• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) víða á landinu. Gildir til 27.03.2017 00:00 Meira

Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Það hafa verið óstöðug snjóalög víða til fjalla og fjölmörg flóð, bæði náttúrleg og flóð af manna völdum féllu fyrr í vikunni. Á þriðjudag féllu flóð af mannavöldum á norðanverðum Vestfjörðum, Tröllaskaga og á hálendinu.  Í gær hlýnaði mikið og varð frostlaust uppí fjallsbrúnir víðast hvar. Snjór ætti því að hafa styrkst eitthvað. Næstu daga er gert ráð fyrir rysjóttu veðri og skiptast á hlýjar S- og SA-áttir og kaldari SV-átt. Snjórinn ætti því að styrkjast enn frekar næstu daga.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 24. mar. 16:00

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Töluverð hætta

Það hefur verið viðvarandi veikleiki í snjónum á mörkum eldra hjarns og nýrri vindfleka á Norðanverðum Vestfjörðum í nokkurn tíma. Þessi veikleiki hefur verið nokkuð falinn því það féllu ekki mörg náttúruleg flóð. Hinsvegar hefur hann sést vel í gryfjum og svo féllu tvö breið flekaflóð á þriðjudag af mannavöldum. Í gær fimmtudag hlýnaði mikið og fór hitastig vel uppfyrir frostmark uppi í fjallsbrúnum. Spáð er áframhaldandi umhleypingum þar sem hitastig mun sveiflast í kringum frostmark í fjallahæð. Við slíkar aðstæður á snjórinn smám saman að styrkjast. Þó verður að gera ráð fyrir að fyrri veikleiki sé enn til staðar þar sem hlákan í gær varði mjög stutt.
Gildir frá: 24. mar. 11:00 - Gildir til: 27. mar. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Töluverð hætta

Það hefur verið viðvarandi veikleiki í snjónum á Tröllaskaga og víðar á Norðurlandi í nokkurn tíma. Fjöldi flekaflóða féllu fyrr í vikunni og einnig flóð af mannavöldum. Það sem hefur verið nokkuð sérstakt við þessar aðstæður er að veikleikarnir hafa ekki verið bundnir við ákveðin viðhorf. Í gær fimmtudag hlýnaði mikið og fór hitastig vel uppfyrir frostmark uppi í fjallsbrúnum. Spáð er áframhaldandi umhleypingum þar sem hitastig mun sveiflast í kringum frostmark í fjallahæð. Við slíkar aðstæður á snjórinn smám saman að styrkjast. Þó verður að gera ráð fyrir að fyrri veikleikar séu enn til staðar þar sem hlákan í gær varði mjög stutt.
Gildir frá: 24. mar. 11:00 - Gildir til: 27. mar. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Nokkuð hefur bætt á snjó á Austfjörðum undanfarið en þessi snjór virðist bindast vel við eldra hjarn og lítið um snjóflóð á svæðinu. Gryfjur hafa einnig sýnt stöðugleika. Útlit fyrir hlýnandi veður á næstunni og helst hætta á votum lausaflóðum. Afmarkaðir vindflekar gætu leynst ofarlega í fjöllum
Gildir frá: 24. mar. 11:40 - Gildir til: 27. mar. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Á föstudag verður vaxandi sunnanátt og hlýnandi veður, stormur víðast hvar og talsverð úrkoma sunnanlands og vestan. Úrkoma verður í formi rigningar uppí fjallahæð. Snýst í SV-átt á laugardag með smá skúrum eða éljum víða um land og kólnar, þó sýst á Austfjörðum. Á sunnudag hlýnar á ný með suðlægum áttum og rigningu
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 24. mar. 16:09


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica