Janúar var kaldur um allt land, kaldasti janúarmánuður aldarinnar hingað til á landsvísu. Fyrri hluti mánaðarins mjög kaldur, sérstaklega á vestari helmingi landsins þar sem var bjart, þurrt og hægviðrasamt. Þ. 20. janúar lauk svo óvenjulega langri og samfelldri kuldatíð sem hófst í byrjun desember. Umhleypingasamt var það sem eftir var mánaðar.
Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári. Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi.
Lesa meiraViðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.
Lesa meira