Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 19. mar.

    Töluverð hætta
  • mið. 20. mar.

    Töluverð hætta
  • fim. 21. mar.

    Töluverð hætta

Það hefur snjóað og skafið í breytilegum vindáttum. Vindflekar hafa myndast í fjölbreyttum viðhorfum. Hvöss SV-átt á þriðjudag og einhver él, talsvert skafrenningsfóður og nýir vindflekar væntanlegir í N-læg viðhorf. Eldri snjóþekja var víðast talin einsleit og stöðug en veikt lag gæti enn verið til staðar efst til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar hafa myndast í suðlægum viðhrofum en nýjor myndast í norður og austur viðhorufm á þri.

Veikleiki við lagmót gamla snjósins enn mögulegur hátt til fjalla.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsverð snjókoma og skafrenningur hefur verið víða til fjalla í hvassri NA-átt með tilheyrandi snjósöfnun hlémegin og vindflekamyndun í SV-vísandi hlíðum og giljum. SV-átt á þriðjudag og safnast þá snjór í norðlæg viðhorf. Eldri snjór var víða orðinn stífur og nokkuð stöðugur eftir umhleypingar en veikt lag hefur fundist í snjóþekjunni hátt til fjalla.

Nýleg snjóflóð

Lítið flekaflóð féll í Hlíðarfjalli þann 16.3. og smá spýjur féllu undan nýsnævi í Hörgárdalur á laugardag.

Veður og veðurspá

S/SV hvassviðri á þriðjudag, en vestlægari og lægir á miðvikudag, snjókoma með köflum en rigning á láglendi um tíma. Snýr í hvassa N átt á fimmtudag með snjókomu.

Spá gerð: 18. mar. 14:47. Gildir til: 19. mar. 19:00.

Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar

Nýjar snjóflóðafréttir






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica