Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 8-15 m/s NV-til, en annars víða 3-10. Rigning með köflum og allvíða þokuloft við ströndina, síst SA- og V-lands. Heldur hægari í nótt og á morgun og úrkomuminna, en bætir aftur í úrkomu undir kvöld. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast V-lands, en svalast NA- og A-til.
Spá gerð 01.07.2015 18:23

Athugasemd veðurfræðings

Áfram verður strekkingsvindur í Staðarsveit og á sunnanverðu Vestfjörðum fram eftir kvöldi. Dregur síðan smám saman úr vindi.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.07.2015 18:23

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg - 1.7.2015

Eins og fyrr segir, þá stendur yfir snörp jarðskjálftahrina nærri Geirfuglaskeri. Hrinur á þessu svæði eru algengar og vara stundum í nokkra daga. Ekki eru nein mælanleg merki um eldsumbrot. Vegna virkninar hefur þó verið ákveðið að breyta litakóða fyrir flug úr grænum í gulan fyrir Eldey en það þýðir að virknin sé vel yfir venjulegum bakgrunnsgildum. Sjófarendur eru beðnir að gera Veðurstofu viðvart ef breytingar sjást í hafi, svo sem á hitastigi sjávar eða litbrigðum, eða ef vart verður við fiskidauða.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2015 - 1.7.2015

Júnímánuður var kaldur miðað við hitafar það sem af er öldinni en nærri meðallagi sé miðað við tímabilið 1961 til 1990.  Um hluta Vesturlands var fremur hlýtt síðari hluta mánaðarins og tíð þá hagstæð, en annars var tíðarfar óhagstætt lengst af og gróður tók seint við sér.

Lesa meira

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg - 1.7.2015

Skjálftahrina sem hófst um kl. 21:00 í gærkvöldi, 30. júní, stendur enn. Stærsti skjálftinn var 5,0 að stærð kl. 02:25 í nótt og fannst hann víða á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi og einnig barst tilkynning frá skipi sem statt var um 10 km frá upptökum skjálftans. Nokkrir skjálftar eru á milli 4 og 5 að stærð. Samfelld virkni var frá kl. 21:00 í gærkvöldi til miðnættis. Síðasta hviðan var um kl. 07:00 í morgun og síðan hefur verið rólegt. Skjálfta varð þó vart á Seltjarnarnesi laust fyrir hádegi.

Lesa meira

Safetravel - 26.6.2015

Forvarnir í ferðamennsku hafa eflst með aukinni samvinnu þeirra er koma að öryggi ferðafólks. Vefurinn Safetravel er rekin af Landsbjörgu í því augnamiði og er hluti af heildarverkefninu Safetravel sem hleypt var af stokkunum 2010. Nýjung á vefnum er áberandi tilkynningaborði sem fyllir skjáinn við fyrstu sýn á hverri vefsíðu. Málefnum vefsins er skipt í nokkra flokka: Útivist, Akstur, Ferðaáætlun, Sprungukort, Útbúnaðarlista og 112 Iceland App. Fjölmargar og ítarlegar upplýsingar má fá um allt sem tengist ferðalögum á Íslandi og öryggi í ferðamennsku.

Lesa meira

Viðvörun um hvassviðri syðst á landinu - 25.6.2015

Veðurstofan vekur athygli á spá um hvassviðri með snörpum vindhviðum syðst á landinu í nótt og á morgun, föstudag. Langt suður í hafi er víðáttumikið 983 mb lægðasvæði, sem þokast norður á bóginn. Hvessir því smám saman úr austri sunnanlands og vindhraði verður 13-18 m/s undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum í nótt og á morgun, en vindhviður geta náð 30 m/s á þeim slóðum. Fer að draga úr vindi annað kvöld (föstudag). Vegfarendum með aftanívagna er ráðlagt að fara ekki um þessi svæði fyrr en vind lægir.

Lesa meira

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga - 19.6.2015

Undanfarnar vikur hefur verið nokkuð mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Sögulegar upplýsingar benda til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð.

Þess ber að geta að byggð hefur færst miklu nær skjálftasvæðinu. Engin áreiðanleg leið er til að segja fyrir um hvenær stórir skjálftar verða milli Kleifarvatns og Ölfuss en fólki er bent á að nota þetta tilefni til að rifja upp viðbrögð við jarðskjálftum og fara yfir viðbúnað á heimilinu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Gufubólstrar úr Holuhrauni

Undanfarnar vikur hafa gufubólstrar sést stíga frá Holuhrauni en eldgosinu lauk 27. febrúar síðastliðinn og engin merki eru um að nýtt gos sé hafið. Vatnsflaumur á Flæðunum eykst aftur á móti mjög um þessar mundir. Vatnið kemst í snertingu við norðausturjaðar Holuhrauns og veldur þessari bólstramyndun. Gufubólstrar sjást einnig á gígasvæðinu en þar streymir að leysingavatn undan vestanverðum Dyngjujökli. Líklegt er að gufubólstrar sem þessir muni sjást áfram.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir