Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • lau. 25. jan.

    Nokkur hætta
  • sun. 26. jan.

    Töluverð hætta
  • mán. 27. jan.

    Töluverð hætta

Spáð er töluverðu nýsnævi í fjöllum næstu daga og búast má við að hann bindist eldri stöðugum snjó í illa.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mikið hefur tekið upp af snjó á spásvæðinu í hlýindum á sunnudag og miðvikudag. Síðustu daga hefur gengið á með dimmum éljum og þar sem snjór hefur náð að safnast fyrir má búast við að hann bindist eldri snjó illa.

Nýleg snjóflóð

Ekki hafa borist fréttir um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Talsverð snjókoma næstu daga með rigningu á láglendi um tíma.

Spá gerð: 24. jan. 20:54. Gildir til: 27. jan. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica