Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan 5-15 m/s í kvöld, hvassast V-lands. Rigning með köflum fyrir norðan og austan, annars úrkomulítið.
Norðvestan 10-15 á annesjum fyrir norðan á morgun, annars hægari vindur. Yfirleitt þurrt og bjart veður S- og A-lands, en rigning eða slydda N-til, einkum við ströndina. Hiti 3 til 12 stig á morgun, hlýjast syðst.

Spá gerð 25.09.2016 18:26

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

gróin hlíð speglast í kyrru vatni

Dagur íslenskrar náttúru - 16.9.2016

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 var vættir. Þetta ævaforna viðhorf á að vera okkur hvatning vöktunar og verndunar landsins.

Dagskrána mátti sjá á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en hún fól í sér fjölbreytt verkefni víða um landið, sem dreifðust yfir á helgina til að gefa fleirum færi á þátttöku.

Um þær viðurkenningar sem veittar voru í ár má lesa á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

Enn er mikilli úrkomu spáð - 9.9.2016

Búast má við talsverðri rigningu austantil á landinu og mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum.

Því getur skapast flóða- og skriðuhætta á þessum slóðum. Ekki er hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni, t.d. á Tröllaskaga.

Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Fólk er beðið um að fylgjast með textaspám, sem eru áreiðanlegar og uppfærðar ört.

Lesa meira

Mikilli úrkomu spáð - 8.9.2016

Mikil úrkoma hefur verið á Austfjörðum. Í Neskaupstað féllu yfir 70 mm á sólarhring, sem olli vexti í lækjum og ám og skriðuhættu. Útlit er fyrir talsverða úrkomu og mikið afrennsli á Ströndum. Spáð er norðanátt og rigningu á Norðurlandi.

Í aðstæðum sem þessum er ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings, að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Lesa meira

Minniháttar Skaftárhlaup - 8.9.2016

Skaftárhlaup úr Vestari Skaftárkatli er líklega hafið. Það hefur náð í byggð og fylgir því mikil brennisteinslykt. Sjónarvottar hafa tilkynnt um að áin sé vatnsmikil og dökk á lit. Ekki talið að hætta sé á ferðum og ólíklegt að hlaupið valdi tjóni í Skaftárdal.

Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi.

Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls og Tungnárjökuls. Þegar styrkur brennisteinsvetnisins fer yfir hættumörk er fólk hætt að finna lyktina.

Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2016 - 1.9.2016

Tíð var talin hlý og hagstæð um mikinn hluta landsins og úrkoma var víðast hvar undir meðallagi að magni til. Sólskinsstundir voru í ríflegu meðallagi suðvestanlands. Fyrsta vika mánaðarins var fremur svöl en síðan gerði mjög góðan hlýindakafla sem stóð nærri því til mánaðamóta.

Lesa meira

Katla og Mýrdalsjökull - 31.8.2016

Frá miðjum júní hefur jarðskjálftavirkni í Kötluöskjunni aukist umfram bakgrunnsvirkni en aukin virkni í Kötlu yfir sumarmánuðina er algeng. Samfara þessu eykst tíðni jökulhlaupa og þeim fylgir möguleg gasmengun við ár.

Styrkur H2S mælist það hár við Múlakvísl að ekki er talið æskilegt að ferðamenn staldri lengi við bakkann, sérstaklega nærri upptökum hennar.

Engar vísbendingar eru um, að sú virkni sem mælst hefur í sumar í Kötluöskjunni sé merki um yfirvofandi gos í Kötlu. Á undanförnum áratugum hafa nokkuð oft komið tímabil mikillar virkni í Kötlu. Hins vegar verður að hafa í huga Katla er ein af virkustu eldstöðvum landsins og að langt er frá síðasta staðfesta gosi, sögulega séð.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Teigarhorn 19.öld

Um danskar og íslenskar árbækur

Ársskýrslunar Meteorologisk Aabog (1873 til 1919) og Íslensk Veðurfarsbók (1920 til 1923) hafa nú verið skannaðar og eru aðgengilegar á timarit.is. Hér má finna almenna umfjöllun og skýringar á efni bókanna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica