Spá um snjóflóðahættu
Mat á snjóflóðaaðstæðum
Það hefur verið hlýtt um um land allt og í sumum tilfellum upp í fjallahæð. Hvöss SV-átt og éljagangur á sunnudag hefur náð að rífa upp eldri snjó með skafrenningi og líklega hafa myndast vindflekar ofarlega í fjöllum í norðlægum viðhorfum. Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga gæti komið snjóflóðum af stað í nýlegum snjó. Eldri snjór er orðinn harður og þéttur og er talinn nokkuð stöðugur. Snjókoma til fjalla á norðanverðu landinu á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags getur myndað óstöðuga vindfleka í suðlægum viðhorfum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. mar. 15:04
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði 

Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)
-
mið. 03. mar.
Nokkur hætta -
fim. 04. mar.
Nokkur hætta -
fös. 05. mar.
Nokkur hætta

Norðanverðir Vestfirðir
-
mið. 03. mar.
Nokkur hætta -
fim. 04. mar.
Nokkur hætta -
fös. 05. mar.
Nokkur hætta

Utanverður Tröllaskagi
-
mið. 03. mar.
Nokkur hætta -
fim. 04. mar.
Nokkur hætta -
fös. 05. mar.
Nokkur hætta

Austfirðir
-
mið. 03. mar.
Nokkur hætta -
fim. 04. mar.
Nokkur hætta -
fös. 05. mar.
Nokkur hætta
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
SA 8-13 m/s á morgun á sunnan og vestnaverðu landinu og lítilsháttar rigning eða slydda þar en hægari vindur á N- og A-landi, bjart og kalt í veðri. Á fimmtudag og föstudag er gert ráð fyrir sunnan átt og lítilsháttar vætu á Suður- og Vesturlandi en þurrt að kalla á föstudag og milt veður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. mar. 14:50