Guðrún Sveinbjörnsdóttir lætur nú af störfum eftir 58 ára samfellda þjónustu við Veðurstofu Íslands. Guðrún er fædd í Ófeigsfirði á Ströndum árið 1942 og ólst þar upp við sveitastörf og að læra að nýta öll hlunnindi sem sjórinn gaf.
Lesa meiraÍ dag eru liðnir þrír mánuðir frá því að síðast sást til hraunflæðis úr eldstöðinni við Fagradalsfjall. Áfram mælist þensla á svæðinu og unnið er að útreikningum og líkangerð svo hægt sé að túlka mælingarnar, en niðurstöður liggja ekki fyrir.
Lesa meiraUppfært 7.12. kl. 11:00
Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem m.a. mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult. Samkvæmt skilgreiningu er uppfærsla á fluglitakóðanum í appelsínugult þegar að eldstöð sýnir aukna virkni og vaxandi líkur eru á eldgosi.
Lesa meiraTíð var nokkuð hagstæð í nóvember. Mánuðurinn var kaldari en meðalnóvembermánuður undanfarinn áratug um allt land. Úrkomusamt var á sunnan- og vestanverðu landinu. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í nóvember í Reykjavík síðan árið 1993.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á
Suðurnesjum aflýsir óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum. Eldgosið
hófst 19. mars síðastliðinn og var þá lýst yfir neyðarstigi, en áður hafði
verið í gildi óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Degi eftir
að eldgosið hófst var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi í hættustig eftir
að ljóst var að eldgosið var fjarri þéttbýli og helstu mannvirkjum.
Fjórum vikum eftir að síðast sást til elds í Geldingadölum var almannavarnastig
fært aftur niður á óvissustig.
Lokafundur EUROVOLC samstarfsverkefnisins fór fram á Center Hotels Plaza dagana 16.-18. nóvember. Verkefnið, sem miðar að samstarfi og samtengingu evrópskra eldfjallaeftirlits- og rannsóknarstofnanna hóf göngu sína 1. febrúar 2018 og átti að standa yfir í 3 ár. Þegar ljóst var að kórónuveirufaraldurinn myndi hafa mikil áhrif á verkefnið sökum ferðabanns og/eða -takmarkana sótti verkefnisstjórn um 10 mánaða framlengingju sem samþykkt var af Evrópusambandinu í desember 2020 og verkefnið því framlengt til 30. nóvember 2021.
Lesa meiraFrá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en í mjög litlu magni. Samfara eldgosinu seig land umhverfis eldstöðvarnar líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi, en í lok ágúst sást á GPS mælum að farið var að draga úr siginu og upp úr miðjum september var sigið farið að snúast í landris. Risið er mjög lítið eða einungis um 2 sm þar sem það er mest. Nýjustu gervitunglagögn sýna að landrisið nær norður af Keili suður fyrir gosstöðvarnar. Líkanreikningar benda til þess að upptök þess séu á miklu dýpi og er líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun.
Lesa meiraLíklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að COP26, Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, er ný afstaðin. COP ráðstefnan (Conference of Parties) var haldin í Glasgow að þessu sinni, en Anna Hulda Ólafsdóttir, sem fer fyrir nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, var fulltrúi Veðurstofu Íslands.
Í dag kl. 13:21 mældist jarðskjálfti af stærð 5,2 á um 5 km dýpi í Vatnafjöllum á Suðurlandi, 8 km suður af Heklu.
Lesa meiraVeðurstofur Íslands, Danmerkur, Írlands og Hollands hafa tekið höndum saman um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna með nýrri ofurtölvu sem staðsett verður á Veðurstofu Íslands. Markmiðið með samstarfinu er að stuðla að framþróun í skammtíma veðurspám og auka áreiðanleika gagna.
Í dag, 5. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Hlyns Sigtryggssonar veðurstofustjóra.
Um mitt ár 1963 tók hann við embætti veðurstofustjóra og gegndi því til starfsloka haustið 1989 eða í ríflega 26 ár. Hann var fulltrúi Veðurstofunnar og ríkisstjórnarinnar á ýmsum fundum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) allt frá 1950 til 1989.
Lesa meiraHaustmælingum á jöklum landsins er nú að mestu lokið og enn halda jöklarnir áfram að hopa og rýrna. Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi.
Október einkenndist af norðaustlægum áttum og var úrkomusamur á Norðaustur- og Austurlandi. Samanborið við sama mánuð undanfarin tíu ár var mánuðurinn tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu en tiltölulega hlýr á því sunnanverðu. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og þar var mánaðarúrkoman sú næstmesta sem mælst hefur þar. Talsvert sólríkara og úrkomuminna var í Reykjavík. Óvenjumikil úrkoma í upphafi mánaðar á Norðausturlandi olli miklum skriðuföllum í Kinn og Útkinn.
EPOS Ísland hlaut fyrr í ár styrk úr innviðasjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands, RANNÍS, en verkefnið er á vegvísi Innviðasjóðs um uppbyggingu ransóknarinnviða. EPOS Ísland er samstarf fimm íslenskra stofnana um uppbyggingu innviða í jarðvísindum. Þeir innviðir eru öflugar gagnaþjónustur sem veita opið aðgengi að mikilvægum jarðvísindagögnum og þjónustum frá Íslandi og eru hluti af miðlægri sam-evrópskri gagnaþjónustu EPOS. Með slíkri gagnaþjónustu skapast mikil tækifæri til að auka þekkingu og frekari hagnýtingu rannsókna. EPOS Ísland er umfangsmesta uppbygging á gagnaþjónustum fyrir jarðvísindi sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Í dag verður haldinn ræsfundur verkefnisins kl 10:30 í Undirheimum, sal Veðurstofu Íslands þar sem samstarfsaðilar munu fara yfir verkáætlun fyrsta árs og samstarfssamningur stofnananna kynntur.
Lesa meiraFrá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en þó í mjög lágu magni, einnig sjást hitamerki en þó með lengra millibili. Af og til sést í glóandi hraun frá fyrra útrennsli og þá sérstaklega þegar myrkva tekur. Hiti og glóð geta haldið áfram í vikur/mánuði jafnvel þótt ekkert nýtt hraun komi úr gígnum. Jarðskjálfta virkni Suðvestur af Keili sem hófst 27. september hefur minnkað mikið undanfarna daga.
Landris fór að mælast við Öskju í byrjun ágúst. þetta sást bæði á GPS stöðinni OLAC sem staðsett er í miðju öskjunnar í Öskju og á InSAR myndum. InSAR sýnir að um er að ræða þennslumerki merki sem er 5-6 km í þvermál og er rishraðinn við OLAC um 75 sm/ári og var orðnn um 15 sm þann 12. Okt. Módelreikningar sýna að risið, sem er enn í gangi, er líklegast merki um að kvika sé flæða inn á 2-3 km dýpi í jarðskorpunni.
Lesa meiraNóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2021 fóru til þriggja vísindamanna. Tveir þeirra,
Syukuro Manabe og Klaus Hasselmann, eru loftslagsvísindamenn sem hafa lengi verið í fremstu röð vísindamanna sem rannsaka loftslagsbreytingar af mannavöldum. Allir þrír hafa unnið að fjölþættum og flóknum kerfum, samspili ólíkra lengda- og tímakvarða og því hvernig regluleg hegðan myndast.
Lesa meiraNýjustu gervitunglagögn úr Sentinel-1 (InSAR) af svæðinu við Keili sýna engin skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs. Á nýjustu myndinni sem sýnir breytingar á svæðinu frá 23. september til 5. október sjást engin merki um breytingar á jarðskorpunni á slóðum skjálftahrinunnar sem hefur verið í gangi frá því í lok september. Það útilokar hins vegar ekki að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að það sæist ekki í gervitunglagögnum.
Lesa meiraSeptember var hlýr framan af, sérstaklega norðan- og norðaustanlands. Síðustu tíu dagar mánaðarins voru aftur á móti kaldir. Það snjóaði víða í byggð í lok mánaðar og var jörð alhvít á mörgum stöðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Úrkoma mældist víðast hvar vel yfir meðallagi í mánuðinum. Óvenju þungbúið var suðvestanlands og hafa ekki mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði síðan 1943. Mánuðurinn var fremur illviðrasamur.
Uppfært 5.10. kl 17:20
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur fylgst náið með þróun mála á Seyðisfirði síðasta sólarhringinn. Ennþá mælist hreyfing á fleka utan í stóra skriðusárinu. Engin úrkoma hefur verið á svæðinu síðasta sólarhringinn og dregið hefur úr hækkun á vatnshæði í borholum. Þess vegna er talið að þrýstingur hafi minnkað á jarðlög í hlíðinni. Í lok vikunnar er von á talsverðri úrkomu á svæðinu og í ljósi þessa ákvað lögreglurstjóri Austurlands í samvinnu við Almannavarnir að viðhalda rýmingu á níu húsum sem rýmd voru í gær.
Lesa meiraSkjálftahrina hófst 27. september SV af Keili.
Skjálftarnir í hrinunni eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist
fyrr á árinu leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall. Í dag hafa um 2.000
skjálftar mælst í hrinunni það sem af er, 8 af þeim hafa verið yfir 3 að stærð.
Enginn gosórói mælist, en skjálftavirknin í þessari hrinu er áþekk því sem sást
við Fagradalsfjall í aðdraganda eldgossins þar. Á þessu stigi er hinsvegar ekki
hægt að útiloka að skjálftarnir getir verið vegna spennubreytinga á svæðinu, en
ekki vegna kvikuhreyfinga. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna á Reykjanesskaga og ræddi einnig virknina við Öskju á reglulegum stöðufundi.
Í dag, 19. september, eru sex mánuður frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. Hraunflæðið er metið tiltölulega lítið á mælikvarða eldgosa sem orðið hafa á Íslandi. En vegna staðsetningar, nálægðar við byggð og aðgengi almennings og vísindamanna að gosstöðvunum, má segja að áhrif gossins og þær áskoranir sem því hafa fylgt hafi orðið meiri en með önnur nýleg gos.
Uppfært 10.09. kl. 14.45
Hlaupið í Skaftá er enn í gangi, þó verulega hafi dregið úr rennsli og vatnhæð minnkað í árfarveginum.
Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið. Helstu merki þess eru að vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni er áfram hækkandi. Þó er ljóst að verulega hefur dregið úr áhrifum frá hlaupvatni á flóðasvæðinu. Áfram er þó hætta á gasmengun nálægt upptökum Skaftár.
Lesa meira
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. Landrisið er rúmlega 7 sentimetrar sem telst mikið á þessu tímabili. Í ljósi nýjustu gagna hefur Veðurstofan breytt fluglitakóða fyrir Öskju úr grænum í gulan. Það er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.
Lesa meiraÓvenjuleg hlýindi voru á landinu öllu í ágúst. Mánuðurinn var sá hlýjasti frá upphafi mælinga á allmörgum stöðvum, t.d. á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Hlýjast var dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,4 stig á Hallormsstað þ. 24. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Óvenju þurrt og sólríkt var á Norðaustur- og Austurlandi, en þungbúið suðvestanlands. Mánuðurinn var hægviðrasamur.
GPS mælingar og gervitunglagögn úr Sentinel-1 (InSAR) sýna að þensla hófst í Öskju (Dyngjufjöllum) í byrjun ágúst 2021. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns. Ekki er alveg ljóst hvað veldur þenslunni sem nú mælist, en talið er líklegast að um innflæði kviku sé að ræða. Eldfjöll sýna oft lotubundna virkni þar sem þau liggja svo að segja í dvala með lítilli virkni árum og áratugum saman en inn á milli koma virknitímabil með þennslu, jarðskjálftum og jarðhita.
Lesa meiraAfar hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga, sérstaklega á norðan- og austanverðu landinu. Í gær fór hitinn víða yfir 20 gráður en hæsti hitinn mældist 28,4 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Í fyrradag, 24. ágúst féll 17 ára gamalt hitamet þegar hitinn fór upp í 29,4 gráður á Hallormsstað. Þar á undan hafði hæsti hiti mælst 29,2 gráður á Egilsstöðum 11. ágúst, 2004. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939 en þá mældist hitinn 30,5°C.
Lesa meiraNýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Svæðið var fjölfarinn útsýnisstaður við eldstöðvarnar, en er núna umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Sprungurnar eru líklega togsprungur og raða sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum.
Lesa meiraÍ dag kemur út skýrsla sérfræðingahóps Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Skýrslan er mjög viðamikil og fjallar um breytingar sem hafa átt sér stað í lofthjúp, hafi, freðhvolfi, á landi og í lífríki. Athafnir manna hafa ótvírætt hitað lofthjúpinn, haf- og landsvæði. Víðtækar og hraðar breytingar í lofthjúpi, hafi, freðhvolfi og í lífríki hafa átt sér stað. Þessar breytingar eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu alda og árþúsunda.
Lesa meiraJúlí var mjög hlýr og þurr, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti júlímánaðar í þeim landshlutum var víða sá hæsti frá upphafi mælinga. Sólskinsstundir hafa aldrei mælst eins margar í júlímánuði á Akureyri. Á meðan var þungbúnara suðvestanlands en tiltölulega þurrt.
Júní var fremur kaldur. Mjög kalt var á landinu dagana 11. til 20. Það frysti og snjóaði víða í byggð og gróðri fór hægt fram. Í lok mánaðar var aftur á móti mjög hlýtt, sérstaklega á Austur- og Norðausturlandi og fór hitinn þar víða vel yfir 20 stig nokkra daga í röð. Hlýindunum fylgdu miklar leysingar eftir kalt vor með tilheyrandi vatnavöxtum í ám og lækjum.
Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa verið í samstarfi um notkun og þróun hraunflæðilíkana í verkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði á vegum RANNÍS. Hraunflæðilíkön voru fyrst notuð í gosinu í Holuhrauni fyrir um sex árum síðan, en það er fyrst núna í eldgosinu við Fagradalsfjall sem veruleg þróun hefur átt sér stað í notkun þeirra hér á landi.
Lesa meiraDeildarmyrkvi á sólu mun sjást á Íslandi 10. júní næstkomandi. Í deildarmyrkva fer tunglið fyrir hluta sólarinnar, en ekki verður almyrkvi. Í Reykjavík hefst myrkvinn kl. 09:06 og lýkur kl. 11:33. Hann verður mestur kl. 10:17, en þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun. Mesta myrkvun á Íslandi verður breytileg eftir landsvæðum og tímasetningu getur skeikað um nokkrar mínútur frá Reykjavík. Skýjafar og veður hafa mikil áhrif á hversu vel myrkvinn sést.
Lesa meiraMaí var kaldur og þurr. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fram eftir mánuðinum, það var kalt og óvenju úrkomulítið um land allt. Gróður tók lítið við sér og sinueldar voru tíðir. Það tók svo að hlýna og rigna í lok mánaðar. Sólskinsstundir mældust óvenjumargar í Reykjavík.
Jöklabreytingar á Íslandi hafa verið fremur samstíga og fylgt að mestu leyti loftslagsbreytingum frá lokum 19. aldar þó að framhlaup, eldgos undir jökli og jökulhlaup hafi áhrif á stöðu einstakra jökulsporða. Íslenskir jöklar náðu ekki hámarksútbreiðslu samtímis en flestir þeirra tóku að hörfa frá ystu jökulgörðum um 1890. Heildarflatarmál jökla árið 2019 var um 10.400 km2 og hafa þeir minnkað um meira en 2200 km2 frá lokum 19. aldar, sem samsvarar 18% flatarmálsins um 1890. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Jökuls í grein um breytingar á útbreiðslu íslenskra jökla frá lokum litlu ísaldar, seint á 19. öld.
Lesa meiraGóð reynsla er af mælitækjum sem sett hafa verið upp í Seyðisfirði og Eskifirði. Tækin hafa hafa skilað mikilvægum gögnum fyrir rannsóknir og ekki síst vöktun á skriðuhættu á svæðinu. Í sumar eru fyrirhugaðar rannsóknir og áframhaldandi uppsetning mælitækja ásamt kortlagning á svæðinu sem nýtist við endurskoðun hættumats.
Lesa meiraÍ dag var haldin ráðstefna á vegum Veðurstofu Íslands “2nd Arctic Met Summit” í tengslum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Ráðstefnan bar yfirskriftina “Arctic Adaptation and Resilience – Building a Bridge Between Science and Community”. Markmið ráðstefnunnar var að sýna fram á mikilvægi samvinnu milli landa og stofnana sem vakta og vinna spálíkön fyrir ólík kerfi jarðar; loftslagið, freðhvolfið og vatnakerfið. Slík samvinna er lykillinn að því að auka seiglu samfélaga á Norðurslóðum og getu þeirra til að aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.
Lesa meiraJarðvísindastofnun Háskóla Ísland hefur birt nýjustu gögn um stærðir hrauns og hraunrennsli eldgossins í Fagradalsfjalli.
Niðurstöðurnar nú eru nokkur tíðindi, segir í
samantektinni. „Veruleg aukning hefur
orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist 13 m3/s
sem er miklu meira en þeir tæplega 8 m3/s sem áður hafa mælst. Aukið flæði hefur haldist í hendur við
hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum.
Ársfundur Veðurstofu Íslands val haldinn í morgun undir yfirskriftinni „Brú milli vísinda og samfélags – Leiðin til aðlögunar vegna loftslagsbreytinga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti á ársfundinum að komið verði á fót skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.
Lesa meiraÁrsfundur Veðurstofunnar verður haldinn miðvikudaginn 5. maí og er yfirskrift fundarins "Brú milli vísinda og samfélags". Á ársfundinum verður farið yfir þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga. Kynnt verða fyrstu skrefin til að styrkja þessa brú milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang fjölmargra stofnanna og hagaðila undir forystu Veðurstofu Íslands.
Lesa meiraApríl var fremur svalur. Mánuðurinn var þurr og hægviðrasamur. Mjög sólríkt var norðanlands og hafa sólskinsstundir aðeins einu sinni mælst fleiri á Akureyri í aprílmánuði. Loftþrýstingur var sérlega hár í mánuðinum.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu sem lýsir ástandi loftslags jarðar - „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt unnin af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar sem og afleiðingum loftslagsbreytinga.
“Loftslag jarðar er að breytast og áhrif breytinganna eru þegar of dýru verði keyptar, bæði gagnvart íbúum og náttúrunni. Við þessu þarf að bregðast og það strax í ár“, sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, þegar skýrslan var kynnt í New York í dag.
Lesa meiraMars var hlýr og tíð hagstæð. Óvenju hlýtt var á landinu dagana 17. til 19. og mældist hitinn víða hátt í 20 stig á Austurlandi.
Uppfært 26.03. kl. 15.15
Nú er hægt að nálgast
nýjustu gasmengunarspána á sérsíðu inni á vedur.is. Síðan er aðgengileg í gegnum flipa efst á forsíðunni „Virkni á Reykjanesskaga“. Þar birtist textaspá varðandi gasmengun vegna
eldgossins við Fagradalsfjall. Neðst á síðunni er spálíkan sem sýnir
brennisteinsmengun í byggð fyrir næstu 72 tíma. Einnig eru þarna mikilvæg
skilaboð fyrir þá sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar.
Lesa meira
Í dag, 23. mars, er alþjóðlegi veðurdagurinn. Þema dagsins í ár er „Hafið, loftslag og veður“ en hafið hefur áhrif á veðurfar. Árið 2020 voru áhrif aukinna gróðurhúsalofttegunda þó stærri í hnattrænu tilliti, en árið var með þeim hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust. Suðvestan við Ísland hefur árum saman verði svæði þar sem þróun sjávarhita er á skjön við þróunina víðast hvar annarsstaðar. Á undanförnum áratugum hefur þó hafið nærri Íslandi hlýnað verulega og hefur þess gætt á landinu, meðal annars í hita, úrkomu og gróðurfari. Á Íslandi var árið 2020 undir meðaltali síðustu 10 ára en yfir meðaltali áranna 1961 – 1990. Aðstæður í hafinu sunnan við landið voru einnig í svalara lagi.
Lesa meiraAlþjóðlegur dagur vatnsins er í dag. Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið upp á dag vatnsins 22. mars frá árinu 1993 og í ár hvetja þær til þess að við hugsum um hvers virði vatnið er. Í dag skortir um 2,3 milljarð manna aðgang að öruggu vatni og er sá veruleiki okkur Íslendingum nokkuð fjarlægur.
Lesa meiraÍ gær var opnað fyrir gögn frá CARRA (Copernicus Arctic Regional
Reanalysis) verkefninu, markmið þess var að endurgreina veðurathuganir og
veðurfarsmælingar frá 1991 til 2020 með lofthjúpsgreiningu. Framfarir í veðurspám á undanförnum áratugum er ekki síst vegna þróunar
við gerð lofthjúpsgreiningar, en þær eru notaðar til þess að skilgreina sem
best ástand lofthjúpsins hverju sinni. Núorðið nota greiningar mikið magn af
gögnum, bæði hefðbundnar veðurmælingar og fjarkönnunargögn, sérstaklega frá veðurtunglum.
Febrúar var hagstæður, vindur hægur og illviðri fátíð. Mánuðurinn var hlýr og snjóléttur á Suðvesturlandi á meðan svalara var norðaustanlands. Hiti var þó allstaðar yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Það var tiltölulega þurrt á landinu vestanverðu en úrkomusamara austanlands.
Í dag hófst ársfundur alþjóðlega EUROVOLC samstarfsins. EURopean Network of Observatories and Research Infrastructures for VOLCanology er samstarfsvettvangur fjölda sérfræðinga í jarðvísindum frá níu Evrópulöndum, en verkefnið hófst í byrjun árs 2018 og mun standa fram í lok nóvember á þessu ári. Fundurinn er allur rafrænn. EUROVOLC er víðtækt samstarfsverkefni í eldfjallafræði, styrkt af Innviðaáætlun Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið tekur til 19 samstarfsaðila þar af eru þrír á Íslandi. Veðurstofa Íslands leiðir verkefnið og helstu samstarfsaðilar í verkefninu eru Eldfjalla- og Jarðeðlisfræðistofnun Ítalíu (INGV) í Cantania, á Sikiley og Jarðvísindastofnun Háskólans.
Lesa meiraÍ dag, 11. febrúar, fögnum við á Veðurstofunni alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum. Sameinuðu þjóðirnar settu þennan dag á laggirnar árið 2016 til að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. Á Veðurstofunni starfar stór hópur kvenna við vöktun og rannsóknir á náttúruöflunum. Menntun þeirra og viðfangsefni eru nánast jafn fjölbreytt og náttúra Íslands, en náttúran mun áfram krefjast mikils af vísindum framtíðarinnar og þannig veita stúlkum ómæld og áhugaverð tækifæri til að mennta sig og starfa á þessu mikilvæga sviði vísindanna.
Lesa meiraUppfært 08.02. kl. 15.30
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur farið lækkandi síðustu daga. Myndir af árfarveginum ofan við brúna sýna að opið rennsli vatns hefur aukist og á radarmyndum eru vísbendingar um að krapaþekjan sé að þynnast. Því er talið að líkur á krapahlaupi líkt og það sem varð 26. janúar hafi farið mjög minnkandi. Því hefur verið tekin ákvörðun í samráði við Vegagerðina að hleypa ótakmarkaðri umferð yfir brúna við Grímsstaði. Þó eru aðstæður í ánni stöðugt vaktaðar og brugðist við af aðstæður breytast.
Lesa meiraJanúar var kaldur. Mánuðurinn var óvenju þurr og snjóléttur suðvestanlands. Mikið snjóaði á norðurhluta landsins seinni hluta mánaðarins og féllu óvenju mörg snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Mjög slæmt óveður var þ. 9. á Austfjörðum. Norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum.
Mörg snjóflóð hafa fallið í snjóflóðahrinum á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum síðustu daga. Alls hefur ofanflóðavakt Veðurstofunnar skráð á þessum tímapunkti 122 snjóflóð í gagnagrunn undanfarna 10 daga. Óvenjulegt að þetta öflugar snjóflóðahrinur séu í gangi í svona mörgum landshlutum á sama tíma.
Lesa meiraÓvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum. Um 1,5 km breitt flekaflóð féll í Hólmgerðarfjalli innan við Oddsskarð í dag þegar sól tók að skína á hlíðarnar. Annað stórt flóð sást í morgun í Harðskafa og fleiri flóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Mikill nýr snjór hefur bæst við síðustu daga í norðlægum áttum og er snjórinn greinilega mjög óstöðugur.
Lesa meiraUppfært 25.01. kl. 10.15
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu atvinnuhúsnæðis á reit 9 á Ísafirði. Dregið hefur úr úrkomu og vindi en enn má búast við NA-strekkingi og éljum næsta sólarhring. Flóðin sem fallið hafa síðustu daga benda til þess að snjóalög séu óstöðug. Vegfarendur og ferðalangar ættu því að hafa varann á ef farið er um svæði þar sem snjóflóð geta fallið. Spáð er vaxandi ANA-átt í kvöld og á morgun og þá má búast við að snjó skafi á nýja staði.
Lesa meiraÁrið 2020 var illviðrasamt. Meðalvindhraði var óvenju hár og óveðursdagar margir.
Ársmeðalhiti var yfir meðallagi 1961 til 1990 á landinu öllu en undir meðaltali síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýrra á austan- og norðaustanverðu landinu en kaldara suðvestan- og vestanlands.
Árið var mjög úrkomusamt norðan- og austanlands. Ársúrkoman á Akureyri er sú mesta sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi mælinga. Lesa meira
Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Óveruleg hreyfing hefur mælst síðan 23. desember í daglegum mælingum. Vöktun hlíðanna ofan bæjarins hefur þegar verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Unnið er að því að auka tíðni og nákvæmni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði og hafa sérfræðingar Veðurstofunnar og samstarfsaðilar unnið hörðum höndum að undirbúningi frekari vöktunar ásamt uppsetningu á nýjum vöktunarbúnaði.
Lesa meira