• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag má búast við gasmengun norður og norðvestur af eldstöðvunum. Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 13-20 m/s, en 18-23 í vindstrengjum á V-landi fram eftir nóttu. Víða rigning og talsverð eða jafnvel mikil úrkoma á S-verðu landinu. Hiti 4 til 10 stig. Snýst smám saman í vestan 3-10 með morgninum, fyrst V-ast, og dálítil él. Kólnar í veðri þegar líður á daginn.
Spá gerð: 29.11.2014 00:37. Gildir til: 30.11.2014 01:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s síðdegis og slydda eða rigning, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost á N-verðu landinu fram eftir degi. Gengur í vestan og suðvestan 20-30 um kvöldið og nóttina, fyrst S-til. Kólnar í veðri með snjóéljum.

Á mánudag:
Suðvestan 18-25 m/s um morguninn, en 13-20 síðdegis. Éljagangur, en léttir til NA- og A-lands. Kólnandi veður, hiti um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn.

Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda og hlýnar í bili. Suðvestan 15-23 seinnipartinn með éljum á V-helmingi landsins og kólnar aftur.

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað um landið A-vert. Hiti um eða undir frostmarki, en að mestu frostlaust með S-ströndinni.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða vestlæg átt 8-15 m/s og víða él, en úrkomulítið fyrir austan. Kólnandi veður.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og él N-lands, en úrkomulítið syðra.
Spá gerð: 28.11.2014 20:46. Gildir til: 05.12.2014 12:00.Aðrir tengdir vefir