Hafískort dregið eftir gervitunglamynd frá 22. desember úr Sentinel 1 tunglinu. Áætlaður hafísjaðar byggður á myndum frá 18. og 19. desember. Hafísjaðarinn er næstur landi 90 sjómílur norðvestur af Gelti. Næstu daga verða sunnan- og suðvestanáttir ríkjandi og því gæti hafísjaðarinn, ásamt stökum borgarísjökum, færst nær Íslandi.
Hafískort dregið eftir gervitunglamynd frá 15. desember úr Sentinel 1 tunglinu. Áætlaður hafísjaðar byggður á myndum frá 13. desember. Hafísjaðarinn er næstur landi 90 sjómílur norðvestur af Gelti. Norðaustanátt verður ríkjandi á svæðinu næstu daga og því mun hafísjaðarinn færast fjær Íslandi.
Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar 7. og 8. desember 2025. Meginísröndin heldur sig rétt utan við lögsögu landsins. Næstu daga er útlit fyrir ákveðnar norðaustlægar áttir á svæðinu sem mun að mestu bægja hafís frá Íslandi. Þó eru líkur á að stöku borgarísjaki gæti rekið nær landi.
Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar 30. nóvember og 1. desember 2025. Meginísröndin er næst landi um 64 sjómílur NV af Straumnesi. Næstu daga er útlit fyrir norðaustlæga átt á svæðinu sem mun að mestu bægja hafís frá Íslandi.
Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar að morgni 21. og 24. nóvember. Hafísinn er næst landi um 33 sjómílur frá Gelti. Á morgun og næstu daga er útlit fyrir norðaustlæga átt sem mun að mestu bægja hafís frá Íslandi, en þó eru líkur á að stöku borgarísjaki geti rekið nær landi.