Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • mán. 06. apr.

    Mikil hætta
  • þri. 07. apr.

    Töluverð hætta
  • mið. 08. apr.

    Nokkur hætta

Nýsnævi var vel bundið við hjarnið fyrir helgi en hvöss ANA-átt getur hafa byggt upp varasama vindfleka. Þeir gætu orðið óstöðugir í hlýnandi veðri á mánudagsmorgun og byggst ofaná þá í NA-éljum á þriðjud.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Varasamir vindflekar geta hafa byggst upp í mjög hvassri ANA-átt um helgina

Vindflekar geta orðið óstöðugir í hlýnandi veðri á mánudagsmorgun

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Svolítið nýsnævi var komið ofaná hjarnið fyrir helgi en það virtist vel bundið við undirlagið jafnvel þó hjarnið sé víða mjög hart á yfirborði og hálf-glerjað. Mjög hvöss ANA-átt getur hafa byggt upp varasama vindfleka sem gætu orðið óstöðugir við hlýnunina á mánudagsmorgun

Nýleg snjóflóð

Mikill óstöðugleiki í nýsnævinu á Súðavíkurhlíð á miðvikudag

Veður og veðurspá

NA-stormurinn gengur niður á mánudagsmorgun og hlýnar töluvert með áframhaldandi úrkomu, gæti þá rignt a.m.k. neðantil í fjöllum. Snýst í SV-él um kvöldið og svo aftur í NA-átt á þriðjud. með snjókomu en gengur niður á miðvikud.

Spá gerð: 05. apr. 22:04. Gildir til: 06. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica