Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustanátt, 5-13 m/s. Skýjað og él NA-til, en annars yfirleitt léttskýjað. Heldur hægari vindur og úrkomuminna á morgun. Hiti 0 til 9 stig að deginum, hlýjast SV-lands, en næturfrost um mest allt land.
Spá gerð 10.05.2021 00:18

Athugasemd veðurfræðings

Gróður er nú mjög þurr sunnan- og vestanlands og ekki útlit fyrir rigningu að gagni næstu daga. Vegna hættu á gróðureldum er því mikilvægt að fara mjög varlega með eld.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 10.05.2021 00:18

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Engar vísbendingar um að gosinu sé að ljúka - 7.5.2021

Uppfært 07.05. kl. 11:45

Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í gær til að fara yfir framgang gossins, dreifingu hrauns, framleiðslu gosefna og þá mengun sem fylgir eldgosinu. Breytt virkni gossins er ekki vísbending um að því sé að ljúka og sýna mælingar að hraunflæði er áfram stöðugt.

Lesa meira

Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar komið á fót á Veðurstofu Íslands - 5.5.2021

Ársfundur Veðurstofu Íslands val haldinn í morgun undir yfirskriftinni „Brú milli vísinda og samfélags – Leiðin til aðlögunar vegna loftslagsbreytinga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti á ársfundinum að komið verði á fót skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofu Íslands 2021 - 3.5.2021

Ársfundur Veðurstofunnar verður haldinn miðvikudaginn 5. maí og er yfirskrift fundarins "Brú milli vísinda og samfélags". Á ársfundinum verður farið yfir þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga. Kynnt verða fyrstu skrefin til að styrkja þessa brú milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang fjölmargra stofnanna og hagaðila undir forystu Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl - 2.5.2021

Apríl var fremur svalur. Mánuðurinn var þurr og hægviðrasamur. Mjög sólríkt var norðanlands og hafa sólskinsstundir aðeins einu sinni mælst fleiri á Akureyri í aprílmánuði. Loftþrýstingur var sérlega hár í mánuðinum.


Lesa meira

Áhrif loftslagsbreytinga þegar of dýru verði keyptar - 19.4.2021

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu sem lýsir ástandi loftslags jarðar - „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt unnin af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar sem og afleiðingum loftslagsbreytinga.

“Loftslag jarðar er að breytast og áhrif breytinganna eru þegar of dýru verði keyptar, bæði gagnvart íbúum og náttúrunni. Við þessu þarf að bregðast og það strax í ár“, sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, þegar skýrslan var kynnt í New York í dag.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2021 - 2.4.2021

Mars var hlýr og tíð hagstæð. Óvenju hlýtt var á landinu dagana 17. til 19. og mældist hitinn víða hátt í 20 stig á Austurlandi.


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

þunn ský, mjór flugslóði yfir eins og strik

Klósigar og flugslóðar

Stundum má líta samspil náttúrulegra og manngerðra skýja. Klósigar eru náttúruleg háský en flugslóðar myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast köldu lofti. Í þurru lofti gufa flugslóðar hratt upp en þar sem loftið er rakt vara þeir lengur. Þess vegna geta þeir birst sem sundurslitin strik. Ef þotur fljúga yfir klósigabreiðu falla skuggar af flugslóðunum á háskýin.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica