Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning norðan- og austanlands. Annars skýjað og úrkomulítið. Hiti frá 6 stigum fyrir norðan, upp í 16 stig syðst.
Spá gerð 01.07.2016 00:28

Athugasemd veðurfræðings

Búast við ákveðinni norðan og norðaustan átt um landið norðvestanvert og getur það staðbundið verið varasamt fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.07.2016 00:28

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Dyngjujökull - 28.6.2016

Í júní síðastliðnum var sett upp veðurstöð ofarlega á Dyngjujökli, um 10 km norður af Grímsvötnum. Stöðin er í 1689 m hæð yfir sjó og þar með sú hæsta í kerfi Veðurstofunnar. Búast má við því að hún verði að jafnaði kaldasta veðurstöð landsins.

Jarðskjálftamælir er á sama stað. Megintilgangur veðurstöðvarinnar er að fylgjast með aðstæðum en ekki að afla upplýsinga um veðurfar.

Lesa meira

Jarðskjálfti af stærð 4 í Bárðarbungu - 27.6.2016

Jarðskjálfti af stærð 4,0 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar laugardaginn 25. júní. Um tuttugu eftirskjálftar fylgdu strax í kjölfarið, þeir stærstu mældust 3,2 og 3,9. Fyrsti skjálftinn í þessari hrinu er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar 2015.

Lesa meira

Virkni í Bárðarbungu frá goslokum - 24.6.2016

Á fundi vísindaráðs almannavarna í dag var farið yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu.

Líkur eru á innflæði kviku á 10-15 km dýpi. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa.

Í kjölfar öskjusigs og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Mikilvægt er að fylgjast áfram með sigkötlunum auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis.

Lesa meira

Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið - 23.6.2016

Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast síðustu daga og minni háttar aukning hefur einnig orðið í rafleiðni. Sumarleysing á jökli eða rigningar orsaka ekki hið aukna rennsli. Þessar athuganir þýða að Skaftárhlaup er líklega hafið.

Um minniháttar jökulhlaup er að ræða og mjög ólíklegt er að það valdi tjóni í Skaftárdal.

Lesa meira

Minniháttar jökulhlaup í Múlakvísl - 22.6.2016

Minniháttar jökulhlaup er nú í Múlakvísl, tengt jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli.

Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um brennisteinslykt við þjóðveginn í nágrenni ánna.

Eins og staðan er núna, hefur þetta ekki áhrif á ferðir fólks. Hlaupið getur staðið næstu daga en nýjustu mælingar sýna minnkandi rafleiðni.

Fylgst er náið með þróuninni.

Lesa meira

Ósk um upplýsingar varðandi söguleg flóð af völdum veðurs í helstu vatnsföllum landsins - 15.6.2016

Veðurstofan vinnur nú að hættumati á helstu vatnsföllum landsins. Safnað er upplýsingum um söguleg flóð við eftirfarandi vatnsföll og þverár þeirra: Hvítá í Borgarfirði, Héraðsvötn í Skagafirði, Eyjafjarðará, Skjálfandafljót og Lagarfljót, þ.e.a.s. flóð sem orsakast af veðurfarslegum þáttum.

Mikilvægt er að gagnasöfnunin byggist á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af fólki sem kunnugt er staðháttum.

Allar upplýsingar eru vel þegnar: ljósmyndir, myndskeið, kort, samtímafrásagnir, gagnagrunnsfærslur, og dagbókarfærslur.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Ísröst

Ísland og nao-fyrirbrigðið

Fjallað er um veðurfyrirbrigði sem á ensku er nefnt North Atlantic Oscillation. Oft er til þess vísað í umfjöllun um veðurlag og veðurfarsbreytingar á heimsvísu. Íslenskt nafn skortir, en hér er tekið það ráð að nota ensku skammstöfunina nao sem nafn á fyrirbrigðinu og hafa það hvorugkyns. Langur listi með ítarefni fylgir umfjölluninni.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica