• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) með suðurströndinni fram á kvöld. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi og fram á föstudagsmorgun. Gildir til 20.10.2017 00:00 Meira

Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Víða um land er komið snjóflöl efst í fjöll en á Tröllaskaga er þó nokkur snjór ofan við 800 m hæð sem kom í nokkuð hvassri N-NV átt fyrir helgina. Það gæti snjóað efst í fjöll á Austfj. fim-fös í hvassri A-lægri átt
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 18. okt. 15:53

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Lítil hætta

Snjóföl efst í fjöllum og ekki útlit fyrir snjókomu næstu daga.
Gildir frá: 17. okt. 15:00 - Gildir til: 19. okt. 13:00

Utanverður Tröllaskagi

Lítil hætta

Snælína teygir sig niður í um 400 m hæð. Þó nokkur snjór kom ofan við 800 m hæð í hvassri N- og NV-átt fyrir helgina.
Gildir frá: 17. okt. 15:00 - Gildir til: 19. okt. 13:00

Austfirðir

Lítil hætta

Snjóföl efst í fjöllum, frekar inn til landsins. Gæti snjóað efst í fjöll fimmtud. og föstud. í hvassri A-lægri átt
Gildir frá: 17. okt. 15:00 - Gildir til: 19. okt. 13:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hvöss A-læg átt með mikilli úrkomu á Austfj. fim-fös, það gæti snjóað í efstu fjöll
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 18. okt. 15:55


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica