Uppfært 21.04. kl. 8:30
Klukkan 23:05 varð skjálfti af stærðinni 4.1 um 3km NA af Þorbirni. Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni að hann hafi fundist víða á Suðvestur- ,Suður- og Vesturlandi eða allt austur á Hellu og norður í Grundarfjörð. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Lesa meiraUppfært 26.03. kl. 15.15
Nú er hægt að nálgast
nýjustu gasmengunarspána á sérsíðu inni á vedur.is. Síðan er aðgengileg í gegnum flipa efst á forsíðunni „Virkni á Reykjanesskaga“. Þar birtist textaspá varðandi gasmengun vegna
eldgossins við Fagradalsfjall. Neðst á síðunni er spálíkan sem sýnir
brennisteinsmengun í byggð fyrir næstu 72 tíma. Einnig eru þarna mikilvæg
skilaboð fyrir þá sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar.
Lesa meira
Í síðustu viku,
kl. 13:43 þann 20. október, varð jarðskjálfti af stærð 5,6 á Reykjanesskaga, á
milli Fagradalsfjalls og Kleifarvatns. Upptök
hans voru við Núpshlíðarháls um 5 km vestur af Seltúni og fylgdi honum töluverð
eftirskjálftavirkni. Áhrifa skjálftans varð vart víða og hafa sérfræðingar
Veðurstofunnar farið í vettvangsferðir til að kortleggja helstu ummerki, en einnig
eru notaðar aðrar aðferðir til að greina og kortleggja áhrif skjálfta. Ein aðferð er að notast við gervihnetti.
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaga
síðustu daga. Um 180 skjálftar hafa mælst síðustu tvo sólarhringana og enginn
skjálftanna hefur verið yfir 2,2 að stærð. Til samanburðar má nefna að fyrsta
sólarhringinn eftir að skjálfti upp á 5,6 varð í Núpshlíðarháls mældust um 1700
skjálftar á svæðinu.
Fréttin er uppfærð