Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 18. apr.

    Nokkur hætta
  • fös. 19. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 20. apr.

    Nokkur hætta

Snjó hefur tekið hratt upp í hlýindum undanfarið. Vot flóð og hengjuhrun eru ennþá möguleg.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það er lítill snjór eftir neðan við 400 m hæð, nema í giljum. Dálítill snjór er eftir efst í fjöllum, einkum inn til dala. Snjórinn er að mestu jafnhita og hann er votur og mjög gljúpur.

Nýleg snjóflóð

Helgina 12.-14. apríl féllu vot lausaflóð og hengjuhrun varð í hlýindum. Einnig féllu vot flekaflóð í Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð. Ekki hefur orðið vart við snjóflóð síðan þá, fyrir utan litla tauma.

Veður og veðurspá

Suðlægar áttir áfram og hlýtt í veðri. Rigning með köflum.

Spá gerð: 19. apr. 10:43. Gildir til: 20. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica