Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og dálítil súld eða þokuloft en skúrir um landið suðvestanvert. Norðan 5-10 á morgun og rigning austan- og síðar norðanlands, en léttir til á Suður- og Vesturlandi. Hiti frá 9 stigum fyrir austan, upp í 20 stig sunnanlands á morgun.
Spá gerð 25.07.2016 18:40

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Rannsókn á öskjusigi í Bárðarbungu varpar nýju ljósi á stærstu hraungos Íslandssögunnar - 14.7.2016

Alþjóðlegum rannsóknarhópi undir forystu vísindamanna við Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands hefur tekist að draga upp mun nánari mynd af því hvernig öskjusig á sér stað en áður hefur verið gert.

Margvíslegar mælingar og gögn sem aflað var í umbrotunum í Bárðarbungu 2014 - 2015 gera þetta mögulegt og er greint ítarlega frá niðurstöðunum í nýjasta hefti hins virta vísindatímarits Science.

Rannsóknin varpar jafnframt nýju ljósi á orsakir stærstu hraungosa Íslandssögunnar.

Lesa meira
Hekla strain station

Vöktun Heklu - 7.7.2016

Af þeim þrjátíu eldstöðvum sem teljast virkar á Íslandi er Hekla ein sú virkasta og mögulega sú hættulegasta. Í þessari frétt er gerð grein fyrir þeirri ógn sem kann að stafa af næsta Heklugosi og hvernig Veðurstofan vaktar Heklu og nágrenni hennar.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2016 - 1.7.2016

Mjög hlýtt var í mánuðinum um nær allt land, á hálendinu er þetta hlýjasti júní síðan mælingar hófust þar fyrir rúmri hálfri öld og um meginhluta landsins er mánuðurinn í hópi þriggja til sjö hlýjustu júnímánaða frá upphafi mælinga. Tíð var hagstæð, þurrkur háði sums staðar gróðri fram eftir mánuði – en þegar upp var staðið varð úrkoma nærri meðallagi. Sólskinsstundir voru venju fremur fáar, suðvestanlands.

Lesa meira

Dyngjujökull - 28.6.2016

Í júní síðastliðnum var sett upp veðurstöð ofarlega á Dyngjujökli, um 10 km norður af Grímsvötnum. Stöðin er í 1689 m hæð yfir sjó og þar með sú hæsta í kerfi Veðurstofunnar. Búast má við því að hún verði að jafnaði kaldasta veðurstöð landsins.

Jarðskjálftamælir er á sama stað. Megintilgangur veðurstöðvarinnar er að fylgjast með aðstæðum en ekki að afla upplýsinga um veðurfar.

Lesa meira

Jarðskjálfti af stærð 4 í Bárðarbungu - 27.6.2016

Jarðskjálfti af stærð 4,0 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar laugardaginn 25. júní. Um tuttugu eftirskjálftar fylgdu strax í kjölfarið, þeir stærstu mældust 3,2 og 3,9. Fyrsti skjálftinn í þessari hrinu er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar 2015.

Lesa meira

Virkni í Bárðarbungu frá goslokum - 24.6.2016

Á fundi vísindaráðs almannavarna í dag var farið yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu.

Líkur eru á innflæði kviku á 10-15 km dýpi. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa.

Í kjölfar öskjusigs og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Mikilvægt er að fylgjast áfram með sigkötlunum auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

bylgjuský

Ókyrrð í háloftum

Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica