Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 11. des.

    Töluverð hætta
  • mið. 12. des.

    Nokkur hætta
  • fim. 13. des.

    Nokkur hætta

Það er hláka framundan og vot snjóflóð gætu fallið.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudag hlýnar og rignir. Þá gætu vot flóð fallið. Á miðvikudag kólnar heldur, en á fimmtudag hlýnar á nýjan leik.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það er ekki mjög mikill snjór í fjöllum, en þó er talsverður snjór sumstaðar í giljum. Snjórinn sem fyrir er, er talinn einsleitur og frekar stöðugur. Þegar blotnar í honum á þriðjudag gæti óstöðugleiki aukist.

Nýleg snjóflóð

Ekki er vitað um ný flóð frá því um mánaðarmótin.

Veður og veðurspá

Aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudag hlýnar og rignir og má búast við því að hlákan nái upp á fjallatoppa. Á miðvikudag kólnar heldur, en á fimmtudag hlýnar á nýjan leik með rigningu síðdegis.

Spá gerð: 10. des. 17:41. Gildir til: 12. des. 21:00.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica