Um vefinn

Um hlutverk ytri vefs Veðurstofu Íslands

Ytri vefur Veðurstofu Íslands, vedur.is, miðlar rauntímaupplýsingum, viðvörunum, tilkynningum, gögnum, skýrslum, rannsóknarefni, fréttum, fróðleik og kynningarefni er varða viðfangsefni stofnunarinnar. Sum rannsóknar- og samstarfsverkefni hafa sína eigin undirvefi.

Um öryggishlutverk vefsins

Veðurstofan hefur m.a. það hlutverk að vera í beinu samstarfi við Almannavarnir vegna náttúruvár, hættuástands og áhættumats, í þeim tilgangi að bæta öryggi almennings og eigna. Þessar áherslur má víða finna í lögum um stofnunina.

Á vefnum vedur.is eru birtar viðvaranir og miðlað upplýsingum um náttúruvá á hættustund en þetta er mikilvægur hluti af þjónustu stofnunarinnar. Notkun almennings og fagaðila á vefnum eykst sífellt og fólk reiðir sig á að þar séu bestu fáanlegar upplýsingar um hættuástandið hverju sinni.

Það er markmið Veðurstofu Íslands að vefurinn gegni ávallt hlutverki sínu, jafnvel á miklum álagstímum.


Til baka
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica