Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • lau. 02. mar.

    Töluverð hætta
  • sun. 03. mar.

    Töluverð hætta
  • mán. 04. mar.

    Töluverð hætta

Varasamar snjóflóðaaðstæður eru á svæðinu. Veikleiki er til staðar í nýja snjónum sem hefur víða blásið í suður vísandi hlíðar og myndað vindfleka. Ferðafólk varist brattar hlíðar og sýni aðgát.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar gætu hafa myndast í suðlægum viðhorfum til fjalla þar sem talsvert fóður var til staðar eftir nýsnævi vikunnar.

Veikleiki er til staðar neðarlega í snjóþekjunni sem gæti þróast í frosti helgarinnar. Erfitt er að setja af stað flóð á þessu lagi en þau gætu orðið stór.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Óstöðug lausamjöll og vindflekar eru til staðar víða á svæðinu þar sem nýsnævi vikunnar hefur skafið í suðlæg viðhorf. Hár hitastigull hefur mælst víða í snjóþekjunni á norðurlandi og veikleikar fundist sem geta haldið áfram að þróast í efri og neðri lögum snjóþekjunnar í áframhaldandi kulda næstu daga. Eldri veikleiki gæti verið enn til staðar í snjóþekju en það þarf líklega mikið álag til þess að koma af stað flóði á því lagi þar sem snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar.

Nýleg snjóflóð

Tilkynnt var um nokkur lítil flóð sem féllu í Hlíðarfjalli í kjölfar snjókomunnar aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudag. Einnig fór lítið flóð af stað vegna sprenginga úr Brún Hlíðarfjalls á miðvikudag.

Veður og veðurspá

Logn og úrkomulaust að mestu um helgina. Frost allt að -15 til fjalla en hlýnar með Sunnudeginum. Austan snjókoma líkleg á mánudag.

Spá gerð: 01. mar. 14:42. Gildir til: 02. mar. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica