Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg átt, 3-8 m/s. Skúrir eða rigning með köflum, en þurrt að kalla NA-lands seint í kvöld og nótt. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast NA-til.
Spá gerð 24.07.2014 18:33

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Skriða og flóðbylgja í Öskju - 22.7.2014

Gríðarlega stór skriða féll í suð-austurhluta Öskjuvatns laust fyrir miðnætti 21. júlí. Skriðan orsakaði flóðbylgju í Öskjuvatni og kom hreyfingu á laust efni sem fyrir var. Öll umferð um Öskju er bönnuð í bili.

Lesa meira

Jarðskjálftar í júní 2014 - 11.7.2014

Rúmlega 1600 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í júní. Það dró úr skjálftum á þeim svæðum sem voru sérstaklega virk í maí, svo sem við Herðubreiðartögl, Bárðarbungu og Geirfugladrang á Reykjaneshrygg.

Lesa meira

Lítil jökulhlaup í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi - 10.7.2014

Hlaupvatns frá jarðhitasvæðum undir Mýrdalsjökli gætir enn í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Há rafleiðni mælist enn í báðum ánum en nýjustu mælingar gefa til kynna að leiðnin sé tekin að lækka. Einnig mælist nú minna rennsli í ánum en fyrr í vikunni.

Lesa meira
aurskriða

Vatnavextir og skriðuhætta á Vestfjörðum - 3.7.2014

Á norðanverðum Vestfjörðum hefur mikið rignt undanfarna sólarhringa. Úrkoman var mest aðfaranótt og fyrrihluta fimmtudags. Nokkrar skriður hafa fallið og töluverðir vatnavextir eru í ám.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2014 - 1.7.2014

Júnímánuður var sérlega hlýr á landinu, einhver sá hlýjasti sem komið hefur síðan mælingar hófust. Víðast hvar um suðvestanvert landið – og víða vestan- og sunnanlands – var hann einnig í hópi úrkomusömustu júnímánaða sem vitað er um. Mat á tíðarfari var því nokkuð misjafnt.

Lesa meira

Viðvörun vegna óvenju djúprar lægðar 1. - 5. júlí - 30.6.2014

Útlit er fyrir lægðagang við landið í vikunni og eru lægðirnar í dýpsta lagi miðað við árstíma. Þetta þýðir að mestöll vikan verður sérlega vinda- og úrkomusöm. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám næstu daga. Einnig gætu vatnavextir orðið svo miklir að flóðahætta skapist. Ferðafólk er því eindregið varað við að aka yfir varhugaverð vöð á ám. Einnig er varað við mögulegri hættu á aurflóðum í sunnanverðum Eyjafjallajökli, sem t.d. gætu fallið í Svaðbælisá.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Hrýfi

Óregla yfirborðs hefur áhrif á vind næst því og ná áhrifin venjulega upp í tvöfalda eða þrefalda hæð þess sem hrjúft yfirborðið hefur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um veðurfræði


 


Aðrir tengdir vefir