• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag (laugardag) gæti orðið vart við gasmengun frá eldgosinu V-til á landinu, en SA-til á morgun (sunnudag). Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast úti við sjóinn. Slydda eða rigning SA-lands og á Austfjörðum, él fyrir norðan en léttir til SV-lands. Norðan og norðvestan 8-13 og él N-til á morgun, en hægara og léttskýjað syðra. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en kringum frostmark N-til að deginum.
Spá gerð 25.10.2014 12:57

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

FutureVolc verkefnið kynnt á vef National Geographic - 21.10.2014

National Geographic birti á vefsíðu sinni frétt um eldgosið á Íslandi og kynnti alþjóðlega FutureVolc verkefnið um leið.

Fram kom að Ísland væri nánast eins og rannsóknarstofa í eldfjallafræði og að vegna nýrra mælitækja, m.a. frá FutureVolc, sé þetta eldgos eitt af best vöktuðu eldgosum sögunnar.

Í kynningu var meðal annars lögð áhersla á opin gögn og sýnd dæmi af vedur.is, bæði jarðskjálftar í þrívídd og keyrsla á GPS mælingum. Viðtöl eru við innlenda og erlenda vísindamenn.

Lesa meira

Viðvörun - fyrsta afgerandi snjókoma haustins - 19.10.2014

Veðurstofan vill vekja athygli á því, að fyrsta alvöru snjókoma haustsins á norðanverðu landinu er í vændum. Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins. Þetta á sérílagi við bíla sem eru vanbúnir til vetraraksturs.

Lesa meira

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hafin í ár - 16.10.2014

Snjóflóðavakt Veðurstofu hefst 15. október ár hvert og fyrir þann tíma hittast snjóathugunarmenn og snjóflóðavakt á árlegum samráðsfundi. Tilgangurinn er að þróa stöðugt og bæta vöktunina. Samráðsfundurinn var að þessu sinni haldinn í Fjallabyggð. Lögð var áhersla á að kynna og prófa nýtt smáforrit í snjallsíma, þar sem hægt er bæði að mæla og teikna inn útlínur snjóflóða. Einnig var gengið um varnarvirki á Ólafsfirði og Siglufirði.

Lesa meira

Opinn fundur um snjóflóðamál á Ólafsfirði - 7.10.2014

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar Veðurstofunnar fór fram í Fjallabyggð dagana 8.-10. október 2014. Af þessu tilefni var boðið til opins fundar um snjóflóðamál í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði 8. október.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar og ræða um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2014 - 1.10.2014

Tíðarfar í september telst hagstætt og var óvenjuhlýtt, hlýjast að tiltölu norðan- og austanlands þar sem hiti var víða meir en 2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og meir en þremur stigum ofan meðalhita 1961 til 1990. Á Dalatanga er þetta hlýjasti september frá upphafi mælinga 1938 og sá þriðji hlýjasti í Grímsey en þar hefur verið mælt frá 1874. Svalast að tiltölu var á Suðvesturlandi þar sem hiti var þó meir en 0,5 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Óvenju úrkomusamt var um allt sunnan- og vestanvert landið en fremur þurrt á Norðausturlandi.

Lesa meira

Ábending vegna veðurs næstu daga - 28.9.2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags, sem og þriðjudags og miðvikudags. Á morgun, mánudag, er spáð suðaustan 18-25 m/s á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Það hvessir í nótt en veðurhæðin nær hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Spáð er suðaustan 15-23 m/s annars staðar á landinu á morgun, um og upp úr hádegi hvessir á Vestfjörðum og Suðausturlandi og síðdegis á norðaustanverðu landinu og á Austfjörðum. Talsverð úrkoma fylgir storminum og mikil úrkoma er líkleg suðaustanlands.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Nýja hraunið fer enn stækkandi og er nú 63 ferkílómetrar; ekkert dregur úr gosinu. Öskjusig Bárðarbungu er 30-40 cm/dag aðallega í norðausturhlutanum, nú nálægt 40 m og yfir 0,75 rúmkílómetrar. Skjálftavirkni við öskju Bárðarbungu er áþekk og verið hefur undanfarna daga en lítil virkni er í ganginum.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna og áætlað er að gasstreymið sé m.a. 35.000 tonn af SO2 á dag. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá dreifingarspá. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Í þessari upplýsingagrein eru birtar nýjustu niðurstöður varðandi eldsumbrotin sem hófust með jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu 16. ágúst 2014. Þessi grein, ásamt sambærilegum greinum fyrri mánaða, veitir heildaryfirlit um framvinduna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir