Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • sun. 25. feb.

    Nokkur hætta
  • mán. 26. feb.

    Töluverð hætta
  • þri. 27. feb.

    Nokkur hætta

Fremur lítill þurr snjór er ofan á eldri umhleypingasnjó eftir hlýindi fyrr í vikunni. Á milli þeirra hefur fundist veikleiki sem gæti þróast með auknu frosti um helgina. Hlákuveðri er spáð á mánudag með rigningu til fjalla sem ýtir tímabundið undir óstöðugleika.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki hefur fundist í grófkornóttu hjarn-lagi í eldri umhleypingasnjó sem gæti þróast í frosti um helgina.

Hlákuveður gengur yfir á mánudag þar sem hiti nær yfir frostmarki til fjalla með talsverðri úrkomuákefð.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór sjatnaði, tók upp og bráðnaði í mildri hláku síðan á laugardag. Búist er við að þessi gamli snjór sé almennt fremur einsleitur og stöðugur og ætti að stífna og styrkjast enn frekar þegar herðir á frosti. Nýr þurr snjór sem bæst hefur ofan á getur verið illa bundinn við harðfennið og er þykkur á sumum stöðum. Í útvíkkuðu samþjöppunarprófi í Bláfjöllum 22. feb. kom brot við miðlungs álag á krapalagi milli þéttari fleka sem breiddi úr sér. Við þessar aðstæður er ekki búist við stórum flóðum en gil og lægðir sem hafa safnað í sig miklum nýjum snjó geta verið varhugaverð. Hlákuveður á mánudag ýtir undir óstöðugleika tímabundið.

Nýleg snjóflóð

Lítið flekaflóð sást í Bláfjöllum 22. febrúar og minniháttar spýjur og hengjuhrun.

Veður og veðurspá

Lægir og frystir með sunnudeginum. Talsverðri úrkomu er síðan spáð í suðlægum áttum á mánudag með hlýindum. Áframhaldandi vestan éljabakkar á þriðjudag með auknu frosti.

Spá gerð: 24. feb. 13:39. Gildir til: 25. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica