Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Mikil snjósöfnun var í stífri NA-lægri átt á Vestfj. og Norðurl. í sl. viku. Fjöldi stórra snjóflóða féll á Vestfj. og nokkur meðalstór á Norðurlandi.
Í gær hlánaði uppá toppa víðast hvar og nokkur flekahlaup féllu á Vestfj. en nú hefur kólnað svo eldri snjór er að styrkjast. Hins vegar er nýr vindfleki að byggjast upp í hvassri SV-lægri átt sem getur orðið óstöðugur ef veikleiki á lagmótum við eldri snjó heldur áfram að þróast (með köntun kristalla v. bratts hitastiguls).
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 20. jan. 14:10

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hvöss SV-læg átt með éljum á Vestan- og N-verðu landinu þar til fer að hlána aðfaranótt miðvikud.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 20. jan. 14:12


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica