Öræfajökull
mynd/photo

Öræfajökull

Megineldstöðin Öræfajökull er staðsett um 30-40 km  austan Austur-gosbeltisins. Eldstöðin er á gosbelti með suðvestur-norðausturstefnu og er talin tengjast Esjufjöllum og Snæfelli. Þetta gosbelti er lítt þekkt þar sem það er að stórum hluta hulið jökli. Öræfajökull er dæmigerð eldkeila (e. stratovolcano) með um 12 km2 öskju. Á öskjubarminum er hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, í  2110 m y.s. Öræfajökull er með hæstu eldfjöllum í Evrópu.

Langur tími líður milli gosa í Öræfajökli og síðan land byggðist hefur aðeins gosið tvisvar. Fyrra gosið varð árið 1362 og er það stærsta þeytigos sem orðið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Í gosinu mynduðust ~10 km3 af nýfallinni gjósku og líklega hafa 75% landsins orðið fyrir gjóskufalli. Mesta eyðileggingin varð í sveitinni við rætur eldstöðvarinnar sem þá kallaðist Litla-Hérað. Byggð þar lagðist alveg af eftir gosið enda „lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall“ (Oddverjaannáll). Þegar sveitin byggðist aftur fékk hún nafnið Öræfi. Seinna sögulega gosið varð árið 1727 og því eru 290 ár síðan síðast gaus í Öræfajökli.

Frekari upplýsingar um eldstöðvarkerfið Kötlu má finna í  vefsjá íslenskra eldfjalla.


Jarðskjálftavirkni

GPS

Yfirlit yfir GPS kerfið má finna hér.


Athugið að upplýsingar sem Veðurstofan birtir á vefjum sínum í rauntíma eru óyfirfarnar. Túlkun og úrvinnsla slíkra gagna er á eigin ábyrgð. Sjá einnig skilmála Veðurstofunnar um notkun gagna.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica