Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-18 m/s og snjókoma NV-til, hvassast á Ströndum, annars suðvestan 5-13 m/s og él, en þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Kólnandi veður. Norðlæg átt 8-15 og snjókoma norðantil á landinu með morgninum, hvassast á annesjum, en hægari vindur sunnantil og dregur úr úrkomu. Hægari og úrkomuminna í kvöld og nótt. Norðlæg átt 8-15 á morgun, hvassast norðantil. Víða él, en úrkomulítið suðvestantil og á Austfjörðum. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 27.11.2015 05:32. Gildir til: 28.11.2015 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðan 10-18 og snjókoma eða él, hvassast nyrst. Hægari vindur og bjart veður sunnantil á landinu. Frost 3 til 12 stig.

Á sunnudag:
Norðan og norðaustan 10-18 m/s norðvestantil og snjókoma. Annars hægari vindur og dálítil él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag:
Norðvestlæg átt og snjókoma á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu syðra. Frost 0 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Breytileg átt, víða él og frost um allt land.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt, víða dálítil él og kalt í veðri.
Spá gerð: 26.11.2015 20:11. Gildir til: 03.12.2015 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Nærri samfelld él hafa verið í Höfuðborginni í nótt og orðið mjög vetrarlegt. Búast má við éljum fram eftir morgni á Höfuðborgarsvæðinu en síðan verður úrkomulítið. Því er ráðlagt að gefa sér góðan tíma í morgunumferðinni. Norðlæg átt verður ríkjandi í dag og á morgun um 8-15 m/s, hvassast nyrst á landinu. Snjókoma eða él um norðanvert landið, en dregur úr úrkomu sunnanlands í dag. Áfram éljagangur á morgun, en þurrt að kalla suðvestantil og á Austfjörðum. Kólnandi veður, frost 3 til 15 stig í nótt og á morgun, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 27.11.2015 06:23. Gildir til: 28.11.2015 00:00.Aðrir tengdir vefir