Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Óveruleg hreyfing hefur mælst síðan 23. desember í daglegum mælingum. Vöktun hlíðanna ofan bæjarins hefur þegar verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Unnið er að því að auka tíðni og nákvæmni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði og hafa sérfræðingar Veðurstofunnar og samstarfsaðilar unnið hörðum höndum að undirbúningi frekari vöktunar ásamt uppsetningu á nýjum vöktunarbúnaði.
Lesa meiraÍ gær, mánudag, var haldinn fundur með íbúum Seyðisfjarðar og fulltrúum Almannavarna og viðbragðsaðila á staðnum, Náttúruhamfaratrygginga Íslands, RARIK og Veðurstofunnar. Á fundinum fóru sérfræðingar Veðurstofunnar meðal annars yfir aðdraganda atburðanna og umfang skriðufallanna. Frumathuganir á stærstu skriðunni gefa til kynna að hún nái djúpt ofan í setlög sem ekki virðist hafa hrunið úr í árþúsundir.
Lesa meiraUppfært kl. 15:10, 20.12.2020
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd. Þeir íbúar sem búa utan þeirra svæða verður heimilt að snúa aftur.
Í ljósi þessa hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að færa neyðarstig almannavarna, sem verið hefur á Seyðisfirði, niður á hættustig.