Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • þri. 19. mar.

    Nokkur hætta
  • mið. 20. mar.

    Nokkur hætta
  • fim. 21. mar.

    Nokkur hætta

Snjór er víðast talinn fremur stöðugur en óstöðugir vindflekar geta verið í hæstu fjöllum inn til landsins, einkum í giljum og lægðum þar sem mestur snjór hefur safnast.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Í hæstu fjöllum inn til landsins, einkum í giljum og lægðum þar sem mestur snjór safnast.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór er víðast talinn fremur stöðugur og vel samanbundinn eftir hláku sem náð hefur hátt upp í fjöll, einkum nálægt ströndinni. Í hæstu fjöllum inn til landsins má hins vegar reikna með að hlákuáhrif hafi verið minni, og að óstöðugir vindflekar geti hafa myndast í snjókomu og SA-A átt á föstudag og aðfaranótt mánudags. Frekari vindflekar gætu byggst upp þar í fjölbreyttum viðhorfum næstu daga þegar snjóar og skefur undan breytilegum vindáttum.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Dálítill éljagangur til fjalla næstu daga og skafrenningur úr breytilegum vindáttum, S, SV og A-áttum. Hiti yfir frostmarki á láglendi en frost til fjalla.

Spá gerð: 18. mar. 10:58. Gildir til: 19. mar. 19:00.

Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar

Nýjar snjóflóðafréttir






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica