Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum, annars hægari. Dálítil rigning eða súld í flestum landshlutum, en úrkomulítið SV-til.
Norðan 3-10 m/s eftir hádegi og lítilsháttar rigning fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum, en stöku síðdegisskúrir. Bætir í vind um landið V-vert í kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast syðst.

Spá gerð 16.08.2018 00:05

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagraskógarfjalli í Hítardal - 13.8.2018

Stór sprunga hefur opnast inná fjallinu skammt frá brotsári framhlaupsins sem féll 7. júlí síðastliðinn.  Sprungan er á sömu slóðum og hrunið sem varð úr toppi framhlaupsins, þann 13. júlí. Nánar tiltekið í innanverðu skriðusárinu. Spildan sem hefur losnað frá brún fjallsins er á bilinu 50-150 þúsund m3 en hrun af þessari stærðargráðu er ekki talið geta borist langt niður á láglendi og mun efnið líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí.

Lesa meira
Deildarmyrkvi

Sólmyrkvi 11. ágúst 2018 - 9.8.2018

Laugardagsmorguninn 11. ágúst 2018 milli kl. 08 og 09 sést deildarmyrkvi á sólu frá Íslandi, þar sem ský skyggja ekki á sólina.  Í deildarmyrkva gengur tunglið fyrir hluta sólar.  Við hámark á þessum myrkva hylur tunglið 17-25% af þvermáli sólar séð frá Íslandi.  

Lesa meira

Viðvörun: Skaftárhlaup stendur yfir - 2.8.2018

Fréttin er uppfærð reglulega

9.8. kl 14:00

Rennsli í Skaftá er komið aftur í eðlilegt horf miðað við árstíma og Skaftárhlaupinu því að mestu lokið. Enn mælist mikið rennsli í Grenlæk og Tungulæk þar sem vatnshæð stendur hátt, en áætlað er að það muni taka 7-8 daga að ná jafnvægiLesa meira
mynd

Tíðarfar í júlí 2018 - 2.8.2018

Mánuðurinn var hlýr og bjartur austanlands en fremur svalur og sérlega sólarlítill sunnan- og vestanlands. Úrkoma var yfir meðallagi um mest allt land og mánuðurinn var víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið. Snögg hitabylgja gekk yfir landið þ. 29. þegar hitinn fór allvíða yfir 20 stig. 

Lesa meira
Hítardalur gagnvirkt þrívíddar landlíkan

Hreyfingar í Fagraskógarfjalli í einhvern tíma áður en skriðan féll - 20.7.2018

Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS leysitæki.

Svokallaðar bylgjuvíxlmælingar (InSAR) úr gervitunglum sýna að svæðið þar sem skriðan féll hefur verið á hreyfingu í einhvern tíma fyrir framhlaupið.  Urðin sem framhlaupið kom úr sker sig úr umhverfinu á radarmyndum sem unnar hafa verið með InSAR greiningu. Hreyfingin síðustu daga fyrir framhlaup hefur numið a.m.k. einhverjum sentimetrum, en einnig sést að svæðið var á hreyfingu árin 2016 og 2017. 

Lesa meira

Ríkisstjórnarfundur á framhlaupsbrún - 17.7.2018

Ríkisstjórn Íslands kom við í Hítardal að morgni mánudags 16. júlí og skoðaði framhlaupið úr Fagraskógarfjalli á leið út á Snæfellsnes þar sem hún hélt fund síðar um daginn.

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, og Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur, lýstu framhlaupinu sem féll 7. júlí sl. og þeirri jarðarumrótan sem fyrir augu bar.

Rædd voru ofanflóðamál og nauðsyn aukinnar vöktunar og viðbúnaðar hér á landi í sambandi við skriðuföll.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Dobson-tækið

Mælingar á ósonlaginu yfir Íslandi

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Það sýnir framsýni þáverandi yfirmanna Veðurstofunnar að taka þátt rannsóknum á ósonlaginu áður en grunsemdir um ósoneyðingu vegna mengunar af mannavöldum tóku að vakna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica