Hafístilkynningar síðustu 30 daga

01. jún. 2020 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir gervitunglamyndum Sentinel-1 og -2 gervitunglanna og ískorti dönsku veðurstofunnar 31.5.2020 og 1.6.2020. Hafísbreiðan var gisin, en næst landi var hún um 77 sjómílur NNV af Straumnesi. Talsvert var um staka borgarísjaka, einkum á vestanverðu Grænlandssundi. Búast má við suðvestlægri átt á svæðinu næstu 2 sólarhringa, svo líkur eru á að ísinn reki nær Vestfjörðum. Á miðvikudag er svo útlit fyrir það snúist í norðaustanátt.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. maí 2020 14:24 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir Sentinel-1 og -2 gervitunglanna og ískorti dönsku veðurstofunnar (24.05.20). Hafísjaðarinn er um 90 sml noður af Straumnesi. Hafísbreiðan er fremur gisin en stakir jakar finnast víða, einkum vestast á Grænlandssundi. Næstu daga er útlit að á svæðinu verði fremur hvassar breytilegar áttir og því breytingar á útbreiðslunni milli daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Gisin ísrönd um 90 sml norður af Straumnesi

21. maí 2020 12:51 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregiið efitr gervitunglamyndum Sentinel-1 og -2 gervitunglanna og ískorti dönsku veðurstofunnar (20.5.2020). Hafísbreiðan er mjög gisin og liggur kringum miðlínu, um 81 sml vestnorðvestur af Straumnesi. Stakir borgarjakar eru þó mun nær landi. Austan- og norðaustanáttir ríkja á Grænlnadssundi næstu daga og ísinn rekur því til vesturs og fjarlægist Vestfirði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Gisin ísröndin er um 81 sml vestnorðvestur af Straumnesi

19. maí 2020 14:12 - Skip

Borgarísjaki á stað: 67°29'N 023°46'V. Jakann rekur í vestur.

Hnit á stökum hafís

  • 67:29N, 023:46V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

19. maí 2020 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Myndin var teiknuð eftir gervitunglamynd frá í morgun, 19. maí. Ísröndin var næst landi um 70 sjómílur norðvestur af Straumnesi en þar var ísinn mjög gisinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. maí 2020 14:05 - Flug Landhelgisgæslunnar

Kl.11:12 sést ísröndin á ratsjá, virðist vera um 76sjml. VNV af Kópanesi þar sem hún er syðst og næst landi. Ísröndinni fylgt eftir til NA og útlínur teiknaðar inn á SLAR (Side Looking Airborne Radar). Mikið íshröngl er út af megin ísröndinni einnig voru varhugaverðir jakar út af ísröndinni.
Ísjakar á stað 66°28‘N –026°43‘V og 66°42‘N –026°45‘V.
KL 11:40 var flogið inní þokuloft á stað: 67°05N –026°14V. Kl.11: 48 er hafískönnun lokið á stað: 67°11N –025°19V. Veður:076°, 15hn. -2°c. Næst landi var ísröndin eða ísspöng um 71sjml. NV af Straumnesi þaðan lá ísröndin til NNA. Að sunnan var ísröndin næst Kópanesi um 76sjml.

Hnit á stökum hafís

  • 66:28N, 026:43W
  • 66:42N, 026:45W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2020 16:28 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd frá náttúruváhóp HÍ 16. maí 2020

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd frá náttúruváhóp HÍ 16. maí 2020

16. maí 2020 14:11 - Skip

Skip statt á 67°32N – 019°36W tilkynnir að það sé við ísrönd. Liggur röndin í norðvestur og sést í amk 4 sjómílur frá skipinu.

Annað skip tilkynnir um borgaísjaka á stað 66°23,2N – 021°21,7W. Sést vel í ratsjá.

14. maí 2020 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt gervitunglamynd frá í morgunn sést að ísspöng sé 23 sjómílur vestur af Straumnesi. Meginröndin töluvert lengra frá (á bilinu 40-50 sjm frá Vestfjörðum).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. maí 2020 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið að mestu og því erfitt að greina hafísinn á ljósmyndum. Ískort byggist því að mestu á ratsjármælingum úr gervitungli (SAR) 9. til 11. maí. Ísbreiðan virðist fremur gisin, en er komin vel inn fyrir miðlínu, að meðaltali 31 sml á um 223 sml jaðri. Næst er komin ísspöng 22 sml norður af Kögri. Stakir borgarjakar geta verið á sveimi nær landi. Vindátt er norðvestlæg í dag (mánudag), en snýst í suðvestanátt á morgun (þriðjudaga). Erfitt að því að áætla rekstefnu íssins, en ekki er ólíklegt að hann þokist nær landi næstu tvo sólarhinga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísspöng sást 22 sml norður af Kögri.

10. maí 2020 23:56 - Byggt á gervitunglamynd

Skv. ratsjármynd SENTINEL-1 frá COPERNICUS EU var hafísspöng tæpar 22 sjómílur N af Kögri klukkan átta í morgun.
Það er líklegt að hún hafi teygst austar og í átt að landi í dag, og áfram fram á miðjan dag á morgun, en þá snýst vindáttin um hríð (skv. vedur.is).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. maí 2020 08:00 - Skip

Síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi og var meginísröndin klukkan 21 á föstudagskvöld í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. Á sunnudagskvöld er spáð allhvassri vestsuðvestan átt á svæðinu og gæti ísinn þá færst nær landi. Meðfylgjandi kort sýnir meginrönd hafíssins sem NN skip fylgdi eftir aðfaranótt laugardags. Íshrafl og ísmolar geta verið utan svæðisins. Nokkur skip eru á veiðum við ísröndina.

Meginrönd hafíssins lá um eftirtalda punkta:

67°04´N – 023°40´V
66°59´N – 023°30´V
67°01´N – 023°47´V
66°45´N – 024°20´V
66°49´N – 024°40´V
66°11´N – 026°50´V
66°17´N – 027°24´V – Þaðan liggur ísinn til vestsuðvesturs.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:04N, 23:40W
  • 66:59N, 23:30W
  • 67:01N, 23:47W
  • 66:45N, 24:20W
  • 66:49N, 24:40W
  • 66:11N, 26:50W
  • 66:17N, 27:24W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. maí 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi í gær og í dag og lítið sem ekkert hefur sést til hafíssins á hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós). Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR). Heil lína á meðfylgjandi mynd sýnir meginjaðarinn skv. gögnum frá því í morgun (4. maí) og mældist meginísröndin í um 37 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Tekið skal fram að stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Strikalínan á meðflygjandi mynd sýnir jaðarinn samkvæmt gögnum frá því í gær. Talsverð hreyfing er á ísnum milli daga.
Í dag (mánudag) er hvöss suðvestanátt á Grænlandssundi og á þriðjudag og miðvikudag er áttin áfram suðvestlæg, en vindhraði minni. Hafísinn gæti því hafa borist nær landi af völdum vinds í dag og gæti nálgast áfram næstu tvo daga. Frá fimmtudegi og til sunnudags er spáð breytilegri vindátt á hafíssvæðinu: norðaustanátt um tíma, en einnig verður suðvestanátt við lýði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica