Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fim. 28. mar.

    Töluverð hætta
  • fös. 29. mar.

    Töluverð hætta
  • lau. 30. mar.

    Töluverð hætta

Talsvert af nýjum snjó á svæðinu og vindflekar í flestum viðhorfum en þó helst í suðlægum. Vindflekar almennt að styrkjast en mögulega enn viðvarandi veikt lag ofarlega í fjöllum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Víða eru þykkir vindflekar til staðar til fjalla eftir mikla snjókomu í N-NA áttum. Vindfleka gæti verið að finna á flestum viðhorfum en helst suðlægum.

Veikt lag við hlákukafla í lok febrúar í snjónum. Víðast djúpt í snjónum og ólíklegt að snjóflóð falli á þessu lagi.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hvöss N-átt og snjókoma seinnipart síðustu viku hefur myndað vindfleka víða. Mest hefur safnast í suðlæg viðhorf en líklega eru vindflekar almennt að styrkjast. Eldri snjór orðinn stífur og nokkuð stöðugur eftir umhleypingar en veikt lag við hlákulag í lok febrúar. Talsvert skafrenningsfóður er til staðar sem getur skafið í NA-áttum í vikunni.

Nýleg snjóflóð

Eftir norðanhríð á svæðinu féllu allnokkur flóð um helgina. Nokkur flóð að stærð 2-3 féllu í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði, en einnig í Hörgárdal og Fnjóskadal. Fyrr í síðustu viku féllu einnig nokkur flekahlaup í hvassri SV-átt.

Veður og veðurspá

Áframhaldandi NA- og N-áttir næstu daga, stöku él og kalt í veðri næstu daga, hvassara á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 27. mar. 16:34. Gildir til: 28. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica