i-rammar (iframe)

i-rammaþjónusta (iframe)

Upplýsingar frá vedur.is birtast sjálfvirkt í ramma á öðrum vefjum

Veðurstofa Íslands býður upp á þjónustu sem gerir vefstjórum kleift að birta án fyrirhafnar veðurupplýsingar á vefjum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis og byggist á i-rammatækninni (iframe).

Útfærðir hafa verið tveir mismunandi i-rammar, annars vegar fyrir staðaspár, textaspár og veðurathuganir og hins vegar fyrir veðurþáttaspár (vinda-, hita- og úrkomuspár). Í báðum tilfellum er hægt að velja veðurspásvæði og tungumál (íslensku eða ensku). Báðir þessir i-rammar eru stórir og er ætlað að vera meginefni heillar síðu.

Það er sáraeinfalt að setja þessa i-ramma inn á síður; tekur einungis nokkrar mínútur.

Leiðbeiningar um i-ramma fyrir staðaspár, textaspár og veðurathuganir

Leiðbeiningar um i-ramma fyrir veðurþáttaspár

Fleiri ramma mætti hugsa sér, t.d. minni ramma með veðurathugun og/eða spá fyrir ákveðna veðurstöð. Einnig i-ramma fyrir norðurljósaspá. Vegna annarrar vefvinnu verða ekki útfærðir fleiri i-rammar í bráð. Óskir eru þó vel þegnar í hugmyndapott.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica