Gasmengun

Gasmengun

Gasmengunarspá, dreifilíkan og skráningarform vegna gasmengunar

Hér fyrir neðan birtist textaspá varðandi gasmengun vegna eldgossins við Fagradalsfjall og spálíkan sem sýnir brennisteinsmengun (SO2 og SO4) í byggð fyrir næstu 48 tíma. Neðar á síðunni má finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fara að gosstöðvunum eða senda tilkynningu um gasmengun.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Engin virkni mælist í gígnum í Meradölum. Ólíklegt er að gasmengunar verði vart í byggð.
Enn má gera ráð fyrir staðbundinni gasmengun á svæðinu.
Spá gerð: 23.08.2022 09:19. Gildir til: 27.08.2022 00:00.


Tilkynning um gasmengun

Veðurstofan þiggur einnig tilkynningar frá fólki sem telur sig verða vart við gasmengun. Það skal tekið fram að við óskum ekki eftir tilkynningum frá þeim sem fara að gosstöðvunum heldur einungis frá íbúum í byggð. Hlekkur á skráningarform vegna gasmengunar

Mikilvæg skilaboð fyrir þá sem ætla að fara að gosstöðvunum

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgosins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
  • Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
  • Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.

Veðurstofan hefur sett upp veðurstöð við gosstöðvarnar sem sýnir athuganir á klukkustunda fresti.

Hér eru ráðleggingar frá Umhverfisstofnun vegna mengunar frá gosstöðvum og hlekkur á loftgaedi.is sem sýnir stöðu á loftgæðum í byggð.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica