Hafístilkynningar síðustu 30 daga

14. okt. 2019 15:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Engan hafís er að sjá á gervitunglamyndum og á korti dönsku veðurstofunar er gert ráð fyrir stöku borgarís vel vestan miðlínu. Nýmyndun íss er ekki hafinn á því svæði sem Veðurstofan vaktar.

07. okt. 2019 18:39 - Byggt á gervitunglamynd

Engin hafísbreið er sjáanleg á gervitunglamyndum en búast má við stökum borgarísjökum og eru þeir ekki alltaf greinanlegir á gervitunglamyndum. Norðaustnaáttir ríkjandi næstu daga og má búast við að ísjakarnir halda sér nálægt Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum.

23. sep. 2019 13:52 - Byggt á gervitunglamynd

Stakir borgarísjakar eru milli Íslands og Grænlands, en engin hafísbreiða sést á gervitunglamyndum. Fremur hægar norðaustlægar áttir ríkjandi á svæðinu næstu daga og milt í veðri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. sep. 2019 17:25 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er hvassri norðaustlægri átt á svæðinu eftir miðja viku.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica