Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Óvissustig v/ ofanflóðahættu er í gildi fyrir Austfirði og hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. 

Á Austfjörðum eru snjóalög mjög óstöðug eftir mikla snjókomu og síðan hlýindi en mörg snjóflóð hafa fallið. Búast má við að vot snjóflóð eða krapaflóð falli á svæðinu þegar hlýnar í veðri og rignir ofan í nýsnævið. Töluverð snjóflóðahætta er enn á Norðurlandi og hafa fjölmörg snjóflóð fallið þar nýlega. Líklegt er að vot flóð falli þar einnig í snöggum hlýindum. En þegar kólnar á laugardag má gera ráð fyrir snjóþekja stífni.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. mar. 16:46

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Á föstudag leggst hann í suðaustankalda eða -strekking. Úrkomulaust að kalla á Norðurlandi, en annars rigning með köflum og hlýnar í veðri fyrir norðan. Fer víða yfir frostmark upp í fjallstoppa um miðjan föstudag. Snýst síðan í útsynningskalda á laugardag með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri. Snýst í suð- og suðvestanáttir á sunnudag en annars hæglætisveður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. mar. 16:54


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica