Hafístilkynningar síðustu 30 daga

28. apr. 2025 15:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS og Sentinel1. Meginísröndin er um 86 sml norðvestanur af Deild, en stakir borgarjakar líklega víðar á svæðinu. Norðaustanáttir næstu daga ættu hað halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 86 sml norðvestur af Deild.

22. apr. 2025 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 13:00 í dag, þri. 22. apríl 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 65 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. apr. 2025 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd frá kl. 8:14 lau. 19. apríl 2025, en nýrri gögn af því tagi sem sýna Grænlandssund hafa ekki borist. Það er skýjað á hafísssvæðinu í dag (mán. 21. apríl) og hefur svo einnig verið undanfarna daga.
Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 51 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. apr. 2025 14:26 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 og VIIRS gervitunglanna frá 16. og 17. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 55 sjómílur norðvestur af Straumsnesi en stakir jakar geta þó verið nær landi. Útlit er fyrir að mestu suðvestanátt á svæðinu næstu daga og þá eru líkur á að ísinn reki nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Meginísröndin var næst landi um 55 sjómílur norðvestur af Straumsnesi.

07. apr. 2025 10:35 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 4-6. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Kögri en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir aðallega norðaustanátt á svæðinu næstu daga og þá væri líklegt að ísinn reki frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 50 sml norðvestur af Kögri




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica