Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • fös. 06. des.

    Nokkur hætta
  • lau. 07. des.

    Nokkur hætta
  • sun. 08. des.

    Nokkur hætta

Lítill snjór til fjalla en búast má við skafrenningi og snjósöfnun hlémegin í gil.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Lítill snjór er í fjöllum en þó er þunnt lag af jafnföllnum snjó víða. Hvöss A-átt gæti myndið litla skafla í giljum sem geta verið óstöðugir fyrst um sinn , einkum þar sem undir er gamalt harðfenni.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Hæg norðlæg átt á föstudag. Hvöss A-átt og skafrenningur á laugardag og hægari NA átt á sunnudag. Úrkomulítið.

Spá gerð: 06. des. 15:03. Gildir til: 09. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica