Í upphafi næstu viku gera spár ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið. Í stuttu máli má segja að útlit sé fyrir að hlýindi í neðri helmingi veðrahvolfsins verði með því sem mest verður hér á okkar góða landi.
Lesa meiraVatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka.
Síðustu daga hefur truflunar orðið vart í merkjum á GPS mælistöðvum Veðurstofunnar. Sambærileg truflun sést á öllum stöðvum mælakerfisins. Truflunin lýsir sér sem stökk í lóðréttum hreyfingum líkt og um skyndilegt landris væri að ræða. Þar sem sambærilegt „stökk“ sést á öllum stöðvum er ekki um landris að ræða.
Lesa meiraKalt var um allt land í mánuðinum og loftþrýstingur lágur. Víða var meðalhiti júnímánaðar lægri en í maí, sem var óvenjulega hlýr. Það var mjög úrkomusamt á Norður- og Norðausturlandi og sólskinsstundir voru fáar miðað við árstíma á Akureyri. Aftur á móti var tiltölulega þurrt á vestanverðu landinu. Norðanhret gekk yfir landið 3. og 4. dag mánaðarins og ollu þá vindur og sér í lagi úrkoma töluverðum vandræðum.
Lesa meira