Hafístilkynningar síðustu 30 daga

10. feb. 2020 16:45 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort dregið eftir gervitunglamyndum. Hafísröndin er um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesvita. Norðaustanáttir áfram ríkjandi næstu daga sem væntanleg heldur borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 90 sjómílur út af Straumnesvita.

03. feb. 2020 16:17 - Óskilgreind tegund athugunar

Ískort dregið eftir myndum Sentinel 1 gervitunglsins. Hafísröndin er um 68 sml norðvestur af Gelti. Norðaustanáttir algengar næstu daga sem væntanleg heldur borgarís fjarrri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 68 sml út af Gelti.

28. jan. 2020 15:33 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 27. janúar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2020 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Tilkynning frá Landhelgisgæslunni:
23.1.2020 Kl: 12:56
Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíss sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa orðið varir við að hann sé að færast nær landi.


Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að nálgast land enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísinn er norðvestan við landið
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica