• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum með vindhviðum allt að 35 m/s á morgun. Einnig er búist við mikilli úrkomu austantil á landinu á morgun. Gildir til 24.06.2017 00:00 Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Breytileg vindátt, 5-10 m/s og víða skúrir. Vaxandi norðaustanátt á morgun, 10-15 um hádegi, en 15-23 suðaustantil. Skúrir um landið suðvestanvert, rigning með köflum norðanlands, en talsverð eða mikil rigning fyrir austan. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast austanlands í dag, en suðvestanlands á morgun.
Spá gerð: 22.06.2017 18:21. Gildir til: 24.06.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning og svalt í veðri norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 12 stig. Skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hiti 4 til 8 stig.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig að deginum.
Spá gerð: 22.06.2017 20:57. Gildir til: 29.06.2017 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 22.06.2017 16:32. Gildir til: 23.06.2017 00:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica