Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 8-13 m/s, skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda N- og NV-lands annars skýjað með köflum en léttskýjað SV-til. Hvessir í dag, víða 10-18 m/s síðdegis og þykknar upp með rigningu eða slyddu um landið A-vert en hvassast við SA-ströndina. Norðlæg átt, 8-15 og víða slydduél eða skúrir á morgun en úrkomulítið SV-til. Hiti 1 til 11 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost.
Spá gerð 04.05.2016 05:24

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í apríl 2016 - 2.5.2016

Tíðarfar var hagstætt að mestu, hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990, en þó var að tiltölu kaldara um landið austanvert heldur en í öðrum landshlutum. Úrkoma var mikil austast á landinu en þurrviðrasamt og sólríkt um landið vestanvert. Snjór var víðast hvar minni en í meðalári nema inn til landsins á Norðausturlandi.

Lesa meira

Ofurtölvan vígð - 28.4.2016

Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan stóðu í sameiningu að dagskrá og móttöku til að fagna samstarfi stofnananna og vígslu dönsku ofurtölvunnar. Samningurinn um sameiginlega nýtingu veitir aukin tækifæri á sviði loftslagsrannsókna og við þróun spálíkana. Möguleikar í veðurþjónustu munu aukast, s.s. í þjónustu við alþjóðaflug. Aukið aðgengi að gögnum mun efla rannsóknir, jafnt á fortíðarloftslagi sem framtíðarsviðsmyndum loftslags.

Lesa meira

Parísarsamningurinn undirritaður - 25.4.2016

Á alþjóðlegum degi jarðarinnar 2016, hinn 22. apríl, undirritaði Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum. Með undirskrift sinni lýsa fulltrúar ríkisstjórna yfir vilja sínum til að uppfylla ákvæði samningsins. Aldrei hafa fleiri ríki undirritað alþjóðasamning á fyrsta degi. Í kjölfar undirskriftar þarf hvert ríki, sem vill teljast aðili að samningnum, að fullgilda hann. Vinna við fullgildingu samningsins á Íslandi er hafin.

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofu 2016 - 7.4.2016

Ársfundur Veðurstofunnar var haldinn að Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 12. apríl.

Að loknu ávarpi umhverfisráðherra kl 09:00 voru flutt fjögur erindi; um samvinnu innanlands og utan, um dönsku ofurtölvuna, um sögu veðurlíkana og um líkanið Harmonie.

Spila má upptöku af streymi fundarins. Vakin er athygli á stuttu og vel þegnu innskoti Páls Bergþórssonar um upphaf reikninga í veðurfræði.

Lesa meira

Vel heppnaður fundur um Nýtingu og verndun vatns - 6.4.2016

Húsfyllir var á morgunverðarfundi Íslensku vatnafræðinefndarinnar og Íslensku UNESCO-nefndarinnar 31. mars 2016, sem haldinn var í tilefni af Degi vatnsins, sem er 22. mars. Mikil ánægja var með fundinn þar sem fjallað var um nýtingu og verndun vatns út frá mismunandi sjónarhornum.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2016 - 1.4.2016

Tíðarfar var hagstætt að mestu; lengst af var hlýtt í veðri – að slepptum fáeinum dögum í upphafi mánaðarins og enda. Nokkuð illviðrasamt var í fáeina daga um miðjan mánuð en tjón varð ekki víða.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

sólarupprás, girðingarstaura ber við glóandi himin

Sumardagurinn fyrsti 1949 - 2015

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18.

Skoða má kort sem sýna veður á hádegi alla daga frá 1949.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir