Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • fös. 29. mar.

    Nokkur hætta
  • lau. 30. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 31. mar.

    Nokkur hætta

Mikið hefur skafið í vestlæg viðhorf til fjalla síðustu daga og eru óstöðugir vindflekar og hengjur víða til fjalla. Náttúruleg snjóflóð hafa fallið á þeim lagmótum víða á svæðinu og þarf lítið álag til þess að koma þessum skafsnjó af stað.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar og/eða hengjur hafa myndast efst til fjalla og í giljum og lægðum. Lítil náttúruleg snjóflóð hafa fallið.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar hafa myndast víða í vestlægum hlíðum eftir austan snjókomu í síðustu viku og skafrenning til fjalla síðustu daga. Mikið hefur skafið síðustu daga og geta þykk lög af skafsnjó hafa myndast sem gætu fallið við lítið álag. Eldri snjóþekja er víðast frosin og stíf en köntun í veiku lagi fannst í gryfju af svæðinu þann 26. mars, hins vegar þar talsvert álag til þess að koma af stað flóði á þeim lagmótum. Ólíklegt er að þessi köntun þróist þar sem hitasveiflur næstu daga ná líklega ekki niður á þessi lagmót.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð af stærð 2 féll í Eldborgargili 26.03 undan austan skafrenning og setti göngufólk tvö önnur minni flekaflóð af stað sama dag. Litlar spýjur hafa sést víða í snjó sem skefur.

Veður og veðurspá

Hægar austlægar áttir og úrkomulaust næstu daga. Dægursveiflur á hita þar sem frostmark gæti náð hátt til fjalla á daginn.

Spá gerð: 28. mar. 14:18. Gildir til: 29. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica