Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • lau. 16. okt.

    Nokkur hætta
  • sun. 17. okt.

    Nokkur hætta
  • mán. 18. okt.

    Nokkur hætta

Snjólína er í 500 m hæð og eldri snjór er talinn fremur stöðugur. Nýr snjór hefur bæst við síðustu daga og lítil flekaflóð féllu 8. okt.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar geta myndast í vestlæg og suðlæg viðhorf um helgina.

Sérstaklega á mánudag þegar líkur eru á að rigning nái uppí fjallahæð.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

lok september snjóaði á svæðinu og safnaðist ágætlega til fjalla og er eldri snjór talinn fremur stöðugur. Síðan hefur bætt í snjó og sá snjór var fremur óstöðugur. Nýr snjór er væntanlegur til fjalla helgina, sem getur skafið í suðlæg og vestlæg viðhorf í norðan og austan áttum.

Nýleg snjóflóð

Lítil flekaflóð féllu í Hlíðarfjalli þann 8. október.

Veður og veðurspá

Austan og norðaustanáttir ríkjandi með lítilsháttar éljum fyrri part helgar en snjókoma á sunnudag í austanátt. Austan átt og rigning eða slydda á mánudag.

Spá gerð: 15. okt. 14:36. Gildir til: 18. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica