Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 8-15 m/s og víða skúrir, en bjart að mestu norðaustan- og austantil. Úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-lands. Lægir og styttir upp í nótt. Austlæg átt 3-8 m/s um hádegi á morgun, skýjað og þurrt að mestu, en bjartara norðaustantil. Vaxandi norðaustanátt þegar líður á morgundaginn, 8-15 austantil á landinu annað kvöld og rigning, en snjókoma til fjalla. Hægari vindur og yfirleitt þurrt um landið vestanvert. Kólnandi veður, hiti 0 til 6 stig annað kvöld.
Spá gerð 20.04.2019 04:55

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Dregið hefur úr virkni hrinunnar við Kópasker síðasta sólarhringinn

Jarðskjálftahrinan við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár - 5.4.2019

Jarðskjálftahrinan sem nú er í gangi um 6 km suðvestur af Kópaskeri, er sú öflugasta á þessari sprungu séu skoðuð gögn aftur til 1991. Frá því að hrinan hófst þann 23. mars hefur sjálfvirka mælakerfi Veðurstofunnar mælt tæplega 3000 skjálfta. Stærsti skjálfti hrinunar mældist í 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29, en í allri hrinunni hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir.

Lesa meira
Frá Svartárkoti í Bárðardal í lok janúar 2009. Myndin er tekin í bæjardyrunum yfir ísi lagt Svartárvatn. Fjöllin á myndinni eru (frá vinstri) Eggert, Kollóttadyngja og yfir hana (hægra megin) sést í t

Tíðarfar í mars 2019 - 2.4.2019

Marsmánuður var nokkuð hagstæður. Hiti var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fyrri helming mánaðarins á meðan seinni hlutinn einkenndist af suðvestlægum áttum. Vindhraði var nærri meðallagi.

Lesa meira
Umfangsmikil snjóflóðavarnarvirki hafa verið reist á Siglufirði á síðustu rúmum tveimur áratugum.  Leiðigarðarnir Stóri- og Litli-Boli verja suðurhluta bæjarins fyrir snjóflóðum úr Jörundarskrál og St

Snow 2019 - 29.3.2019

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um snjóflóðavarnir dagana 3.–5. apríl 2019 á Sigló hóteli á Siglufirði. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um uppbyggingu ofanflóðavarna á Íslandi síðastliðin 20 ár og kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði ofanflóðavarna annars staðar í heiminum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum. Þá mun töluverður fjöldi erlends fagfólks sækja ráðstefnuna.

Lesa meira
Laugardaginn 23. mars hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 km suðvestur af Kópaskeri.

Öflug jarðskjálftahrina í Öxarfirði - UPPFÆRT 1.4. - 28.3.2019

Í dag (1. apríl) hafa mælst um rúmlega 40 skjálftar frá miðnætti. Allir undir 2 að stærð. Áætlaður fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er um 2600 skjálftar frá því hún hófst. 27. - 29. mars mældust yfir 500 skjálftar á dag, þar af var mest virkni 28. mars, um 780 skjálftar.

Áfram er fylgst náið með þróun virkninar.

Lesa meira
Ársfundur Veðurstofunnar var vel sóttur

Veðurstofan tekur nýtt skref í þróun veðurþjónustu - 26.3.2019

Ársfundur Veðurstofunnar var haldinn í dag. Fjöldi samstarfsaðila og starfsmanna hlýddu á áhugaverð erindi undir yfirskriftinni „"Vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Nýjar áskoranir – nýjar leiðir". Á fundinum var einnig kynnt alþjóðlegt samstarf um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna sem Veðurstofan er hluti af. Samstarfinu verður komið á í tveimur skrefum. Frá og með 2023 munu Veðurstofa Íslands, danska, írska og hollensku veðurstofurnar sameinast um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna. Sameiginleg ofurtölva vegna vesturhlutans verður staðsett á Veðurstofunni og kemur í stað ofurtölvu dönsku veðurstofunnar sem er þar nú. Samstarfið tekur svo á sig endanlega mynd árið 2027, þegar allar 10 veðurstofurnar sameinast um reksturinn undir heitinu „United Weather Centres“ - UWC

Lesa meira
Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn 26. mars

Ársfundur Veðurstofunnar 2019 - 25.3.2019

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 26. mars 2019, kl. 9.00–11.00.

Yfirskrift fundarins er "Vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Nýjar áskoranir – nýjar leiðir"

Boðið er upp á morgunverð frá kl. 8.00.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

tveir regnbogar rísa upp frá sama stað

Speglaðir regnbogar

Regnbogar sem skarast hafa mismunandi miðpunkta sem hægt að útskýra með tilvist tveggja ljósgjafa. Algengasta ástæðan er sú, að sólarljósið speglast af sléttu yfirborði vatns og myndar þannig speglaðan ljósgjafa fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica