Hafístilkynningar síðustu 30 daga

11. nóv. 2019 20:19 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum og veðurlíkönum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. nóv. 2019 14:54 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamynd 3. nóvember.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. okt. 2019 13:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Engin samfelld ísbreiða á svæðinu, en stöku borgarís á víð og dreif. Suðvestanátt í dag, en snýst síðan í norðaustanátt, sem veldur því að borgarís fjarlægist landið.

21. okt. 2019 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu vestan miðlínu, en ekki eru allir jakar greinanlegir á tunglmyndum.
Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt á Grænlandssundi næstu daga fram að helgi. Loftmassinn sem streymir yfir svæðið er mjög kaldur miðað við árstíma og gæti því verið að styttast í nýmyndun hafíss á svæðinu.

14. okt. 2019 15:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Engan hafís er að sjá á gervitunglamyndum og á korti dönsku veðurstofunar er gert ráð fyrir stöku borgarís vel vestan miðlínu. Nýmyndun íss er ekki hafinn á því svæði sem Veðurstofan vaktar.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica