Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðan og norðaustan 5-13 m/s og lítilsháttar skúrir eða él, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Slydda eða snjókoma austanlands fram eftir degi.
Austlægari í nótt og á morgun og heldur hvassari syðst. Stöku skúrir eða él og jafnvel þokuloft fyrir norðan og austan, en bjart veður á Vesturlandi.

Hiti yfir daginn frá 1 stigi norðaustanlands, að 12 stigum á Suðurlandi í dag, en vestanlands á morgun.
Spá gerð: 27.04.2024 04:02. Gildir til: 28.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðaustan og norðan 3-10 m/s, hvassast við austurströndina. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum um landið sunnanvert. Hiti 2 til 11 stig að deginum, svalast norðaustanlands.

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og hiti 0 til 4 stig, en yfirleitt léttskýjað og hiti að 10 stigum sunnantil.

Á miðvikudag:
Austlæg átt og dálítil rigning sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með vætu um landið vestanvert, en þurrt á Austurlandi.
Spá gerð: 27.04.2024 08:27. Gildir til: 04.05.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Dálítil lægð nálgast nú úr austri. Það verður því norðan- og norðaustanátt í dag, víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. Austanlands má þó búast við nær samfelldri slyddu eða snjókomu fram eftir degi.
Hiti yfir daginn frá 1 stigi norðaustanlands, að 12 stigum suðvestantil.

Austan strekkingur syðst á landinu á morgun, sunnudag, annars hægari vindur. Stöku skúrir víða um land og gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu, en lengst af þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi. Hlýnar heldur í veðri.
Spá gerð: 27.04.2024 06:30. Gildir til: 28.04.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica