Ísjaki um 300m breiður sást við stað 65°55N 028°29W og rekur í SSV.
![]() Sea ice map | ![]() |
Ísjaki sást frá skipi á 66°21.502N 019°38.200V og rekur til SV. Nokkur fjöldi ísjaka er 2,5 sjómílur í kring, þar af 6 sem koma inn á radar en aðrir ekki.
Skip tilkynnir um borgarísjaka á 66°26,7’N – 019°35,1’W í Skagafjarðardjúp. Er á reki og sést í ratsjá.
![]() Sea ice map | ![]() Borgarísjakinn séður frá skipinu. | ![]() |
Tilkynning frá togara um mjög stóran borgarísjaka á 66°55.00N 021°07.00V
Sést ágætlega í radar en sést vel fyrir berum augun, meta að jakinn er um 20 metra hár, rekur í austur.
![]() Sea ice map |
ICEBERG 29NM EAST OF HORNBJARG AT POS 66°28,530’N – 021°11,237’W
![]() Sea ice map |
Engann hafís er að finna á Grænlandssundi en nokkuð er af stökum borgarísjökum á svæðinu. Næstu daga er útlit fyrir breytilegar áttir og ísinn mun því reka um svæðið eftir vind hverju sinni.
Flugvél tilkynnir borgarísjaka á stað 66°59,52'N-21°14,69'V um 43 sml NA af Horni. Um 100m hár, svipaður á breidd og um 120m langur. Nokkuð af íshröngli var NA af ísnum sem rak undan vindi sem var 230° 30hn. Ekki var hægt að greina hreyfingu á jakanum sjálfum.
Einnig fannst smár ís á stað 66°43,33'N-21°51,66'V eða 20,8 sml NA af Horni. Sá var 2,5 m hár og 6-10 m langur. Vindur á svæðinu var um 230° 15hn.
![]() Sea ice map |
Skip tilkynnir um ísjaka 18sjml NNV af Horni á 66°41.831N, 021°57.461V
![]() Sea ice map | ![]() Ísjaki 18sjml NNV af Horni | ![]() Ísjaki 18sjml NNV af Horni |
Stór borgarísjaki sást frá skipi á 65,56N og -27,14W með rekhraða 0,7 sml. og rekur í SSA.
![]() Sea ice map | ![]() Borgarísjaki sást frá skipi. |
Það virðist vera að mestallur hafís sé horfinn, en fáeinir stakir ísjakar eru þó eftir. Þeir gætu samt verið nær landi. Á kortinu eru teiknaðir inn ísjakar sem voru sýnilegir á gervitunglamyndum, en ekki er útilokað að aðrir ísjakar séu til staðar.
![]() |
Áætluð hafísspöng er um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Erfitt að sjá hafís á gervitunglamyndum því mjög skýjað hefur verið á svæðinu síðustu daga. Búast við stöku borgarísjökum.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármynd frá Sentinel gervitunglinu. Mjög gisinn hafís eða íshrönglrönd fer næst landi 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Útlit er fyrir norðaustlægar áttir næstu daga á Grænlandssundi svo íshrönglröndin ætti ekki að færast nær landi.
![]() |