• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag (laugardag) má búast við gasmengun norðvestur af gosstöðvunum í Holuhrauni. Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast við suður- og austurströndina. Rigning með köflum, en lengst af þurrt norðantil. Dregur smám saman úr vindi í dag, fyrst suðvestantil. Lægir og styttir upp í nótt. Hægviðri í fyrramálið, skýjað með köflum eða bjartviðri og víðast þurrt, en vaxandi suðaustan átt suðvestantil á landinu seint á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en heldur svalara á Norðurlandi.
Spá gerð 22.11.2014 06:37

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíu ára starfsafmæli Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði - 21.11.2014

Tíu ár eru síðan Snjóflóðasetur, starfsstöð Veðurstofu Íslands á Ísafirði, var vígt. Starfsemin hefur frá upphafi haft aðsetur í svonefndu Vestrahúsi ásamt Háskólasetri Vestfjarða og öðrum rannsókna- og stjórnsýslustofnunum.

Það er kostur fyrir snjóflóðavakt VÍ að það starfsfólk sem leiðir verkefnin búi á svæðinu, bæði vegna mats á veðri og snjóalögum og vegna skilnings á aðstæðum þeirra sem  verða fyrir óþægindum, svo sem ef rýma þarf svæði vegna hættu.

Auk verkefna Snjóflóðasetursins fyrir vestan, austan og norðan, vinna starfsmenn útibúsins nú að vatnamælingum á Vestfjörðum, rannsóknum á sjávarflóðum og eftirliti og rannsóknum vegna hruns, jarðskriðs og aurflóða.

Lesa meira

Upplýsingafundur um gasmengun - 17.11.2014

Upplýsingafundur um gasmengun var haldinn þriðjudaginn 18. nóvember, kl. 14:30 í móttökusal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7.

Markmið fundarins var að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt og samhæfa skilaboð til almennings.

Fundurinn var opinn og vel sóttur. Fundinum var streymt yfir netið svo þeir sem ekki áttu heimangengt gætu fylgst með. Spurningar fengust bæði úr sal og að utan í gegnum póstfang.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum með því að smella á ofangreindan tengil.

Lesa meira

Aukið samstarf við dönsku veðurstofuna DMI - 12.11.2014

Í dag var undirritaður samningur við dönsku veðurstofuna um stóraukið samstarf og rekstur ofurtölvu. Fjarkönnun hefur eflst, líkön þróast mikið og unnt að spá af enn meiri nákvæmni en mikla reiknigetu þarf. Kröfur til veðurstofa um nákvæmari og hraðari uppfærslu á veðurspám útheimtir slíkt samstarf.

Veðurstofunni gefst nú tækifæri til að stækka reiknisvæðið í kringum Ísland og þá sérstaklega suðvestur af landinu. Þannig verður hægt að veita enn betri veðurþjónustu almennt og til aðila sem eiga mikið undir góðum upplýsingum um veðurfar auk enn betri þjónustu við alþjóðaflug.

Aukin reiknigeta fæst í veðurspám, hafísspám, reikningum á fortíðarloftslagi og framtíðarsviðsmyndum mögulegra loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana? - 10.11.2014

Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á Hrafnaþingi miðvikudag 12. nóv. kl. 9:15.

Erindið er öllum opið og nefnist: Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?

Hrafnaþing er fyrirlestraröð Náttúrufræðistofnunar Íslands og er haldið í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ; nánar tiltekið í Krummasölum á 3. hæð.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2014 - 4.11.2014

Austlægar og norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum en veðurlag var lengst af meinlítið. Fremur kalt var að tiltölu í mánuðinum miðað við aðra mánuði ársins.

Úrkoma var í meira lagi víða austan- og suðaustanlands en var nærri meðallagi annars staðar. Þó var hún talsvert undir því á stöku stað um landið vestanvert.

Lesa meira

FutureVolc verkefnið kynnt á vef National Geographic - 21.10.2014

National Geographic birti á vefsíðu sinni frétt um eldgosið á Íslandi og kynnti alþjóðlega FutureVolc verkefnið um leið.

Fram kom að Ísland væri nánast eins og rannsóknarstofa í eldfjallafræði og að vegna nýrra mælitækja, m.a. frá FutureVolc, sé þetta eldgos eitt af best vöktuðu eldgosum sögunnar.

Í kynningu var meðal annars lögð áhersla á opin gögn og sýnd dæmi af vedur.is, bæði jarðskjálftar í þrívídd og keyrsla á GPS mælingum. Viðtöl eru við innlenda og erlenda vísindamenn.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Nýja hraunið fer enn stækkandi og er nú 72 ferkílómetrar; ekkert dregur úr gosinu. Öskjusig Bárðarbungu nú um 45 m og rúmmál sigskálarinnar er 1,1 til 1,2 rúmkílómetrar. Afl jarðhitasvæðanna í Bárðarbungu er nokkur hundruð megavött og bráðnun metin um 2 rúmmetrar á sekúndu. Vatnið fer í Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum en er svo lítið að það hefur ekki áhrif á rennsli ánna.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna og áætlað er að gasstreymið sé m.a. 35.000 tonn af SO2 á dag. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasdreifingarspá. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir