Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 15-23 m/s í dag með snjókomu og síðar éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Heldur hægari á Norður- og Austurlandi undir kvöld, en hvessir þá enn frekar á Suðausturlandi.
Norðan 13-18 á morgun, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða.
Frost víða 0 til 5 stig.

Spá gerð 21.11.2017 09:57

Athugasemd veðurfræðings

Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.
Útlit er fyrir að veðrið gangi niður svo um munar á laugardag, fyrst um landið vestanvert.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 21.11.2017 09:57

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

ljósmynd

Niðurstöður úr gögnum væntanlegar fyrir helgi - 20.11.2017

Enn er verið að vinna úr gögnum og sýnum sem safnað var um helgina vegna breytinganna á yfirborði Öræfajökuls. Búast má við niðurstöðum fyrir lok vikunnar. Áætlað er að setja upp síritandi mælitæki næstu daga.

Lesa meira
ljósmynd

Frá stöðufundi um Öræfajökul - 18.11.2017

Í kvöld, laugardag 18. nóvember, var haldinn stöðufundur á Veðurstofunni um Öræfajökul. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í dag.

Lesa meira
ljósmynd

Ketill í Öræfajökli - 17.11.2017

Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku.  Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli.

Lesa meira
Vatn

Málþing á 70 ára afmæli vatnamælinga - 16.11.2017

Veðurstofa Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin munu fagna 70 ára afmæli kerfisbundinna vatnamælinga fimmtudaginn 23. nóvember á málþingi um vatnamælingar og tengd málefni. Málþingið verður haldið í sal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7. Það hefst kl. 14:30 og stendur til kl. 17:00.

Lesa meira
árfarvegur

Jarðhitavatn í Jökulsá á Fjöllum kemur undan Dyngjujökli - 13.11.2017

Töluvert vatn kemur undan Dyngjujökli í hefðbundinn farveg Jökulsár á Fjöllum vestan Kverkfjalla. Sennilega á jarðhitavatnið, sem mælst hefur í ánni undanfarnar vikur, upptök vestar í Vatnajökli, hugsanlega í Bárðarbungu þar sem jarðhiti hefur aukist undanfarin misseri. 

Lesa meira
vhm 102

Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum stöðug - 8.11.2017

Undanfarnar vikur hefur rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum farið hækkandi. Handmælingar staðfesta sjálfvirk mæligildi. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í morgun, 8. nóvember, með fulltrúum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og fóru yfir stöðuna.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

eldgos

Grímsvötn

Grímsvatnakerfið er virkasta eldstöðvarkerfi landsins og hefur gosið um 70 sinnum síðan land byggðist. Í lok september 1996, fyrir 21 ári, hófst gos á eldstöðvarkerfi Grímsvatna og í kjölfar þess kom stórt jökulhlaup niður Skeiðarársand sem olli miklu tjóni á hringveginum.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica