Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • þri. 18. maí

    Lítil hætta
  • mið. 19. maí

    Lítil hætta
  • fim. 20. maí

    Lítil hætta

Lítill snjór er á svæðinu sem er almennt stöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Lítill snjór er á spásvæðinu, helst er snjór ofarlega í fjöllum inn til landsins (t.d. Botnssúlum). Það snjóaði aðeins fyrir helgi en sá snjór hefur bráðnað aftur. Eftir er gamall einsleitur snjór sem talinn er fremur stöðugur. Ekki er þó hægt að útiloka hengjuhrun eða smáspýjur vegna sólbráðar.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Áfram svipað hitastig, um eða yfir frostmarki til fjalla. Hæg breytileg átt, bjart með köflum og úrkomulítið fram á fimmtudag. Möguleiki á skúrum á fimmtudag.

Spá gerð: 17. maí 11:08. Gildir til: 19. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica