Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt 5-13 m/s. Rigning eða súld á láglendi norðaustan- og austanlands, en snjókoma til fjalla. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Styttir smám saman upp norðaustantil síðdegis, en þá skúrir sunnanlands.
Breytileg átt 3-8 á morgun, en norðaustan 8-13 vestanlands. Rigning eða skúrir sunnantil á landinu, en skýjað og úrkomulítið fyrir norðan.
Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 11 stig suðvestantil að deginum. Heldur svalara á morgun.

Spá gerð 23.04.2018 09:37

Athugasemd veðurfræðings

Vetraraðstæður eru á sumum fjallvegum norðaustan- og austanlands. Afram fremur kalt í veðri á þessum slóðum fram eftir vikunni.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 23.04.2018 09:37

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jöklar á Íslandi rýrna enn - 20.4.2018

Afkoma íslensku jöklanna hefur verið neikvæð síðan 1995 með einni undantekningu, afkoma ársins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Árið 2016 mældist afkoman aftur neikvæð eins og flest undanfarin ár og einnig fyrir Langjökul og Hofsjökul árið 2017 en Vatnajökull var þá nærri því að vera í jafnvægi. Jöklarnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7% af heildarrúmmáli þeirra.

Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar: Lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum“. 

Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur Veðurstofunnar - 5.4.2018

Fjölmenni sótti ársfund Veðurstofunnar í dag enda mörg áhugaverð erindi á dagskrá undir yfirskriftinni „Tekist á við náttúruöflin“. Jórunn Harðardóttir fjallaði um mikilvægi hættu- og áhættumats, Sara Barsotti og Matthew J. Roberts sögðu frá umbrotunum í Öræfajökli og þeim sviðsmyndum sem teiknaðar hafa verið upp út frá mælingum og rannsóknum á þeirri virkni sem nú á sér stað í jöklinum. Davíð Egilson og Esther H. Jensen fjölluðu síðan um hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2018 - 4.4.2018

Mars var mjög tvískiptur. Fyrri helmingur mánaðarins var fremur kaldur. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi, nánast úrkomulaust var um landið sunnan- og vestanvert og sérlega sólríkt. Á meðan var töluverður snjór um landið norðan og austanvert. Seinni hluti mánaðarins var hlýrri og suðlægari áttir algengari. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um illviðri. 

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofunnar 2018 - 4.4.2018

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, á morgun, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 9.00 - 11.00. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8. Lesa meira

Nauðsynlegt að auka samvinnu um veðurathuganir og rannsóknir á Norðurheimskautinu - 27.3.2018

Á Norðurheimskautssvæðinu og nærliggjandi svæðum eiga sér stað breytingar sem ekki hafa sést áður og eru loftslagsbreytingar þar hraðari og hlýnun meiri en annarsstaðar á jörðinni. Mælingar benda til þess að þessi vetur verði sá hlýjasti frá upphafi mælinga á norðurheimskautssvæðinu. Meðal umhverfisbreytinga má nefna að bráðnun sífrera veldur óafturkræfum breytingum á náttúrufari og skemmdum á innviðum.

Lesa meira
ljósmynd

Mælingar á gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli - 26.3.2018

Lögreglan og slökkviliðið á Suðurlandi, í samvinnu við Veðurstofu Íslands, mældi í dag gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli vegna tilkynninga sem bárust í gær um gasmengun þar. Mælingarnar sýndu ekki mælanlegan styrk H2S, SO2 og CO  í hellinum í dag og súrefnismæling gaf eðlilegar niðurstöður, ennfremur var enga lykt að finna á svæðinu eða í hellinum. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

skýjuð Esja, dimmur sjór

Tættir bólstrar á Esju

Mynd sýnir ský á Esju, annaðhvort cumulus fractus (tættir bólstrar) eða stratocumulus fractus (tætt flákaský). Uppstreymi er við norðurhlíðar fjallsins, en mikil aflkvika tætir skýin og gerir þau óregluleg. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica