Fréttir
Heimsókn kínverskrar sendinefndar
Tvíhliða samkomulag um jarðskjálfta- og eldfjallarannsóknir
Sendinefnd frá kínversku jarðskjálftarannsóknastöðinni, China Earthquake Administration, heimsótti höfuðstöðvar Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg 4. ágúst 2010. Megintilgangur heimsóknarinnar var að endurnýja sameiginlegt minnisblað, upphaflega undirritað 2005, sem felur í sér tvíhliða samkomulag um jarðskjálfta- og eldfjallarannsóknir.