Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Talsvert snjóaði til fjalla í síðustu viku á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Snjó hefur tekið upp síðustu daga, sér í lagi í hlýindum og rigningu á Austfjörðum. Veik lög hafa sést á Tröllaskaga og þar féllu nokkur flóð af mannavöldum í vikunni. Veik lög geta enn verið djúpt í snjóþekjunni á Tröllaskaga. Ferðalangar á Norðurlandi þurfa því enn að sýna varkárni þegar farið er um svæði þar sem snjóflóð geta fallið.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 16. mar. 12:40

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Snjó hefur tekið upp í hlýindum síðustu daga og í dag, föstudag, hlýnaði upp fyrir frostmark upp á fjallatoppa og frost er að mestu horfið úr snjóþekjunni. Stöðugleiki snjóalaga er talinn góður.
Gildir frá: 16. mar. 14:00 - Gildir til: 19. mar. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Töluverð hætta

Snjó hefur tekið upp undanfarna daga í hlýnandi veðri en þunnt nýsnævi getur verið efst í fjöllum. Stöðugleikaprófanir í gryfjum undanfarna viku gáfu til kynna óstöðug snjóalög, einkum á mótum hjarns og nýsnævis, en einnig innan nýsnævisins. Stöðugleiki hefur batnað síðustu daga en veik lög geta enn leynst djúpt í snjónum. Mörg snjóflóð hafa fallið síðustu vikuna, bæði náttúrulegum orsökum og af mannavöldum. Fjallafólk ætti því að fara að öllu með gát.
Gildir frá: 16. mar. 14:00 - Gildir til: 19. mar. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Snjó hefur tekið upp í hlýindum og rigningu síðustu daga og í gær, fimmtudag, hlýnaði upp fyrir frostmark upp á fjallatoppa og frost er að mestu horfið úr snjóþekjunni. Stöðugleiki snjóalaga er talinn nokkuð góður.
Gildir frá: 16. mar. 14:00 - Gildir til: 19. mar. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Austan og suðaustan 8-18 m/s á suður- og austurland í dag, föstudag, hvassast syðst. Rigning SA-lands, en annars úrkomulítið og víða bjart veður fyrir norðan. Hægari á morgun og á sunnudag, breytileg átt, rigning með köflum S-til, og éljagangur til fjalla hluta sunnudags á sunnan- og vestanverðu landinu en áfram bjart N-til. Hiti 3 til 10 stig á láglendi, en víða næturfrost í innsveitum. Kólnandi veður fram á miðjan laugardag og síðan hlýnandi til sunnudags.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 16. mar. 12:38


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica