Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 8-18 m/s, hvassast norðvestantil. Snjókoma með köflum, en þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.
Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum og Breiðafirði í fyrramálið, en annars hæg breytileg átt. Él norðan- og norðaustantil, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Snýst í suðlæga átt 5-13 undir kvöld, með éljum um landið sunnan- og vestanvert, en styttir upp fyrir norðan. Frostlaust við sunnan- og vestanlands, en frost annars 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Spá gerð 17.02.2020 15:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hvað táknar gul viðvörun? - 11.2.2020

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á aðfaranótt föstudags og gildir til kl. 21 á föstudagskvöld. Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?

Lesa meira

Vísindaráð Almannavarna fundar - 6.2.2020

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfundi Almannavarna í dag og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa, en enn má sjá merki um áframhaldandi landris og er það í heildina orðið 5sm þar sem það er mest. Um er að ræða langtímaatburð og er reynslan af öðrum sambærilegum atburðum sú að breytingar geta orðið í landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða um að virknin sé að fjara út.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2020 - 4.2.2020

Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs.

Lesa meira

Vísindaráð Almannavarna fundaði í dag - 30.1.2020

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfund Almannavarna í dag og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni í grennd við Þorbjörn. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og ÍSOR, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS-Orku, Umhverfisstofnun og lögreglunni á Suðurnesjum. Þar kom fram að jarðskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu og dreifist á nokkrar sprungur norður af Grindavík. Þrír jarðskjálftamælar bætast við rauntímavöktun Veðurstofunnar og eykur nákvæmni í staðsetningu skjálfta. Fjölgun jarðskjálftamæla bætir einnig getu kerfisins til að greina mögulegan gosóróa.

Lesa meira

Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu við Þorbjörn - 29.1.2020

Með auknu eftirliti berast nú fleiri gögn í hús sem gefa skýrari mynd af þróun mála við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Erfitt er að túlka breytingar út frá einstaka mælipunktum, en með því að skoða meðaltal þéttari mælinga, sem nú berast í hús, er greinilegt að landrisið er enn í gangi. Þar sem um er að ræða langtíma atburð þarf að fylgjast vel með svæðinu og mælingunum þar til lengri tíma, til að átta sig betur á heildarferli jarðhræringanna.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í dag unnið að gasmælingum (SO2) á svæðinu umhverfis Þorbjörn í samvinnu við starfsmenn HS-orku. Þær mælingar gefa engar vísbendingar um að kvika sé komin nálægt yfirborði. Það styðja einnig vatnssýni sem HS-orka tók, en slíkt er gert tvisvar á sólarhring.

Lesa meira

Áfram þensla við fjallið Þorbjörn og landris komið í rúma þrjá sentimetra - 28.1.2020

Mælar Veðurstofunnar greina áframhaldandi landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Risið er á sama hraða og síðustu daga, 3-4mm á dag, sem er óvenju hratt. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að búast megi við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Benedikt ásamt öðrum sérfræðingum Veðurstofunnar hafa í dag unnið að uppsetningu á nýjum mælum til vöktunar á svæðinu í kringum Grindavík. „Það er stefnan að setja upp alla vega tvo mæla, einn uppi á fjallinu Þorbirni og síðan á ákjósanlegum stað vestan við  fjallið“, segir Benedikt.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Helene 1988

Fellibyljir 5

Úrstreymið efst í austanbylgjunum getur auðveldað uppstreymi, jafnvel dregið upp loft að neðan sem þá kólnar. Sé það loft rakamettað byrjar raki þess að þéttast.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica