Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjór hefur sjatnað mikið víða en óstöðugleiki gæti verið efst til fjalla og við landslagsgildrur á Austfjörðum og Norðurlandi. Litlir flekar gætu verið til staðar á Vestfjörðum. Skíðamaður setti af stað flóð í Norðfirði á vindfleka sem myndaðist um þarsíðustu helgi í V-vísandi hlíð í lítilli hæð. Einhver nýr snjór gæti safnast í SV-átt og éljagangi til fjalla á hálendinu.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. maí 15:19

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Suðvestlægar áttir á landinu á miðvikudag og fimmtudag og þurrt að mestu. Austlægari á föstudag með rigningu víða.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. maí 15:21


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica