Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt léttskýjað, en suðvestan 8-13 m/s, skýjað og sums staðar smá væta vestantil og á Vestfjörðum.
Hæg breytileg átt á morgun. Skýjað með köflum og líkur á smá vætu á Norðurlandi en annars bjartviðri og þurrt að kalla.
Hiti 0 til 7 stig, hlýjast suðvestantil.

Spá gerð 04.12.2022 18:38

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í nóvember 2022 - 2.12.2022

Mánuðurinn var hlýr um allt land og víða á meðal hlýjustu nóvembermánaða frá upphafi mælinga. Á landsvísu var meðalhitinn sá hæsti sem mælst hefur í nóvember. Mjög úrkomusamt var á Austurlandi.


Lesa meira
Stjorn_samradsvettvangs

Stýrihópur um landáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum hefur störf - 29.11.2022

Í októbermánuði tóku tveir hópar tengdir aðlögun að loftslagsmálum til starfa í umboði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Annars vegar er um að ræða stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga og hins vegar stýrihóp um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum


Anna Hulda Ólafsdóttir hefur verið skipuð fulltrúi Veðurstofu Íslands í báðum hópum en hún mun sinna formennsku í stjórn samráðsvettvangsins fyrsta árið. Anna Hulda er skrifstofustjóri Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar og mun skrifstofan sjá um að starfrækja samráðsvettvanginn til framtíðar.  

Lesa meira
Third-pole

Breytingar á freðhvolfinu valda vítahring - 23.11.2022

Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO), stóð fyrir málstofu um breytingar á freðhvolfinu (e. cryosphere) og áhrif þeirra á náttúru og samfélag. Cryosphere er alþjóðlegt heiti sem nær yfir allt frosið vatn á hnettinum, hvort sem um er að ræða snjó, lagnaðarís, hafís, klaka í jörð eða jökulís. Orðið freðhvolf er íslenska heiti hugtaksins. Málstofan var haldin þann 16. nóvember síðastliðinn í tengslum við loftslagsfund Sameinuðu Þjóðanna, COP27. Hægt var að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi en upptaka er aðgengileg hér .   Lesa meira
Coplogo

Hvers vegna COP27? - 16.11.2022

Nú stendur yfir 27. aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi. COP stendur fyrir Conference Of the Parties og á fundinum mætast þjóðarleiðtogar þeirra 198 þjóða sem skrifað hafa undir samninginn og setja sér markmið um hvernig standa skal vörð um framtíð jarðarinnar. Auk þeirra taka þátt í samtalinu embættismenn, sérfræðingar, loftslagshópar og aðgerðasinnar á sviði loftslagsmála.    Lesa meira
Forsidumynd

Síðustu átta ár þau heitustu á jörðinni frá upphafi mælinga. - 8.11.2022

Vegna síaukinnar uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda hafa síðastliðin átta ár mælst þau átta hlýjustu í sögunni. Áhrif hlýnunar verða sífellt áþreifanlegri. Gríðarlegar hitabylgjur, þurrkar og aftakaflóð hafa haft áhrif á milljónir manna og valdið milljarða tjóni það sem af er þessu ári. Meðalhiti á heimsvísu árið 2022 er nú metinn um það bil 1,15°C yfir meðaltali tímabilsins 1850-1900, fyrir iðnbyltingu, og hlýnunin heldur áfram.  

Lesa meira

Tíðarfar í október 2022 - 3.11.2022

Október var tiltölulega kaldur um mest allt land, þó var hlýtt í byrjun og lok mánaðar. Fyrri hluti mánaðarins var úrkomusamur, sérstaklega á norðan- og austanverðu landinu. Töluverð úrkoma féll á norðaustanverðu landinu í óveðri sem gekk yfir landið þ. 9. og þar snjóaði víða í byggð. Seinni hluti mánaðarins var hægviðrasamur og tíð almennt góð. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Glitský 20. desember 2004.

Árstíðasveifla glitskýja yfir Íslandi 1964-2002

Glitský eru langalgengust í desember og janúar, þau eru einnig algeng í febrúar, en þau hverfa af sviðinu þegar líður á marsmánuð.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica