Hafístilkynningar síðustu 30 daga

31. jan. 2023 18:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 29. og 31. janúar. Ísröndin er um 60 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Norðaustlægar áttir verða ráðandi á svæðinu fram að helgi og því líklegt að hafísröndin færist fjær Íslandi. Um helgina er hins vegar útlit fyrir vestlæga átt og þá mun röndin færast nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. jan. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá 22. janúar. Ísröndin var þá næst landi rúmar 30 sjómílur norðvestur af Barða. Það er spáð suðvestlægri átt næstu daga og því má búast við að ísinn reki nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2023 04:11 - Skip

Skip tilkynnir um hafís, staðsetning: 66°10,2N – 024°48,6W.

Sjá myndir fyrir neðan.

 

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

22. jan. 2023 16:50 - Skip

Skip tilkynnir kl. 16:50; 5 sml hafísrönd, ca. 30 sml frá Barða/Önundarfirði. Sjá meðfylgjandi mynd.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. jan. 2023 13:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggta á gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 tunglsins. Kortið sýnir talsverða ísbreiðu frá Grænlandi, sem teygir sig að hluta inn fyrir miðlínu, næst landi um 43 sjómilur út af Rytur. Borgarís líklega á víð og dreif um Grænlandssund mun nær landinu. Norðaustanáttir næstu daga ættu að hindra ísinn í að nálgast landið enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 43 sml vestnorðvestur af Rytur

10. jan. 2023 10:00 - Byggt á gervitunglamynd

Í morgun (þri. 10. jan. 2023) bárust SAR mæligögn frá stærstum hluta Grænlandssunds og var hafískort teiknað eftir þeim gögnum.
Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 60 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica