Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan 10-18 sunnantil á landinu, hvassast allra syðst og slydda eða rigning, en snjókoma til landsins. mun hægari og stöku él norðantil. Norðan og norðaustan 10-18 upp úr hádegi, talsverð slydda eða snjókoma austantil, en styttir upp suðvestan- og síðar einnig suðaustanlands. Heldur hvassara suðaustantil um tíma seint í dag og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðaustan 8-15 á morgun og víða él. Hiti um og yfir frostmarki í dag, en heldur kaldara á morgun.
Spá gerð: 21.02.2017 05:11. Gildir til: 22.02.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og víða snjókoma eða él. Frost 1 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt og dálítil snjókoma, en þurrt N-lands. Hægt hlýnandi veður. Suðaustan 18-23 og snjókoma undir kvöld, en rigning eða slydda sunnan heiða og hlánar.

Á laugardag:
Suðaustan hvassviðri eða stormur og slydda eða rigning, en snýst í hægari suðvestanátt seinnipartinn með éljum og kólnar, fyrst suðvestantil.

Á sunnudag:
Austlæg átt og dálítil él, en yfirleitt þurrt og bjart norðan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með dálitlum éljum á víð og dreif og heldur kólnandi veðri.
Spá gerð: 20.02.2017 20:08. Gildir til: 27.02.2017 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Kröpp lægð siglir til norðausturs fyrir sunnan land í dag. Henni fylgir allhvöss austan og síðar norðaustanátt og verður hvassast suðaustanlands síðdegis og þá má einnig búast við hvössum vindhviðum við fjöll á þeim slóðum. Slydda eða snjókoma um landið sunnanvert fram að hádegi, en rigning við ströndina. Úrkomusvæðið færist síðan til austurs og má búast við talsverðri slyddu eða snjókomu á Austurlandi síðar í dag, en styttir þá upp suðvestanlands. Norðan- og Norðvestanlands verður mun skaplegra veður, fremur hægur vindur og stöku él. Hiti yfirleitt um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi og úkomu í nótt. Suðaustlæg átt á morgun og á fimmtudag og víða él og kólnar heldur í veðri. Gengur síðan í suðaustan hvassviðri eða storm með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri seint á föstudag.
Spá gerð: 21.02.2017 06:30. Gildir til: 22.02.2017 00:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica