Fréttir

Þegar Veðurstofan var sögð hafa hagrætt veðrinu á Kvennafrídaginn - 24.10.2025

Á þessum degi fyrir fimmtíu árum lögðu konur um allt land niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu þeirra. Blíðviðrið sem fylgdi kvennaverkfallinu 1975 vakti athygli og gárungar sögðu að Veðurstofan hefði jafnvel hagrætt í veðrinu, enda starfaði ein í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins á Veðurstofunni. 
Við rifjum nú upp þennan sögulega dag, veðrið sem skapaði stemninguna og minnumst kvennanna á Veðurstofunni sem ruddu brautina á meðal þeirra voru Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri og jafnréttissinni, Teresía Guðmundsson, fyrsta konan í heiminum til að gegna stöðu veðurstofustjóra, og Adda Bára Sigfúsdóttir, brautryðjandi í veðurfræði og samfélagsmálum.

Lesa meira

Sameinuðu þjóðirnar hvetja til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim - 23.10.2025

António Guterres hvatti til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim. Verkefnið Early Warnings for All miðar að því að allir í heiminum hafi aðgang að áreiðanlegum viðvörunum fyrir árið 2027.

Lesa meira

Kröftug jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli - 20.10.2025

Svipaðar hrinur urðu á sama stað í Mýrdalsjökli í maí og júní 2023. Báðar þær hrinur stóðu yfir í nokkrar klukkustundir og höfðu fjarað að mestu leyti út innan sólarhrings. Nú virðist hrinan þróast á svipaðan hátt og hefur dregið úr virkni síðustu klukkustundirnar þótt áfram mælist stöku smáskjálftar. Lesa meira

1,4 milljarða samstarfsverkefni stóreflir gervigreindarinnviði Íslands - 14.10.2025

Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica