Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestan 5-13 og léttskýjað, en skýjað og dálítil væta um vestanvert landið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast austantil.
Suðvestan 8-15 á morgun, en 15-23 NV-til við staðbundnar hviður að 40 m/s. Rigning vestantil, en annars léttskýjað að mestu. Hiti 8 til 24 stig, svalast á Vestfjörðum, en hlýjast á Austurlandi.

Spá gerð 24.06.2021 18:27

Athugasemd veðurfræðings

Á morgun verður SV hvassviðri eða stormur. Ekkert ferðaveður fyrir ferðahýsi eða húsbíla, einnig getur verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi. Mikilvægt að göngufólk geti leitað skjóls í húsum. Lausamunir geta fokið, og mikilvægt að festa niður eða taka inn trampolín og garðhúsgögn. Sjá gular og appelsínugular viðvaranir sem eru í gildi og fylgjast vel með veðri á t.d. vef Vegagerðarinnar.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.06.2021 18:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hraunflæðilíkön hafa sannað sig í eldgosinu við Fagradalsfjall - 22.6.2021

Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa verið í samstarfi um notkun og þróun hraunflæðilíkana í verkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði á vegum RANNÍS. Hraunflæðilíkön voru fyrst notuð í gosinu í Holuhrauni fyrir um sex árum síðan, en það er fyrst núna í eldgosinu við Fagradalsfjall sem veruleg þróun hefur átt sér stað í notkun þeirra hér á landi.

Lesa meira

Deildarmyrkvi á sólu á Íslandi 10. júní - 8.6.2021

Deildarmyrkvi á sólu mun sjást á Íslandi 10. júní næstkomandi. Í deildarmyrkva fer tunglið fyrir hluta sólarinnar, en ekki verður almyrkvi.  Í Reykjavík hefst myrkvinn kl. 09:06 og lýkur kl. 11:33.  Hann verður mestur kl. 10:17, en þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun. Mesta myrkvun á Íslandi verður breytileg eftir landsvæðum og tímasetningu getur skeikað um nokkrar mínútur frá Reykjavík.  Skýjafar og veður hafa mikil áhrif á hversu vel myrkvinn sést.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2021 - 2.6.2021

Maí var kaldur og þurr. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fram eftir mánuðinum, það var kalt og óvenju úrkomulítið um land allt. Gróður tók lítið við sér og sinueldar voru tíðir. Það tók svo að hlýna og rigna í lok mánaðar. Sólskinsstundir mældust óvenjumargar í Reykjavík.


Lesa meira

Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkaði um hátt í 18% á síðustu 130 árum - 31.5.2021

Jöklabreytingar á Íslandi hafa verið fremur samstíga og fylgt að mestu leyti loftslagsbreytingum frá lokum 19. aldar þó að framhlaup, eldgos undir jökli og jökulhlaup hafi áhrif á stöðu einstakra jökulsporða. Íslenskir jöklar náðu ekki hámarksútbreiðslu samtímis en flestir þeirra tóku að hörfa frá ystu jökulgörðum um 1890. Heildarflatarmál jökla árið 2019 var um 10.400 km2 og hafa þeir minnkað um meira en 2200 km2 frá lokum 19. aldar, sem samsvarar 18% flatarmálsins um 1890. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Jökuls í grein um breytingar á útbreiðslu íslenskra jökla frá lokum litlu ísaldar, seint á 19. öld.

Lesa meira

Gosmóða mjög sýnileg en mælist ekki á gasmælum - 21.5.2021

Í gær og í dag hefur gráblá móða legið yfir víða sunnan- og vestanlands. Þetta er gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi. Gosmóðan er samsett úr brennisteinsögnum (SO4) sem hafa orðið til vegna efnahvarfa gosmakkarins við súrefni andrúmsloftsins. Þessar brennisteinsagnir mælast ekki á SO2 gasmælum en sjást hins vegar sem gráblá móða þegar ákveðnum styrk er náð Lesa meira

Góð reynsla af mælitækjum sem vakta ofanflóðahættu í Seyðisfirði og Eskifirði - 21.5.2021

Góð reynsla er af mælitækjum sem sett hafa verið upp í Seyðisfirði og Eskifirði. Tækin hafa hafa skilað mikilvægum gögnum fyrir rannsóknir og ekki síst vöktun á skriðuhættu á svæðinu. Í sumar eru fyrirhugaðar rannsóknir og áframhaldandi uppsetning mælitækja ásamt kortlagning á svæðinu sem nýtist við endurskoðun hættumats.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

silfurský

Glæsileg silfurský

Sérlega glæsileg silfurský sáust á Vesturlandi aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst 2011. Þau náðu upp í hvirfilpunkt himins. Einnig sáust silfurský næstu tvær nætur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica