Hafístilkynningar síðustu 30 daga

15. apr. 2019 16:09 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á gögnum frá Sentinel_1 gervitunglinu. Ísjaðarinn er um 81 sjómílur norðnorðvestur af Kögri. Vindafar á Grænlandssundi gefur ekki ástæðu til að óttast að borgarís nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er áætlaður 81 sml norðnorðvestur af Kögri

08. apr. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Léttskýjað hefur verið með köflum á hafíssvæðinu í dag og í gær (7. og 8. apríl 2019). Hafískort var teiknað eftir tunglmyndum frá þessum tveimur dögum, notast var við blöndur af sýnilegu og innrauðu ljósi og var megnið af meginröndinni greinanleg í umræddum gögnum. Mældist meginröndin í um 83 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Í dag, mánudag, er norðaustan kaldi á Grænlandssundi. Á morgun snýst í suðvestan golu á stórum hluta svæðisins sem endist fram á miðvikudagskvöld. Frá fimmtudegi og út vikuna útlit fyrir stífa norðaustanátt á Grænlandssundi. Heildaráhrif vinds þessa vikuna ættu því ekki að vera sú að færa ísin nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. apr. 2019 16:50 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamynd frá 30.03. Hafínn virðist vera nokkuð þéttur og röndin er í um 100 NM NV af Straumnesi. Ekki er útilokað að einhver ís sé nær Íslandi en það. Einnig er að sjá stöku spangir sem eru þó allar frekar nálægt aðal ísröndinni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica