Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestan 8-13 m/s sunnantil, en annars norðlæg átt 3 til 10 í dag. Víða skúrir.
Norðaustan 3 til 10 NV-lands á morgun, en hægari í öðrum landshlutum og þurrt að mestu.
Hiti 3 til 11 stig, en víða næturfrost.

Spá gerð 16.09.2019 10:29

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Á Akureyri var meðalhitinn 9,3 stig, -0,7 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990

Tíðarfar í ágúst 2019 - 3.9.2019

Ágúst var fremur kaldur um land allt, sérstaklega um landið norðan- og norðaustanvert. Á landsvísu hefur ágústmánuður ekki verið eins kaldur síðan árið 1993. Þurrt og bjart var um landið sunnan- og vestanvert en blautara norðaustanlands. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi.

Lesa meira
Kynningin var haldin í tengslum við breytingar á aðalskipulagi sem stendur til að vinna á næstu árum.

Aðgerðir til varnar stórum skriðum nauðsynlegar á Seyðisfirði - 30.8.2019

Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku þátt í íbúafundi á Seyðisfirði í gær til að kynna nýtt ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjarðarbæ. Tilefni endurskoðunar fyrra mats frá 2002 er að nýjar jarðfræðirannsóknir sýna að stórar, forsögulegar skriður hafa fallið yfir svæðið þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú. Nýja matið kallar meðal annars á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina í suðurbænum.

Lesa meira

Líkanreikningar notaðir til að herma flóðbylgjur af völdum berghlaupa - 23.8.2019

Náttúrufræðingurinn birtir í nýútkomnu tölublaði sínu grein um berghlaupið sem varð í Öskju í júlí 2014, eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Líkanreikningar voru notaðir til þess að herma flóðbylgjuna af völdum berghlaupsins og er það í fyrsta skipti sem slíkir reikningar eru notaðir hér á landi. Sambærilega reikninga er unnt að nota til þess að meta hættu af völdum skriðufalla út í stöðuvötn og jökullón annars staðar á landinu og meta hættu af þeirra völdum.

Lesa meira
Breidd skriðunnar er um 100 metrar og hljóp hún um 50 metra frá rótum fjallsins út í sjó.  Ljósmynd: Björn Ingi Jónsson

Þriðja skriðan á 10 árum sem fellur í Reynisfjöru - 21.8.2019

Í gærmorgun féll skriða í Reynisfjöru en daginn áður hafði lögreglan á Suðurlandi lokað fyrir umferð um austurhluta fjörunnar, undir Reynisfjalli eftir að þrír einstaklingar slösuðust í grjóthruni. Grjóthrunið reyndist síðan vera fyrirboði um stærri skriðu. Mikil mildi var að enginn var á staðnum þegar skriðan féll. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað. Í sunnan- og austanverðu Reynisfjalli má víða sjá ummerki um skriðuurðir, staksteina og skriðusár í fjallinu og algengt að skriður falli úr móbergshlíðum líkt og í Reynisfjalli. Almannavarnir hafa lokað hluta Reynisfjöru vegna skriðuhættu.

Lesa meira
Oddur Sigurðsson leifum Okjökuls að tala við Gísla Einarsson hjá Landanum 4. sept. 2014.

Minningarstund um Okjökul - 15.8.2019

Sunnudaginn 18. ágúst verður reistur skjöldur þar sem áður var sæti Okjökuls, en hópur vísindamanna og kvikmyndagerðarmanna stendur að viðburðinum til að benda á áhrif loftslagsbreytinga. Ok var afskráður sem jökull haustið 2014 þegar ljóst var jökullinn var hættur að skríða undan eigin þunga Í tilefni viðburðarins á sunnudaginn, sem kallaður er „Minningarstund um Ok“,, hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur skrifað grein um Ok, en jökullinn var einn af þeim rúmlega 300 jöklum landsins sem skráðir voru um aldamótin síðustu. Þegar jöklarnir voru kortlagðir að nýju árið 2017 töldust 56 þeirra ekki lengur til jökla.

Lesa meira
Bylgjuvíxlmælingar sýna að fjallshlíðin á Osmundsnesi við Hyefjörð í Sogn- og Firðafylki í Vestur-Noregi er að hreyfast á um 1 km löngum kafla skammt undir fjallsbrúninni þar sem hlíðin er sprungin af

Fjarkönnun getur bætt vöktun óstöðugra hlíða - 13.8.2019

Hópur sérfræðinga frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands heimsótti Noreg í sumar til þess að kynna sér kortlagningu og vöktun á óstöðugum hlíðum þar í landi. Norðmenn hafa mikla reynslu í vöktun óstöðugra hlíða og við Íslendingar getum lært margt af þeim á þessu sviði. Eitt af því sem hægt er að nota til þess að greina og kortleggja óstöðugar hlíðar eru bylgjuvíxlmælingar (InSAR-mælingar) með gervitunglum. Með slíkum mælingum er hægt að sjá aflögun lands með millimetra nákvæmni.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Regnbogi

Regnbogi

Föstudagskvöldið 27. júlí 2018 rétt um sólarlag mátti sjá myndarlegan regnboga á Suðurlandi, meðal annars í Grímsnesi.

Svo regnbogi sjáist þarf regn að falla í einhverri fjarlægð frá áhorfanda auk þess sem það þarf að vera heiðskírt fyrir ofan og aftan áhorfandann og sólskin skíni bak hans. Regnbogi birtist alltaf andstæðis sólu og miðja hans er í mótsólarpunkti (miðdepli), sem er á sjóndeildarhringi við sólarupprás og sólarlag en annars fyrir neðan hann. Þess vegna er regnboginn því hærri sem sólinn er lægra á lofti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica