Hafístilkynningar síðustu 30 daga

10. jan. 2022 08:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 10. janúar 2021. Meginísröndin er að miklu leyti utan miðlínu, en næst Íslandi er hún um 70 sjómílur VNV af Gelti. Á morgun snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi og eru líkur á að hún verði viðvarandi næstu daga. Því er líklegt á að ísinn reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. jan. 2022 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum (SAR) frá því í morgun (3. jan. 2022). Ísjaðarinn er 54 nm frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt og líklegt að ís reki ekki mikið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. des. 2021 10:00 - Byggt á gervitunglamynd

Gervitunglamynd, sem sýnir vel hafís á Grænlandssundi þann 29.12.2021 kl. 07:42.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafís 29.12.2021 kl 07:42

27. des. 2021 14:36 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á radarmyndum frá gervitungli. Myndir frá 26. desember. Ísjaðarinn er um 62 sjómílur frá landi í dag. Spár gera ráð fyrir norðaustlægri átt næstu daga, jafnvel frekar hvassri svo ísinn ætti að reka fjær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. des. 2021 15:20 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort unnið úr SAR-gerivtunglamyndum Sentinel-2 síðustu tvo sólarhringa. Meginísröndin er um 61 sjómílur næst landi (Straumnesi). Austan- og norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 61 sml norðnorðvestur af Straumnesi
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica