Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir 

-
fim. 25. feb.
Nokkur hætta -
fös. 26. feb.
Töluverð hætta -
lau. 27. feb.
Töluverð hætta
Búast má við óstöðugum vindflekum ofarlega í fjöllum, einkum í vestur- og suðurvísandi hlíðum eftir skafrenning síðustu daga. Hlýnar með rigningu á föstudag og laugardag, og gætu vot flóð fallið þá.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 300 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Misgamlir vindflekar eru til fjalla, einkum í vestlægum viðhorfum.
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Í rigningu og hlýindum á föstudag og laugardag.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Í byrjun vikunnar bætti dálítið í snjó og á þriðjudag og miðvikudag skóf í strekkingsnorðaustanátt. Fyrir var snjór í neðri hluta hlíða sem hefur blotnað og frosið á víxl og er talinn nokkuð stöðugur. Ekki hefur hlánað efst í fjöllum og þar eru gamlir vindflekar sem hafa myndast til fjalla í austanskafrenningi og svolítilli ofankomu, einkum í vesturvísandi hlíðum. Hlýnar með rigningu á föstudag og aftur á laugadag, upp í efstu fjöll og gætu vot flóð fallið þá.
Nýleg snjóflóð
Nokkur lítil snjóflóð féllu fyrir um viku síðan.
Veður og veðurspá
Fremur hæg breytileg átt og þurrt á fimmtudag. Hvöss suðaustanátt með snjókomu og síðar rigningu á föstudag og hlýnar upp í efstu fjöll. Sunnan stormur með rigningu og hlýju veðri á laugardag.