Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Það hefur verið hlýtt um um land allt og í sumum tilfellum upp í fjallahæð. Hvöss SV-átt og éljagangur á sunnudag hefur náð að rífa upp eldri snjó með skafrenningi og líklega hafa myndast vindflekar ofarlega í fjöllum í norðlægum viðhorfum. Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga gæti komið snjóflóðum af stað í nýlegum snjó. Eldri snjór er orðinn harður og þéttur og er talinn nokkuð stöðugur. Snjókoma til fjalla á norðanverðu landinu á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags getur myndað óstöðuga vindfleka í suðlægum viðhorfum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. mar. 15:04

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

SA 8-13 m/s á morgun á sunnan og vestnaverðu landinu og lítilsháttar rigning eða slydda þar en hægari vindur á N- og A-landi, bjart og kalt í veðri. Á fimmtudag og föstudag er gert ráð fyrir sunnan átt og lítilsháttar vætu á Suður- og Vesturlandi en þurrt að kalla á föstudag og milt veður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. mar. 14:50


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica