Hafístilkynningar síðustu 30 daga

18. maí 2019 13:40 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á radarmynd, hafísjaðar er um 97 sjómílur norðvestur af Gelti. Áframhaldandi norðaustanáttir ríkjandi á svæðinu og mun því hafísjaðarinnn ekki færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. maí 2019 17:47 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum í dag og í gær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. maí 2019 15:36 - Byggt á gervitunglamynd

Meðfylgjandi hafískort var gert eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR), en þau gögn náðu ekki í jaðra kortsins. Gögn frá 5., 6. og 7. maí voru notuð. Skýjað hefur verið á svæðinu og því ekki sést nógu mikið á öðrum gervitunglamyndum. Hafísinn er um 95 nm frá landi og útlit er fyrir áframhaldandi norðaustanáttir fram yfir helgi sem heldur ísnum frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. apr. 2019 14:04 - Flug Landhelgisgæslunnar

Kl 14:04 varð vart um borgarísjaka á stað 66.53N -025.04W. Stærð jakans er um 70x40 mtr. Amk 3 aðrir jakar voru á svæðinu en skyggni gaf ekki færi á nánari skoðunum.

Hnit á stökum hafís

  • 66.53N, 25.04W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. apr. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Stíf norðaustanátt hefur verið allsráðandi á Grænlandssundi síðustu vikuna. Hafísröndin er tiltölulega langt frá landi miðað við árstíma. Hafískortið sem hér fylgir var gert eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR). Með því að nota gögn frá fjórum dögum (25., 26., 27. og 28. apríl) var hægt að greina megnið af meginröndinni og línan sem teiknuð er á kortið sýnir mestu útbreiðslu hafísrandarinnar umrædda daga. Mældist röndin í 105 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Skýjað hefur verið á hafíssvæðinu undanfarna daga og ísinn hefur því ekki verið sjáanlegur á hefðbundnum tunglmyndum (með sýnilegu og innrauðu ljósi).
Áfram er búist við norðaustanátt á Grænlandssundi þessa vikuna, þó ekki eins hvöss og verið hefur. Ísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.
Nú síðdegis sáust borgarísjakar ekki langt NV af Vestfjörðum í flugi Landhelgisgæslunnar, sjá tilkynningu hér á síðunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. apr. 2019 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið var teiknað eftir gervitunglamyndum 20. og 21. apríl. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ekki búist við að ísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica