Sunnan- og suðvestanátt í dag, yfirleitt 10-18 m/s. Úrkomulítið norðaustantil á landinu, en rigning eða skúrir annars staðar og talsverð rigning með köflum sunnanlands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Suðvestan 13-20, á morgun, en heldur hvassara um landið norðvestanvert. Víða él, en léttskýjað austanlands. Hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi um kvöldið og úrkomuminna.
Spá gerð 27.02.2021 10:07
Á morgun, sunnudag, er útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum vestantil á landinu. Hvassar vindhviður í éljum og takmarkað eða léleg skyggni með versnandi akstursskilyrðum, sérílagi á fjallvegum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 27.02.2021 10:07
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
5,2 | 27. feb. 08:07:44 | Yfirfarinn | 2,7 km NA af Fagradalsfjalli |
4,9 | 26. feb. 22:38:43 | Yfirfarinn | 3,1 km SV af Keili |
4,6 | 26. feb. 20:08:09 | Yfirfarinn | 3,2 km SV af Keili |
Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga upp úr kl. 10 þann 24. febrúar. með skjálfta af stærð 5,7 og öðrum 5,0 að stærð um hálfri klukkustund síðar. Um 20 skjálftar yfir M4,0 hafa mælst og fjölmargir yfir þremur stigum. Stærsti skjálftinn í gærkvöldi (26. feb.) var 4,9 að stærð og varð kl. 22:38.
Svona hrinur eru ekki einsdæmi á þessu svæði t.d. mældust um fimm skjálftar 10. júní 1933 sem voru af stærð 4,9 til 5,9 við Fagradalsfjall.
Hrinan er enn í gangi en yfir 7200 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því að hrinan hófst.
í dag (27.feb.) kl.08:07 varð jarðskjálfti 5,2 að stærð, um 2.5 NA af Fagradalsfjalli. Fjöldi eftirskjálftar hafa mælst.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 27. feb. 11:44
Tæplega 1100 jarðskjálftar mældust í vikunni með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, talsvert fleiri en í síðustu viku þegar rúmlega 800 skjálftar mældust. Mesta virknin var á Reykjanesskaga og smáhrina við Grímsey. Um 200 skjálftar mældust nærri Eiturhóli á Mosfellsheiði. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,9 að stærð við Núpshlíðarháls á Reykjanesskaga, þann 18. febrúar kl. 08:10. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 4,0 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | ||
Eldvatn | Eystri-Ásar | 5,8 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 297,7 m³/s | 2,6 °C |
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 27. feb. | sun. 28. feb. | mán. 01. mar. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Utanverður Tröllaskagi
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært 27.02. kl. 11.30
Frá miðnætti hafa mælst yfir 1100 skjálftar, stærsti skjálftinn mældist 5,2 að stærð kl. 08:07 í morgun og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu, austur á Skóga og norður í Hrútafjörð. Mínutu síðar mældist skjálfti af stærð 3,9. Um 24 jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð hafa þar að auki mælst frá miðnætti.
Lesa meiraÍ dag, 11. febrúar, fögnum við á Veðurstofunni alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum. Sameinuðu þjóðirnar settu þennan dag á laggirnar árið 2016 til að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. Á Veðurstofunni starfar stór hópur kvenna við vöktun og rannsóknir á náttúruöflunum. Menntun þeirra og viðfangsefni eru nánast jafn fjölbreytt og náttúra Íslands, en náttúran mun áfram krefjast mikils af vísindum framtíðarinnar og þannig veita stúlkum ómæld og áhugaverð tækifæri til að mennta sig og starfa á þessu mikilvæga sviði vísindanna.
Lesa meiraUppfært 08.02. kl. 15.30
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur farið lækkandi síðustu daga. Myndir af árfarveginum ofan við brúna sýna að opið rennsli vatns hefur aukist og á radarmyndum eru vísbendingar um að krapaþekjan sé að þynnast. Því er talið að líkur á krapahlaupi líkt og það sem varð 26. janúar hafi farið mjög minnkandi. Því hefur verið tekin ákvörðun í samráði við Vegagerðina að hleypa ótakmarkaðri umferð yfir brúna við Grímsstaði. Þó eru aðstæður í ánni stöðugt vaktaðar og brugðist við af aðstæður breytast.
Lesa meiraJanúar var kaldur. Mánuðurinn var óvenju þurr og snjóléttur suðvestanlands. Mikið snjóaði á norðurhluta landsins seinni hluta mánaðarins og féllu óvenju mörg snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Mjög slæmt óveður var þ. 9. á Austfjörðum. Norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum.
Mörg snjóflóð hafa fallið í snjóflóðahrinum á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum síðustu daga. Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma.
Lesa meiraÓvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum. Um 1,5 km breitt flekaflóð féll í Hólmgerðarfjalli innan við Oddsskarð í dag þegar sól tók að skína á hlíðarnar. Annað stórt flóð sást í morgun í Harðskafa og fleiri flóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Mikill nýr snjór hefur bæst við síðustu daga í norðlægum áttum og er snjórinn greinilega mjög óstöðugur.
Lesa meira