Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 18. maí

    Lítil hætta
  • mið. 19. maí

    Lítil hætta
  • fim. 20. maí

    Lítil hætta

Þunnt lag af nýsnævi ofan á gömlum hörðum snjó, efst í fjöllum. Áfram frost til fjalla og von á stöku éljum. Votar lausaflóðsspýjur féllu í Súlum í sl. viku.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vot lausaflóð möguleg seinni part dags í suðlægum viðhorfum vegna sólbráðar

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Þunnt lag af nýlegum snjó ofan á gömlum hörðum snjó efst í fjöllum. Eldri snjór er almennt talinn stöðugur eftir að hafa blotnað og frosið á víxl. Sólin hefur víða bakað snjóinn í suðlægum viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Votar lausaflóðs spýjur féllu í Súlum á miðvikudag í sl. viku

Veður og veðurspá

Köld NA-læg átt með lítilsháttar éljum til fjalla

Spá gerð: 17. maí 19:17. Gildir til: 19. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica