Fréttir
kort og tákn
Kort byggt á gervitunglamyndum.
1 2

Birting hafístilkynninga

Fljótvirkari miðlun eykur öryggi sjófarenda

26.1.2012

Hinn 1. desember 2011 varð breyting á því hvernig hafístilkynningar eru birtar.

Tilkynningarnar berast nú gegnum sjálfvirkt tilkynningakerfi og starfsmenn á sólarhringsvakt Veðurstofunnar birta þær jafnóðum á vefnum.

Vakthafandi veðurfræðingur gerir kort af aðstæðum eftir þörfum, byggt á gervitunglamyndum, og gerir spá um hvert hafísinn mun reka.

Tilkynningar um hafís berast frá skipum í gegnum Vaktstöð siglinga, frá Landhelgisgæslunni, úr flugvélum og frá athugunarmönnum og öðrum sem verða varir við hafís við land.

Fljótvirkari miðlun hafístilkynninga gagnast öllum sjófarendum og Landhelgisgæslunni. Auknar strandveiðar og tíðari komur skemmtiferðaskipa gera þessa þjónustu brýnni. Einnig nýtist hún margskonar siglingaáhugamönnum.

Hafístilkynningar eru líka sendar út  á ensku á NAVTEX eins og áður, þjónustu sem allir sjófarendur þekkja, auk þess að vera lesnar með næstu sjóveðurspá í útvarpi.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica