Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan 5-13 vestast, annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestantil. Skýjað með köflum í öðrum landshlutum og stöku skúrir SA-lands. Hægviðri á morgun og skýjað með köflum. Hiti 5 til 14 stig, kaldast við norðvesturströndina.
Spá gerð 01.08.2015 06:45

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í júlí - 31.7.2015

Júlímánuður var mjög kaldur víðast hvar á landinu. Sérlega kalt var norðaustan- og austanlands, en hiti nærri meðallagi suðvestanlands. Óvenjuþurrt var um landið norðvestanvert.

Lesa meira

Safetravel - 4.7.2015

Forvarnir í ferðamennsku hafa eflst með aukinni samvinnu þeirra er koma að öryggi ferðafólks. Vefurinn Safetravel er rekin af Landsbjörgu í því augnamiði og er hluti af heildarverkefninu Safetravel sem hleypt var af stokkunum 2010. Nýjung á vefnum er áberandi tilkynningaborði sem fyllir skjáinn við fyrstu sýn á hverri vefsíðu. Málefnum vefsins er skipt í nokkra flokka: Útivist, Akstur, Ferðaáætlun, Sprungukort, Útbúnaðarlista og 112 Iceland App. Fjölmargar og ítarlegar upplýsingar má fá um allt sem tengist ferðalögum á Íslandi og öryggi í ferðamennsku.

Lesa meira

Jarðskjálftahrinu lokið og litakóði lækkaður - 3.7.2015

Í ljósi þess að skjálftahrinunni á Reykjaneshrygg er að mestu lokið, hefur Veðurstofan Íslands ákveðið að breyta litakóða fyrir eldstöðina Eldey aftur í grænt. Engin merki sjást um að skjálftavirknin sé tengd kvikuhreyfingum í efri hluta jarðskorpunnar. Greining á sýnum sem tekin voru úr sjó þann 1. júlí sýna heldur engin frávik sem benda til þess að kvika hafi komist í snertingu við vatn.

Lesa meira
Skrifstofubygging

Hugsanlegar tafir á vefþjónustu - 2.7.2015

Vegna vinnu við flutninga á tækjum milli tölvusala Veðurstofunnar í dag og á morgun geta orðið hnökrar á þjónustu ytri vefs. Beðist er velvirðingar á þessu. Notendum sem verða fyrir töfum á vedur.is er ráðlagt að bíða í nokkrar mínútur. Þessir flutningar eru hluti af átaki sem mun efla þjónustu Veðurstofunnar þegar fram í sækir.

Lesa meira

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg - 1.7.2015

Eins og fyrr segir, þá stendur yfir snörp jarðskjálftahrina nærri Geirfuglaskeri. Hrinur á þessu svæði eru algengar og vara stundum í nokkra daga. Ekki eru nein mælanleg merki um eldsumbrot. Vegna virkninar hefur þó verið ákveðið að breyta litakóða fyrir flug úr grænum í gulan fyrir Eldey en það þýðir að virknin sé vel yfir venjulegum bakgrunnsgildum. Sjófarendur eru beðnir að gera Veðurstofu viðvart ef breytingar sjást í hafi, svo sem á hitastigi sjávar eða litbrigðum, eða ef vart verður við fiskidauða.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2015 - 1.7.2015

Júnímánuður var kaldur miðað við hitafar það sem af er öldinni en nærri meðallagi sé miðað við tímabilið 1961 til 1990.  Um hluta Vesturlands var fremur hlýtt síðari hluta mánaðarins og tíð þá hagstæð, en annars var tíðarfar óhagstætt lengst af og gróður tók seint við sér.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

kort af hafi og löndum, elding táknuð með rauðum flekk

Um eldingar

Elding er ljós sem sést frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Á vef Veðurstofunnar má skoða kort sem sýna eldingar yfir Evrópu og Atlantshafi, eldingar við Ísland síðastliðna viku og kort sem sýna líkur á þrumum yfir Íslandi næstu daga.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir