Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjóflóðaspá er ekki gerð eftir 1. júní. Fólki sem ferðast um fjöll er bent á að fara áfram varlega í bröttum snjóbrekkum. Þrátt fyrir að snjór sé nú að mestu stöðugur víðast hvar, þá geta ennþá fallið vot lausaflóð þar sem sól bakar hlíðar eða þegar hiti er óvenjulega hár. Einnig þarf að vara sig ef snjóar til fjalla ofan á vorsnjóinn. Reynslan sýnir að snjóflekar sem myndast ofan á eldri snjó í fjöllum snemma sumars verða gjarnan óstöðugir tímabundið
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. jún. 16:08

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Suðlægar áttir næstu daga og hlýtt á N- og NA-, og A-landi en svalara annarstaðar. Skúrir eða rigning um landið sunnan og vestanvert en annars þurrt.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 27. maí 20:01


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica