• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á norðaustanverðu Miðhálendinu í dag, en stormi eða roki (20-28 m/s) um allt land á morgun og talverðri eða mikilli rigningu SA-til. Gildir til 24.02.2017 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustlæg átt, 8-15 en gengur í 13-20 m/s norðaustantil í dag. Lengst af 3-10 m/s suðvestan- og vestanlands. Víða él, en snjókoma eða slydda austan Öræfa. Frost 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark við sjóinn um landið sunnanvert.
Vaxandi SA-átt í fyrramálið, fyrst SV-til, víða 20-28 m/s síðdegis. Snjókoma eða slydda og síðar rigning og talsverð eða mikil rigning SA-til. Hlýnar í veðri. Snýst í minnkandi sunnan- og suðvestanátt og minnkandi úrkoma annað kvöld, fyrst SV-til. Hiti 2 til 7 stig.

Spá gerð 23.02.2017 04:33

Athugasemd veðurfræðings

Í fyrramálið hvessir mjög af suðaustri og hlýnar hratt, en engu að síður verður úrkoman snjókoma eða slydda framan af degi en síðar rigning. Suðaustan stormur eða rok víða um landi seinnipartinn og ekkert ferðaveður.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 23.02.2017 04:33

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

ArcticDem

Nýtt landlíkan fyrir Ísland – ArcticDEM - 6.2.2017

Í september 2015 tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir stefndu að smíði landlíkans fyrir allt yfirborð lands norðan 60°N. Verkefnið fékk nafnið ArcticDEM og skyldi því lokið á meðan Bandaríkjamenn færu fyrir Norðurskautsráðinu. Verkefnið byggist á samstarfi margra bandarískra stofnana og ytri samstarfsaðila, þar á meðal Veðurstofuna. Fyrstu afurðirnar sem þekja Ísland eru nú aðgengilegar á netinu án endurgjalds.

Lesa meira
Skjáskot

Mat á snjóflóðaaðstæðum til fjalla - 6.2.2017

Í kjölfar slyss sem varð í Esju um helgina hefur verið fjallað um mat Veðurstofunnar á snjóflóðaaðstæðum til fjalla. Spurt er af hverju Veðurstofan meti ekki aðstæður og spái fyrir um snjóflóðahættu á fleiri stöðum en nú er gert, t.d. fyrir nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir búa og margir eru á ferð í fjalllendi.

Lesa meira
Glitský

Tíðarfar í janúar 2017 - 1.2.2017

Tíð var lengst af hagstæð og samgöngur greiðar. Fremur hlýtt var í veðri og með snjóléttara móti á láglendi. Úrkoma var ekki fjarri meðallagi. Minna var um illviðri en venjulegt er á þessum tíma árs.

Lesa meira
Árshiti í Stykkishólmi

Hlýjasta árið í Stykkishólmi frá upphafi mælinga - 31.1.2017

Saga samfelldra veðurathugana í Stykkishólmi nær 171 ár aftur í tímann eða til haustsins 1845. Mæliröðin er lengsta órofa mæliröð á Íslandi. Með því að nota slitróttari mælingar annarsstaðar af landinu má meta hver árshiti í Stykkishólmi var líklega á tímabilinu 1798 til 1845. Slíkt mat er auðvitað óáreiðanlegra en mæligögn frá staðnum, en áhugavert til samanburðar.

Lesa meira
Íslensk eldfjallavefsjá

Kortlagning íslenskra eldfjalla, kynning vefsjár - 27.1.2017

Vefsjá með upplýsingum um íslensk eldfjöll verður kynnt opinberlega fimmtudaginn 2. febrúar n.k. Kynningin fer fram á Veðurstofunni, Bústaðavegi 7 í Reykjavík, í samstarfi Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Háskólans og Almannavarna Ríkislögreglustjóra.

Lesa meira
Margrét Þórhildur

Danadrottning um veðurstofur og ofurtölvu - 26.1.2017

Danadrottning nefndi traust milli stofnana á Íslandi og í Danmörku og ofurtölvu dönsku veðurstofunnar (DMI) í ræðu sinni í veislu með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Tölvan er hýst hjá Veðurstofunni.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju

Öðru hvoru er kannað hvort skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju sé horfinn, eins og gerst hefur undantekningalítið eftir árið 2000. Haustið 2011 voru farnar nokkar ferðir og staðfest að skaflinn var á sínum stað. Aftur á móti hvarf hann haustið 2012. Í þessari grein eru nýlegar myndir. Hvernig stóðu málin haustið 2013?

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica