Fréttir og viðvaranir

Vel fylgst með skjálftahrinunni við Keili - 1.10.2021

Skjálftahrina hófst 27. september SV af Keili. Skjálftarnir í hrinunni eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist fyrr á árinu leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall. Í dag hafa um 2.000 skjálftar mælst í hrinunni það sem af er, 8 af þeim hafa verið yfir 3 að stærð. Enginn gosórói mælist, en skjálftavirknin í þessari hrinu er áþekk því sem sást við Fagradalsfjall í aðdraganda eldgossins þar. Á þessu stigi er hinsvegar ekki hægt að útiloka að skjálftarnir getir verið vegna spennubreytinga á svæðinu, en ekki vegna kvikuhreyfinga. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna á Reykjanesskaga og ræddi einnig virknina við Öskju á reglulegum stöðufundi.

Lesa meira

"Litla gosið" við Fagradalsfjall orðið sex mánaða - 19.9.2021

Í dag, 19. september, eru sex mánuður frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. Hraunflæðið er metið tiltölulega lítið á mælikvarða eldgosa sem orðið hafa á Íslandi. En vegna  staðsetningar, nálægðar við byggð og aðgengi almennings og vísindamanna að gosstöðvunum, má segja að áhrif gossins og þær áskoranir sem því hafa fylgt hafi orðið meiri en með önnur nýleg gos.


Lesa meira

Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar - 10.8.2021

Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Svæðið var fjölfarinn útsýnisstaður við eldstöðvarnar, en er núna umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Sprungurnar eru líklega togsprungur og raða sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum.

Lesa meira

Hraunflæðilíkön hafa sannað sig í eldgosinu við Fagradalsfjall - 22.6.2021

Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa verið í samstarfi um notkun og þróun hraunflæðilíkana í verkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði á vegum RANNÍS. Hraunflæðilíkön voru fyrst notuð í gosinu í Holuhrauni fyrir um sex árum síðan, en það er fyrst núna í eldgosinu við Fagradalsfjall sem veruleg þróun hefur átt sér stað í notkun þeirra hér á landi.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica