• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag (þriðjudag) berst gasmengun frá eldgosinu til suðausturs af upptökunum. Á morgun (miðvikudag) dreifist mengunin líklega um norðanvert landið. Meira
  • Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) NA-til á landinu í dag. Gildir til 22.10.2014 18:00 Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðvestan 15-23 m/s og snjókoma eða él norðaustantil, hvassast á annesjum, en fremur hæg breytileg átt sunnan- og vestanlands og bjart að mestu. Lægir smám saman og styttir upp. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning sunnantil á landinu undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil upp úr hádegi, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan síðdegis. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.
Spá gerð: 21.10.2014 15:40. Gildir til: 22.10.2014 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Víða él og hiti kringum frostmark, en skúrir við suðurströndina og hiti 1 til 5 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi austan og norðaustan átt með slyddu eða snjókomu. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir hvassa norðan átt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið fyrir sunnan. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 21.10.2014 08:47. Gildir til: 28.10.2014 12:00.Aðrir tengdir vefir