Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 13-20 m/s norðan- og austanlands, en sums staðar hvassara í vindstrengjum. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi. Lítilsháttar rigning eða súld á vestanverðu landinu en bjartviðri austantil. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Suðvestan 15-23 m/s á norðanverðu landinu á morgun, 8-15 sunnantil, en hvassara í vindstrengjum við fjöll. Rigning eða súld á vesturhelming landsins en annars bjart. Hiti 3 til 11 stig, mildast SA-lands.

Spá gerð 29.03.2020 09:17

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Alþjóðlegi veðurdagurinn - 23.3.2020

Í dag, 23. mars, er alþjóðlegi veðurdagurinn. Í tilefni dagsins sýnir RÚV heimildarmyndina „Á vaktinni í 100 ár“ um starfsemi Veðurstofunnar. Kvikmyndagerðarfólkið Valdimar Leifsson og Bryndís Kristjánsdóttir fylgdu starfsfólki Veðurstofunnar eftir í eitt ár og veitir myndin innsýn í fjölbreytt verkefni Veðurstofunnar sem fagnar 100 ára afmæli í ár.

Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins

Dagur vatnsins - 22.3.2020

Í dag er Alþjóðlegur dagur vatnsins. Í ár sameinast Alþjóðlegur dagur vatnsins og Alþjóðlegi veðurdagurinn, sem haldinn er á morgun, um þemað „Loftslag og vatn“. Markmiðið með því að samræma áherslur daganna er að minna á og auka hlut vatns í umræðunni um loftslagsmál. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á alla hluta vatnshvolfisins, þess ferskvatns sem er frosið, þess sem er geymt í grunnvatnsgeymum neðanjarðar og þess sem við sjáum á yfirborði í straum- og stöðuvötnum. Þetta á við á Íslandi alveg eins og í öllum löndum.

Lesa meira

Landris hafið að nýju við Þorbjörn á Reykjanesi - 17.3.2020

Á síðustu dögum hafa niðurstöður jarðskorpumælinga verið að skýrast og nú er ljóst að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju við Þorbjörn. Þetta staðfesta bæði GPS mælingar á svæðinu og einnig gögn frá gervihnöttum. Vísindamenn á Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og Ísor funduðu í morgun og rýndu nýjustu mælingar og gögn. Landrisið er á sömu slóðum og það var í lok janúar, en mælist hægara en þá. Verulega hafði dregið úr landrisinu í lok febrúar og virtist það hafa stöðvast tímabundið. Nýjustu gögn sýna að frá byrjun mars hefur land risið innan við 20mm.

Lesa meira

Veðurstofan virkjar „hættustig“ vegna COVID-19 veirunnar - 13.3.2020

Veðurstofa Íslands hefur virkjað „hættustigi“ samkvæmt viðbragðsáætlun stofnunarinnar vegna COVID-19 veirunnar. Hert verður á aðgerðum sem miða að því að minnka smithættu svo komi megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar. Aðgerðir sem gripið til nú eru m.a. þær að heimsóknir á Veðurstofuna hafa verið takmarkaðar, fundum fækkað, ferðum erlendis frestað, starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa og aðgengi að rýmum takmarkað, t.d. hjá náttúruvárvaktinni. Að auki er mælst til þess að þeir starfsmenn sem geta vinni heima. Fyrir utan aðgerðir í eigin viðbragðsáætlunum fylgir Veðurstofan tilmælum frá Almannavörnum og Landlæknisembættinu.

Lesa meira

Stór skjálfti við Grindavík - 12.3.2020

FRÉTTIN VERÐUR UPPFÆRÐ

Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesi. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að hann hafi verið um M5.2 að stærð og átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefurinn okkar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum.

Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síðu Veðurstofunnar.

Lesa meira
Ársfundur Veðurstofunnar var vel sóttur

Ársfundi Veðurstofunnar frestað - 10.3.2020

Veðurstofan vinnur nú eftir hækkuðu viðbúnaðarstigi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar á starfsstöðvum stofnunarinnar, svo komi megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar.

Ársfundur Veðurstofunnar hefur að öllu jöfnu verið haldinn í mars og hann hefur sótt fjöldi samstarfsaðila og starfsmanna. Með hliðsjón af viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar og tilmælum embættis Landlæknis hefur verið gripið til þeirra varúðarráðstafana að fresta ársfundi um óákveðinn tíma. Árshátíð starfsmanna sem halda átti 21. mars hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hrim_a_hestasteini

Yfirborðshrím 2

Um áramótin 2009/2010 var stillt og kalt í veðri og aðstæður til hrímmyndunar því eins og best er á kosið.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica