Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 18-28 m/s, hvassast á NV-landi. Talsverð riging eða slydda S- og V-lands, mikil úrkoma SA-lands, en úrkomuminna NA-lands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast nyrst.
Snýst í sunnan 10-18 í nótt með skúrum, en síðar éljum og kólnar smám saman, fyrst V-til, en áfram 15-23 og talsverð rigningu eystra fram yfir hádegi.

Spá gerð 23.02.2018 18:26

Athugasemd veðurfræðings

Gengur á með suðaustanstormi eða -roki á öllu landinu og ringir talsvert sunnan heiða, milkil úrkoma suðaustanlands.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 23.02.2018 18:26

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

mynd

EUROVOLC – Evrópusamstarfsverkefni í eldfjallafræði hafið - 23.2.2018

Yfir 70 sérfræðingar í jarðvísindum og veðurfræði frá níu Evrópulöndum hittust í Keflavík fyrri hluta mánaðarins til að hefja samstarf um verkefnið "EURopean Network of Observatories and Research Infrastructures for VOLCanology".

Lesa meira
kort

Dregið hefur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey - 23.2.2018

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey síðustu daga. Enn mælist þó mikill fjöldi skjálfta á svæðinu og af og til verða litlar
skjálftahviður með skjálfta allt að 3 að stærð. Í nótt 23. febrúar mældust tveir skjálftar 2,8 að stærð sem áttu upptök um 13 km norður af Grímsey. Lesa meira
mynd

Loftmengun í íshellinum í Blágnípujökli - 20.2.2018

Þann 14. febrúar s.l. birti Veðurstofan viðvörun á vef sínum vegna loftmengunar í íshelli í Blágnípujökli. Laugardaginn 17.2. fór hópur ferðafólks í hellinn og var styrkur lofttegunda þá mældur. Eftir nokkurra mínútna göngu inn eftir hellisgólfinu var styrkurinn kominn yfir 20 ppm (milljónustu hluta). Styrkurinn fór hækkandi og á 2 mínútna tímabili mældust mjög há gildi, á bilinu 120-183 ppm. Var þá snúið við enda er fólki bráð hætta búin í svo menguðu lofti.

Lesa meira
mynd

Jarðskjálftavirknin við Grímsey í nótt, 19. febrúar - 19.2.2018

Snemma í morgun, kl. 05:38, varð skjálfti af stærð 5,2 með upptök um 14 km ANA af Grímsey og fannst hann vel víða um norðanvert landið. Fjórir aðrir skjálftar af stærð M4-4,5 mældust einnig í nótt og í morgun. Upptök skjálftanna voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, á um 10 km dýpi.

Lesa meira
mynd

Skjálftahrina við Grímsey - 16.2.2018

Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar í nágrenni Grímseyjar undanfarin misseri. Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar og um hádegi þann 16. febrúar höfðu hátt á annað þúsund skjálftar mælst á svæðinu.

Lesa meira
ljósmynd

Íshellir í Hofsjökli – viðvörun - 14.2.2018

Í sjónvarpsfréttum að kvöldi 11. febrúar var fjallað um nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, sem gengur suðvestur úr Hofsjökli. Framan við jökulinn eru nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Gæta verður ítrustu varúðar við hellinn og óráðlegt er að fara inn í hann án gasmælitækis.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

loftmynd

Eldstöðin Öræfajökull

Í árslok 2016 fór að mælast aukin jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Til þess að fylgjast vel með þessu stærsta eldfjalli landsins var mælitækjum í nágrenni þess verið fjölgað. En hvað hefur Öræfajökull gert í gegnum tíðina og hvers hann er megnugur sem eldstöð.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica