Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg átt 3-8 m/s, rigning eða súld sunnanlands, skúrir vestantil, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Hiti 5 til 13 stig, mildast norðaustantil. Sunnan 5-10 á morgun og skúrir eða slydduél, en þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 4 til 10 stig. Lægir annað kvöld og kólnar.
Spá gerð 23.10.2016 10:24

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Viltu tilkynna vatnsflóð? - 20.10.2016

Veðurstofan þiggur með þökkum hvers konar tilkynningar um vatnsflóð. Nýtt og öflugt skráningarform er komið á vefinn fyrir þá sem það kjósa. Vissulega er enn hægt að hringja og koma upplýsingum þannig á framfæri en vonir standa til þess skráningarformið henti langflestum betur.

Með samstilltu átaki getur skrásetning flóðaviðburða orðið mjög góð. Þegar upplýsingarnar safnast saman verður hægt að skoða vistaðar skráningar öllum til fróðleiks, jafnt almenningi sem vísindamönnum.

Lesa meira

Hvessir aftur í kvöld - 19.10.2016

Veðurspá dagsins hefur gengið eftir. Hvassast hefur verið á norðanverðu Snæfellsnesi. Nú síðdegis hefur dregið örlítið úr veðurofsanum en hvessir síðan aftur í kvöld og búist við snörpum vindhviðum við fjöll. Austanlands gæti orðið byljótt í kvöld og nótt. Útlit er fyrir aukna úrkomu suðaustanlands. Varað er við vatnavöxtum í ám á Snæfellsnesi, vestur og suður af Langjökli, í kringum Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul.

Veðurstofan þiggur tilkynningar um vatnsflóð, sjá skráningarform.

Lesa meira

Enn um veðurspá og flóðaástand - 13.10.2016

Skil hafa verið kyrrstæð yfir landinu síðustu tvo sólarhringa og fært landsmönnum stöðuga rigningu langt sunnan úr hafi. Skilin eru nú á leið vestur út af landinu og því dregur smám saman úr úrkomu sunnan- og vestanlands og styttir að mestu upp í kvöld og nótt.

Ár á vesturlandi náðu hámarki snemma í morgun. Mjög mikið vatn er í ám við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul. Rennsli er enn að vaxa í Hvítá og Ölfusá; mjög mikið vatn er í Soginu.

Lesa meira

Um veðurspá og flóðaástand - 12.10.2016

Mikið hefur rignt á Suður- og Vesturlandi síðan í gær og búast má við mikilli rigningu áfram. Mestu flóðin hafa verið á Barðaströnd, Snæfellsnesi og við Mýrdalsjökul. Enn vex í ám í nágrenni Reykjavíkur. Rennsli Hvítár og Ölfusár vex allan morgundaginn. Mjög mikið hefur verið í Soginu og þar verður hámarki náð á morgun. Rennsli Múlakvíslar og Jökulsár á Sólheimasandi hefur sjaldan orðið meira nema í jökulhlaupum. Krossá í Þórsmörk er farin að dreifa mikið úr sér. Enn á eftir að vaxa mjög í ám á svæðinu frá Mýrdalsjökli til Hornafjarðar. Gera má ráð fyrir að rennsli Djúpár og annarra vatnsfalla í Skaftafellssýslu haldi áfram að vaxa þangað til síðdegis á morgun. Lesa meira

Viðvörun vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta - 11.10.2016

Í nótt, á morgun og á fimmtudag er spáð er mikilli rigningu, yfir 100 mm á sólahring, á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli að Ísafjarðardjúpi. Búist er við miklu afrennsli af jöklum. Flóðahætta getur skapast víða á svæðinu strax í nótt og er fólki eindregið ráðlagt frá því að reyna að fara yfir óbrúaðar ár og læki. Aukin hætta er á skriðuföllum.

Áríðandi er að hreinsa vel frá niðurföllum. Langvarandi úrkomuatburðir sem þessir eru mjög sjaldgæfir og aðstæður og afleiðingar því ókunnuglegar og jafnvel hættulegar.

Lesa meira

Samið um rannsóknir á sjálfbærri orku á norðurslóðum - 10.10.2016

Landsvirkjun, Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert samning við fyrirtæki, háskóla og stofnanir í Québec-fylki í Kanada um samstarf á sviði rannsókna og þjálfunar á sviði sjálfbærrar orku á norðurslóðum.

Stofnað verður til sameiginlegra rannsókna á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar nýtingar. Umsjón með námi háskólastúdenta og starfi fræðimanna verður sameiginleg; skipst verður á kennslugögnum, fræðigreinum, líkönum og hugbúnaði.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Forsíða Meteorologisk årbog

Veður frá 1873 á vefnum

Hinn 1. desember voru veðurathuganir á Íslandi allt frá árinu 1873 gerðar almenningi aðgengilegar á vefnum timarit.is. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica