Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 20-30 m/s, hvassast NV-lands. Rigning eða slydda, mikil úrkoma á SA-landi.
Dregur hratt úr vindi og úrkomu eftir hádegi, fyrst SV-lands, en stormur eða rok á A-verðu landinu fram á nótt.
Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis.
Sunnan 8-15 á morgun og heldur hvassara síðdegis. Rigning í fyrstu á SA-landi, annars víða él og kólnandi veður, en úrkomulítið NA-lands.

Spá gerð 21.02.2018 10:27

Athugasemd veðurfræðings

Suðaustan stormur eða rok, en ofsaveður NV-lands. Lægir talsvert eftir hádegi, fyrst SV-til, en á A-landi lægir ekki fyrr en í nótt. Mikil rigning SA-lands fram á fimmtudagsmorgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 21.02.2018 10:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

mynd

Loftmengun í íshellinum í Blágnípujökli - 20.2.2018

Þann 14. febrúar s.l. birti Veðurstofan viðvörun á vef sínum vegna loftmengunar í íshelli í Blágnípujökli. Laugardaginn 17.2. fór hópur ferðafólks í hellinn og var styrkur lofttegunda þá mældur. Eftir nokkurra mínútna göngu inn eftir hellisgólfinu var styrkurinn kominn yfir 20 ppm (milljónustu hluta). Styrkurinn fór hækkandi og á 2 mínútna tímabili mældust mjög há gildi, á bilinu 120-183 ppm. Var þá snúið við enda er fólki bráð hætta búin í svo menguðu lofti.

Lesa meira
mynd

Jarðskjálftavirknin við Grímsey í nótt, 19. febrúar - 19.2.2018

Snemma í morgun, kl. 05:38, varð skjálfti af stærð 5,2 með upptök um 14 km ANA af Grímsey og fannst hann vel víða um norðanvert landið. Fjórir aðrir skjálftar af stærð M4-4,5 mældust einnig í nótt og í morgun. Upptök skjálftanna voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, á um 10 km dýpi.

Lesa meira
mynd

Skjálftahrina við Grímsey - 16.2.2018

Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar í nágrenni Grímseyjar undanfarin misseri. Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar og um hádegi þann 16. febrúar höfðu hátt á annað þúsund skjálftar mælst á svæðinu.

Lesa meira
ljósmynd

Íshellir í Hofsjökli – viðvörun - 14.2.2018

Í sjónvarpsfréttum að kvöldi 11. febrúar var fjallað um nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, sem gengur suðvestur úr Hofsjökli. Framan við jökulinn eru nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Gæta verður ítrustu varúðar við hellinn og óráðlegt er að fara inn í hann án gasmælitækis.

Lesa meira
kort

Skjálfti af stærð 3,6 í öskju Öræfajökuls - 9.2.2018

Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð í öskju Öræfajökuls klukkan 5:07 í morgun, 9. febrúar. Um 10 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Nokkrir íbúar í nágrenni Öræfajökuls fundu skjálftann.

Lesa meira
ljósmynd

Mæliátak á Norðurheimskautssvæðinu - 7.2.2018

Í febrúarbyrjun hófst nokkurra vikna mæliátak á Norðurheimskautssvæðinu sem felst í auknum  hefðbundnum mælingum til þess að fá sem heildstæðastar mælingar á svæðinu. Í framhaldi verða gerða tilraunir með veðurspálíkön með það að markmiði að besta mælikerfið á heimsskautssvæðinu og öðlast betri skilning á áhrifum veðurathugana á heimskautssvæðum á gæði veðurspáa fyrir lægri breiddargráður.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fjall

Katla

Katla er fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins og hefur gosið a.m.k. 21 sinnum á síðustu 1100 árum. Frá landnámi og til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica