• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum með vindhviðum allt að 35 m/s á morgun. Einnig er búist við mikilli úrkomu austantil á landinu á morgun. Gildir til 24.06.2017 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og víða skúrir. Norðaustanátt í fyrramálið, 8-15, en 15-25 suðaustantil. Talsverð eða mikil rigning suðaustan- og austanlands, rigning með köflum norðanlands en skúrir um landið suðvestanvert. Heldur hægari og yfirleitt úrkomuminna seint annað kvöld.
Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands.

Spá gerð 22.06.2017 22:32

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við stormi austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum snemma í fyrramálið með vindhviðum allt að 35 m/s. Því er ekki ráðlegt fyrir farartæki sem taka á sig vind að aka á þessum slóðum. Einnig má gera ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu austantil á landinu á morgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 22.06.2017 22:32

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

veðurspá

Hvessir á hjólreiðafólk - 22.6.2017

Búast má við hvassviðri eða stormi austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum undir hádegi á morgun, föstudag, með mjög hvössum vindhviðum við fjöll (30-35 m/s). Því er ekki ráðlegt fyrir hjólreiðafólk og farartæki sem taka á sig mikinn vind að ferðast á þessu svæði á morgun.

Lesa meira
vísindagögn

Tekið á móti vísindagögnum - 20.6.2017

Veðurstofan tók á dögunum við vísindagögnum frá Dr. Richard S. Williams, Jr., jarðfræðingi, sem munu koma að notum við rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda. Dr. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur tók á móti sendinunni, sem kom á fjórum vörubrettum.

Lesa meira
Ljósmynd af öskudreifingu

Reikningar á sand- og öskufoki, námsstyrkur - 7.6.2017

Meistaranema býðst styrkur til rannsókna sem felast í að bætta reikninga á orsökum sand- og öskufoks í dreifingarlíkönum. Verkefnið er hluti af stærra verkefni sem kallast "Changes in the health effects impact of aerosol particles and natural source material following volcanic eruptions" og er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og UK Met Office.

Lesa meira

Tíðarfar í maí - 2.6.2017

Maí var óvenju hlýr og hiti vel yfir meðallagi. Sérlega hlýtt var fyrstu vikuna og aftur í kringum þ. 21. Víða var úrkoma í meira lagi. Gróður tók vel við sér. Lesa meira
Á Hofsjökli

Þrjátíu ára mæliröð vetrarákomu á Hofsjökul - 24.5.2017

Starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu nýverið vetrarákomu á Hofsjökul. Að þessu sinni var um tímamótaleiðangur að ræða því nú var farið til mælinga á þykkt vetrarsnævar á jöklinum í þrítugasta sinn. Oft er miðað við 30 ára meðaltöl í veðurfars- og vatnafræðirannsóknum og einnig þegar kannaðar eru langtímabreytingar á afkomu jökla. Mæliröðin frá Hofsjökli er sú fyrsta hér á landi sem nær þeirri tímalengd.

Lesa meira
Skýjamynd

Tíðarfar í apríl 2017 - 2.5.2017

Aprílmánuður var úrkomusamur á landinu, sérstaklega þó vestan- og norðvestanlands þar sem úrkoma var meiri en um áratugaskeið. Hiti var aftur á móti nærri meðallagi. Veður var lengst af meinlítið og tíð fremur hagstæð þó gróðri færi lítt fram.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Hitamet í ágúst 2004

Listi yfir mesta hita sem mældist á íslenskum veðurstöðvum fyrstu sjö mánuði ársins 2004 og til og með 15. ágúst. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica