Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 09. feb.

    Nokkur hætta
  • fös. 10. feb.

    Töluverð hætta
  • lau. 11. feb.

    Nokkur hætta

Nokkuð hefur bætt á snjó sem hefur safnast í vindfleka en einnig er nýsnævi þar sem vindur hefur verið hægari. Líkur á votum flóðum á föstudag og laugardag

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það hefur bætt nokkuð á snjó í hvössum SV-éljum. Víða er þó bert og lítill snjór og má reikna með að mestur snjór sé í vindflekum í austlægum viðhorfum. Eldri snjór er talinn stöðugur eftir að hafa gengið í gegnum nokkra hlákukafla.

Nýleg snjóflóð

Nokkur lítil snjóflóð hafa verið skráð í Súðavíkurhlíð.

Veður og veðurspá

Snýst í skammvinna N-átt með snjókomu miðvikudagskvöld. Hæglætisveður á fimmtudag. Hvassar suðlægar áttir á föstudag og laugardag með hlýnandi veðri og rigningu.

Spá gerð: 08. feb. 14:08. Gildir til: 10. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica