Sunnan 3-10 m/s og dálítil væta NV-lands, bjart fyrir austan, annars skýjað og þurrt. Lítilsháttar rigning S- og V-til á morgun, en bjart með köflum annars staðar.
Hiti víða 2 til 7 stig yfir daginn.
Spá gerð 04.03.2021 18:23
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
4,8 | 04. mar. 19:09:49 | 73,5 | 5,7 km ANA af Skógum |
4,5 | 03. mar. 23:50:48 | 49,5 | 296,0 km S af Eldeyjarboða á Rneshr. |
4,3 | 03. mar. 19:28:06 | 35,8 | 340,8 km V af Eldeyjarboða á Rneshr. |
Óróapúls mældist í gær kl. 14:20 og varði í nokkrar klukkustundir og sást á flestum jarðskjálftamælum Óróinn átti uppruna suður af Keili við Litla Hrút.
En fyrr í dag hafa mælst aðrir tveir skjálftar yfir 4 að stærð og á þriðja tug skjálfta voru af stræð 3 eða yfir. Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 2200 jarðskjálftar en enginn órói sést á mælum.
Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar með skjálfta af stærð 5,7 og 5,0. Síðan þá hafa fjölmargir skjálftar yfir 4,0 mælst á svæðinu og tveir skjálftar yfir 5,0. Þeir voru þann 27. febrúar (M5,2) og 1. mars (M5,1). Yfir 20 000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir síðan hrinan hófst.
Kl. 19:14 varð jarðskjálfti um 4,1 að stærð um 2 km N af Grindavík. Skjálftinn fannst mjög vel í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkri aðrir skjálftar mældust í Fagradalsfjalli á sama tíma.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 04. mar. 19:56
Yfir 11 þúsund jarðskjálftar mældust í liðinni viku með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands en langflestir þeirra eru staðsettir á Reykjanesskaga þar sem öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá 24. Febrúar. Búið er að fara handvirkt yfir rúmlega 1400 skjálfta. Í hrinunni hafa þrír skjálftar mælst 5,0 að stærð eða stærri. Sá stærsti varð kl. 10:05 að morgni 24. Febrúar og mældist 5,7 að stærð. Skjálftinn var staðsettur við NA enda Fagradalsfjalls og fannst víða á landinu en Veðurstofunni bárust tilkynningar víða af SV-landi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Húnvatnssýslum og Suðurlandi austur að Vík og Vestmannaeyjum. Næst stærsti skjálftinn mældist á svipuðum stað og sá stærsti að morgni 27. Febrúar og var 5,2 að stærð. Fjöldi annarra skjálfta varð þann 24. Febrúar á svæðinu frá Grindavík í vestri að Kleifarvatni í austri. Þeirra stærstir skjálfti af stærð 5,0 kl. 10:30 skammt N við Vigdísavarvelli og annar af stærð 4,8 í Kleifarvatni. Alls mældust 29 skjálftar að stærð 4,0 eða stærri eftir að hrinan hófst í þessarri viku. Í kjölfar stærstu skjálftanna varð grjóthrun í bröttum hlíðum á svæðinu og Vegagerðin hefur tilkynnt um sprungur í Suðurstrandar- og Grindavíkurvegi.. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 26,0 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | ||
Eldvatn | Eystri-Ásar | 0,4 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 437,3 m³/s | 2,1 °C |
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | fös. 05. mar. | lau. 06. mar. | sun. 07. mar. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Utanverður Tröllaskagi
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært 04.03. kl. 18.15
Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og fór yfir nýjustu mælingar og gögn. Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á að gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög. Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda eigi að síður áfram. Því hefur þessi atburðarás ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir, að gera verði ráð fyrir að gos geti brotist út ásamt líklegustu staðsetningu og mögulegu umfangi goss.
Lesa meiraFebrúar var hagstæður, vindur hægur og illviðri fátíð. Mánuðurinn var hlýr og snjóléttur á Suðvesturlandi á meðan svalara var norðaustanlands. Hiti var þó allstaðar yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Það var tiltölulega þurrt á landinu vestanverðu en úrkomusamara austanlands.
Í dag hófst ársfundur alþjóðlega EUROVOLC samstarfsins. EURopean Network of Observatories and Research Infrastructures for VOLCanology er samstarfsvettvangur fjölda sérfræðinga í jarðvísindum frá níu Evrópulöndum, en verkefnið hófst í byrjun árs 2018 og mun standa fram í lok nóvember á þessu ári. Fundurinn er allur rafrænn. EUROVOLC er víðtækt samstarfsverkefni í eldfjallafræði, styrkt af Innviðaáætlun Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið tekur til 19 samstarfsaðila þar af eru þrír á Íslandi. Veðurstofa Íslands leiðir verkefnið og helstu samstarfsaðilar í verkefninu eru Eldfjalla- og Jarðeðlisfræðistofnun Ítalíu (INGV) í Cantania, á Sikiley og Jarðvísindastofnun Háskólans.
Lesa meiraÍ dag, 11. febrúar, fögnum við á Veðurstofunni alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum. Sameinuðu þjóðirnar settu þennan dag á laggirnar árið 2016 til að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. Á Veðurstofunni starfar stór hópur kvenna við vöktun og rannsóknir á náttúruöflunum. Menntun þeirra og viðfangsefni eru nánast jafn fjölbreytt og náttúra Íslands, en náttúran mun áfram krefjast mikils af vísindum framtíðarinnar og þannig veita stúlkum ómæld og áhugaverð tækifæri til að mennta sig og starfa á þessu mikilvæga sviði vísindanna.
Lesa meiraUppfært 08.02. kl. 15.30
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur farið lækkandi síðustu daga. Myndir af árfarveginum ofan við brúna sýna að opið rennsli vatns hefur aukist og á radarmyndum eru vísbendingar um að krapaþekjan sé að þynnast. Því er talið að líkur á krapahlaupi líkt og það sem varð 26. janúar hafi farið mjög minnkandi. Því hefur verið tekin ákvörðun í samráði við Vegagerðina að hleypa ótakmarkaðri umferð yfir brúna við Grímsstaði. Þó eru aðstæður í ánni stöðugt vaktaðar og brugðist við af aðstæður breytast.
Lesa meiraJanúar var kaldur. Mánuðurinn var óvenju þurr og snjóléttur suðvestanlands. Mikið snjóaði á norðurhluta landsins seinni hluta mánaðarins og féllu óvenju mörg snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Mjög slæmt óveður var þ. 9. á Austfjörðum. Norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum.