Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 5-15 m/s og víða léttskýjað, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Lægir í kvöld.

Sunnan 5-10 á morgun með vætu af og til, en þurrt að kalla norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 16 stig, en allt að 22 stig austantil á landinu.

Spá gerð 14.08.2020 15:12

Athugasemd veðurfræðings

Fram undir kvöld eru hvassir vindstrengir um landið norðanvert og með suðausturströndinni. Staðbundið geta hviður náð í 25-30 m/s. Slíkur vindur getur verið varasamur, sérílagi fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Gular viðvaranir eru í gildi. Að auki eru líkur á sandfoki á hálendinu norðan jökla.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 14.08.2020 15:12

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Veðurstofan fylgist náið með Grímsvötnum - 14.8.2020

GPS mælar sem staðsettir eru við Grímsvötn sýna örlítið sig sem getur þýtt að vatn sé farið að hlaupa fram. Sigið sem mælist er þó mjög lítið og gæti verið óvissa í mælitækjum. Ekki er því hægt að staðfesta með vissu að hlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Vísindaráð Almannavarna fundaði nú í morgun og fór yfir gögn úr mælitækjum sem vakta Grímsvötn. Engin merki eru um hlaupvatn í Gígjukvísl og enn á eftir að staðfesta hvort rafleiðni  hafi aukist sem að jafnaði er skýrt merki um að hlaup sé hafið. Eins sjást engin merki á jarðskjálftamælum um að hlaupvatn sé að brjótast fram.

Lesa meira

Gagnaþon fyrir umhverfið - 12.8.2020

Gagnaþon fyrir umhverfið var sett í dag, en Gagnaþonið er nýsköpunarkeppni og er öllum opin þátttaka. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði keppnina sem snýst um að finna nýjar lausnir á umhverfisvánni með því að nýta opinber gögn. Gagnaþonið fer fram á netinu og stendur til 19. ágúst en verkefnið er fjármagnað af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar og er liður í innleiðingu nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðaáætlunar um opinbera nýsköpun. 

Umhverfisstofnun, Hagstofa Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Veðurstofa Íslands og Landmælingar Íslands leggja til gögn fyrir þátttakendur.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2020 - 4.8.2020

Júlí var fremur kaldur miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum. Hiti var hins vegar nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Að tiltölu var einna hlýjast um landið suðaustanvert, en hvað kaldast um landið norðanvert og norðaustanvert þar sem mánuðurinn var allvíða kaldari en júní. Þrátt fyrir þetta var tíð í aðalatriðum hagstæð. Vindur og úrkoma voru víðast nærri meðallagi.
Lesa meira

Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall fer dvínandi - 23.7.2020

Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall hefur farið dvínandi frá því að kröftug hrina hófst þar þann 18. júlí. Úrvinnsla gervihnattagagna frá 18. til 20. júlí hefur leitt í ljós skýr merki um yfirborðsbreytingar  sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall. Þessi sprunga kom í ljós í skjálftahrinu árið 2017 sem átti sér stað á sama svæði. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan.

Lesa meira
Yfirfarnir atburðir frá og með 19 Juli kl. 00.00 am við Fagradalsfjall

Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall - 20.7.2020

Jarðskjálftahrina hófst við Fagradalsfjall 19. júlí um kl 1:30. Yfir 1700 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan. Stærsti skjálftinn varð í gærkvöldi kl 23:36 og var hann 5,1 að stærð. Fjölmargir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, stærstu eftirskjálftarnir voru 4,6 að stærð kl 05:46 og 5,0 að stærð kl 06:23 í dag, þann 20. júlí. Að auki hafa 22 jarðskjálftar stærri en 3 að stærð mælst eftir miðnætti. Tilkynningar hafa borist um að stærstu skjálftarnir hafi fundist frá Akranesi í vestri allt að Vík í austri. Jarðkjálftahrinan er enn yfirstandandi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní - 2.7.2020

Hlýtt var á landinu í júní og tíð hagstæð. Hlýjast var á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands. Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi.


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

gosmökkur

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli og samskipti hans við lofthjúpinn

Eldgosið í Eyjafjallajökli stóð í 39 daga. Á þessum tíma voru tvö tímabil með mikilli sprengivirkni en einnig tímabil með hraunmyndun og minni sprengivirkni. Lengd gossins og breytileiki þess gefa einstakt tækifæri til að skoða fjar- og næráhrif lofthjúpsins gosmakkarins og dreifingu ösku og annara gosagna. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica