Hafístilkynningar síðustu 30 daga

21. apr. 2024 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. apríl 2024. Ísinn hefur færst nær Íslandi síðustu daga, og í gær var meginísröndin um 42 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu fram eftir vikunni, og ísinn gæti því rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. apr. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS frá því í morgun, mánudag 15. apríl. Ísröndin er næst landi 70 sml norðvestur af Straumnesi. Í dag og á morgun er vestlæg og suðvestlæg átt ríkjandi á Grænlandssundi, og getur þá borgarís rekið nær landi. Á miðvikudag snýst í norðaustanátt sem ætti að halda ísnum fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. apr. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er dregið eftir gervitunglamynd frá í gær, 7. apríl. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, sem ætti að halda ísnum fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. apr. 2024 15:32 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS (sýnilegt ljós), sem sýnir vel víðáttumikla hafísbreiðu. Ísröndin er næst landi 61 sml norðvestur af Straumnesi. Skammvinn suðvestanátt gæt flutt borgarís nær landinu, en síðan er spáð norðaustanáttum, sem ætti að halda ísnum fjarri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Íströndin er 61 sml norðvestur af Straumnesi.

25. mar. 2024 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því um hádegi í dag, mán. 25. mars 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 74 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði allsráðandi á Grænlandssundi þessa viku og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica