Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Lítilsháttar nýr snjór til fjalla á norðanverður landinu og í hæstu fjöllum sunnanlands. Gamli snjórinn talinn stöðugur. Næstu daga veður úrkoma í flestum landshlutum og má reikna með að bæti í snjó til fjalla.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. feb. 13:38

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Gamli snjórinn er stöðugur eftir hlýindi undanfarið og lítill snjór til fjalla. Það snjóaði lítillega í vikunni. Spáð úrkomu á föstudag og sunnudag í NA-átt sem verður snjókoma til fjalla. Óvíst er hvernig nýi snjórinn binst við þann gamla.
Gildir frá: 17. feb. 13:00 - Gildir til: 20. feb. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Gamli snjórinn er stöðugur eftir hlýindi undanfarið og lítill snjór til fjalla. Það snjóaði í fjöll í vikunni. Spáð úrkomu á föstudag og sunnudag í ANA-átt sem verður snjókoma til fjalla. Óvíst er hvernig nýi snjórinn binst við þann gamla.
Gildir frá: 17. feb. 13:00 - Gildir til: 20. feb. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Gamli snjórinn er stöðugur eftir hlýindi undanfarið og lítill snjór til fjalla. Það snjóaði lítillega í fjöll í gær, fimmtudag. Spáð úrkomu á föstudag og sunnudag í hægum vindi sem verður snjókoma til fjalla. Óvíst er hvernig nýi snjórinn binst við þann gamla.
Gildir frá: 17. feb. 13:00 - Gildir til: 20. feb. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Úrkoma í flestum landshlutum á föstudag og sunnudag. Það gæti snjóað eða slyddað á láglendi á norðanverðu landinu. Sunnanlands verður rigning en það snjóar til fjalla.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. feb. 13:40


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica