•  Um þessar mundir er unnið að uppfærslu á innri kerfum Veðurstofunnar. 
     Búast má við truflunum í birtingu gagna á vefnum á þeim tíma.  

Fréttir

Third-pole

Breytingar á freðhvolfinu valda vítahring - 23.11.2022

Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO), stóð fyrir málstofu um breytingar á freðhvolfinu (e. cryosphere) og áhrif þeirra á náttúru og samfélag. Cryosphere er alþjóðlegt heiti sem nær yfir allt frosið vatn á hnettinum, hvort sem um er að ræða snjó, lagnaðarís, hafís, klaka í jörð eða jökulís. Orðið freðhvolf er íslenska heiti hugtaksins. Málstofan var haldin þann 16. nóvember síðastliðinn í tengslum við loftslagsfund Sameinuðu Þjóðanna, COP27. Hægt var að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi en upptaka er aðgengileg hér .   Lesa meira
Coplogo

Hvers vegna COP27? - 16.11.2022

Nú stendur yfir 27. aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi. COP stendur fyrir Conference Of the Parties og á fundinum mætast þjóðarleiðtogar þeirra 198 þjóða sem skrifað hafa undir samninginn og setja sér markmið um hvernig standa skal vörð um framtíð jarðarinnar. Auk þeirra taka þátt í samtalinu embættismenn, sérfræðingar, loftslagshópar og aðgerðasinnar á sviði loftslagsmála.    Lesa meira
Forsidumynd

Síðustu átta ár þau heitustu á jörðinni frá upphafi mælinga. - 8.11.2022

Vegna síaukinnar uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda hafa síðastliðin átta ár mælst þau átta hlýjustu í sögunni. Áhrif hlýnunar verða sífellt áþreifanlegri. Gríðarlegar hitabylgjur, þurrkar og aftakaflóð hafa haft áhrif á milljónir manna og valdið milljarða tjóni það sem af er þessu ári. Meðalhiti á heimsvísu árið 2022 er nú metinn um það bil 1,15°C yfir meðaltali tímabilsins 1850-1900, fyrir iðnbyltingu, og hlýnunin heldur áfram.  

Lesa meira

Tíðarfar í október 2022 - 3.11.2022

Október var tiltölulega kaldur um mest allt land, þó var hlýtt í byrjun og lok mánaðar. Fyrri hluti mánaðarins var úrkomusamur, sérstaklega á norðan- og austanverðu landinu. Töluverð úrkoma féll á norðaustanverðu landinu í óveðri sem gekk yfir landið þ. 9. og þar snjóaði víða í byggð. Seinni hluti mánaðarins var hægviðrasamur og tíð almennt góð. Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica