Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • þri. 24. nóv.

    Nokkur hætta
  • mið. 25. nóv.

    Nokkur hætta
  • fim. 26. nóv.

    Töluverð hætta

Dálítið nýsnævi er til fjalla eftir snjókomu fyrir helgi. Óstöðugir vindflekar geta myndast til fjalla í talsverðri úrkomu sem byrjar á miðvikudagskvöld.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Bætir í snjó til fjalla í hvössum suðlægum áttum á fimmtudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Dálítið nýsnævi er til fjalla eftir snjókomu á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Magnið er ekki mikið og á þeim stöðum þar sem nýsnævið er ofan á jörð er snjórinn frekar stöðugur. En í bröttum lægðum og giljum þar sem eldri snjór var fyrir getur nýsnævið verið óstöðugara. Á miðvikudagskvöld og fram á fimmtudag gengur úrkomubelti yfir svæðið og það hlýnar. Það verður þó líklega aðallega snjókoma í efri hluta fjalla, en rigning á láglendi á tímabili í hvassri SA- og síðan SV-átt. Eftir að úrkomubeltið gengur yfir tekur við útsynningur með talsverðum éljagangi í SV-hvassviðri. Það má því búast við því að vindflekar myndist til fjalla í NA-lægum viðhorfum og þar sem snjór nær að setjast í gil og lægðir.

Nýleg snjóflóð

Engin flóð hafa verið skráð nýlega.

Veður og veðurspá

Spáð er fremur hægu og úrkomulitlu veðri fram á miðvikudagssíðdegi. Þá fer að hvessa og hlýna í suðlægum áttum og úrkomubelti gengur yfir með talsverðri úrkomu sem verður þó að mestu snjór til fjalla, en rigning á láglendi. Gengur í SV-útsynning með éljagangi eftir það.

Spá gerð: 23. nóv. 19:06. Gildir til: 25. nóv. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica