Hafístilkynningar síðustu 30 daga

13. jan. 2026 14:17 - Flug Landhelgisgæslunnar

Hafísrönd mælist næst landi um 50 sjómílur NV af Barða. Íshrafl með röndinni og stakar spangir, annars er ísinn nokkuð þéttur. Stakir borgarísjakar sáust í flugi á 65°30'N 027°14,5'V og 65°44'N 026°30'V.

Hnit á stökum hafís

  • 65:30N, 27:14.5W
  • 65:44N, 26:30W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

13. jan. 2026 08:32 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum SEVERI1 frá11. og 12. janúar 2026, en ísröndin sást mjög vel og var um 52 SML norðvestur af Barða. Tilkynningar um borgarís hafa borist, en norðan- og norðaustanáttir næstu daga ættu að mestu að halda honum frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 52 SML norðvestur af Barða

10. jan. 2026 15:18 - Flug Landhelgisgæslunnar

Hafísrönd mælist næst landi um 59 sml VNV af Barða. Þrír stakir borgarísjakar sáust í flugi á 66°06,4N 27°48,2V sem mældist 124m á lengd, 66°20,6N 26°45,5V og 66°05,6N 26°14,3V.

Hnit á stökum hafís

  • 66:06.4N, 27:48.2W
  • 66:20.6N, 26:45.5W
  • 66:05.6N, 26:14.3W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. jan. 2026 14:45 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum frá 6. og 7. janúar úr Sentinel 1 gervitunglinu. Hafísröndin er 45 sml norðvestur af Straumsnesi, en stakir ísjakar eru á víð og dreif nærri landinu. Útlit fyrir norðaustanátt næstu daga og þá rekst ísinn til vesturs frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jan. 2026 18:59 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís við Ísland 6.1.2026 kl. 18:59 GMT. Aðstæður geta breyst hratt, ekki er unnt að greina allan hafís með gervitunglamyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jan. 2026 10:33 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á RADARSAT ratsjármynd frá því klukkan 07:45 í morgun. Lítill hafísflekkur (mjög gisinn) er rúmar 12 sjómílur N af Kögri og ísspangir eru 17 sjómílur N af Horni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á ratsjármynd gert af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.

05. jan. 2026 21:52 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög gisinn hafís er nú tæpar tólf sjómílur norður af Horni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Mjög gisinn hafís er nú tæpar tólf sjómílur norður af Horni.

05. jan. 2026 11:06 - Byggt á gervitunglamynd

Ísinn hefur færst nær landi í nótt, skv. skipatilkynningu. Hér er ískort með nýjum upplýsingum frá því í nótt og morgun. Ísbreiðan er 35 sjómílur vestur af Aðalvík og 21 sjómílu NNV af Horni. Ratsjármyndin náði aðeins yfir austasta hluta ísbreiðunnar (hvítt) og því sést ísbreiða gærdagsins einnig á kortinu (grátt).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort gert af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.

04. jan. 2026 19:00 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt gervitunglamyndum voru tæpar 28 sjómílur í hafís NNV af Horni í kvöld. Það geta verið jakar nær þó þeir greinist ekki á myndunum. Ísinn er talsvert austar en hann var í gær. Það á að snúast til NE áttar á morgun þannig að vonandi heldur hann sig fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. jan. 2026 14:50 - Flug Landhelgisgæslunnar

Þyrla tilkynnti kl. 14:50 að ísrönd væri 32 sjómílur NNA af Horni og liggi í ANA. Að sögn er ísinn búinn að vera á hröðu reki til vesturs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

01. jan. 2026 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísspöng var 6,5 sjómílur V og VNV af Ritur við Aðalvík klukkan 08:22 í morgun.
Það er NA átt sem stendur og skv. því ætti ísinn frekar að fjarlægjast, en hins vegar geta straumar haft áhrif og því ekki útilokað að spöngin komi eitthvað nær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd gerð af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.

31. des. 2025 09:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir mynd frá 31. desember úr Sentinel 1 gervitunglingu og gögn úr hafísflugi Landhelgisgæslunnar frá 30. desember höfð til hliðsjónar.

Hafísröndin er núna 15 sjómílur vestur af Straumnesi. Útlit er fyrir breytilegar áttir á svæðinu næstu daga og því mun hafísinn reka um svæðið og mögulegt að röndin færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. des. 2025 12:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir gervitunglamyndum frá 28. og 29. desember úr Sentinel 1 tunglinu. Hafísjaðarinn er næstur landi 26 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu daga verða suðvestan- og síðar vestanáttir ríkjandi og því gæti hafísjaðarinn, ásamt stökum borgarísjökum, færst nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. des. 2025 10:01 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir gervitunglamynd frá 22. desember úr Sentinel 1 tunglinu. Áætlaður hafísjaðar byggður á myndum frá 18. og 19. desember. Hafísjaðarinn er næstur landi 90 sjómílur norðvestur af Gelti. Næstu daga verða sunnan- og suðvestanáttir ríkjandi og því gæti hafísjaðarinn, ásamt stökum borgarísjökum, færst nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. des. 2025 13:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir gervitunglamynd frá 15. desember úr Sentinel 1 tunglinu. Áætlaður hafísjaðar byggður á myndum frá 13. desember. Hafísjaðarinn er næstur landi 90 sjómílur norðvestur af Gelti. Norðaustanátt verður ríkjandi á svæðinu næstu daga og því mun hafísjaðarinn færast fjær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica