Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 20-25 syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Dálítil slydda eða snjókoma SA-lands, annars þurrt. Mun hægari vindur NA-til á landinu og sums staðar él í kvöld.
Frost 0 til 15 stig, kaldast á NA-landi, en hiti kringum frostmark sunnan heiða.
Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelmingi landsins á morgun og rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum. Heldur hlýnandi. Hvessir einnig með snjókomu fyrir norðan um kvöldið.

Spá gerð 21.01.2018 18:11

Athugasemd veðurfræðings

Austan stormur og jafnvel rok syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 21.01.2018 18:11

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar ársins 2017 - 19.1.2018

Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Febrúar, maí, september og október voru sérlega hlýir. Úrkoma var þó óvenjumikil um landið austanvert. Tjón hlaust af flóðum og skriðuföllum á Suðaustur- og Austurlandi í lok september sem komu í kjölfar mikillar úrkomu og hlýinda til fjalla á svæðinu. Óvenjumikil snjódýpt mældist í Reykjavík í febrúar og mars eftir að 51 cm jafnfallinn snjór féll aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar. Alhvítir dagar á Akureyri voru óvenjufáir og hafa ekki verið eins fáir síðan mælingar hófust. Árið endaði í svalara lagi, nóvember var kaldur og síðustu dagar desembermánaðar voru þeir köldustu á árinu. Vindar voru með hægara móti um land allt.  

Lesa meira
Ljósmynd.

Rit um áhrif gossins í Holuhrauni á umhverfi og heilsu - 12.1.2018

Nýverið kom út í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands ritið Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Þar fjalla sérfræðingar á ólíkum fagsviðum um mögulegt umhverfisálag vegna eldgosa og gera grein fyrir helstu niðurstöðum rannsókna- og vöktunarverkefna þar sem reynt var að meta áhrif eldgossins í Holuhrauni á umhverfi og heilsu. Meðal höfunda eru sjö starfsmenn Veðurstofu Íslands. Lesa meira
ljósmynd

Tíðarfar í desember 2017 - 3.1.2018

Desember þótti svalur en veður voru hæg. Síðustu dagar ársins voru sérlega kaldir á landinu, þá sérstaklega norðaustanlands. Úrkoma og vindhraði voru undir meðallagi.   

Lesa meira
mynd

Vöktun Öræfajökuls - staðan 22. desember 2017 - 22.12.2017

Náttúruvárvöktun við Öræfajökul hefur verið bætt umtalsvert síðan í haust þegar skjálftavirkni jókst í eldstöðinni og töluverðrar jarðhitavirkni varð vart í miðri öskjunni.

Lesa meira
Ljósmynd

Tíðarfar í nóvember 2017 - 2.12.2017

Nóvember var kaldur og sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. Norðanhvassviðri gekk yfir landið dagana 21. til 24. nóvember sem olli þó nokkru fannfergi norðan og austanlands. Færð spilltist víða. 

Lesa meira
ljosmynd

Snjóflóð féllu i síðustu viku - 27.11.2017

Í veðrinu sem gekk yfir norðurhluta landsins í síðustu viku féllu mörg snjóflóð, einkum á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Snjóflóð lokuðu vegum og nokkuð stórt snjóflóð féll á varnargarðinn Stóra-Bola sem er leiðigarður undir Strengsgili á Siglufirði.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

eldgos

Bárðarbunga

Gos hófst á Bárðarbungukerfinu, nánar tiltekið í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, í ágúst 2014. Eldvirkni landsins er flókið fyrirbæri og hugtakið eldstöðvakerfi er í raun tilraun jarðvísndanna til einföldunar. Kerfin samanstanda af megineldstöð og/eða sprungusveimum sem teygja sig út frá þeim. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica