Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:30, mán. 20. júní 2022. Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni og mældist hún í um 40 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á mánudagskvöld snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti mjakað ísnum nær landi. Síðdegis á þriðjudag snýst í allhvassa norðaustanátt sem ætti að færa ísinn fjær landi. Síðan er útlit fyrir norðan- og norðaustanátt á Grænlandssundi lengst af út vikuna og ætti hafísinn því ekki að færast nær landi af völdum vinds.
![]() |
Kort byggt á gervitunglamynd frá 12.06 kl 11:35. Töluvert er um ísspangir og særri íseyjar. Ekki er hægt að útiloka að ís sé nær Íslandi er kortið sýnir. Ís jaðarinn er í um 65 sjómílna fjarlægð norðvestur af Straumnesvita.
![]() |
Hafískort dregið eftir litmynd frá AVHRR gervitunglinu frá 6. júní 2022 kl. 12:21 UTC. Meginísröndin var næst landi um 43 sjómílur NV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar. Útlit er fyrir breytilega vindátt á svæðinu næstu daga.
![]() |