• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á landinu um og eftir hádegi, en NV-til og við SA-ströndina í nótt og á morgun. Gildir til 05.03.2015 18:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vaxandi SA-átt S- og V-til og þykknar upp, en minnkandi norðvestanátt NA- og A-lands og þurrt að kalla. Frost 0 til 8 stig. Suðaustan 18-25 með snjókomu undir hádegi, fyrst SV-lands. Lengst af hægari og þurrt fyrir norðan og austan. Rigning eða slydda S- og V-til síðdegis, talsverð um landið S- og SA-vert. Snýst í suðvestlæga átt í kvöld og dregur úr vindi og úrkomu. Hlánar smám saman. Suðvestan 13-23 í nótt og á morgun, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Él, en þurrt að kalla NA- og A-lands. Hiti um og undir frostamarki.
Spá gerð 04.03.2015 06:26

Athugasemd veðurfræðings

Athygli er vakin á vonskuveðri sem kemur upp að SV-landi undir hádegi og fer síðan yfir landið. Áfram verður suðvestan hvassviðri eða jafnvel stormur með éljum í nótt og á morgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 04.03.2015 06:26

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í febrúar 2015 - 2.3.2015

Mánuðurinn var kaldur miðað við það sem algengast hefur verið í febrúar á seinni árum og var hitinn undir meðallagi síðustu tíu ára alls staðar á landinu, og undir meðallagi áranna 1961 til 1990 um landið sunnan- og suðvestanvert og víða vestanlands. Úrkomusamt var um nær allt land. Umhleypingasamt var og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár.

Lesa meira

Eldgosinu í Holuhrauni er lokið - 28.2.2015

Eldgosinu, sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst síðastliðinn, er LOKIÐ. Engin glóð sást í þyrluflugi 27. febrúar.

Gasið getur ENN dreifst um allt land.

Hraunið er 85 km² að stærð. Meðalþykkt þess er um 10 - 14 metrar (mest 40 m) og rúmmálið um 1,4 km³.

Öskjusig Bárðarbungu er a.m.k. 61 m þar sem mest er. Sigið var 5 cm á dag í síðustu viku, að teknu tilliti til ísskriðs inn að miðju öskjunnar, en var tugir cm á dag þegar mest var. Rúmmál sigskálarinnar er um 1,7 - 1,8 km³.

Áfram dregur úr skjálftavirkni.

Lífshætta stafar ENN af eldfjallagasi við hraunbreiðuna.

Lesa meira

Varasöm snjóalög á Suðvesturlandi - 26.2.2015

Maður á vélsleða setti af stað myndarlegt snjóflóð í Bláfjöllum í dag. Hann náði að keyra undan flóðinu.

Fjallaferðamenn á SV horninu ættu að fara varlega, sér í lagi í hlíðum mót vestri og norðri. Gryfja sem tekin var á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í morgun sýnir þéttan vindfleka á eldri snjó. Neðarlega í nýja snjónum er þunnt lag með mýkri snjó. Brot fást í stöðugleikaprófunum á þessu mjúka lagi, en einnig í vindflekanum.

Lesa meira

Viðvörun - stormur eða rok í dag - 25.2.2015

Búist er við stormi eða roki á landinu í dag og á Vestfjörðum á morgun.

Í dag má búast við austan 20-28 m/s með snjókomu sunnan- og vestanlands, en síðar slyddu eða rigningu við ströndina, 18-28 síðdegis, hvassast við suðurströndina. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi í fyrstu, en síðan 18-23 þar og snjókoma eða skafrenningur.

Norðan 20-28 m/s og snjókoma eða éljagangur á vestast á landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum.

Heldur hlýnandi veður í bili, en kólnar aftur á morgun. Norðvestan hvassviðri eða stormur víða um land annað kvöld.

Lesa meira
hæðir speglast í vatni - kyrrð

Erindi um loftslagsbreytingar í dag - 25.2.2015

Hér á landi er staddur jarðfræðingurinn Johann Stötter frá Háskólanum í Innsbruck sem er íslenskum jarðfræðingum að góðu kunnur fyrir rannsóknir á jöklajarðfræði sem hann stundaði á Tröllaskaga um árabil.

Johann hélt erindi kl. 15:00 25. febrúar í matsal VÍ um loftslagsbreytingar í Austurríki og afleiðingar þeirra og lýsti helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu.

Lesa meira

Viðvörun - stormur eða rok - 24.2.2015

Búist er við stormi eða roki á landinu og hætt við samgöngutruflunum, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.

Gengur í suðaustan og austan 20-28 m/s sunnan- og vestanlands á miðvikudegi með snjókomu eða slyddu en síðar rigningu syðst. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost en hiti um eða yfir frostmarki sunnantil seinnipartinn.

Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags dregur verulega úr vindi og úrkomu á landinu. Þó má reikna með að áfram verði hvasst og snjókoma á Vestfjörðum og gæti gengið í norðan ofsaveður þar á fimmtudagsmorgun með talsverðri ofankomu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Eldgosi í Holuhrauni lokið

Jarðhræringar við Bárðarbungu

Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst síðastliðinn, er LOKIÐ. Engin glóð sást í þyrluflugi 27. febrúar.

Hraunið er 85 km² að stærð. Meðalþykkt þess er um 10 - 14 metrar (mest 40 m) og rúmmálið um 1,4 km³.

Öskjusig Bárðarbungu er a.m.k. 61 m þar sem mest er. Sigið hefur verið 5 cm á dag undanfarið, að teknu tilliti til ísskriðs inn að miðju öskjunnar, en var tugir cm á dag þegar mest var. Rúmmál sigskálarinnar er um 1,7 - 1,8 km³.

Áfram dregur mjög úr skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Lífshætta stafar ENN af eldfjallagasi við hraunbreiðuna. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasspá, en undanfarið hafa nær engin há gildi mælst í byggð. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir