Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestlæg eða breytileg átt 8-15 m/s en mun hægari síðar í kvöld. Minnkandi él. Kólnandi veður.

Suðlæg átt 5-13 í fyrramálið og snjókoma með köflum vestanlands en vestlægari og él eftir hádegi. Breytileg átt, 3-8 m/s annað kvöld og víða bjartviðri en þykknar upp vestast Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Spá gerð 07.02.2025 18:22

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Óveðrið 5.- 6. febrúar eitt öflugasta sunnan illviðrið síðustu ár - 7.2.2025

Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.

Lesa meira

Óveðrið gengur niður – enn viðvaranir á austanverðu landinu - 6.2.2025

Uppfært 6. febrúar kl. 16:45

Lægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.

Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds.  Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir  50 m/s.  Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2025 - 4.2.2025

Janúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma.  Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.

Lesa meira

Aukin hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni gæti varað í nokkrar vikur - 4.2.2025

Uppfært 4. febrúar kl. 13:15

eðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög.

Lesa meira

Nýr vefur fyrir veðurspár í loftið í dag - 3.2.2025

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.

Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.

Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.

Lesa meira

Viðvaranir vegna hvassviðris og úrkomu næstu daga - 30.1.2025

Hvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.

Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Vindkælitafla

Meðfylgjandi vindkælitafla er byggð á mælingum á varmatapi í um 1,7 m hæð frá jörð. Í töflunni er miðað við vindhraða í 10 m hæð en búið er að leiðrétta fyrir hæðarmun. Varast ber að treysta á töfluna í blindni því hún tekur ekki til allra kælingarvalda utandyra. Einnig þarf að huga að vætu og þeirri kælingu sem hún getur valdið.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica