Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 5-10 S- og V-til með morgninum, en 10-15 við suðurströndina í kvöld. Ananrs hæg suðlæg átt. Dálítil slydda eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki, en hiti 2 til 9 stig síðdegis, mildast sunnanlands.
Spá gerð 21.04.2014 03:42

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jarðskjálftar í mars 2014 - 11.4.2014

Tæplega 1500 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í mánuðinum. Mesta virknin var við Húsmúla á Hellisheiði. Skjálftahrina varð 8. og 9. mars undir sunnanverðu Kleifarvatni og fannst stærsti skjálftinn í Hafnarfirði og Reykjavík. Í byrjun mars varð smáskjálftahrina suðvestur af Herðubreið.

Lesa meira

Alþjóðlega ráðstefnan 2014 um aðlögun að breytingum á veðurfari - 2.4.2014

Veðurstofan vekur enn og aftur athygli á þriðju norrænu alþjóðlegu ráðstefnunni um veðurfarsbreytingar og aðlögun að þeim, sem haldin verður í Kaupmannahöfn næsta sumar.

Skráning er hafin. Útdrætti erinda skal skila inn fyrir 15. apríl.

Tímabært er að skilgreina og innleiða ferli sem miða að því að hámarka aðlögun að breytilegu veðurfari á sveigjanlegan og sjálfbæran hátt.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2014 - 1.4.2014

Mánuðurinn var umhleypinga- og úrkomusamur um meginhluta landsins, sérstaklega þó um landið norðaustan- og austanvert þar sem einnig var töluverður snjór, og mikill inn til landsins. Snjórinn olli samgöngutruflunum á þeim slóðum. Snjólétt var vestanlands og sunnan og samgöngur greiðar. Lengst af var hlýtt í veðri, sérstaklega austanlands.

Lesa meira

Áhrif loftslagsbreytinga á vatnafar, umhverfi og samfélag - 24.3.2014

Hver verða áhrif hlýnandi veðurfars á vatnsorku á Íslandi? Aukning í afrennsli og 20% aukning í mögulegri orku en núverandi kerfi getur aðeins nýtt tæpan helming. Innviðirnir sem nota þarf eru m.a. landsnet veðurs- og vatns. Þrátt fyrir aukið mikilvægi þessarar auðlindar hefur kerfið rýrnað umtalsvert síðan 2008. Mjög brýnt er að hlúa að innviðum þannig að mikilvæg gögn tapist ekki. Sérstaklega þarf að hlúa að beinum mælingum á vatni.

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofu Íslands - 24.3.2014

Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag, að morgni fimmtudagsins 27. mars, og ber hann yfirskriftina Náttúruöflin og samfélagið.

Fundinum verður streymt á vefinn.

Fundurinn er opinn öllum en skráning er æskileg. Húsið verður opnað kl. 8:15. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fimm erindi.

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2014 - 23.3.2014

Stofnskrá Alþjóðaveðurfræðistofnun-arinnar gekk í gildi 23. mars 1950. Þess er minnst árlega á „alþjóðlega veðurdeginum“, fyrst árið 1960.

Í ár er yfirskrift hans: Veður og veðurfar: Virkjum unga fólkið. Í ávarpi sínu segir forstjóri WMO að þótt vandi framtíðar sé gríðarlegur hafa tækifærin til að snúast gegn honum aldrei verið meiri.

Lesa meira

Eldri fréttir


Loftslagsmál

Áhrif loftslagsbreytinga: Úttekt vinnuhóps 2 hjá IPCC

Skýrsla vinnuhóps 2 hjá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslags-breytingar (IPCC) kom út í lok mars. Þar er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélög og möguleika til aðlögunar.

Í þessu yfirliti er stiklað á stóru um niðurstöður skýrslunnar.

Lesa meira
 

Um milliríkjanefndina


 


Aðrir tengdir vefir