Laus störf

Fjármálastjóri Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf fjármálastjóra

Fjármálastjóri mun veita Skrifstofu fjármála forstöðu en það er ný skipulagseining innan stofnunarinnar. Fjármálastjóri sinnir daglegri stjórnun skrifstofunnar þar sem starfa fjórir starfsmenn, ásamt því að sitja í framkvæmdaráði, sem tekur stefnumótandi ákvarðanir fyrir stofnunina.

Hlutverk og meginverkefni

 • Ábyrgð á fjármálastjórn stofnunarinnar í samráði við forstjóra
 • Ábyrgð á starfsemi Skrifstofu fjármála
 • Yfirumsjón með  áætlanagerðstofnunarinnar
 • Yfirumsjón og samskipti við ráðuneyti vegna fjárlagagerðar
 • Ábyrgð á reikningshaldi og launavinnslu, frágangi reikningsskila og annarra upplýsinga til FJS,
  ráðuneytis, alþjóðaflugs (ICAO) og fjármálastofnana
 • Mótun, vinnsla og greining fjármálatengdra upplýsinga í samræmi við þarfir stjórnenda stofnunarinnar
 • Ábyrgð á að innkaupastefnu sé framfylgt
 • Ráðgjöf innan stofnunarinnar varðandi fjárhagslega hlið samningagerðar

Menntunar og hæfniskröfur

 • Háskólapróf og framhaldsmenntun á sviði viðskipta eða rekstrarfræði
 • Þekking og reynsla af stjórnun fjármála og uppgjörsvinnu
 • Leiðtogahæfni
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum
 • Þekking og reynsla af rekstri fyrirtækis eða stofnunar
 • Góð kunnátta í Excel og öðrum Office 365 kerfum
 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember nk.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Hagvangs, www.hagvangur.is

Nánari upplýsingar um starfið veita:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.isAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica