Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt 8-15 m/s í dag, en hægari um landið austanvert. Dálítil væta suðaustantil, og él fyrir norðan, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig. Rigning eða slydda, og sums staðar snjókoma við norðurströndina seint í kvöld.
Spá gerð 23.09.2020 00:14

Athugasemd veðurfræðings

Seint í kvöld bætir í úrkomu á norðurlandi, og það gæti snjóað talsvert niður undir sjávarmál. Akstursskilyrði gætu orðið erfið í kjölfarið.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 23.09.2020 00:14

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Skjálfti af stærð 4,6 norðvestur af Húsavík - 17.9.2020

Fréttin hefur verið uppfærð:

Þó nokkuð hefur dregið úr virkninni SA við Flatey. Það sem af er degi hafa mælst rúmlega 40 skjálftar, samanborið við 330 í gær og 420 á þriðjudaginn. Flestir skjálftarnir sem mælst hafa í gær og dag eru um eða undir 1,0 að stærð, flestir á svipuðum slóðum og M4.6 og M4.0 skjálftarnir á þriðjudaginn.

Þó dregið hafi úr virkninni við Flatey er þessari hrinu ekki lokið og ekki hægt að útiloka að fleiri og stærri skjálftar verði á næstunni. 

Lesa meira

Sögulegur samdráttur í losun dugar ekki til - 9.9.2020

Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áhrifa COVID-19 faraldursins hefur ekki dregið úr styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar. Útlit er fyrir að meðalhiti síðustu fimm ára á jörðinni verði sá hæsti frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn árin 2016-2020 mun fara 1.1 °C yfir viðmiðunarmörk og verða hærri en meðalhiti áranna 2011-2015. Ef fram fer sem horfir í losun gróðurhúsalofttegunda mun samfélögum jarðar ekki takst að halda hlýnun jarðar innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu „United in Science“ sem er samstarfsvettvangur nokkurra stofnanna undir forystu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO. Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2020 - 2.9.2020

Ágúst var fremur hlýr, sérstaklega á Norðausturlandi. Meðalhitinn í ágúst var víðast hvar hærri en meðalhiti júlímánaðar. Fyrri hluti mánaðarins var mjög úrkomusamur sunnan- og vestanlands. Á meðan var hlýtt á Norður- og Austurlandi. Mjög hlýtt var á Austurlandi um miðjan mánuðinn og mældist hitinn víða vel yfir 20 stig.

Lesa meira

September hefst með látum - 1.9.2020

Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði: Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi. Viðvaranirnar taka gildi kl. 17, fimmtudaginn 3. september. Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 200 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 400 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám.

Lesa meira

Fylgjast þarf með lóninu við Langjökul - 21.8.2020

Það kemur í ljós á næstu vikum hvort útfall lónsins lokast aftur og vatn fer að safnast í lónið að nýju eða hvort sírennsli verður úr lóninu. Ef útfallið lokast er hugsanlegt að reglulega hlaupi úr lóninu á næstu árum. Líklegt er að lónið haldi áfram að stækka næstu árin vegna hörfunar jökuljaðarsins og því er ástæða til þess að fylgjast með þróun mála og leggja mat á hættu á frekari hlaupum.

Lesa meira

Skyndiflóð úr Langjökli - 20.8.2020

Skyndilegt flóð varð úr Langjökli á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudagsins 18. ágúst. Mikið vatnsmagn flæddi niður farveg Svartár sem alla jafna er vatnslítill á þessum árstíma. Vísbendingar eru um að haft við lón við norðvestanverðan Langjökli hafi brostið. Óvenjumikil hlýindi hafa verið á svæðinu að undanförnu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Að rökkva, ský upplýst við sjóndeildarhring

Ósoneyðing af mannavöldum

Óson er sífellt að myndast, eyðast og flytjast til í lofthjúpnum með náttúrulegum hætti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica