Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 5-10 m/s og slydda eða rigning, en heldur hægari vindur og bjart um landið sunnanvert. Breytileg átt 3-10 í kvöld og á morgun og rigning eða slydda af og til víða um land. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Spá gerð: 30.04.2016 10:01. Gildir til: 02.05.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Vaxandi norðanátt, 8-13 síðdegis og rigning eða slydda, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Norðvestan 8-18, hvassast norðvestantil. Rigning, slydda eða snjókoma, en þurrt sunnan- og suðaustanlands. Hiti um og yfir frostmarki um landið norðanvert, en allt að 8 stig á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-15 og slydda norðvestantil á landinu, rigning suðaustantil um kvöldið en annars úrkomulítið. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á fimmtudag:
Norðanátt og rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Norðlæg átt og dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum, einkum þó fyrir norðan. Áfram svalt í veðri.
Spá gerð: 30.04.2016 09:17. Gildir til: 07.05.2016 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðlæg átt í dag, 8-13 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla og sums staðar í innsveitum. Vindur og úrkoma minnka þegar líður á daginn. Sunnan- og suðvestanlands verður hann hægari og bjart veður.
Í kvöld og á morgun er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt. Þá verður skýjað og einhver úrkoma gerir vart við sig um allt land, ýmist rigning eða slydda.
Í næstu viku má búast við að norðlæg átt ráði ríkjum. Sem betur fer er ekki gert ráð fyrir að um köldustu sort af norðanátt sé að ræða, frekar mætti segja að sé svöl. Með fylgir úrkoma sem verður einkum bundin við norðan- og austanvert landið.
Spá gerð: 30.04.2016 06:41. Gildir til: 01.05.2016 00:00.Aðrir tengdir vefir