Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hæg breytileg átt á morgun. Skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast SV-til. Svalara í nótt.
Spá gerð 01.08.2014 01:11

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Mælingar við Öskju - 25.7.2014

Fimmtudaginn 24. júlí fóru tveir ofanflóðasérfræðingar og einn eldfjallafræðingur Veðurstofunnar ásamt vísindamönnum Háskóla Íslands og skoðuðu svæðið við Öskju eftir eitt stærsta framhlaup síðari tíma er féll í Öskjuvatn mánudagskvöldið 21. júlí.

Vísindaráð Almannavarna ákvað í dag (25. júlí) að gönguleiðir verði áfram lokaðar í viku að minnsta kosti. Stór svæði á strönd vatnsins eru óstöðug eftir flóðið á mánudagskvöld og því hættuleg ferðafólki.

Lesa meira

Skriða og flóðbylgja í Öskju - 22.7.2014

Gríðarlega stór skriða féll í suð-austurhluta Öskjuvatns laust fyrir miðnætti 21. júlí. Skriðan orsakaði flóðbylgju í Öskjuvatni og kom hreyfingu á laust efni sem fyrir var. Öll umferð um Öskju er bönnuð í bili.

Lesa meira

Jarðskjálftar í júní 2014 - 11.7.2014

Rúmlega 1600 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í júní. Það dró úr skjálftum á þeim svæðum sem voru sérstaklega virk í maí, svo sem við Herðubreiðartögl, Bárðarbungu og Geirfugladrang á Reykjaneshrygg.

Lesa meira

Lítil jökulhlaup í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi - 10.7.2014

Hlaupvatns frá jarðhitasvæðum undir Mýrdalsjökli gætir enn í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Há rafleiðni mælist enn í báðum ánum en nýjustu mælingar gefa til kynna að leiðnin sé tekin að lækka. Einnig mælist nú minna rennsli í ánum en fyrr í vikunni.

Lesa meira
aurskriða

Vatnavextir og skriðuhætta á Vestfjörðum - 3.7.2014

Á norðanverðum Vestfjörðum hefur mikið rignt undanfarna sólarhringa. Úrkoman var mest aðfaranótt og fyrrihluta fimmtudags. Nokkrar skriður hafa fallið og töluverðir vatnavextir eru í ám.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2014 - 1.7.2014

Júnímánuður var sérlega hlýr á landinu, einhver sá hlýjasti sem komið hefur síðan mælingar hófust. Víðast hvar um suðvestanvert landið – og víða vestan- og sunnanlands – var hann einnig í hópi úrkomusömustu júnímánaða sem vitað er um. Mat á tíðarfari var því nokkuð misjafnt.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Órói á jarðskjálftamælum vegna skriðunnar í Öskju

Skriðan sem féll úr austurbrún Öskju mánudagskvöldið 21. júlí 2014 kom fram sem sterk og óvenjuleg óróahviða á jarðskjálftamælum, jafnvel í mikilli fjarlægð frá upptökunum. Áþekk merki sjást stundum sem afleiðing af sterkum jarðskjálftum fjarri Íslandi en í þetta sinn höfðu alþjóðleg net jarðskjálftamæla ekki numið nokkuð slíkt.

Lesa meira
 

Fleiri greinar


 


Aðrir tengdir vefir