Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 16. feb.

    Nokkur hætta
  • sun. 17. feb.

    Töluverð hætta
  • mán. 18. feb.

    Nokkur hætta

Fremur lítill snjór en NA-læg hefur skafið í vindfleka, gengur í NA-hríðarveður á sunnud.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindfleki eftir NA-áttir sl. helgi og aftur á miðvikudag gæti verið óstöðugur á stöku stað, kantaðir kristallar hafa sést undir flekanum.

Þó ekki sé spáð mikilli úrk. í NA-áttinni á sun-mán þá gæti vindfleki myndast fljótt þegar lausamjöllina tekur að skafa sem nú er á yfirborði.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Fremur lítill snjór en NA-læg hefur skafið í vindfleka undanfarið. Nokkurra sentimetra lausamjöll á yfirborði. Snjógryfja frá Dýrafirði sýnir um 3 cm lag af köntuðum kristöllum við jörðu, undir vindflekanum.

Nýleg snjóflóð

Fáein flekahlaup um sl. helgi

Veður og veðurspá

Gengur í NA-hríðarveður á laugardagskvöld en ekki útlit f. mikla úrk.

Spá gerð: 16. feb. 11:48. Gildir til: 18. feb. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica