Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hæg vestlæg eða breytileg átt, en suðvestan 3-8 m/s norðvestantil. Lítilsháttar væta öðru hvoru, en léttskýjað austanlands.
Suðvestlæg átt, 3-8 á morgun, en 8-13 norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað eystra.
Hiti 6 til 11 stig að deginum, en sums staðar næturfrost inn til landsins.

Spá gerð 16.10.2025 21:44

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

1,4 milljarða samstarfsverkefni stóreflir gervigreindarinnviði Íslands - 14.10.2025

Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.

Lesa meira

Hættumat óbreytt - 14.10.2025

Skammvinn smáskjálftahrina mældist austan við Sýlingarfell á laugardagskvöld, en engar breytingar sáust á aflögun eða þrýstingi í Svartsengi samhliða henni. Landris og kvikusöfnun halda þó áfram undir Svartsengi og því er áfram nokkur óvissa um tímasetningu næsta atburðar. Hættumat helst óbreytt til 28. október nema virkni breytist. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir haldin á Ísafirði - 13.10.2025

Alþjóðlega ráðstefnan SNOW2025 – The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows fór fram á Ísafirði dagana 30. september til 3. október 2025. Um 120 sérfræðingar frá tíu löndum tóku þátt, þar á meðal margir helstu vísindamenn heims á sviði ofanflóðavarna. Á undanförnum áratugum hefur Ísland safnað ómetanlegri þekkingu á ofanflóðahættu og varnaraðgerðum. Lesa meira

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn - 6.10.2025

Jarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2025 - 2.10.2025

September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um. 

Lesa meira

Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um heldur tíu sinnum – Oddur Sigurðsson heiðraður á degi íslenskrar náttúru - 16.9.2025

Á Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“ 
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Esjan-17-januar

Óvenjuleg snjóalög í Esjunni

Þessa dagana má sjá óvenjulega sjón frá Reykjavík og hefur Veðurstofunni borist nokkrar fyrirspurnir og myndir af fyrirbrigðinu.  Hlíðar borgarfjallsin Esjunnar, hafa verið snævi þaktar og alhvítar upp í um 300 m hæð en fyrir ofan er mun minni snjór, sums staðar enginn, og fjallið grátt, eins og sjá má á mynd 1 sem var tekin 11 janúar 2023. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica