• Athugið

    Búast má við áftamhaldandi vatnavöxtum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Leysing um helgina á norðan- og austanverðu landinu. Meira

Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjór er orðinn stöðugur víðast hvar en sólin getur valdið óstöðugleika í hengjum og neðan kletta, sér í lagi síðdegis.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. maí 15:33

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Snjór er víðast hvar orðinn stöðugur en mikið bætti á snjó í byrjun mánaðarins og safnaðist þessi snjór helst í hlíðar með suðlægt viðhorf. Staðbundnir veikleikar voru óvenju lengi í þessum nýja snjó og mörg flekaflóð féllu í suðurvísandi hlíðum. Síðasta flekaflóð sem vitað er um féll í miðri síðustu viku í Hrafnagili sem er bratt suðurvísandi gil í Seljalandshlíð. Brotstáls gryfja frá þessu flóði sýndi mikinn veikleika milli nýjasta snævarins og þess eldri. Engin snjóflóð hafa verið skráð frá því þetta flóð féll en ekki er hægt að útiloka að þessi sami veikleiki geti enn verið til staðar í svipuðum brekkum, þ.e.a.s. bröttum suðurvísandi brekkum. Spáð er nokkuð rysjóttu veðri næstu daga og ætti snjórinn smásaman að sjatna og styrkjast enn frekar.
Gildir frá: 23. maí 11:30 - Gildir til: 27. maí 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Lítil hætta

Snjór er orðinn stöðugur víðast hvar en sólin getur valdið óstöðugleika í hengjum og neðan kletta, sér í lagi síðdegis.
Gildir frá: 23. maí 14:00 - Gildir til: 12. sep. 16:00

Austfirðir

Lítil hætta

Snjór er orðinn stöðugur víðast hvar en sólin getur valdið óstöðugleika í hengjum og neðan kletta, sér í lagi síðdegis.
Gildir frá: 23. maí 14:00 - Gildir til: 12. sep. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Gert er ráð fyrir suðlægum vindáttum með hlýindum næstu daga. Talsverð rigning verður sunnan- og vestanlands og á Vestfjörðum. Hiti gæti farið yfir 15 stig norðan og norðaaustanlands á fimmtudag og föstudag og má búast við talsverðum leysingum til fjalla.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. maí 15:32


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica