Hafístilkynningar síðustu 30 daga

05. des. 2019 13:47 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísmynd numin 5. desember klukkan 08:13 af Sentinel 1 gervitungli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. des. 2019 18:36 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki fengust nýleg gervitunglagögn fyrir allt svæðið, en á hluta þess sást í þéttan og gisinn ís með stöku ísspöngum og borgarísjökum. Hafís spangir eru í um 150 km (80 sml) fjarlægð frá Horni. Eftir hlýindi morgundagsins verður kalt á svæðinu í vikunni, svo ísbreiðan gæti stækkað. Spáð er breytilegum áttum á svæðinu næstu daga. SENTINEL1 myndir frá 30. nóv og 1. des voru notaðar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. nóv. 2019 16:10 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagöngum, numin 22. til 24. nóvember. Hafís spangir eru í um 175 km (95 sml) fjarlægð frá Straumnes, en gysinn ís nær Grænlandi og þéttur hafís næst Scoresbysundi. Stöku borgarísjakar voru einnig sjáanlegir. Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og hreyfist hafísnn líklega lítið eða þokast nær Grænlandi. Kalt í veðri og gæti hafísbreiðan stækkað og þéttst nokkuð.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagöngum, numin 22. til 24. nóvember.

18. nóv. 2019 08:05 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki fengust nýleg gervitunglagögn fyrir allt svæðið, en á hluta þess sást í þéttan og gisinn ís með stöku ísspöngum og borgarísjökum. Gervitunglagögn frá 17. og 18. nóv. notuð.
Útlit er fyrir norðaustanátt næstu daga og ekki líkur á að ís færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. nóv. 2019 20:19 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum og veðurlíkönum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica