Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 25. apr.

    Nokkur hætta
  • fös. 26. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 27. apr.

    Lítil hætta

Síðustu helgi hlýnaði með rigningu og nokkur snjóflóð féllu. Votar spýjur gætu fallið á næstu dögum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Búast má við að snjóþekjan sé að verða nokkuð einsleit eftir frost og þýðu síðustu daga. Snjógryfja í Steiniðjugili 23.4. sýndi fremur einsleitan og jafnhita snjó. Þó gætu votar spýjur fallið á svæðinu og enn borið á lagskiptingu í snjónum hátt til fjalla. Tvö stór krapaflóð hafa fallið í Ísafjarðardjúpi í bröttum árfarvegum eftir að stytti upp. Búist er við að það dragi úr krapaflóðahættu með kólnandi veðri.

Nýleg snjóflóð

Allnokkur snjóflóð féllu í hlákunni um helgina. Stórt krapaflóð féll í Seyðisfirði að kvöldi 21. apríl, og annað stórt krapaflóð féll í Hestfirði að kvöldi 22. apríl.

Veður og veðurspá

Hæg breytileg átt næstu daga og léttskýjað. Hiti yfir frostmarki yfir daginn en næturfrost víða. Útlit fyrir norðaustlæga átt á laugardag með kólnandi veðri.

Spá gerð: 24. apr. 16:05. Gildir til: 26. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica