Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðvestlæg átt 5-13 m/s og sums staðar dálítil él um landið vestanvert, en skýjað með köflum eða bjartviðri austantil. Fremur hæg breytileg átt í nótt og þurrt víðast hvar. Austlæg átt 5-13 á morgun, samfelld snjókoma við norðausturströndina í fyrramálið annars víða él á morgun, en þurrt að mestu norðvestan til. Hvessir með suðurströndinni annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig að deginum en víða næturfrost.
Spá gerð: 24.03.2018 09:37. Gildir til: 26.03.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan og austan 8-15 m/s en austan 15-23 m/s syðst. Slydda eða snjókoma suðaustan og austanlands en rigning allra syðst. Lengst af þurrviðri í öðrum landshlutum en þykknar upp með slyddu eða snjókomu suðvestanlands um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig en kólar um kvöldið.

Á þriðjudag:
Hægt minnkandi suðaustanátt. Talsverð slydda eða snjókoma um landið sunnanvert, en rigning við ströndina. Áfram þurrt að mestu norðantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina en vægt frost inn til landsins.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir fremur hæga austlæga átt. Skúrir eða él sunnan- og austanlands, en þurrt og bjart annars staðar. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt. Stöku skúrir eða él SA-til og á Vestfjörðum ananrs víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig en allvíða næturfrost.

Á föstudag:
Hægviðri og víða léttskýjað framan af degi en gengur í norðaustan 8-15 m/s síðdegis. Él norðantil en léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 24.03.2018 09:09. Gildir til: 31.03.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Vestlægar áttir verða á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrrirpart dags, en þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Víða er því frostlaust yfir daginn þó áfram verði næturfrost víðast hvar, mest inn til landsins. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun með éljum austantil og á stöku stað sunnanlands, en annars þurrt að mestu. Síðan má búast við áframhaldandi austlægum áttum með aukinni úrkomu um landið sunnanvert, snjókomu eða slyddu til landsins, en rigningu við sjóinn.
Spá gerð: 24.03.2018 06:31. Gildir til: 25.03.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica