• Viðvörun

    Nú er talsverður vöxtur í ám og lækjum meðfram austurströndinni. Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum og mögulega skriðuhættu á svæðinu fram á miðvikudagskvöld.
  • Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á miðhálendinu í nótt og fram eftir morgni. Gildir til 05.08.2015 18:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan, 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á SA-verðu landinu, og einnig á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Rigning A-til á landinu, en þurrt að kalla V-lands. Norðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt A-til, en þykknar upp NV-lands með dálítilli vætu þar seinnipartinn. Áfram þurrt að kalla SV-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV- og S-lands.
Spá gerð 04.08.2015 19:01

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við snörpum vindhviðum (25-30 m/s) sunnan Vatnajökuls og NV-til einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Vindur af þessum styrk getur verið varasamur fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 04.08.2015 19:01

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í júlí - 4.8.2015

Júlímánuður var mjög kaldur um mestallt land. Á litlu svæði um landið suðvestanvert var hann þó lítillega hlýrri en meðaltal áranna 1961 til 1990 en meir en 2 stig undir því víða inn til landsins um landið norðaustan- og austanvert. Hiti var undir meðallagi júlímánaða síðustu tíu ára um land allt. Óvenjuþurrt var við norðanverðan Faxaflóa, Breiðafjörð, á sunnanverðum Vestfjörðum og á stöku stað á Norðurlandi vestanverðu. Sólarlítið var um landið norðaustanvert og mjög dauf þurrkatíð.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí - 31.7.2015

Júlímánuður var mjög kaldur víðast hvar á landinu. Sérlega kalt var norðaustan- og austanlands, en hiti nærri meðallagi suðvestanlands. Óvenjuþurrt var um landið norðvestanvert.

Lesa meira

Safetravel - 4.7.2015

Forvarnir í ferðamennsku hafa eflst með aukinni samvinnu þeirra er koma að öryggi ferðafólks. Vefurinn Safetravel er rekin af Landsbjörgu í því augnamiði og er hluti af heildarverkefninu Safetravel sem hleypt var af stokkunum 2010. Nýjung á vefnum er áberandi tilkynningaborði sem fyllir skjáinn við fyrstu sýn á hverri vefsíðu. Málefnum vefsins er skipt í nokkra flokka: Útivist, Akstur, Ferðaáætlun, Sprungukort, Útbúnaðarlista og 112 Iceland App. Fjölmargar og ítarlegar upplýsingar má fá um allt sem tengist ferðalögum á Íslandi og öryggi í ferðamennsku.

Lesa meira

Jarðskjálftahrinu lokið og litakóði lækkaður - 3.7.2015

Í ljósi þess að skjálftahrinunni á Reykjaneshrygg er að mestu lokið, hefur Veðurstofan Íslands ákveðið að breyta litakóða fyrir eldstöðina Eldey aftur í grænt. Engin merki sjást um að skjálftavirknin sé tengd kvikuhreyfingum í efri hluta jarðskorpunnar. Greining á sýnum sem tekin voru úr sjó þann 1. júlí sýna heldur engin frávik sem benda til þess að kvika hafi komist í snertingu við vatn.

Lesa meira
Skrifstofubygging

Hugsanlegar tafir á vefþjónustu - 2.7.2015

Vegna vinnu við flutninga á tækjum milli tölvusala Veðurstofunnar í dag og á morgun geta orðið hnökrar á þjónustu ytri vefs. Beðist er velvirðingar á þessu. Notendum sem verða fyrir töfum á vedur.is er ráðlagt að bíða í nokkrar mínútur. Þessir flutningar eru hluti af átaki sem mun efla þjónustu Veðurstofunnar þegar fram í sækir.

Lesa meira

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg - 1.7.2015

Eins og fyrr segir, þá stendur yfir snörp jarðskjálftahrina nærri Geirfuglaskeri. Hrinur á þessu svæði eru algengar og vara stundum í nokkra daga. Ekki eru nein mælanleg merki um eldsumbrot. Vegna virkninar hefur þó verið ákveðið að breyta litakóða fyrir flug úr grænum í gulan fyrir Eldey en það þýðir að virknin sé vel yfir venjulegum bakgrunnsgildum. Sjófarendur eru beðnir að gera Veðurstofu viðvart ef breytingar sjást í hafi, svo sem á hitastigi sjávar eða litbrigðum, eða ef vart verður við fiskidauða.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Sólstafir

Sólstafir og rökkurskuggar

Sólstafir verða til þegar sólarljós skín gegnum fjarlæg fjallaskörð eða rof í skýjum. Oft er sólin þá nálæg sjóndeildarhring eða jafnvel undir honum, þannig að geislunum slær upp á himininn. Þá má nefna fyrirbrigðið rökkurskugga eða rökkurgeisla.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir