Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 19. mar.

    Töluverð hætta
  • mið. 20. mar.

    Töluverð hætta
  • fim. 21. mar.

    Töluverð hætta

Óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum vegna NA-hríðar og skafrennings sem var í veðurspám. Minna hefur skilað sér af snjó heldur en spár gerðu ráð fyrir en þónokkur náttúruleg snjóflóð féllu þó á svæðinu á mánudag 18. mars. Á þriðjudag og/eða fimmtudag gæti snjóað talsvert meira með hraðari vindflekamyndum og óstöðugri snjó.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Í síðustu viku bætti á snjó í A og NA áttum. Á sunnudag og mánudag var hvöss NA átt með dálítilli snjókomu, mest mældist á Flateyri. Áframhaldandi norðaustan hríð eða stormi er spáð á þriðjudag með aukinni snjósöfnun og vaxandi snjóflóðahættu, en talsverð óvissa er þó í veðurspám. Búast má við töluverðri vindflekamyndun, einkum í S til V vísandi hlíðum. Gera þarf ráð fyrir að nýi snjórinn geti verið mjög óstöðugur meðan veðrið gengur yfir og fyrst á eftir. Á fimmtudag er aftur spáð hríðarveðri.

Nýleg snjóflóð

Frést hefur af nokkrum flekaflóðum á svæðinu mánudaginn 18. mars. Ekkert þeirra er þó mjög stórt.

Veður og veðurspá

Norðaustan hríð eða stormur á mánudag og þriðjudag. Gert er ráð fyrir að dragi úr úrkomu og vindi á miðvikudag en bæti aftur í á fimmtudag.

Spá gerð: 18. mar. 16:32. Gildir til: 19. mar. 19:00.

Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar

Nýjar snjóflóðafréttir






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica