Hafístilkynningar síðustu 30 daga

22. júl. 2019 14:55 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Fremur gisin ísbreiða sést á myndum og er hún um 72 sml norðnorðvestur af Straumesi. Borgarís og íshröngl er á víð og dreif á Grænlandssundi, en norðaustanáttir næstu daga ættu að halda því fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Fjarlægð ísbreiðunnar er um 72 sml NNV af Straumnesi

16. júl. 2019 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísinn hefur fjarlægst síðustu vikuna og er orðinn mjög gisinn. Næst landi var hann um 80 sjómílur NNV af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. júl. 2019 14:15 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta kort er byggt á radarmyndum síðustu daga, en fremur langt er á milli mynda og þar sem ísinn ver orðin nokkuð gisinn er erfitt að greina hann svo vel sé.
Eins er líklegt að sléttaborgir og borgarís sé innan þeirrar ælínu sem dregin er á kortinu. Svo virðist sem ísinn sé í um 50 sjómílna fjarlægð í norðvestur frá Straumnesvita.
Þar sem norðaustlæg átt er ríkjandifram á helgi ætti hann þá allavega ekki að nálgast í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. júl. 2019 06:08 - Byggt á gervitunglamynd

Í gærkvöld voru rúmar 60 sjómílur í ísjaðarinn sem er mjög gisinn hafís með þéttum spöngum inn á milli, en nokkrir borgarísjakar voru utan við jaðarinn innan lögsögunnar. Fjöldi borgarísjaka er nær Grænlandi.

Ísinn verið að fjarlægjast landið undanfarinn sólarhring og búast má við svipaðri þróun næsta sólarhringinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. júl. 2019 19:11 - Flug Landhelgisgæslunnar

Hafískönnun og gæsla um Vestur- og N mið að Langanesi.
Kl 1144, Borgarís á stað: 65°47‘N – 028°11‘V. Breidd jakans 350 mtr hæð sirka 15-20 mt
Kl 1149, ísjaki lítill á stað 65°46‘N – 028°20‘V
KL 1220, Borgarísjaki á stað 66°54‘N – 024°34‘V, Breidd sirka 500 mtr hæð sirka 50-70 mtr.

Megin ísröndin liggur milli eftirfarandi punkta.
1. 66°29‘N – 028°11‘V
2. 66°22‘N – 026°21‘V
3. 66°30‘N - 026°13‘V
4. 66°40‘N - 026°41‘V
5. 66°45‘N - 025°44‘V
6. 66°52‘N - 025°36‘V
7. 67°01‘N – 025°55‘V
8. 67°11‘N – 025°43‘V
9. 67°00‘N - 025°20‘V
10. 67°02‘N - 024°40‘V
11. 67°17‘N - 024°12‘V
12. 67°40‘N - 024°09‘V
13. 67°51‘N – 025°55‘V frá þessum punkti liggur ísröndin til Norðaustur.

Sunnan til í ísröndinni er ísinn 6/10 en þéttist þegar lengra inn í ísröndina er komið.
Veður yfir ísnum, ASA 20hn, Heiðskýrt, Sjór. 1-2 (yfir ísröndinni eru þokublettir sem þéttust
þegar norðar dregur þegar komið var að 67°00 #N – 025°30‘V sást ekki til íss vegna þoku.)
Kl 1240, ískönnun lokið.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:29:00N, 28:11:00W
 • 66:22:00N, 26:21:00W
 • 66:30:00N, 26:13:00W
 • 66:40:00N, 26:41:00W
 • 66:45:00N, 25:44:00W
 • 66:52:00N, 25:36:00W
 • 67:01:00N, 25:55:00W
 • 67:11:00N, 25:43:00W
 • 67:00:00N, 25:20:00W
 • 67:02:00N, 24:40:00W
 • 67:17:00N, 24:12:00W
 • 67:40:00N, 24:09:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

01. júl. 2019 19:15 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á SAR gervitunglamynd er hafís næst Íslandi um 50 sm frá Straumnesi.
Based on SAR sat. the nearest ice edge is now 50 nm from Iceland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. jún. 2019 23:21 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn rekur undan NA áttinni, en þar sem hann var víðast orðinn talsvert gisinn þarf heldur ekki mikið til að hann brotni upp og bráðni. Það eru því stór svæði að verða íslaus, eða mjög íslítil, úti fyrir Vestfjörðum sem stendur. Myndirnar hafa verið að skila sér seint inn á netið, og hér er því fjallað um upplýsingar frá því í morgun kl. 08:29 og í kvöld kl.18:59, á sama kortinu. Seinni myndin náði aðeins yfir hluta svæðisins.

Tveir myndarlegir borgarísjakar eru sjáanlegir innan lögsögunnar, báðir um 500 m á lengd. Þeir rista dýpra en annar hafís, og stjórnast rekið því gjarnan meira af straumum en vindum. Ugglaust eru fleiri smærri jakar sem sjást illa á gervitunglamyndum, og því nauðsynlegt fyrir skipstjórnarmenn að fara varlega. Þessir borgarísjakar hafa verið á ágætri siglingu undanfarinn sólarhring, og sá eystri náði tæpum 6 sjómílum á síðustu 12 tímum.

Nú í kvöld var hafísspöng 47 sjómílur NV af Straumnesi á stað 67°01´N 24°24´V og borgarís á stað 66°54´N 24°50´V
Meðfylgjandi er ískort.

Hnit á stökum hafís

 • 66:54.0N, 24:50.0W
 • 67:01.0N, 24:24.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

30. jún. 2019 13:40 - Byggt á gervitunglamynd

Að morgni 29. júní var hafísinn 26 sjómílur NV af Straumnesi.
Hnit á ísjaðri, gisnum:
66°11‘N 27°27´V
66°31´N 26°03´V
66°57´N 24°50´V
66°47‘N 23°42´V
67°15´N 22°51´V

Borgarísjaki, stærð 500m x 420m.:
66°52´N 24°47´V

Þekjan hefur hopað töluvert, jaðarinn er kominn vestar, og ísinn verður sífellt gisnari á þessum slóðum.

Hnit á stökum hafís

 • 66:52.0N, 24:47.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:11.0N, 27:27.0W
 • 66:31.0N, 26:03.0W
 • 66:57.0N, 24:50.0W
 • 66:47.0N, 23:42.0W
 • 67:15.0N, 22:51.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er gisinn.

27. jún. 2019 11:40 - Flug Landhelgisgæslunnar

Ísröndin er 23 sml N af Kögri þar sem hún er næst landi. Stakir jakar eru lausir frá röndinni
víða.
Þoka yfir ísnum og hann ekki sjónskoðaður.

1. 66°39N -27°32V
2. 66°30N -27°35V
3. 66°16N -27°15V
4. 66°13N -26°50V
5. 66°20N -25°21V
6. 66°30N -24°44V
7. 6635°N -25°03V
8. 66°49N -24°19V
9. 66°51N -22°58V
10. 67°00N -23°06V
11. 67°12N -22°21V
12. 67°10N -21°51V
13. 67°18N -20°55V
14. 67°23N -21°16V
15. 67°22N -22°03V
16. 67°34N -22°08V
17. 67°48N -21°10V
18. 68°05N -21°18V
19. 68°31N -19°34V

Hnit á hafísjaðri

 • 66:39:00N, 27:32:00W
 • 66:30:00N, 27:35:00W
 • 66:16:00N, 27:15:00W
 • 66:13:00N, 26:50:00W
 • 66:20:00N, 25:21:00W
 • 66:30:00N, 24:44:00W
 • 66:35:00N, 25:03:00W
 • 66:49:00N, 24:19:00W
 • 66:51:00N, 22:58:00W
 • 67:00:00N, 23:06:00W
 • 67:12:00N, 22:21:00W
 • 67:10:00N, 21:51:00W
 • 67:18:00N, 20:55:00W
 • 67:23:00N, 21:16:00W
 • 67:22:00N, 22:03:00W
 • 67:34:00N, 22:08:00W
 • 67:48:00N, 21:10:00W
 • 68:05:00N, 21:18:00W
 • 68:31:00N, 19:34:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

27. jún. 2019 10:53 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd (SENTINEL-1 COPERNICUS EU) frá því í morgun sýnir hafísinn 20 sjómílur N af Kögri.

Hnit á jaðrinum:
66°07'N 26°48'V
66°49'N 22°57'V
67°17'N 21°13'V

Hafísinn samanstendur af þéttum spöngum með mjög gisnum hafís á milli. Borgarísjakar og borgarbrot geta leynst innan ísþekjunnar og rétt er að benda á að ekki sjást allir jakar á gervitunglamyndum.

Ísinn gæti færst eitthvað austar og nær landi næsta sólarhringinn, en verður væntanlega fljótur að brotna upp, bráðna og hverfa þegar snýst í NA átt á svæðinu, eins og spáð er á morgun.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:07:00N, 26:48:00W
 • 66:49:00N, 22:57:00W
 • 67:17:00N, 21:13:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

26. jún. 2019 21:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er nú 20 sjómílur NV af Kögri. Kortið er byggt á radarmynd síðan í dag, 26. júní 2019. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi SV áttum fram á föstudag. Ísinn gæti því færst enn nær landi. Á föstudag snýst vindur í NA og verður þannig fram yfir helgi. Ísþekjan breytist hratt og getur verið varasöm. Ekki er unnt að greina allan haf- og borgarís með gervitunglagögnum.

Hnit á ísjaðrinum:

66°43‘N 24°40‘V
66°44‘N 23°27‘V
67°17‘N 21°02‘V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2019 13:22 - Flug Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í flug að kanna Vesturmið og norður fyrir Vestfirði. Lágskýjað var og ekki hægt að skoða ísinn en á meðfylgjandi myndum má sjá hvar ísinn liggur byggt á radargögnum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Staðsetning hafíss skv. gögnum úr radar flugvélar.
Styddu til að skoða stærri mynd
Flugleið vélar er merkt með rauðri línu og köflótt svæði markar svæði sem radar náði til.

25. jún. 2019 08:21 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd frá því í morgun sýnir hafísinn:

45 sjómílur NV af Kópi

34 sjómílur NV frá Straumnesi

40 sjómílur N af Kögri

50 sjómílur NNA af Horni - en það skal tekið fram að myndin náði ekki yfir austasta hluta spangarinnar sem sást í gærkvöldi liggja í SA á þessum slóðum, og því þarf að hafa varann á sér. Talsvert rek var á ísnum en einnig er hann að brotna upp og bráðna.

Borgarísjaki innan ísbreiðunnar, um 400 m á lengd, er á stað 66°41´N 25°35´V

Hnit á stökum hafís

 • 66:41N, 25:35W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:34N, 27:54W
 • 66:04N, 26:25W
 • 66:09N, 25:42W
 • 66:38N, 25:25W
 • 66:45N, 24:18W
 • 67:11N, 22:22W
 • 67:03N, 20:58W
 • 67:25N, 21:21W
 • 67:35N, 22:33W
 • 68:16N, 20:44W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2019 00:20 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd sýnir að austan við Horn hefur hafísinn færst um 25 sjómílur á einum og hálfum sólarhring.
Næst landi er hann 33 sjómílur NNV af Kögri og 38 sjómílur NA af Horni. Austast er ísinn mjög gisinn, en mjó spöng, heldur þéttari, teygir sig nú til suðausturs.
Ísinn ætti að halda áfram í austurátt næstu tvo daga, hugsanlega eitthvað nær landi.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:37N, 25:21W
 • 67:08N, 22:45W
 • 67:04N, 21:44W
 • 66:51N, 21:02W
 • 67:11N, 21:32W
 • 67:20N, 21:00W
 • 67:26N, 21:40W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ískort. Athugið að hluti af svæðinu náðist ekki á mynd í dag.

24. jún. 2019 18:44 - Byggt á gervitunglamynd

Skv. ratsjármynd sem tekin var í morgun og nær yfir vestanvert svæðið lá ísjaðarinn um:
66°03´N 26°20´V
66°38´N 25°52´V
66°32´N 25°27´V
66°54´N 24°05´V
67°10´N 22°57´V

Innan ísbreiðunnar er borgarísjaki á 66°46´N 25°29´V. Reikna má með fleiri borgarísjökum og borgarbrotum þó þau greinist ekki vel á myndinni.
Meðfylgjandi er ískort frá því í dag (og jaðar frá því í gær settur inn til að gefa hugsanlega staðsetningu austast til kynna). Athugið þó að þar vantar inn á íssvæði austast, sem lentu "utan myndar"

Hnit á stökum hafís

 • 66:46.0N, 25:29.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:03.0N, 26:20.0W
 • 66:38.0N, 25:52.0W
 • 66:32.0N, 25:27.0W
 • 66:54.0N, 24:05.0W
 • 67:10.0N, 22:57.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ískort frá því í dag ásamt jaðar frá því í gær til að gefa hugsanlega staðsetningu austast til kynna.ATH, vantar inn á íssvæði austast, sem lentu "utan myndar"
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica