Suðvestlæg eða breytileg átt 8-15 m/s en mun hægari síðar í kvöld. Minnkandi él. Kólnandi veður.
Suðlæg átt 5-13 í fyrramálið og snjókoma með köflum vestanlands en vestlægari og él eftir hádegi. Breytileg átt, 3-8 m/s annað kvöld og víða bjartviðri en þykknar upp vestast Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð 07.02.2025 18:22
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,8 | 06. feb. 17:08:18 | Yfirfarinn | 4,8 km NA af Bárðarbungu |
2,5 | 07. feb. 05:02:36 | Yfirfarinn | 6,1 km ASA af Bárðarbungu |
2,2 | 07. feb. 02:11:10 | Yfirfarinn | 29,2 km N af Borgarnesi |
Aukin skjálftavirkni hefur verið við Grjótárvatn síðan í ágúst sl. og er fjallað um hana hér.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 29. jan. 21:31
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Lægðir hafa gengið yfir landið í dag og í gær og skilað af sér töluverðri úrkomu og leysingu. Vatnavextir eru víða þess vegna, einkum í Eyjafirði, en einnig á Vestur og Suðurlandi.. Fólki er bent á að vera ekki á ferðinni nærri vatnsfarvegum þar sem hættulegar aðstæður geta skapast hratt.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 06. feb. 14:25
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 08. feb. | sun. 09. feb. | mán. 10. feb. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meiraLægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.
Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds. Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir 50 m/s. Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.
Lesa meiraJanúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma. Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.
Lesa meiraeðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög.
Lesa meiraFyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.
Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.
Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.
Lesa meiraHvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri
víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar
í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari
vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.
Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.
Lesa meiraMeðfylgjandi vindkælitafla er byggð á mælingum á varmatapi í um 1,7 m hæð frá jörð. Í töflunni er miðað við vindhraða í 10 m hæð en búið er að leiðrétta fyrir hæðarmun. Varast ber að treysta á töfluna í blindni því hún tekur ekki til allra kælingarvalda utandyra. Einnig þarf að huga að vætu og þeirri kælingu sem hún getur valdið.
Lesa meira