Veðurstofan hefur sett nýjar síður fyrir svæðisbundnar snjóflóðaspár í loftið. Nýja síðan er miðlægur vettvangur fyrir allar upplýsingar frá snjóflóðavaktinni, þar sem snjóflóðahætta er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt, með kortum, spám og vöktun. Framsetningin á spám og kortum er einnig hönnuð með þarfir farsímanotenda í huga og með bættum og þysjanlegum kortum og fleiri gagnvirkum þekjum.
Lesa meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi er með svipuðu sniði og verið hefur síðustu vikurnar. Í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni hefur hraði kvikusöfnunar verið breytilegur. Sé litið til síðustu eldgosa sýna líkanreikningar að smám saman hefur dregið úr hraða innflæðis með hverju eldgosi. Hraðinn hefur þó haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.
Lesa meira
Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing var með allra mesta móti sumarið 2025. Ársafkoma jökulsins hefur aðeins einu sinni mælst meira neikvæð frá upphafi mælinga. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins. Nýr sigketill kom í ljós á jöklinum og þarf þar að hafa varann á framvegis.
Lesa meira