Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 3-10 en 5-13 á morgun. Súld eða rigning með köflum, en stöku skúrir á Suður- og Vesturlandi. Svipað veður á morgun, en víða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast sunnantil.
Spá gerð 30.08.2025 21:13

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar það sem af er ári: Hlýindi, met og sögulegar hitatölur - 26.8.2025

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum. Maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli. Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá 1933 sem hlýjasti júlí á landsvísu. Í ágúst mældist 29,8°C á Egilsstaðaflugvelli sem er hæsti hiti á landinu í nærri 80 ár og fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi voru þeir hlýjustu í 180 ára sögu mælinga þar í bæ. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, fer yfir helstu tíðindi á árinu hingað til. Lesa meira

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni að ljúka - 25.8.2025

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni, sem hófst 20. ágúst er að ljúka. Vatnshæð og rennsli í Hvítá eru orðin svipuð og fyrir hlaupið. Aðfararnótt sunnudags mældust tveir toppar á vatnshæð í Hvítá ofan Húsafells, með nokkurra klukkustunda millibili. Þeir marka hámark hlaupsins. Rennsli í Hvítá við mælistaðinn Kljáfoss, um 30 km neðan við Húsafell, náði hámarki snemma á sunnudagsmorgun. Það mældist 260 m³/s, sem er svipað og í hlaupinu í ágúst 2020 og er um þrefalt meira en grunnrennsli á þessum árstíma. Frá því í gærmorgun hefur jafnt og þétt dregið úr rennsli í ánni.  

Lesa meira

Skjálfti í Brennisteinsfjöllum – hraðara sig í Krýsuvík og áframhaldandi kvikusöfnun í Svartsengi - 19.8.2025

Snarpur skjálfti M3,8 varð við Brennisteinsfjöll í gær og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innistæða er fyrir stærri skjálfum á svæðinu, en óvíst hvenær þeir verða næst. Í Krýsuvík mælist hröð aflögun jarðskorpunnar og við Svartsengi heldur landris áfram með svipuðum hraða og fyrir síðasta gos. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 2. september.

Lesa meira

Skaflinn í Gunnlaugsskarði horfinn - 8.8.2025

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf 5.-6. ágúst 2025 og hefur aðeins tvisvar áður horfið fyrr á ári en það var árið 1941 og 2010 og hvarf hann þá bæði árin í júlí.  Hlýindakafli í maí, snjóléttur vetur og þurrt, bjart sumar flýttu bráðnun.

Fylgst hefur verið með skaflinum frá 19. öld og hann er talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu. Páll Bergþórsson, fyrrverandi forstjóri Veðurstofunnar, var helsti sérfræðingurinn um skaflinn í áratugi og skráði bæði mældar og munnlegar heimildir. Árni Sigurðsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, heldur nú utan um mælingar og sögulegar upplýsingar.

Lesa meira

Níunda gosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið - 5.8.2025

Uppfært 5. ágúst

Eldgosinu sem hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni er nú formlega lokið og nýtt hættumatskort hefur verið gefið út. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Landris er hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2025 - 1.8.2025

Júlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

skýjuð Esja, dimmur sjór

Tættir bólstrar á Esju

Mynd sýnir ský á Esju, annaðhvort cumulus fractus (tættir bólstrar) eða stratocumulus fractus (tætt flákaský). Uppstreymi er við norðurhlíðar fjallsins, en mikil aflkvika tætir skýin og gerir þau óregluleg. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica