Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 5-13 m/s síðdegis og skúrir eða slydduél, en léttir til norðaustan- og austanlands.
Víða hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun, stöku slydduél sunnanlands en bjartviðri austantil. Gengur í norðan 10-18 vestast á landinu með snjókomu eða slyddu, hvassast og úrkomumest á Vestfjörðum.
Hiti 1 til 6 stig, en kólnandi veður á morgun og víða frost annað kvöld.
Spá gerð: 22.03.2018 10:53. Gildir til: 24.03.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðvestlæg átt víða 5-13 m/s. Dálítil él eða slydduél, en þurrt og bjart sunnan- og suðaustanlands. Samfelld snjókoma á Austurlandi um kvöldið. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Austlæg átt 5-13 og svolítil él eða slyddél, en yfirleitt þurrt vestanlands. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á mánudag:
Suðaustan og austan 13-20 m/s og rigning eða slydda, en heldur hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir ákveðna austlæga átt og lengst af rigning eða slydda sunnan- og austanlands, en þurrt að mestu annars staðar. Svipaður hiti áfram.
Spá gerð: 22.03.2018 09:34. Gildir til: 29.03.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Suðlæg átt 5-13 og rigning með köflum en skúrir eða slydduél um landið vestanvert síðdegis og rofar til um landið austanvert.
Það gegnur í norðaustan 13-18 m/s á Vestfjöðum í nótt með snjókomu á köflum og útlit er fyrir að norðlæga áttin nái alla leið að Reykjanesi annað kvöld með slyddu eða snjókomu, en þó heldur hægari vindur.
Útlit er fyrir að norðlægaáttin haldi sig nánast bara við vestanverða ströndina og að mun hægari suðlæg eða breytileg átt verður annarsstaðar á landinu, bjartviðri austantil á morgun en stöku slydduél á Suðurlandi. Hiti 1 til 7 stig að deginum en næturfrost í innsveitum fyrir norðan.
Líkur á að norðaust- og austlægar áttir verða svo ríkjandi um helgina með úrkomu fyrir norðan- og austan og úrkomuminna og bjart með köflum syðra.
Spá gerð: 22.03.2018 06:41. Gildir til: 23.03.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica