Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 5-13 m/s, en allt að 18 m/s suðaustanlands fram á morgun. Rigning á köflum austan- og norðanlands. Annars bjartviðri að mestu. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands, en svalast á norðausturhorninu.
Spá gerð 27.07.2017 18:14

Athugasemd veðurfræðings

Tiltölulega hvasst verður við Öræfajökul fram á morgun og gætu vindhviður náð 25-30 m/s.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 27.07.2017 18:14

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ljósmynd

Tíðarfar í júní 2017 - 4.7.2017

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní. Hiti var þó í svalara lagi miðað við meðaltal síðustu 10 ára en yfir meðallagi á flestum stöðum sé miðað við tímabilið 1960-1990. Úrkoma var vel yfir meðallagi á Austurlandi. Sólskinstundir voru mjög fáar norðanlands og hafa sólskinstundir ekki verið færri í júní á Akureyri síðan 1972, þá voru þær jafnfáar og nú en enn færri 1968. 

Lesa meira
Landslag

Flóðbylgjur á Íslandi - 27.6.2017

Nokkuð hefur verið rætt um berghlaup á Íslandi í kjölfar flóðbylgju sem gekk yfir þorp á vesturströnd Grænlands eftir að stórt berghlaup féll í sjó fram 17. júní sl. Talið er að stór skriða eða berghlaup falli í sjó fram einu sinni til tvisvar á hverju árþúsundi hér á landi þótt ekki séu heimildir um það á sögulegum tíma. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist með ofanflóðahættu í byggð og gefur út viðvaranir eða tilkynningu um rýmingu ef hætta er talin geta skapast. Á nokkrum stöðum á landinu er fylgst með hreyfingu jarðlaga eða sprungum í berggrunni.

Lesa meira
skriða

Skriða úr Þófalæk á Seyðisfirði - 24.6.2017

Skriða féll úr Þófalæk á Seyðisfirði síðastliðna nótt og lenti á tveimur húsum. Þófalækurinn er þekktur skriðufarvegur og þar varð mannskætt slys árið 1950 þegar 5 manns fórust er skriða lenti á húsi ofan við veg. Skriðan sem féll í nótt átti upptök ofarlega í fjallinu og flutti með sér stór björg.

Lesa meira
veðurspá

Hvessir á hjólreiðafólk - 22.6.2017

Búast má við hvassviðri eða stormi austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum undir hádegi á morgun, föstudag, með mjög hvössum vindhviðum við fjöll (30-35 m/s). Því er ekki ráðlegt fyrir hjólreiðafólk og farartæki sem taka á sig mikinn vind að ferðast á þessu svæði á morgun.

Lesa meira
vísindagögn

Tekið á móti vísindagögnum - 20.6.2017

Veðurstofan tók á dögunum við vísindagögnum frá Dr. Richard S. Williams, Jr., jarðfræðingi, sem munu koma að notum við rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda. Dr. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur tók á móti sendinunni, sem kom á fjórum vörubrettum.

Lesa meira
Ljósmynd af öskudreifingu

Reikningar á sand- og öskufoki, námsstyrkur - 7.6.2017

Meistaranema býðst styrkur til rannsókna sem felast í að bætta reikninga á orsökum sand- og öskufoks í dreifingarlíkönum. Verkefnið er hluti af stærra verkefni sem kallast "Changes in the health effects impact of aerosol particles and natural source material following volcanic eruptions" og er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og UK Met Office.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

sprunginn leir

Þurrkar 1

Júlímánuður 2009 var einhver sá þurrasti sem vitað er um í Reykjavík. Gefur það tilefni til vangaveltna um lengd þurrtímabila og ákefð þeirra. Í þessari grein er fjallað um lengd þurrkkafla, en síðar verður fjallað um þurra mánuði og lengri tímabil.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica