Hafístilkynningar síðustu 30 daga

19. maí 2025 13:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum AVHRR gervitunglsins frá 19. maí 2025. Ísinn var nokkuð gisinn og meginísröndin var næst landi um 28 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stakir jakar geta þó leynst nær landi. Það er útlit fyrir breytilega átt svæðinu næstu daga, suðvestlæg átt ætti þó að vera ríkjandi en í lok vikunnar snýst líklega í norðaustanátt.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2025 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir Sentinel mynd frá 15. maí og VIIRS gervitunglamynd frá 16. maí. Hafísjaðarinn er um 33 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Útlit er fyrir austanátt í dag, en sunnan og suðvestanátt um helgina og getur hafísjaðarinn þá færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. maí 2025 17:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamyndum úr FY3 þann 12. maí og sentinel frá 11. maí. Hafísjaðarinn er um 35 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Útlit er fyrir áframhaldandi suð- og suðvestlægum áttum næstu daga og því útlit fyrir að hafísjaðarinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. maí 2025 12:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir Sentinel mynd frá 5. maí. Hafísjaðarinn var um 55 sjómílur frá Straumnesi. Suðvestanátt næstu daga gæti fært ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. apr. 2025 15:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS og Sentinel1. Meginísröndin er um 86 sml norðvestanur af Deild, en stakir borgarjakar líklega víðar á svæðinu. Norðaustanáttir næstu daga ættu hað halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 86 sml norðvestur af Deild.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica