eðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög.
Lesa meiraMyndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.
Lesa meiraMerki um landris á
Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í
byrjun ágúst í sumar. Landrisið er á
svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um 4 vikur. Nýjustu GPS
mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu.