Fréttir
Fjölbreyttur hópur Neyðarkalla Veðurstofunnar.

Fjölbreyttur hópur Neyðarkalla á Veðurstofunni

14.11.2025

Samstarf við björgunarsveitir landsins er Veðurstofunni mjög mikilvægt. Veðurstofan hefur því styrkt björgunarsveitir með kaupum á Neyðarkallinum síðustu ár og eru kallarnir orðnir 12 talsins eftir að það fjölgaði í hópnum í vikunni. Keyptir voru tveir kallar að þessu sinni frá sveitunum Kofra í Súðavík og Sæbjörgu á Flateyri í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá snjóflóðunum mannskæðu.

Formenn sveitanna afhentu Neyðarkallanna hluta af starfsfólki Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar á Ísafirði.

Veðurstofan er stoltur bakhjarl björgunarsveita landsins og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt starf.

Neydarkallinn2025_AfhendingLjósmynd: Veðurstofa Íslands/Hjalti Karlsson

 

Hluti af starfsfólki Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar á Ísafirði taka við Neyðarkallinum 2025 frá formönnum björgunarsveitanna Kofra Súðavík og Sæbjargar Flateyri. Frá vinstri: Runólfur Georg Karlsson, formaður Kofra, Harpa Grímsdóttir, deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofunni, Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, formaður Sæbjargar, Magni Hreinn Jónsson, fagstjóri ofanflóða á Veðurstofunni, Sigríður Sif Gylfadóttir, sérfræðingur á sviði ofanflóðarannsókna á Veðurstofunni, Pia Ruttner, doktorsnemi í snjóflóðarannsóknum, Anna Hagberg, nemi, Daniel Govoni, sérfræðingur í ofanflóðahættumati á Veðurstofunni og Örn Ingólfsson, sérfræðingur í mælarekstri á Veðurstofunni. (Ljósmynd: Veðurstofa Íslands/Hjalti Karlsson).








Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica