• Athugið

    Samfara hlaupvatninu er búist við losun eldfjallagastegunda, s.s. brennisteinsvetnis og brennisteinsdíoxíðs. Spáð er suðaustanátt næstu daga sem mun bera gasið til norðvesturs.
  • Athugið

    Rennsli Eldvatns við Ása náði hámarki um hádegið 2. okt og var þá um 2200 m3/s. Mikið vatn rennur víðsvegar út á hraunið og má búast við að þar flæði næstu daga. Meira
  • Viðvörun

    Búist er við mikilli rigningu SA-til á landinu í dag og á morgun. Gildir til 05.10.2015 18:00 Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustanátt í dag, lengst af á bilinu 13-20 m/s. Úrkomulítið NA-lands, annars talsverð rigning, en mikil úrkoma á SA-landi. Hlýnandi veður, hiti 6 til 11 stig eftir hádegi. Dregur úr vindi á morgun, einkum um landið V-vert. Áfram verður vætusamt og milt.
Spá gerð: 04.10.2015 06:33. Gildir til: 05.10.2015 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan 10-18 m/s um landið A-vert, annars hægari vindur. Úrkomulítið á NA-landi, en rigning í öðrum landshlutum, talsverð SA-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:
Suðaustan og austan 8-15 m/s, en hægari vindur síðdegis. Víða rigning, einkum S- og A-lands. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustlæg átt og þurrt að kalla fyrir norðan, annars skúrir eða rigning. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-lands.

Á föstudag:
Vaxandi austanátt með rigningu, einkum um landið S- og A-vert. Hlýnar heldur.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðaustan storm með rigningu, talsverðri á SA-landi. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 03.10.2015 21:33. Gildir til: 10.10.2015 12:00.Aðrir tengdir vefir