Hættumatskort
Gildir frá: 10. september 2024. Gildir til kl. 15:00, 17. september 2024 að öllu óbreyttu
Kortið sýnir mat á hættu sem er til staðar og hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara. Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hætta getur leynst utan þeirra.
Litur svæða endurspeglar heildarhættu innan þeirra. Sú hætta sem metin er hærri en önnur innan svæða, er feitletruð í listanum á kortinu. Hægt er að lesa um ferli og aðferðafræði hættumats hér.
Ath. breyting á kortinu er að svæði 3, 5 og 6 hafa verið stækkuð um 2 km til norðausturs. Þessi breyting er gerð af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að hraunbreiðan sem hefur myndast í þessu gosi hefur náð út fyrir fyrri mörk svæðanna. Í öðru lagi til að taka tillit til þess að kvikugangurinn sem myndaðist þann 22. ágúst náði lengra til norðausturs en svæði 3 gerði áður.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri og til að hlaða henni niður í fullum gæðum. Rauða strikið innan svæðis 3 er núverandi gossprunga.