Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • þri. 19. mar.

    Töluverð hætta
  • mið. 20. mar.

    Töluverð hætta
  • fim. 21. mar.

    Töluverð hætta

Votur snjór ofan á gömlu hjarni. SV éljagangur næstu daga og líkur á nýjum vindflekum í norðlægum viðhorfum

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það bætti nokkuð á snjó þann 13.2 ofan á gamalt hjarn. Í dag 18.3 hefur hlýnað með rigningu/slyddu til fjalla en í hæstu fjöllum má gera ráð fyrir að úrkoma hafi verið í formi snjókomu. SV éljagangur og kólnandi veður næstu daga myndar nýja vindfleka í brekkum með norðlægt viðhorf sem geta bundist illa við gamla skarann undir.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg flóð skráð

Veður og veðurspá

Í dag 18.3 hefur hlýnað með S-SV átt og rigningu/slydda til fjalla. Hægt kólnandi á morgun og SV éljagangur næstu daga.

Spá gerð: 18. mar. 20:08. Gildir til: 20. mar. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica