Varnarvirki
Snjóflóð og skriðuföll hafa valdið mörgum slysum og stórfelldu fjárhagslegu tjóni hér á landi. Á tuttugustu öld fórust samtals 193 af þessum völdum, þarf af 69 eftir 1974. Beint fjárhagslegt tjón vegna snjóflóða og skriðufalla frá 1974 til 2000 hefur verið metið yfir 3,3 milljarðar kr.
Hörmuleg snjóflóðaslys í Súðavík og á Flateyri árið 1995, sem kostuðu 34 mannslíf og ollu miklu fjárhagslegu tjóni, hafa gerbreytt afstöðu Íslendinga til snjóflóðahættu. Slysin opnuðu augu manna fyrir því að snjóflóðahætta er langt umfram það sem hægt er að sætta sig við í nokkrum þorpum og bæjum á landinu. Rýmingar er hægt að nota til þess að draga að vissu marki úr slysahættu af völdum snjóflóða. Engu að síður verður að líta á víðtækar rýmingar sem tímabundna ráðstöfun meðan unnið er að lausn vandans með byggingu fullnægjandi snjóflóðavarna og breytingum á skipulagi og landnýtingu.
Stjórnvöld hafa gert áætlun um uppbyggingu snjóflóðavarna og uppkaup húsnæðis á hættusvæðum til þess að draga úr slysum og tjóni af völdum snjóflóða og skriðufalla. Hættumat er grundvöllur aðgerða til þess að draga úr hættu af völdum ofanflóða.
Í lögum 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er mælt fyrir um að „meta skuli hættu á ofanflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku.” Í reglugerð 505/2000 með breytingu 495/20007 er nánar fjallað um matið, hvernig að því skuli staðið og á hverju það skuli byggja.
Ýmsar upplýsingar um varnarvirki fyrir íslenskar aðstæður
Skýrslur um rannsóknir og hönnun á varnarvirkjum og kröfur til þeirra við íslenskar aðstæður
- Þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á Íslandi. Yfirlit og mat á kostnaði / An overview of the need for avalanche protection measures in Iceland (VÍ rit 96003/96004, 1996, höfundar Tómas Jóhannesson, Karstein Lied, Stefan Margreth og Frode Sandersen) [ágrip af VÍ riti 96003/96004] [summary of VÍ publication 96003/96004] (hvorttveggja á html-sniði)
- Adaptation of the Swiss Guidelines for supporting structures for Icelandic conditions (VÍ greinargerð 99013, 1999, höfundar Tómas Jóhannesson og Stefan Margreth) (pdf 0,1 Mb)
- Addendum to the "Adaptation of the Swiss Guidelines for supporting structures for Icelandic conditions (IMO Rep. 99013)" (VÍ minnisblað TóJ-2003-05, höfundur Tómas Jóhannesson) (pdf 0,03 Mb)
- Remarks on the design of avalanche braking mounds based on experiments in 3, 6, 9 and 34 m long chutes (VÍ greinargerð 03024, 2003, höfundar Tómas Jóhannesson og Kristín Martha Hákonardóttir) (pdf 0,8 Mb)
- Field observations and laboratory experiments for evaluating the effectiveness of avalanche defence structures in Iceland. Main results and future programme (pdf 0,8 Mb) (Í: Proceedings of the International Seminar on Snow and Avalanches Test Sites, Grenoble, France, 22−23 November 2002, Florence Naaim-Bouvet, ritstj., s. 99−109, Grenoble, Cemagref, 2003, höfundur Tómas Jóhannesson) [ágrip af greininni Field observations ...] (html)
- Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður (VÍ minnisblað TóJ-2004-04, höfundur Tómas Jóhannesson) (pdf 0,4 Mb)
-
Proceedings of the International Symposium on Mitigative Measures against Snow Avalanches, Egilsstaðir, Iceland 11−14 March 2008 (ritstjórar Tómas Jóhannesson, Gísli Eiríksson, Erik Hestnes og Jakob Gunnarsson) (pdf 7,7 Mb)
-
The design of avalanche protection dams. Recent practical and theoretical developments (European Commission, Directorate-General for Research, Publication EUR 23339, 2009, ISBN 978-92-79-08885-8, ISSN 1018-5593, DOI 10.2777/12871. Ritstjórar; T. Jóhannesson, P. Gauer, P. Issler and K. Lied. Höfundar: M. Barbolini, U. Domaas, T. Faug, P. Gauer, K. M. Hákonardóttir, C. B. Harbitz, D. Issler, T. Jóhannesson, K. Lied, M. Naaim, F. Naaim-Bouvet and L. Rammer) (pdf 1.6 Mb)
-
Background for the determination of dam height in the SATSIE dam design guidelines (VÍ greinargerð 08003, 2008, höfundar Tómas Jóhannesson, Kristín Martha Hákonardóttir, Carl B. Harbitz og Ulrik Domaas) (pdf 1,0 Mb)
-
Hugbúnaður til þess að reikna ástreymishæð snjóflóða á varnargarða og fyrirstöður sem lýst er í viðauka í greinargerðinni sem vísað er til hér að framan (VÍ greinargerð 08003, hugbúnaðurinn er fyrir forritið R sem unnt er að nálgast á netinu) [Linux útgáfa (.tar.gz)] [Windows útgáfa (.zip)] [Leiðbeiningar (pdf 0,2 Mb)]
Skýrslur og greinargerðir um líkantilraunir í tilraunabrautum í sambandi við snjóflóð og varnarvirki
- A laboratory study of the interaction between supercritical, shallow flows and dams (VÍ greinargerð 03038, 2003, höfundar Kristín Martha Hákonardóttir, Andrew Hogg og Tómas Jóhannesson) (pdf 1,3 Mb)
- Avalanche braking mound experiments with snow. Switzerland − March 2002 (VÍ greinargerð 03023, 2003, höfundar Kristín Martha Hákonardóttir, Tómas Jóhannesson, Felix Tiefenbacher og Martin Kern) (pdf 0,5 Mb)
- A laboratory study of the retarding effect of breaking mounds in 3, 6 and 9 m long chutes (VÍ greinargerð 01007, 2001, höfundar Kristín Martha Hákonardóttir, Tómas Jóhannesson, Felix Tiefenbacher og Martin Kern) (pdf 0,6 Mb) [ágrip af VÍ greinargerð 01007] (html)
Skýrslur og greinargerðir um snjóflóð sem fallið hafa á varnargarða
- Snjóflóð á varnargarðinn við sorpbrennsluna Funa í Engidal við Skutulsfjörð þann 14. janúar 2004 (VÍ minnisblað TóJ-2004-02, höfundur Tómas Jóhannesson) (pdf 0,3 Mb)
- Run-up of two avalanches on the deflecting dams at Flateyri, northwestern Iceland. (Annals of Glaciology, 32, 350−354, 2001, höfundur Tómas Jóhannesson) [ágrip] (html)
- Snjóflóðið á Flateyri 21. febrúar 1999 og áhrif varnargarða ofan byggðarinnar. (Náttúrufræðingurinn, 69, 1, 3−10, 1999, höfundar Tómas Jóhannesson, Oddur Pétursson, Jón Gunnar Egilsson og Gunnar Guðni Tómasson) [ágrip af greininni Snjóflóðið á Flateyri ...] (html)
Greinar um slys og tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla og annarra náttúruhamfara
- Slys og tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla (Sveitarstjórnarmál, 61, 6, 474−482, 2001, höfundar Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Arnalds) (pdf 1,2 Mb)
- Náttúruhamfarir á Íslandi (Í: Orkuþing 2001. Orkumenning á Íslandi. Grunnur til stefnumótunar, María J. Gunnarsdóttir, ritstj., 238−246, Reykjavík, Samorka, 2001, höfundur Tómas Jóhannesson) (pdf 0,5 Mb)
- Accidents and economic damage due to snow avalanches and landslides in Iceland (Jökull, 50, 81−90, 2001, höfundar Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Arnalds) (pdf 2,0 Mb)
Ársskýrslur ofanflóðanefndar
- Ofanflóðanefnd, skýrsla um starfsemi nefndarinnar 1996 til 2000 (Umhverfisráðuneytið, mars 2002) (pdf 1,3 Mb)
Lög og reglugerðir
- Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (49/1997)
- Reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats (505/2000)
- Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats (495/2007)