Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) og hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós) frá 17. og 18. feb. 2019. Með því að nota öll tiltæk gögn frá þessum tveimur dögum mátti greina megnið af meginröndinni. Mældist meginröndin í um 76 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Frá mánudegi til fimmtudags í þessari viku er spáð norðaustanátt á Grænlandssundi og ætti því ísinn frekar að færast fjær landi. Möguleiki er á suðvestanátt frá föstudegi til sunnudags sem gæti fært ísinn nær landi.
![]() |
Hafísjaðar er um 88 sjómílur norðvestur af Gelti. Sést vel á gervitunglamyndum og radarmyndum. Norðaustanátt verður ríkjandi næstu daga á svæðinu.
![]() |
Hafís teiknaður á kort byggt á Sentinel 1 gervitunglamynd frá 27. jan og 26. jan 2019.
Tvær tilkynningar hafa borist á síðast liðinni viku um borgarísjaka (önnur á 67:31:00N, 20:49:60W þann 24. jan. og hin á 66.4N, 27.8W þann 26. jan.)
Jaðar hafíssins er um 60 sm frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga verður ríkjandi norðaustanátt og ætti því hafísinn að haldast nær Grænlandi en Íslandi.
![]() |
Athugun frá skipi
Ísinn misdreifður á athugunarsvæði: Spangir eða þéttar spildur, með gisnara ísreki á milli.
Þróunarstig hafíss: Aðallega miðlungsþykkur (70-120 cm) og þykkur (meira en 120 cm) vetrarís blandaður nokkru af þunnum vetrarís.
Ekki landmyndaður ís
Aðalbrúnin í N frá skipinu
Sigling greið ástand batnandi.
![]() Sea ice map |