Hafístilkynningar síðustu 30 daga

04. ágú. 2020 07:32 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt mynd frá ratsjár gervitungli er um 95 sjómílna fjarlægð frá hafís næst Íslandi. Aðallega er um gisinn ís að ræða og spangir. Á syðri hluta svæðsins virðist vera mun meira um borgarís en norðar og ekki útilokað að ís sé utan línu. Nyrst og syðst bárust ekki myndir til að geta greint hvar ísröndin er.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. júl. 2020 03:53 - Skip

Skip tilkynnir borgarís á stað 67°04,12N 023°36.68V ,5metra hár og um 20-30metra langur,sést illa í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 67:04,12N, 23:36.68W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. júl. 2020 16:32 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu og einnig frá AVHRR gervitunglinu frá 27. júlí. Meginísröndin var u.þ.b. 70 sjómílur NNV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er hægum vindi fram á miðvikudag, svo ísinn ætti ekki að reka mikið vegna vinds. Eftir það er útlit fyrir vaxandi norðaustanátt á svæðinu sem ætti að halda ísnum frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. júl. 2020 14:57 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 19. júlí. Meginísröndin var u.þ.b. 100 sjómílur NNV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er hægum vindi fram á miðvikudag, svo ísinn ætti ekki að reka mikið vegna vinds. Eftir það er töluverð óvissa í spánum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. júl. 2020 09:02 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað með radarmyndum úr Sentinel-1 gervitunglinu 12. og 13. júlí. Ísröndin er um 70 sjómílur NNV af Straumnesi. Stöku spangir og jakar geta verið handan meginjaðars íssins. Næstu daga er spáð norðaustlægum vindi á Grænlandssundi, og verður hann nokkuð hvass um tíma. Undir slíkum kringumstæðum standa líkur til þess að hafísinn þjappist nær Grænlandi og fjarlægist Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica