Gagnaveita (XML)

Gagnaveita - XML þjónusta

Áríðandi: xmlþjónustan (og vefurinn sem slíkur) notast núna(frá byrjun október 2018) við SSL skilríki. Af þessum ástæðum þurfa notendur þjónustunar að uppfæra þá strengi sem þeir nota fyrir köll á þjónustuna. Bæta þarf við "s" við fremsta hlutann: https í stað http til að fá svar til baka.

Veðurstofa Íslands býður upp á þjónustu sem gerir fagaðilum kleift að sækja nýjustu staðarspár, textaspár og veðurathuganir; svo og norðurljósaspár og snjóflóðaviðvaranir. Þessi þjónusta er ókeypis. Hægt er að sækja veðurgögnin á XML, RSS og CSV formi.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Þjónustan er opin öllum; engin skráning er nauðsynleg. Þess vegna hefur Veðurstofan ekki skrá yfir það hverjir nota þjónustuna og getur þar af leiðandi ekki tilkynnt um breytingar.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustunnar

Veður - staðaspár, textaspár og veðurathuganir

Leiðbeiningar um XML vegna veðurspáa (pdf 0,3 Mb)

Snjóflóðaviðvaranir

Leiðbeiningar um XML vegna snjóflóðaviðvarana (pdf 0,2 Mb)

Norðurljósaspár

Leiðbeiningar um XML vegna norðurljósaspáa (pdf 0,2 Mb)

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica