Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vaxandi suðaustanátt, 15-25 m/s seinnipartinn, hvassast við fjöll á suðvestanverðu landinu. Fer að rigna á láglendi, en snjókoma til fjalla. Lægir og dregur úr úrkomu seint í kvöld og í nótt, fyrst á suðvesturhorninu.
Hvöss sunnan- og suðaustanátt á morgun með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi.
Hlýnandi veður, hiti 7 til 15 stig á morgun, hlýjast í hnjúkaþey norðanlands.

Spá gerð 10.12.2018 11:49

Athugasemd veðurfræðings

Gengur í suðaustan storm seinnipartinn, fyrst suðvestantil, jafnvel staðbundið rok. Fer að rigna á láglendi, en snjókoma eða slydda á heiðum og fjallvegum um tíma með erfiðum akstursskilyrðum.
Hvöss suðlæg átt á morgun með hlýindum, hita er spáð yfir 10 stigum norðanlands. Búast má við mikilli leysingu og þar sem mikill snjór er í þéttbýli þarf hreinsa frá niðurföllum og passa að leysingarvatn komist sína leið í frárennsliskerfi til að það valdi ekki vatnstjóni.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 10.12.2018 11:49

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Á Akureyri snjóaði mikið síðustu tvo dagana og mældist snjódýpt 75 cm þ. 30. sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í nóvembermánuði.

Tíðarfar í nóvember 2018 - 3.12.2018

Nóvember var hlýr og hiti var yfir meðaltali á landinu öllu. Austanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Mikil hlýindi voru á landinu helgina 16. til 18. nóvember með sunnanátt og óvenju mikilli úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældist úrkoman 83,2 mm á tveimur sólarhringum og er það mesta úrkoma sem mælst hefur á tveimur sólarhringum í Reykjavík. Norðaustan hvassviðri gekk yfir landið í lok mánaðar með þó nokkru fannfergi norðanlands. Snjódýpt mældist 75 cm á Akureyri þ. 30. sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í nóvembermánuði. 

Lesa meira
Kerlingarfjöll séð frá Blágnípujökli, sem skríður úr Hofsjökli til suðvesturs. Mynd: Valdimar Leifsson

Afkoma Hofsjökuls lítillega jákvæð - 23.11.2018

Niðurstöður mælinga sýna að afkoma Hofsjökuls var lítillega jákvæð 2018. Jákvæð afkoma hefur nú mælst tvö af síðustu fjórum árum. Vetrarákoma reyndist um 16% umfram 30-ára meðaltal á Hofsjökli og var hún meiri á jöklinum sunnanverðum en norðan til. Ljóst er að nokkurt lát hefur orðið á hinni miklu rýrnun sem hófst eftir 1994.

Lesa meira
Skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kom út í dag

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hefur aldrei mælst meira - 22.11.2018

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hef­ur aldrei mælst meira en á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem kom út í dag. Það virðist ekkert lát á þessari aukningu sem veldur loftslagsbreytingum, hækkun yfirborðs sjávar, súrnun sjávar og afbrigðilegu veðurfari.

Lesa meira

Vinna hafin við hættumat fyrir Svínafellsjökul - 16.11.2018

Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga hélt erindi á ráðstefnu um framhlaup sem haldin var í Norræna húsinu í vikunni. Sérstök áhersla var lögð á Svínafellsheiði þar sem sprunga í berggrunni hefur uppgötvast og hætta er talin á framhlaupi. Á ráðstefnunni var meðal annars sagt frá reynslu norsku vatnafræðistofnunarinnar af vöktun óstöðugra fjallshlíða, en í Noregi eru sjö slík svæði talin sérlega varasöm og vöktuð nákvæmlega í rauntíma. Hafin er vinna við hættumat fyrir Svínafellsjökul, en í því felast nokkuð flóknir líkanreikningar og á vinnufundi í tengslum við ráðstefnuna ræddu íslenskir og erlendis líkansérfræðingar saman um þetta tilfelli.

Lesa meira
Jónas Hallgrímsson

Frumkvöðull á sviði veðurathugana - 16.11.2018

Dagur íslenskrar tungu er haldinn í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar til að heiðra framlag hans til íslenskunnar. En ljóðskáldið var líka náttúruvísindamaður og færði okkur mörg góð orð á því sviði. Það er hins vegar ekki á allra vörum að Jónas Hallgrímsson var aðalhvatamaður þess að komið var upp þéttu hitamælaneti á Íslandi.

Lesa meira

Haustþing Veðurfræðifélagsins - 15.11.2018

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í húsakynnum Veðurstofu Íslands í dag. Þema þingins er "Veður og orka". Erindin munu meðal annars fjalla um snjóhulu og orkubúskap, veður og bilanir í raflínum og veðurspár og endurnýjanlega orkugjafa.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Netjuský

Netjuský

Altocumulus perlucidus, netjuský með götum. Hitahvörf marka yfirleitt efra borð skýja af þessu tagi. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica