Notkunarskilmálar

Skilmálar vegna notkunar gagna á vefsíðum Veðurstofu Íslands

Eftirfarandi skilmálar eru í gildi:

  1. Gögn sem birt eru á vefsíðum Veðurstofunnar eru til frjálsra afnota nema annað sé tekið fram, enda sé uppruna gagna getið ef þau eru birt eða notuð af öðrum til útgáfu eða framsetningar. Þetta á einnig við um myndræna framsetningu ofangreindra gagna. Afnotaréttur gagna er ekki takmarkaður, hvorki til einkanota né í viðskiptalegum tilgangi, nema þess sé sérstaklega getið.
  2. Með gögnum er átt við spár, mælingar/athuganir, niðurstöður líkanreikninga og afleidd gögn (útreiknuð gögn byggð á mælingum/athugunum eða líkanreikningum). Margar vefsíður innihalda rauntímagögn sem ekki hafa verið yfirfarin og geta þau því breyst við nánari yfirferð. Veðurstofa Íslands ábyrgist ekki að þau gögn sem finna má á vefsíðum hennar séu ætíð aðgengileg og uppfærð.
  3. Greinargerðir eða skýrslur innihalda oft sérstakar upplýsingar um það hvernig vitna skuli til gagna sem veittur er aðgangur að. Sé ekki annað tekið fram fellur ritað mál undir ákvæði höfundarréttarlaga (nr. 73/1972, með síðari breytingum). Ekki er heimilt að breyta efnisinnihaldi greinargerða og skýrslna sem aðgengilegar eru á vef stofnunarinnar. Einnig er óheimilt að breyta gögnum eða öðrum upplýsingum nema skýrt komi fram hvað sé frá Veðurstofunni komið og hvað sé á ábyrgð annarra.
  4. Veðurstofa Íslands safnar ekki persónulegum upplýsingum um notendur vefsíðna stofnunarinnar. Hins vegar eru upplýsingar um hug- og vélbúnað notenda skráðar í dagbókarfærslur vefþjóns Veðurstofunnar.
  5. Veðurstofa Íslands er ekki ábyrg fyrir skaða sem hljótast kann af völdum skorts á upplýsingum eða rangra upplýsinga á vefþjóni hennar.
  6. Með notkun á vefsíðum Veðurstofunnar samþykkir notandi ofangreinda skilmála.
  7. Öllum er frjálst að vista hjá sér þær ljósmyndir sem birtast á vefnum (þær eru í lágri upplausn) en Veðurstofan sinnir ekki beiðnum um myndir í meiri upplausn.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica