Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Hláka framundan og votar spýjur gætu fallið.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 15. des. 15:38

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Til fjalla eru gamlir vindflekar á afmörkuðum stöðum ofan á harðfenni, einkum í giljum og lægðum. Annars er almennt frekar lítill snjór og hryggir eru auðir. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið nýlega og snjórinn er talinn sæmilega stöðugur. Fjallafólk ætti þó að fara varlega í bröttum giljum og brekkum þar sem vindflekar eru til staðar. Á laugardag hlánar um tíma, en frystir aftur á sunnudag. Aðfaranótt mánudags er aftur spáð hláku fram á þriðjudag og þá gæti hitinn orðið talsverður og rigning. Í þessum hlákum gætu blaut snjóflóð fallið.
Gildir frá: 15. des. 15:00 - Gildir til: 18. des. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Til fjalla eru gamlir vindflekar á afmörkuðum stöðum ofan á harðfenni, einkum í giljum og lægðum. Ofan á því er ný lausamjöll, einkum nyrst á svæðinu. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið nýlega og snjórinn er talinn sæmilega stöðugur. Fjallafólk ætti þó að fara varlega í bröttum giljum og brekkum þar sem vindflekar eru til staðar. Á laugardag hlánar um tíma, en frystir aftur á sunnudag. Aðfaranótt mánudags er aftur spáð hláku fram á þriðjudag og þá gæti hitinn orðið talsverður. Ekki er gert ráð fyrir mjög mikilli rigningu á Norðurlandi í þessum hlákum en blaut snjóflóð gætu fallið.
Gildir frá: 15. des. 15:00 - Gildir til: 18. des. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Til fjalla eru gamlir vindflekar á afmörkuðum stöðum ofan á harðfenni, einkum í giljum og lægðum. Ofan á því er smávegis nýsnævi. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið nýlega og snjórinn er talinn sæmilega stöðugur. Fjallafólk ætti þó að fara varlega í bröttum giljum og brekkum þar sem vindflekar eru til staðar. Á laugardag hlánar um tíma, en frystir aftur á sunnudag. Aðfaranótt mánudags er aftur spáð hláku fram á þriðjudag og þá gæti hitinn orðið talsverður. Dálítið gæti rignt í hlákunum og blaut snjóflóð gætu fallið.
Gildir frá: 15. des. 15:00 - Gildir til: 18. des. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hláka framundan. Fyrst á laugardag fram á sunnudag, síðan meiri hlýindi á mánudag og þriðjudag.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 15. des. 15:40


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica