Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan 8-15 m/s með morgninum, en 15-23 SA-lands. Rigning með köflum A-til, en léttir til um landið V-vert. Hiti 4 til 12 stig, mildast S-lands.
Norðaustan 8-15 á morgun og væta með köflum NA-til, annars víða bjart. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Spá gerð 16.10.2019 04:36

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Erindi og málstofur varðandi jökla og ís voru því áberandi á Hringborði Norðurslóða (Arctic Circle) þetta árið þar sem fulltrúar Veðurstofunnar fluttu erindi, stýrðu málstofum og tóku þátt í pallborðs

Jöklar fengu mikla athygli á Arctic Circle - 15.10.2019

Breytingar á útbreiðslu jökla og íss eru ein sýnilegasta birtingarmynd hlýnandi loftslags í heiminum. Erindi og málstofur um jökla og ís voru því áberandi á Hringborði Norðurslóða (Arctic Circle) þetta árið þar sem fulltrúar Veðurstofunnar fluttu erindi, stýrðu málstofum og tóku þátt í pallborðsumræðum. Samhliða Arctic Circle stýrði Veðurstofan vinnufundi sérfræðinga um samstarfsverkefnið dArcticDEM sem íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja áherslu á meðan Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu 2019–2021.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2019 - 2.10.2019

September var hlýr og úrkomusamur. Óvenju hlýtt var síðustu viku mánaðarins og veður með besta móti. Mánuðurinn var sérlega úrkomusamur um landið vestanvert. Miklar rigningar voru á Vesturlandi dagana 18. til 20. Vatnavextir í ám og skriðuföll ollu talsverðum skemmdum og trufluðu samgöngur á svæðinu.

Lesa meira
Múlakvísl við þjóðveginn í morgun

Lítið hlaup í gangi í Múlakvísl - 1.10.2019

Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga í Múlakvísl og er nú um 260 míkróS/cm. Mikið vatn er í ánni miðað við árstíma en þó minna en hámarks sumarrennsli. Hlaup af þessari stærðargráðu eru vel þekkt í Múlakvísl. Mikil gasmengun fylgir hinsvegar hlaupinu að þessu sinni. Veðurstofan er með gasmæli við Láguhvola sem erum um 2 km frá jökuljaðri Kötlujökuls. Þar mældist í nótt hæsta gildi brennisteinsvetnis (H2S) um 20 ppm, sem er yfir heilsuverndarmörkum. Því er varhugavert að staldra við nálægt ánni eða vera nálægt upptökum hennar við jökuljaðarinn.

Lesa meira
Frá undirrituninni í dag, f.v. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.

Vöktun á jöklum og súrnun sjávar aukin - 25.9.2019

Í dag var tilkynnt um aukna vöktun Veðurstofu Íslands á jöklum á Íslandi undir heitinu „Hörfandi jöklar“. Alls verður 15 milljónum króna varið í vöktunina í ár og samtals 21 milljón króna frá og með næsta ári. Afkomureikningar fyrir jökla hér á landi verða einnig bættir sem mun t.d. gefa kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Þá verður unnið gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla og miðlun upplýsinga og myndræn framsetning bætt.

Lesa meira

Allar ísbreiður og jöklar á jörðinni eru að minnka vegna loftslagsbreytinga - 24.9.2019

Hlýnun á norðurskautssvæðinu hefur verið meira en tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni á síðustu tveimur áratugum. Þessa mögnun hlýnunar má að hluta rekja til samdráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma. Á komandi árum og áratugum munu jöklar enn hörfa víðast hvar og snjóhula að vetri endast skemur. Matvæla­öryggi og skilyrði til búsetu á norðurskautssvæðinu munu breytast. Breytinga er að vænta á náttúru­vá, m.a. á flóðum í ám, snjóflóðum, skriðuföllum og vandamálum vegna óstöðugra jarðlaga, sem gera má ráð fyrir að hafi áhrif á innviði, ferðamennsku og aðstæður til útivistar.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu IPCC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag. 

Lesa meira
Á Akureyri var meðalhitinn 9,3 stig, -0,7 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990

Tíðarfar í ágúst 2019 - 3.9.2019

Ágúst var fremur kaldur um land allt, sérstaklega um landið norðan- og norðaustanvert. Á landsvísu hefur ágústmánuður ekki verið eins kaldur síðan árið 1993. Þurrt og bjart var um landið sunnan- og vestanvert en blautara norðaustanlands. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

HaMa_0878

Hrævareldar, haglél og rétt viðbrögð við eldingahættu

Haglél kemur úr skúraflókum en slík ský geta myndað sterkt rafsvið. Áður en rafsvið verður svo sterkt að eldingar myndist getur jónun átt sér stað. Í rökkri sést þá bláleitur logi frá oddmjóum hlutum, sem kallast hrævareldur, en honum fylgir oft suð. Gönguhópur á Eiríksjökli lenti í hagléli og eldingahættu í ágúst 2011. Viðbrögð hópsins voru hárrétt. Full ástæða er að reyna að koma sér úr aðstæðum þar sem rafsvið er öflugt.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica