Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 18. maí

    Lítil hætta
  • mið. 19. maí

    Lítil hætta
  • fim. 20. maí

    Lítil hætta

Í fjöllum er gamall snjór sem er talinn nokkuð stöðugur. Smáspýjur gætu fallið vegna sólbráðar og hengjur hrunið.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór til fjalla er orðinn gamall og einsleitur, hefur blotnað og frosið á víxl og er talinn fremur stöðugur. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda, úrkomuleysi og bjartviðri. Seinnipart dags þegar sólin hefur bakað snjóinn gætu hengjur hrunið og smáspýjur fallið, t.d. undan klettum.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Áfram þurrt og kalt, bjartviðri og austlægar áttir.

Spá gerð: 17. maí 11:03. Gildir til: 19. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica