Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 16. okt.

    Lítil hætta
  • sun. 17. okt.

    Nokkur hætta
  • mán. 18. okt.

    Nokkur hætta

Snjór sem er til fjalla er talinn stöðugur, en getur þó skriðið neðarlega í hlíðum og hengjur geta hrunið. Hríð til fjalla á sunnudag og mánudag sem gæti leitt til flekamyndunnar.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Eldri snjór er að mestu talinn stöðugur, en getur þó skriðið á viðnámslitlu yfirborði, einkum ef sólar nýtur. Eldri hengjur geta einnig hrunið.

Snjóar í austan- og norðaustan átt á sunnudag og mánudag sem gæti leitt til óstöðugra vindfleka

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það snjóaði mikið til fjalla í lok september og féllu flekahlaupa þá. Síðan hefur snjó tekið upp að mestu neðan 300 m en þó er að finna skafla niður að sjávarmáli. Þar sem snjórinn liggur ofan á grasi eða flötu undirlagi getur hann skriðið niður, einkum ef sólar nýtur. Það dró einnig í hengjur í lok september og geta þær brotnað. Það tekur að snjóa á sunnudag og mánudag í norðaustan átt og má gera ráð fyrir flekamyndun ofarlega í fjöllum sem gætu verið óstöðugir.

Nýleg snjóflóð

Vart var við litla snjófleka sem skriðu ofan á grasi í Seljalandsdal. Einnig hefur hengjuhrun sést allvíða.

Veður og veðurspá

Köld norðaustllæg átt og lítilsháttar éljagangur á laugardag. Austan, og síðar norðaustan, hvassviðri eða stormur með snjókomu til fjalla á sunnudag og mánudag, en slyddu á láglendi.

Spá gerð: 15. okt. 14:03. Gildir til: 18. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica