Fréttir

Skýjafar

Tíðarfar árið 2010 - 29.12.2010

Veðurfar var óvenjulegt árið 2010, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert. Í þeim landshlutum var það eitt hið hlýjasta sem vitað er um, jafnframt eitt hið þurrasta og snjóléttasta. Ársmeðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafnhár og nú. Árið var einnig óvenju hægviðrasamt.

Lesa meira
hnötturinn skyggður að hálfu nærri Íslandi

Vetrarsólhvörf 2010 - 21.12.2010

Vetrarsólhvörf, eða vetrarsólstöður, eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur. Vetrarsólhvörf 2010 eru 21. desember kl. 23:38.

Lesa meira

Vel heppnaður afmælisfundur - 15.12.2010

Um 150 manns sátu afmælisfund Veðurstofu Íslands hinn 14. desember. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Ögmundur Jónasson samgönguráðherra ávörpuðu fundinn. Lesa meira
ský - bleik og fjólublá

Afmælisfundur og veðurspáleikur - 13.12.2010

Veðurstofan ítrekar tvennt í tilefni af 90 ára afmælinu: Opinn afmælisfund á Hilton Reykjavík Nordica og veðurspáleik á vefnum. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2010

Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2010 - 8.12.2010

Tæplega 1300 jarðskjálftar voru staðsettir á landinu eða við landið í nóvember. Mest var skjálftavirknin við Kleifarvatn. Skjálftar mælast enn sunnan undir Blöndulóni og við Esjufjöll. Stærsti jarðskjálftinn var undir Lokahrygg í Vatnajökli, 3,5 stig. Lesa meira
Ský gægist yfir hraunbrún

Veðurspáleikur - 6.12.2010

Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands hefur verið hannaður leikur þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann. Reglurnar eru einfaldar. Þátttakendur skrá sig til leiks og byrja að spá á mánudegi.

Lesa meira
sólstafir

Afmælisfundur Veðurstofu Íslands - 3.12.2010

Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands er boðað til afmælisfundar á Hilton Reykjavík Nordica, hinn 14. desember 2010.

Lesa meira
ísgljúfur - bláir skuggar göngumanna

Tíðarfar í nóvember 2010 - 1.12.2010

Fremur kalt var með köflum og fyrir miðjan mánuð varð óvenju snjóþungt víða um landið norðaustanvert. Á Suðvestur- og Vesturlandi var mánuðurinn með þurrara móti og þar var snjólétt.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í október 2010

Jarðskjálftar á Íslandi í október 2010 - 25.11.2010

Ríflega 1100 jarðskjálftar mældust á SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í október. Stærsti skjálfti mánaðarins varð á Reykjaneshrygg, Ml 4,7. Við Blöndulón varð skjálfti Ml 3,8 í lok mánaðar og var hann stærsti skjálfti á landi.

Lesa meira
Nature, forsíða 18. nóv.

Eldgosið í Eyjafjallajökli á forsíðu Nature - 18.11.2010

Grein um eldgosið í Eyjafjallajökli birtist í nýjasta hefti hins virta vísindatímarits Nature. Greinin fjallar um aðdraganda gosanna í Eyjafjallajökli í vor og hvaða lærdóm má draga af atburðarásinni.

Lesa meira
Norræni skjaladagurinn

Norræni skjaladagurinn 13. nóv. - 15.11.2010

Norræni skjaladagurinn var haldinn laugardaginn 13. nóvember og var Þjóðskjalasafn Íslands með opið hús í frá kl. 11 til 15 í samstarfi við Veðurstofu Íslands sem heldur upp á 90 ára afmæli sitt á þessu ári.

Þema dagsins var Veður og loftslag undir slagorðinu Óveður í aðsigi. Sýningin var vönduð og vel upp sett.

Lesa meira
hitamælaskýli

Veður og loftslag - 11.11.2010

Norrænn skjaladagur verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 13. nóvember og er Þjóðskjalasafn Íslands með opið hús í frá kl. 11 til 15. Þema dagsins er Veður og loftslag undir slagorðinu Óveður í aðsigi og verður opna húsið í samstarfi við Veðurstofu Íslands sem heldur upp á 90 ára afmæli sitt á þessu ári.

Lesa meira

Norðurslóðadagurinn 2010 - 8.11.2010

Norðurslóðadagurinn var haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 10. nóvember með yfirskriftinni Breytingar á norðurslóðum: vöktun umhverfis og samfélags. Lesa meira
Gígjukvísl

Grímsvatnahlaupi að ljúka - 5.11.2010

Hlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki um miðjan dag 3. nóvember 2010. Sá hluti hlaupvatnsins, sem kom undan austanverðum jöklinum, leitaði nú í fyrsta sinn til vesturs meðfram jökuljaðrinum yfir í farveg Gígjukvíslar og ekkert vatn fór undir Skeiðarárbrú. Lesa meira
Sólarupprás

Tíðarfar í október 2010 - 1.11.2010

Hlýtt var í október og hiti á landinu 1 til 2 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990. Hlýindin voru óvenjuleg framan af mánuðinum, en síðan kólnaði og var hiti síðari hlutann nærri meðallagi og suma daga undir því. Úrkoma var víðast hvar minni en í meðalári nema sums staðar á Norðaustur- og Austurlandi.

Lesa meira
Gígjukvísl 31. okt.-1. nóv. 2010

Hlaup úr Grímsvötnum - 1.11.2010

Staðfest var í gær, 31. október, að hlaup var hafið í Gígjukvísl. Rennslið í kvíslinni hefur aukist stöðugt. Milli kl. 14:00 og 15:00 í gær mældist rennslið 143 m3/s og rann þá undir einu brúarhafi. Milli kl. 09:00 og 10:00 í morgun, 1. nóvember, rann undir 4-5 brúarhöfum og rennslið var 455 m3/s.

Lesa meira
blondu-lon_1

Jarðskjálftar undir Blöndulóni - 29.10.2010

Hrina jarðskjálfta hófst undir Blöndulóni, þriðjudagsmorguninn 26. október. Lesa meira
hvasst á öllu landinu

Viðvörun vegna veðurútlits um helgina - 28.10.2010

Á laugardaginn má búast við norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu um landið norðanvert en slyddu austanlands. Fólk sem hyggur á útivist um helgina er hvatt til að fylgjast grannt með veðurspám og veðurfréttum. Lesa meira
hús umflotið vatni

Kynningarfundir um kortlagningu flóðasvæða - 20.10.2010

20.10.2010. Síðla hausts 2010 verða kynnt drög að kortum vegna flóða í Hvítá í Borgarfirði, Skagafirði og neðri hluta Ölfusár.

Lesa meira
hvítur jökull, sprungur svartar af ösku

Haustþing Veðurfræðifélagsins 2010 - 15.10.2010

Haustþing Veðurfræðifélagsins var haldið á Orkugarði, miðvikudaginn 20. október 2010.

Lesa meira
Jarðskjálftar í september 2010

Jarðskjálftar á Íslandi í september 2010 - 11.10.2010

Rúmlega 1100 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í september. Stærsti skjálfti vikunnar varð við Hamarinn í Vatnajökli og var hann 3,7 stig. Lesa meira
gígur, vatn og gufa

Um eldgosin í vor - 7.10.2010

Eldgosaborðinn, sem verið hefur efst á hverri síðu vefsins síðan í mars/apríl, hefur nú verið fjarlægður en upplýsingarnar sem hann vísaði á eru að sjálfsögðu ennþá aðgengilegar á vefnum. Lesa meira
hvít ber í rauðu laufi

Tíðarfar í september 2010 - 1.10.2010

September var óvenju hlýr, meðal hinna allra hlýjustu um mestallt land. Svalast að tiltölu var við ströndina á Austfjörðum og austast á Suðurlandi. Sérstaklega hlýtt var í fyrstu vikunni þegar hitamet voru slegin á fjölmörgum veðurstöðvum. Framan af mánuðinum var óvenju þurrt um landið norðanvert en þegar leið á mánuðinn rigndi mikið syðst á landinu.

Lesa meira
thorvaldur_jfrkort_1901

Þrjú af höfuðritum Þorvaldar Thoroddsen - 28.9.2010

Í tilefni af 90 ára afmælinu hefur Veðurstofan, í samvinnu við Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, látið mynda þrjú af höfuðritum Þorvaldar Thoroddsen. Tengjast þau öll starfssviði stofnunarinnar.

Lesa meira
Vísindavaka 2010

Margmenni á Vísindavöku - 27.9.2010

Á vísindavöku föstudaginn 24. september var höfuðáhersla lögð á að kynna ferli eldgosanna í Eyjafjallajökli en einnig voru sýndar svipmyndir úr 90 ára sögu Veðurstofunnar. Lesa meira
vísindamaður krýpur við flóðför

Vísindavaka - 22.9.2010

Vísindavaka Rannís 2010 verður í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag, föstudaginn 24. september, kl. 17-22. Lesa meira

Íslenskur forseti ESC - 13.9.2010

Á allsherjarþingi European Seismological Commission (ESC), sem haldið var í Montpellier í Frakklandi í síðustu viku, var Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands, kosin forseti samtakanna til tveggja ára. Kosning hennar var einróma.

Lesa meira
Jarðskjálftar í ágúst 2010

Jarðskjálftar á Íslandi í ágúst 2010 - 8.9.2010

Rúmlega 1200 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í ágúst. Stærsti skjálfti mánaðarins átti upptök við Bárðarbungu í vestanverðum Vatnajökli, Ml 3,4 að stærð. Lesa meira
speglun við vatn

Tíðarfar í ágúst 2010 - 1.9.2010

Hlýtt var í ágúst. Um vestan- og suðvestanvert landið var hann einn af fimm hlýjustu mánuðum frá upphafi mælinga en í öðrum landshlutum var heldur svalara að tiltölu, svalast á Austfjörðum. Hiti var þó alls staðar yfir meðallagi. Þurrt var sums staðar um landið norðvestanvert en fremur úrkomusamt víða annars staðar.

Lesa meira
ský

Rannsóknarverkefnið Loftslag og orkukerfi (CES): lokaráðstefna - 31.8.2010

Alþjóðleg lokaráðstefna norræna rannsóknarverkefnisins Loftslag og orkukerfi (Climate and Energy Systems, CES) var haldin í Osló 31. maí til 2. júní síðastliðinn. Kynntar voru rannsóknir á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á orkuframleiðslu og orkukerfi. Verkefnið er það þriðja í röðinni frá 2001 og hafa þau öll verið undir stjórn Veðurstofu Íslands og fyrrum Vatnamælinga.

Lesa meira
maður krýpur í snjó, dregur ískjarna úr hólki

Leyndardómar Grænlandsjökuls - 25.8.2010

Ráðstefna haldin í Háskóla Íslands 27.- 29. ágúst 2010. Hún ber undirtitilinn Vitnisburður ískjarna, setlaga og jökla um loftslagsbreytingar og eldgosasögu og er haldin í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar J. Johnsens, eðlis- og jöklafræðings við Hafnarháskóla. Sunnudaginn 29. ágúst er dagskráin opin öllum og á íslensku. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í júlí 2010

Jarðskjálftar í júlí 2010 - 23.8.2010

Um 1500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í júlí. Stærsti atburður mánaðarins var skjálftahrina norðan við Grímsey og hófst hún 22. júlí. Lesa meira
Súlulínurit, blátt undir meðallagi, rautt yfir meðallagi

Enn ein staðfesting methita - 17.8.2010

Í samræmi við umfjöllun fjölmiðla um hitabylgjur og neikvæðar afleiðingar af þeirra völdum, benda nýjustu niðurstöður ERA-Interim endurgreiningarinnar til þess að meðalhiti landsvæða á norðurhveli jarðar utan hitabeltisins hafi slegið met í júlí 2010. Maí og júní 2010 voru einnig óvenjulega heitir.

Lesa meira
fólk á fundi

Heimsókn kínverskrar sendinefndar - 5.8.2010

Sendinefnd frá kínversku jarðskjálftarannsóknastöðinni, China Earthquake Administration, heimsótti höfuðstöðvar Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg 4. ágúst 2010. Lesa meira
græn strá í svartri ösku

Tíðarfar í júlí 2010 - 3.8.2010

Hlýtt var í júlí, suðvestanlands var hann einn af hlýjustu mánuðum sem vitað er um, en í öðrum landshlutum var heldur svalara að tiltölu. Hiti var þó alls staðar vel yfir meðallagi. Mjög þurrt var sums staðar um landið norðvestanvert, en fremur úrkomusamt sums staðar á Austurlandi.

Lesa meira
Jarðskjálftahrina við Grímsey

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey - 23.7.2010

Jarðskjálftahrina hófst norðaustan við Grímsey seinni part gærdagsins og stendur hún enn. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í júní 2010

Jarðskjálftar í júní 2010 - 14.7.2010

Um 1.200 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í júní. Lesa meira
Gufumökkur yfir Eyjafjallajökli

Gufumökkur frá Eyjafjallajökli - 9.7.2010

Allt að þriggja km (8000-9000 feta) gufumökkur sást upp af eldstöðvunum í Eyjafjallajökli í morgun og varð vart þegar í gærkvöldi. Almannavarnir tilkynntu Veðurstofunni um gufubólstra um kl. 04. Enginn gosórói hefur sést á mælakerfi Veðurstofunnar og lítil skjálftavirkni er í jöklinum. Lesa meira
línurit - línur halla niður til hægri

Óvenjulítill hafís - 2.7.2010

Þróun hafísbreiðunnar á norðurhveli næstu vikurnar verður áhugaverð. Hlutfall þykks, margra ára gamals íss hefur farið minnkandi en það gerir hafísbreiðuna viðkvæmari fyrir hitasveiflum. Nú stefnir í að útbreiðsla hafíss síðsumars 2010 nálgist lágmarkið frá sumrinu 2007.

Lesa meira
smábátar í höfn

Tíðarfar í júní 2010 - 1.7.2010

Mánuðurinn var óvenju hlýr um mikinn hluta landsins og hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga sums staðar vestanlands. Mjög þurrt var víðast hvar á landinu og háðu þurrkar gróðri.

Lesa meira
Skaftárhlaup

Skaftárhlaup í júní 2010 - 28.6.2010

Þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli hófst aðfaranótt 27. júní hafði hlaupið úr vestari katlinum staðið í rúma sjö daga Þá voru liðnir 20 mánuðir síðan hljóp úr eystri katlinum sem er stærri en sá vestari. Ljóst er að hámarksrennslið verður um 1400 m3/s við Sveinstind og telst það til þess mesta sem orðið hefur þar. Samanlagt vatnsmagn úr báðum kötlum jafnast á við stór hlaup úr þeim eystri.

Lesa meira
undirritun við langborð utandyra

Vefsíða um öryggismál ferðamanna - 23.6.2010

Í byrjun júní 2010 skrifuðu sautján aðilar, er koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning í Krýsuvík um öryggismál ferðamanna. Þessir aðilar hafa sameinast um einn vettvang þar sem allar upplýsingar um örugga ferðamennsku eru aðgengilegar. Sá staður er vefsíðan Safetravel, ásamt blaði með sama nafni.

Lesa meira
Skaftárketill

Skaftárhlaup - 22.6.2010

Hlaup hófst í Skaftá 20. júní. Fyrstu merki um hlaupið komu fram á mæli við Sveinstind aðfaranótt sunnudags en þá byrjaði rafleiðni og aurburður í vatninu að aukast. Um hádegi fór vatnsborð árinnar að hækka og náði ákveðnu hámarki undir miðnætti á sunnudag. Síðdegis mánudag og þriðjudag hefur rennsli aukist aftur.

Lesa meira
mælingamaður á varnargarði við fljót

Norræn rannsóknarverkefni - 17.6.2010

Norræna ráðherranefndin ákvað undir lok síðasta árs að efla mjög rannsóknir á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á umhverfi og samfélag og hefur nú veitt jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna til rannsóknarverkefna á þessu sviði sem eiga að fara fram á næstu fimm árum. Á grunni CES verkefnisins, sem lauk nýlega, var sótt um stuðning til þriggja verkefna sem Íslendingar taka þátt í og leiða.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í maí 2010

Jarðskjálftar í maí 2010 - 15.6.2010

Hátt í 1.900 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælikerfi Veðurstofunnar í maí. Helsta skjálftavirknin var undir Eyjafjallajökli og í Tjörnesbrotabeltinu. Lesa meira
Skýjafar

Sumarþing Veðurfræðifélagsins 2010 - 11.6.2010

Sumarþing Veðurfræðifélagsins er haldið í dag, þriðjudaginn 15. júní 2010. Þingið er opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari. Fjallað verður um veðurspár og um tölfræðilega úttekt á veðurfari.

Lesa meira
LÍSA lógó

Norræn ráðstefna um landupplýsingatækni - 10.6.2010

Norræn ráðstefna um landupplýsingatækni verður haldin á Selfossi 14. - 15. júní, sjá nánar undir Rannsóknir og útgáfa hér til hliðar. Lesa meira
Álftanes

Tíðarfar í maí 2010 - 1.6.2010

Mánuðurinn var hlýr, hægviðrasamur og fremur þurr. Kuldar voru þó til ama á norðaustur- og austurhluta landsins um tíma.

Lesa meira
skriða: björg

Jökulíshlaup í upphafi goss - 27.5.2010

Jökulíshlaup, að mestu ískurl og hjarn sem er blandað gjósku, sandi og urð, er að finna utan við Gígjökul. Neðan við tunguna er stórt bjarg sem borist hefur með henni og ofan á henni fjölmörg minni. Lesa meira
öskumökkur og ský

Eldfjallagas - 21.5.2010

Bláleitar gufur koma út með Fljótshlíðinni og þær leggur í vesturátt. Þetta er staðbundið, fer með jörðu og sést skríða undan vindi. Lesa meira
jarðskjálfti úti fyrir minni Eyjafjarðar

Jarðskjálfti úti fyrir Norðurlandi - 19.5.2010

Jarðskjálfti, sem var tæplega 4 stig að stærð, varð u.þ.b. 20 kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 17:26 í dag. Lesa meira
Jarðskjálftar í apríl

Jarðskjálftar í apríl 2010 - 12.5.2010

Um 1.100 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælikerfi Veðurstofunnar í apríl. Mesta skjálftavirkni á landinu var í Eyjafjallajökli. Lesa meira
svartur gosmökkur, hvít gufa

Síbreytilegur gosmökkur - 8.5.2010

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli er síbreytilegur en ekki er allt sem sýnist. Lesa meira
Eldgos, Eyjafjallajökull

Tíðarfar í apríl 2010 - 3.5.2010

Hiti var nærri meðallagi í apríl. Úrkoma var minni en í meðalári um landið suðvestanvert, en yfir meðallagi norðaustanlands. Sólskinsstundir voru fleiri en í meðalári í Reykjavík. Snjór var minni en í meðalári.

Lesa meira
mælingamaður á varnargarði við fljót

Vatnamælingar við Eyjafjallajökul - 1.5.2010

Vatnamælingar eru mikilvægur hluti af viðbrögðum við vá. Lesa meira
svört aska á jökli, gufubólstrar og öskumökkur

Vel fylgst með gosinu - 28.4.2010

Fylgjast má með framvindu gossins og lesa eldri upplýsingar í greinum sem eru auðkenndar með rauðu letri efst á forsíðu vefsins. Lesa meira
grillir í kviku

Framvinda gossins - 20.4.2010

Fylgjast má með framvindu gossins og lesa eldri upplýsingar í greinum sem eru auðkenndar með rauðu letri efst á forsíðu vefsins. Lesa meira
gosmökkur úr Eyjafjallajökli

Gosmökkurinn í gær - 18.4.2010

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sést ekki á ratsjá Veðurstofunnar og ekki hefur orðið vart við öskufall undir Eyjafjöllum í morgun. Gosórói hefur haldist töluverður.

Lesa meira
flug 16. apríl 2010

Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli - 16.4.2010

Í flugi í dag mátti sjá stóran gosstrók um klukkan fjögur og náði hann tímabundið 30.000 feta hæð.

Lesa meira

Eldsumbrot í Eyjafjallajökli - 14.4.2010

Jarðskjálfti, 2,5 á stærð og á 6-7 km dýpi, mældist rétt fyrir kl. 23 þann 13. apríl í Eyjafjallajökli. Rétt fyrir kl. 7 þann 14. apríl fór vatn við Gígjökul að vaxa mjög hratt. Það bendir til að eldgos sé undir toppgíg Eyjafjallajökuls.

Fylgist með nýjum upplýsingum um eldsumbrotin í grein um framvinduna. Ef smellt er á borðann Eyjafjallajökull hér efst á forsíðunni opnast sama grein.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í mars 2010

Jarðskjálftar í mars 2010 - 12.4.2010

Á landinu öllu mældust 4600 jarðskjálftar þar af 3600 í Eyjafjallajökli en þar var viðvarandi skjálftavirkni allan mánuðinn og þann 20. mars hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi. Lesa meira
af Fimmvörðuhálsi

Tíðarfar í mars 2010 - 6.4.2010

Í mars var hlýtt í veðri og hiti ofan meðallags um land allt. Hlýjast að tiltölu varð á hálendinu vestanverðu en kaldast að tiltölu varð austanlands.

Lesa meira
Fimmvörðuháls - gossvæði

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi - 22.3.2010

Þessari frétt fylgja fjórar mjög góðar ljósmyndir af upphafi eldsumbrotanna. Upplýsingar um framvindu gossins og jarðhræringar í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli verða framvegis birtar í hólfinu Eldgos á Fimmvörðuhálsi hér til hliðar. Nýjum upplýsingum er bætt við eins fljótt og auðið er.

Lesa meira
eyfj20100321b

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi - 21.3.2010

Gosið hófst milli kl. 22:30 og 23:30 laugardaginn 20. mars. Gossprungan er um það bil 0,5 km löng og er í norðurhlíðum Fimmvörðuháls, austan við Eyjafjallajökul. Lesa meira
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli 19.-21. mars

Eldgos í Eyjafjallajökli - 21.3.2010

Undanfarnar þrjár vikur hefur verið mikil virkni í Eyjafjallajökli og hafa skjálftarnir fikrað sig frá 10 kílómetra dýpi upp í 4 km dýpi. Síðla kvölds 20. mars sást lítilsháttar aukning á óróa á þremur jarðskjálftastöðvum sem næstar eru Eyjafjallajökli og um svipað leyti bárust fregnir af því að gos væri hafið í jöklinum. Lesa meira
vatnsdropi

Alþjóðlegir dagar vatns og veðurs 2010 - 18.3.2010

Dagur vatnsins, 22. mars, á rætur að rekja til umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro árið 1992. Dagurinn er á þessu ári helgaður vatnsgæðum og verndun þeirrar auðlindar. Alþjóðaveðurdagurinn, 23. mars, á rætur að rekja til sáttmála um Alþjóðaveðurfræðistofnunina sem minnir á að í sextíu ár hefur hún samræmt þjónustu veðurfræðistofnana um allan heim með öryggi og velferð íbúanna að markmiði.

Lesa meira
is_februar2010

Hafís undanfarna þrjá mánuði - 16.3.2010

Í febrúar var hafísinn tiltölulega fjarri landi. Í janúar var ísröndin nær landi: þéttur ís var átján sjómílur norðvestur af Barða og tólf sjómílur norður af Drangaskeri. Tvær ísspangir náðu að landi 17. janúar en fjarlægðust hratt daginn eftir. Í desember rak ísspöng í suðurátt um miðjan mánuðinn.

Lesa meira
Jarðskjálftavirkni í febrúar 2010

Jarðskjálftar í febrúar 2010 - 12.3.2010

Allsnarpar jarðskjálftahrinur voru nyrst á Reykjaneshryggnum í mánuðinum. Dagana 8. - 10. febrúar voru jarðskjálftahrinur með upptök suðvestan og norðaustan við Eldey.

Lesa meira
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Jarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli - 5.3.2010

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Eyjafjallajökli á miðvikudag heldur áfram með svipuðu sniði og verið hefur. Lesa meira
Snjoboltar_004

Tíðarfar í febrúar 2010 - 1.3.2010

Fyrstu tvær vikur mánaðarins máttu heita einn samfelldur góðviðriskafli. Síðari hluta mánaðarins var vetrartíð, talsvert snjóaði, fyrst um landið norðaustan- og austanvert, en allra síðustu dagana einnig á Suður- og Vesturlandi og urðu þá nokkrar truflanir á samgöngum.

Lesa meira
gervihnattamynd - suðurströnd

Sandfok suður af landinu - 23.2.2010

Mikið sandfok suður af landinu olli meðal annars slæmu skyggni í Vestmannaeyjum. Gervitunglamyndir sýna legu sandstrókanna mjög vel.

Lesa meira
Vonarskarð

Veðurstofa Íslands áréttar nauðsyn þess að notendur lesi textaveðurspár - 18.2.2010

Við gerð veðurspáa nýta veðurfræðingar veðurlíkön og veðurathuganir, jafnt á jörðu niðri sem frá veðurtunglum, veðurkönnum, flugvélum og veðursjá, auk þekkingar á veðurfræði og veðurlíkönum, til að meta ástand og útlit hverju sinni. Veðrið er vaktað allan sólarhringinn alla daga ársins á Veðurstofu Íslands. Veðurspár eru skrifaðar oft á sólarhring og iðulega gefnar út viðvaranir um vá vegna veðurs. Lesa meira
Sjálfvirkt staðsettir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg - 18.2.2010

Upp úr miðnætti í nótt hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg en mesta virknin var frá 04:30 til 06:00 og mældist á jarðskjálftastöðvum um allt land.

Lesa meira
Hús Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands 90 ára - 13.2.2010

Nú fyrir skemmstu varð Veðurstofa Íslands 90 ára, en hún telst hafa tekið til starfa 1. janúar 1920. Starfsstöðvar Veðurstofu Íslands í Reykjavík eru á Bústaðavegi 9 og Grensásvegi 9. Ennfremur rekur stofnunin útibú á Ísafirði þar sem einkum er fengist við ofanflóðaverkefni og gerðar eru veðurathuganir og fleiri mælingar í starfsstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þá rekur stofnunin athugunarkerfi og mælistöðvar um allt land.

Lesa meira
vatnafarsforsíða

Vefurinn tilnefndur - 11.2.2010

Vefur Veðurstofu Íslands, vedur.is, er í úrslitum til Íslensku vefverðlaunanna 2009. Lesa meira
Veðurstöð á Tungnaárjökli 2005

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2010 - 10.2.2010

Veðurstofan minnir á Þorraþing Veðurfræðifélagsins sem haldið verður í dag, fimmtudaginn 11. febrúar, kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.

Lesa meira
Jarðskjálftavirkni í janúar 2010

Jarðskjálftar í janúar 2010 - 8.2.2010

Tæplega 1.500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL kerfi Veðurstofunnar í janúar 2010. Stærstu skjálftarnir voru 3,5 stig og mældust í hrinu austan við Grímsey. Mikil skjálftavirkni mældist einnig undir Eyjafjallajökli. Lesa meira
Jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Þróun jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli - 5.2.2010

Jarðskjálftahrinan undir Eyjafjallajökli virðist heldur í rénun þessa dagana. Um jólaleytið 2009 hófst atburðarás, sem túlkuð hefur verið sem kvikuhreyfingar undir Eyjafjallajökli. Lesa meira
Veðurstöð á Tungnaárjökli 2005

Þorraþing Veðurfræðifélagsins - 4.2.2010

Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis. Lesa meira
Skýjafar

Tíðarfar í janúar 2010 - 1.2.2010

Kalt var í upphafi mánaðarins, en síðan voru lengst af óvenjuleg hlýindi. Óvenju hægviðrasamt var í mánuðinum. Um norðanvert landið var úrkoma óvenjulítil og snjólétt var.

Lesa meira
glampar á vatnspoll

Óvenjulöng vetrarhláka - 29.1.2010

Frost mældist ekki í Reykjavík á tímabilinu 8. - 28. janúar eða 21 dag samfellt. Þetta er mjög óvenjulegt um miðjan vetur og hefur ekki gerst í janúar á þeim tíma sem samfelldar lágmarksmælingar hafa staðið í Reykjavík, frá 1920. Lesa meira
björt ský og svört

Vindhviðuheimsmet viðurkennt - 25.1.2010

Fyrir tæpum fjórtán árum mældist vindhviða í fellibylnum Olivia við norðvesturströnd Ástralíu 113,2 m/s. Nú loks hefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin staðfest að um nýtt hviðuheimsmet er að ræða. Meiri vindhraði hefur þó mælst með ratsjá í skýstrokkum. Lesa meira
ræðumaður

Veðurstofunni færð gjöf - 19.1.2010

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, færði Veðurstofu Íslands að gjöf mynd af einum helsta frumkvöðli nútíma veðurfræði, Vilhelm Bjerknes. Myndin var gefin Páli á ráðstefnu í Bandaríkjunum vegna 50 ára afmælis daglegra tölvureiknaðra veðurspáa. Lesa meira
gervihnattamynd - Ísland og hafið umhverfis

Þrívíddarmyndir og gervihnettir - 15.1.2010

Þegar tvö gervitungl fara yfir Ísland á svipuðum tíma sjá þau skýin og landið frá mismunandi sjónarhorni. Með þrívíddartækni má blanda myndum beggja tunglanna saman til að fá eina mynd en nota rauðan og bláan lit til að aðgreina sjónarhornin. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í desember 2009

Jarðskjálftar í desember 2009 - 13.1.2010

Í desember 2009 staðsetti SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar yfir 1070 jarðskjálfta, þannig að heildarfjöldi skjálfta varð yfir 18.000 á árinu. Lesa meira
jökul ber við himin

Kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli - 12.1.2010

Laust upp úr klukkan sex að morgni 12. janúar 2010 varð skjálfti af stærðinni ML 3 undir Eyjafjallajökli en síðastliðnar tvær vikur virðist skjálftavirkni þar vera að færast í aukana á ný, miðað við undanfarna fjóra mánuði.

Lesa meira
gervihnattamynd - Ísland

Snjóhula úr lofti - 11.1.2010

MODIS gervihnattamynd sýnir snjóhuluna á landinu vel. Myndin er frá því kl. 13:20, mánudaginn 11. janúar 2010. Lesa meira
gömul forsíða

Tímaritið Veðrið - 7.1.2010

Rit félags veðurfræðinga Veðrið (1956 - 1978) er nú aðgengilegt á timarit.is.

Lesa meira
froststilla, hrímuð tré

Desember 2009 - 4.1.2010

Tíðarfar í desember var hagstætt. Úrkomusamt var norðanlands, en lengst af var úrkoma lítil sunnanlands og vestan. Kalt var fyrsta dag mánaðarins, en síðan var óvenjuhlýtt í veðri fram til þess 18. Afgangur mánaðarins einkenndist af kulda og stillum. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica