Hafístilkynningar síðustu 30 daga

02. sep. 2024 13:09 - Byggt á gervitunglamynd

Enginn samfelldur ís er á Grænlandssundi en líklegt að stakir borgarísjakar séu á svæðinu og ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra.

26. ágú. 2024 18:07 - Byggt á gervitunglamynd

Enginn samfelldur ís er á Grænlandssundi en líklegt að stakir borgarísjakar séu á svæðinu. Framan af vikunni verður hægur vindur en í lok vikunar verður suðvestanátt á svæðinu og því gætu jakar fæst nær landi en um helgina snýst í austlæga átt og þá munu þeir fjarlægast aftur.

20. ágú. 2024 11:42 - Byggt á gervitunglamynd

Á Grænlandssundi eru aðeins stakir borgarísjakar á stangli og ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra. Norðaustanáttir næstu daga ættu að að halda borgarís fjarri landinu.

12. ágú. 2024 15:03 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað var á Grænlandssundi og sást því ekki vel til sjávar, en væntanlega var mjög lítið um hafís á svæðinu, helst þó ræmur við Grænlandsstrendur. Þó má búast við borgarísjökum á stangli og ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra. Norðaustanáttir næstu daga ættu að að halda borgarís fjarri landinu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica