Gasmengun
Gasmengun
Gasmengunarspá og skráningarform vegna gasmengunar
Hér fyrir neðan birtist textaspá veðurvaktar um gasdreifingu á landinu í dag og á morgun ásamt almennri veðurspá fyrir gosstöðvarnar. Kortin sýna þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar (SO2 ) í byggð fyrir næstu 48 tíma.
Fremsta kortið sýnir spá um styrk brennisteinstvíyldis við yfirborð, næstu þrjú kort sýna þau svæði þar sem mengunar geti orðið vart á næstu sex eða tuttugu og fjórum klukkustundum. Liturinn á þeim kortum gefur eingöngu til kynna svæði, ekki styrk.
Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar, sjá hlekki neðst á síðunni.
ATH! Textaspá er einungis uppfærð þegar eldgos er í gangi og mun þá spá um brennisteinsmengun birtast á kortunum.