• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suður af gosstöðvunum. Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða él, en heldur hægari og þurrt S-lands. Norðaustan 8-13 og él á morgun, en léttskýjað á S- og V-landi. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna. Lægir meira annað kvöld og kólnar í veðri.
Spá gerð 22.12.2014 18:49

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Snjóflóð féll á varnargarð á Siglufirði - 18.12.2014

Snjóflóð stöðvaðist á varnargarði ofan Hávegar á Siglufirði, líklega þann 12. desember. Flóðið átti upptök undir Fífladalabrún efst í svokölluðu Fífladalagili í um 340 m h.y.s.

Flóðið skildi eftir sig á garðinum grjót og gróður sem það hreif með sér á leiðinni niður hlíðina. Um 2 m vantar upp á að flóðið nái upp á topp garðsins en snjókögglar köstuðust yfir garðbrúnina á nokkrum kafla.

Telja verður líklegt að flóðið hefði náði niður á eða niður undir efstu hús ef garðurinn hefði ekki stöðvað það.

Lesa meira

Grein í Nature um kvikuganginn - 15.12.2014

Jarðhræringarnar, sem hafa staðið yfir við norðvestanverðan Vatnajökul frá því um miðjan ágúst síðastliðinn, eru afar vel vaktaðar og á marga vegu.

Í dag birtist grein í tímaritinu Nature eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna sem útskýrir myndun kvikugangsins.

Samtúlkun mælinga og líkanreikningar gera það kleift að kortleggja feril gangsins í smáatriðum þar sem hann braut sér leið til norðausturs frá Bárðarbungu, yfir 45 km leið til eldstöðvanna í Holuhrauni.

Í ljós kemur að landslag, ásamt spennu í jarðskorpunni, hefur áhrif á framrás kvikunnar neðanjarðar og breytilega stefnu gangsins.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2014 - 12.12.2014

Austlægar áttir voru ríkjandi lengst af í mánuðinum.

Kuldakast gerði í fáeina daga í kringum þann 10. en annars var óvenjuhlýtt á landinu öllu og mánuðurinn meðal hlýjustu nóvembermánaða frá upphafi mælinga.

Úrkoma var í meðallagi eða undir því víða um vestanvert landið en suðaustan- og austanlands var úrkomumikið.

Lesa meira

Íbúafundi á Patreksfirði vegna ofanflóðavarna frestað - 10.12.2014

Íbúafundi Ofanflóðasjóðs sem halda átti á Patreksfirði fimmtudaginn 11. des. hefur verið frestað vegna veðurs.

Þar ætluðu starfsmenn Veðurstofunnar kynna ofanflóðahættumat og varnarvirki fyrir bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

Lesa meira

Fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum - 9.12.2014

Veðurstofan vekur athygli á að samkvæmt nýjustu spálíkönum er spáð norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25-35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi í dag, 9. desember.

Búist er við að veður versni mikið á milli kl. 14 og 15 á Hornströndum og við Ísafjarðardjúp, þar með talið á þéttbýliskjörnum í Djúpinu. Veðurhæðinni fylgir talsverð ofankoma.

Í kvöld og nótt gera spár ráð fyrir norðaustan 20-28 m/s og snjókomu eða éljum á öllum Vestfjörðum. Mikið dregur úr vindi fyrir hádegi á morgun.

Sjá einnig viðvörun vegna sjávarflóða.

Lesa meira

Viðvörun vegna sjávarflóða - 8.12.2014

Mikilli ölduhæð, yfir 12 m af norðan og norðnorðaustan, er spáð undan Vestfjörðum að kvöldi þriðjudags (9. des.) og aðfaranótt miðvikudags (10. des.).

Rétt að vera sérstaklega á varðbergi fyrir áhrifum af ágjöf og brimróti vegna vegna hárrar sjávarstöðu í ljósi sjávarfallahæðar og talsverðs áhlaðanda.

Viðbragðsaðilum á Vesturlandi og Vestfjörðum er ráðlagt að fylgjast vel með aðstæðum og til að vera undirbúnir því að greiða úr vandræðum sem af þessu geta hlotist.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Nýja hraunið fer enn stækkandi og er nú 80 km². Kvikuelfurin sem rennur um hraunflákann hefur nú náð norðaustur- jaðrinum, í 15 km fjarlægð frá gígunum. Öskjusig Bárðarbungu er yfir 56 m og rúmmál sigskálarinnar er að minnsta kosti 1,7 rúmkílómetrar.

Í tilefni af 100 dögum goss eru tvö ný kort á vefnum. Annað sýnir stigvaxandi útbreiðslu hraunsins. Hitt sýnir samanburð við Skaftárelda 1784-1784 (Laka) og við Eldgjá 934.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna og áætlað er að gasstreymið sé m.a. 35.000 tonn af SO2 á dag. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasdreifingarspá. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir