Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark.
Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri.

Spá gerð 24.11.2020 04:12

Athugasemd veðurfræðings

Vaxandi SA-átt með ofankomu seint á morgun. Færð, einkum á fjallvegum um landið vestanvert getur spillst á skömmum tíma. Hvassviðri eða stormur þegar líður á kvöldið og úrkoma færist yfir í rigningu á láglendi. Hlýnar hratt í veðri.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.11.2020 04:12

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ársskýrsla Veðurstofunnar kemur út á prenti í síðasta sinn - 19.11.2020

Ársskýrsla Veðurstofu Íslands er óvenju innihaldsrík þetta árið. Tilefnið er 100 ára afmæli Veðurstofunnar sem var stofnuð árið 1920. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Veðurstofunnar og er stiklað á stóru í sögu hennar í ársskýrslunni. Að auki er í skýrslunni hefðbundið yfirlit á náttúrufari ársins 2019.

Þetta er í síðasta sinn sem ársskýrslan er gefin út á pappír.

Lesa meira

Stutt og óvenjuleg skjálftahrina í Eyjafirði - 7.11.2020

Lítil jarðskjálftahrina hófst þann 31. október um 1 km norðan við Hrísey. Veðurstofan mældi um 30 jarðskjálfta í hrinunni sem lauk 4. nóvember. Skjálftarnir voru allir litlir eða innan við M1.5 og flestir innan við M1 að stærð. Fólk verður að öllu jafna ekki vart við skjálfta að þessari stærð, en þeir hafa vakið athygli þar sem óvanalegt er að svo margir skjálftar mælist á þessum slóðum.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2020 - 3.11.2020

Tíðarfar í október var hagstætt. Mánuðurinn var fremur hlýr og hægviðrasamur. Austlægar áttir voru tíðar í mánuðinum. Þurrt var á vestanverðu landinu en blautara austanlands.


Lesa meira

Áhrif jarðskjálftans á Núpshlíðarhálsi á yfirborð umtalsverð - 30.10.2020

Í síðustu viku, kl. 13:43 þann 20. október, varð jarðskjálfti af stærð 5,6 á Reykjanesskaga, á milli Fagradalsfjalls og Kleifarvatns.  Upptök hans voru við Núpshlíðarháls um 5 km vestur af Seltúni og fylgdi honum töluverð eftirskjálftavirkni. Áhrifa skjálftans varð vart víða og hafa sérfræðingar Veðurstofunnar farið í vettvangsferðir til að kortleggja helstu ummerki, en einnig eru notaðar aðrar aðferðir til að greina og kortleggja áhrif skjálfta. Ein aðferð er að notast við gervihnetti.

Lesa meira

Skjálfti af stærð 5,6 á Reykjanessskaga - 26.10.2020

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaga síðustu daga. Um 180 skjálftar hafa mælst síðustu tvo sólarhringana og enginn skjálftanna hefur verið yfir 2,2 að stærð. Til samanburðar má nefna að fyrsta sólarhringinn eftir að skjálfti upp á 5,6 varð í Núpshlíðarháls mældust um 1700 skjálftar á svæðinu.

Fréttin er uppfærð

Lesa meira

Rekstur mælabúnaðar á Svínafellsheiði mikil áskorun - 13.10.2020

Starfsmenn Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands fóru um síðustu helgi á Svínafellsheiði til þess að uppfæra búnað sem notaður er til að vakta hreyfingar á sprungum í hlíðinni ofan við austanverðan Svínafellsjökul. Mikil áskorun er að reka búnað til orkuframleiðslu á heiðinni, en hefðbundnar aðferðir eru að notast við sólarrafhlöður og vindmyllur. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

skýjuð Esja, dimmur sjór

Tættir bólstrar á Esju

Mynd sýnir ský á Esju, annaðhvort cumulus fractus (tættir bólstrar) eða stratocumulus fractus (tætt flákaský). Uppstreymi er við norðurhlíðar fjallsins, en mikil aflkvika tætir skýin og gerir þau óregluleg. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica