Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • fim. 25. feb.

    Nokkur hætta
  • fös. 26. feb.

    Nokkur hætta
  • lau. 27. feb.

    Nokkur hætta

Lítlsháttar nýsnævi og óstöðugir vindflekar geta leynst í hæstu fjöllum, einkum inn til landsins. Eldri snjór er almennt einsleitur og nokkuð stöðugur eftir umhleypingar undanfarið. Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga gæti leyst snjóflóð úr læðingi. Hlýnar með rigningu á föstudag, og aftur á laugardag, og geta vot flóð fallið þá.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Í rigningu og hlýindum á föstudag og laugardag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á þriðjudag snjóaði lítillega í austlægri átt og gætu vindflekar hafa myndast í vestlægum viðhorfum. Eldri snjór er einsleitur og almennt talinn stöðugur eftir umhleypingar undanfarið. Það geta þó verið vindflekar efst í fjöllum inn til landsins í suð- og vestlægum viðhorfum. Í snjógryfju sem var gerð í Botnssúlum 24.2. sýndi nokkuð óstöðugan vindfleka. Öflug jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga gæti leyst snjóflóð úr læðingi. Hlýnar með rigningu upp í efstu fjöll á föstudag og aftur á laugardag. Þá gætu vot flóð fallið.

Nýleg snjóflóð

Engin snjóflóð hafa verið skráð nýlega á spásvæðinu, þrátt fyrir jarðskjálftahrinu. Á laugardag féll vott flóð af mannavöldum við Skessuhorn í Borgarfirði þegar nýr snjór rann á hjarni.

Veður og veðurspá

Hæg breytileg átt og að mestu þurrt á fimmtudag. Gengur í hvassa austanátt með hlýnandi veðri á föstudag. Slydda eða snjókoma í fyrstu en síðar rigning upp í efstu fjöll. Sunnanstormur með rigningu og hlýju veðri á laugardag.

Spá gerð: 24. feb. 18:46. Gildir til: 25. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica