Norðaustan 5-10 m/s og él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað.
Þykknar upp í kvöld og nótt, en gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða skafrenningi syðst undir morgun. Austan og norðaustan 8-15 og fer að snjóa norðaustanlands annað kvöld. Frost 2 til 10 stig, kaldast norðaustantil, en í kringum frostmark syðst yfir hádaginn.
Spá gerð 25.03.2023 09:46
Spáð er snjókomu eða skafrenningi á sunnanverðu landinu í fyrramálið, en síðar einnig á Norður- og Austurlandi. Getur valdið erfiðum akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 25.03.2023 09:46
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,6 | 23. mar. 23:14:27 | Yfirfarinn | 10,4 km SSV af Bláfjallaskála |
2,5 | 23. mar. 15:20:45 | Yfirfarinn | 3,7 km NNV af Bláfjallaskála |
2,4 | 23. mar. 19:20:24 | Yfirfarinn | 10,2 km SSV af Bláfjallaskála |
2,3 | 24. mar. 22:33:35 | Yfirfarinn | 13,1 km NV af Álftavatni |
2,1 | 24. mar. 11:05:27 | Yfirfarinn | 9,8 km SSV af Bláfjallaskála |
1,9 | 23. mar. 17:10:01 | Yfirfarinn | 3,9 km NNA af Eldey á Rneshr. |
Rúmlega 360 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð færri en mældust í vikunni á undan þegar um 500 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,1 í Bárðarbungu þann 19.mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli hefur farið dvínandi frá því í vikunni á undan en þar mældust 19 skjálftar í viku 11 í samanburði við 50 skjálfta í viku 10. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 50 jarðskjálftar. Nokkuð var um skjálfta á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg þar sem rúmlega 165 skjálftar mældust sem dreifðust víða um sniðreksbeltið. Einn skjálfti að stærð 0.7 að stærð mældist í Heklu. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 5,5 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | 84,2 m³/s | -0,9 °C |
Eldvatn | Eystri-Ásar | 37,6 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 289,0 m³/s | 0,0 °C |
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 25. mar. | sun. 26. mar. | mán. 27. mar. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.
Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.
Lesa meiraÍ dag er alþjóðlegi veðurfræðidagurinn sem haldinn er 23. mars ár hvert á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Þema dagsins í ár er „Framtíð veðurs, vatns og loftslags fyrir komandi kynslóðir“. „Við erum öll nátengd og deilum einni jörð með einum lofthjúpi og einu hafi“ segir í tilkynningu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í tilefni dagsins. Þar er lögð áhersla á að veðrið, loftslag og hringrás vatnsins þekkir engin landamæri og hagar sér ekki eftir pólitískum vindum.
Lesa meiraÍ dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.
Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.
Lesa meiraÍ dag gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) út samantektarskýrslu um loftslagsbreytingar, Climate Change 2023: Synthesis Report (SYR). Skýrslan markar endalok sjötta matshrings (AR6) nefndarinnar og byggir á ályktunum allra vinnuhópa sem að honum hafa komið. Í skýrslunni eru niðurstöður fyrri skýrsla matshringsins samþættar og ljósi varpað á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og afleiðingum.
Lesa meiraMánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.
Lesa meiraStjórn
samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til
samtals fimmtudaginn 16. mars á milli klukkan 9-12.
Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði
að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar
en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur
og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að
samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.