Spá um snjóflóðahættu
Mat á snjóflóðaaðstæðum
Óvissustig v/ ofanflóðahættu er í gildi fyrir Austfirði og hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði.
Á Austfjörðum eru snjóalög mjög óstöðug eftir mikla snjókomu og síðan hlýindi en mörg snjóflóð hafa fallið. Búast má við að vot snjóflóð eða krapaflóð falli á svæðinu þegar hlýnar í veðri og rignir ofan í nýsnævið. Töluverð snjóflóðahætta er enn á Norðurlandi og hafa fjölmörg snjóflóð fallið þar nýlega. Líklegt er að vot flóð falli þar einnig í snöggum hlýindum. En þegar kólnar á laugardag má gera ráð fyrir snjóþekja stífni.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. mar. 16:46
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði 

Suðvesturhornið
-
lau. 01. apr.
Lítil hætta -
sun. 02. apr.
Lítil hætta -
mán. 03. apr.
Lítil hætta

Norðanverðir Vestfirðir
-
lau. 01. apr.
Nokkur hætta -
sun. 02. apr.
Nokkur hætta -
mán. 03. apr.
Nokkur hætta

Tröllaskagi utanverður
-
lau. 01. apr.
Nokkur hætta -
sun. 02. apr.
Nokkur hætta -
mán. 03. apr.
Nokkur hætta

Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
-
lau. 01. apr.
Nokkur hætta -
sun. 02. apr.
Nokkur hætta -
mán. 03. apr.
Nokkur hætta

Austfirðir
-
lau. 01. apr.
Mikil hætta -
sun. 02. apr.
Töluverð hætta -
mán. 03. apr.
Töluverð hætta
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
Á föstudag leggst hann í suðaustankalda eða -strekking. Úrkomulaust að kalla á Norðurlandi, en annars rigning með köflum og hlýnar í veðri fyrir norðan. Fer víða yfir frostmark upp í fjallstoppa um miðjan föstudag. Snýst síðan í útsynningskalda á laugardag með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri. Snýst í suð- og suðvestanáttir á sunnudag en annars hæglætisveður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. mar. 16:54