• Athugið

    Öflug skjalftahrina heldur áfram í Bárðarbungu. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs.

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en þykknar upp NA-til, einkum við sjóinn. Hiti 8 til 17 stig að deginum, hlýjast SV-lands.
Spá gerð: 22.08.2014 03:54. Gildir til: 23.08.2014 05:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum vestantil, en annars bjart að mestu. Heldur hvassara og dálítil væta norðvestantil með kvöldinu. Hiti 9 til 15 stig að deginum.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt suðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s og skúrir um landið sunnan- og vestanvert, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Rigning með köflum um landið vestanvert, en skýjað með köflum og þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt. Rigning sunnantil, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig.
Spá gerð: 21.08.2014 20:49. Gildir til: 28.08.2014 12:00.Aðrir tengdir vefir