Hafístilkynningar síðustu 30 daga

11. des. 2018 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 10. og 11. des. 2018. Þegar tiltæk SAR gögn frá þessum dögum voru lögð saman var stór hluti meginrandarinnar greinanlegur. Mældist meginröndin í um 84 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Í þessari viku er útlit fyrir mjög hvassa kafla af norðaustanátt, en hægari vind þess á milli. Áhrif vinds eru því frekar þau að færa ísinn fær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. des. 2018 14:30 - Flug

Flugmaður í lágflugi tilkynnti um ísjaðar um 80 sjómílur norðvestur af Bolafjalli, u.þ.b. á staðsetningu 66.9978N, 26.1277W. Þar var þykkur jaðar sem lág í norður/suður/vestur frá punktinum.

Pilot reported that the Sea Ice Edge is about 80nm NW of Bolafjall Mountain approx. at 66.9978N, 26.1277W. Thick edge in North, South and West of the point given.

Hnit á stökum hafís

  • 66.9978N, 26.1277W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

03. des. 2018 18:35 - Byggt á gervitunglamynd

Talsverður hafís er nú á Grænlandssundi. Jaðarinn er næstur landi um 62 sjómílur frá Sauðanesi við Önundarfjörð. Hæð er yfir landinu og ekki mikil færsla á hafísnum en næstu daga og síðar í vikunni er útlit fyrir austlægar áttir, og ætti ísjaðarinn þá að fjarlægjast land.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

27. nóv. 2018 11:28 - Skip

Skip á 67° 29,8N -21° 57V tilkynnir um ísspöng norðan við sig sem liggur NA/SV ekki mjög þétt .

Hnit á stökum hafís

  • 67:29.8N, 21:57.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. nóv. 2018 08:21 - Byggt á gervitunglamynd

Kort frá Ingibjörgu Jónsdóttur, sem sýnir Hafís á Grænlandssundi. Byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd frá því í morgun kl.08:21.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafís á Grænlandssundi 27.11.2018 kl. 08:21 GMT Ingibjörg Jónsdóttir fyrir LHI og HI.

26. nóv. 2018 14:46 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort að mestu byggt á gögnum frá Sentinel1 gervitungli og MyOcean hafísspá. Ísröndin er áætluð í um 66 sml fjarlægð frá Straumensi. Hvöss norðaustanátt næstu daga ætti að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 66 sml vestnorðvestur af Straumnesi

19. nóv. 2018 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 18. og 19. nóv. 2018. Meginrönd íssins kom á köflum skýrt fram í þessum gögnum og mældist hún í um 90 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Spáð er austlægri átt á Grænlandssundi á morgun (þriðjudag 20. nóv.) og ætti ísinn þá ekki að færast nær landi af völdum vinds. Frá miðvikudegi til sunnudags er útlit fyrir suðvestanátt á svæðinu og gæti vindur þá mögulega fært ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica