina á Suðureyri, en ekki slysum á fólki.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2019 - 14.1.2020

Árið 2019 var fremur hlýtt og tíð hagstæð. Að tiltölu var hlýjast á Suður- og Vesturlandi á meðan svalara var norðan- og austanlands. Aprílmánuður var óvenjulega hlýr um land allt og sá hlýjasti frá upphafi mælinga í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grímsey, á Akureyri og á Hveravöllum.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2019 - 3.1.2020

Tíð var óhagstæð á norðanverðu landinu í desember en betri sunnanlands. Mikið norðanóveður gekk yfir landið dagana 10. til 11. desember sem olli miklu tjóni. Verst var veðrið á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Mikil ísing og fannfergi fyldgu óveðrinu sem olli því að hundrað hross fennti í kaf, skemmdir urðu á rafmagnslínum með tilheyrandi rafmagnstruflunum og mikil röskun varð á samgöngum. Mánuðurinn var óvenju úrkomusamur á norðanverðu landinu og mældist úrkoman þar víða sú mesta sem vitað er um í desember. Úrkoman á Akureyri mældist meira en þrefalt meiri en í meðalári og sú mesta sem mælst hefur þar í desembermánuði frá upphafi mælinga.


Lesa meira

Veðurstofa Íslands 100 ára - 1.1.2020

Veðurstofa Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs! Það er nokkuð merkilegur dagur í dag því jafnan er miðað við að Veðurstofa Íslands hafi verið stofnuð þann 1. janúar 1920. Því fagnar Veðurstofan 100 ára afmæli í dag! Fyrstu fimm árin var hún þó aðeins deild í Löggildingarstofunni, en frá ársbyrjun 1925 verður hún sjálfstæð stofnun. Danska veðurstofan sem hafði umsjón með veðurathugunum fram að þeim tíma en gaf hins vegar ekki út veðurspár fyrir Ísland. Íslendingar urðu þá sem fyrr að treysta á athyglisgáfu og eigið hyggjuvit ef þeir vildu ráða í veður morgundagsins.

Lesa meira

Veðurstofan tekur þrjú Græn skref - 27.12.2019

Veðurstofa Íslands hefur nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga fyrstu þrjú Grænu skrefin, en Græn skref snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Aðgerðir Grænu skrefanna miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna og draga úr rekstrarkostnaði.

Lesa meira

Bráðnun jökla mun aukast í framtíðinni - 11.12.2019

Bráðnun jökla mun aukast í framtíðinni, hvort sem um ræðir hækkun meðalhita á jörðinni um 1,5 eða 2 gráður.  Bráðnunin mun hafa víðtæk áhrif á vatnsbúskap jarðar og sjávarstöðu. Þetta voru meginskilaboð málstofu sem Veðurstofan og Alþjóða veðurfræðistofnunin, WMO, stóðu fyrir í dag á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, sem nú stendur yfir í Madrid.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Vindskafin ský

Vindskafin ský

Stundum gefur að líta á himninum ský sem líkjast fljúgandi diskum. Þetta eru svokölluð vindskafin netjuský, eða altocumulus lenticularis, eins og þau heita á latínu.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica