• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á landinu á morgun og talsverðri eða mikilli úrkomu SA-lands. Búist er við vestan stormi eða roki á þriðjudagsmorgun. Gildir til 16.02.2016 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hægviðri og þykknar smám saman upp.
Suðaustan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda SV- og V-lands upp úr miðnætti en 15-23 og rigning eða slydda í fyrramálið. Lægir mikið vestantil á landinu seint á morgun, austan 8-13 um kvöldið. Gengur í SA 13-20 á austanverðu landinu með morgninum, en hvassari á stöku stað. Snjókoma eða slydda með köflum NA- og A-lands en mikil rigning SA-til.
Hlýnar í veðri, frostlaust á landinu eftir hádegi.

Athugið: Nýjustu spár gera ráð fyrir vestan 18 til 28 m/s snemma á þriðjudagsmorgun á öllu landinu.

Spá gerð 14.02.2016 15:45

Athugasemd veðurfræðings

Suðaustan hvassviðri eða stormur á morgun með rigningu eða slyddu og hálku á vegum.
Búist er við vestan stormi eða roki á landinu á þriðjudagsmorgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 14.02.2016 15:45

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í janúar 2016 - 4.2.2016

Tíð telst fremur hagstæð; hiti var víðast hvar rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en neðan meðallags síðustu tíu ára. Kalt var í veðri inn til landsins á landinu norðanverðu. Úrkoma var undir meðallagi um meginhluta landsins, og á fáeinum stöðvum um landið norðvestanvert var þetta þurrasti janúar um langt skeið.

Lesa meira

Stormur eða rok í dag og á morgun - 4.2.2016

Skil nálgast landið úr suðri með vaxandi austanátt og snjókomu en þeim fylgir stormur eða rok og talsverð eða mikil úrkoma. Skilin fara norður yfir landið seinni partinn og gengur veðrið niður SV-lands í kvöld, SA-til í nótt, í fyrramálið norðan- og austanlands, en ekki fyrr en síðdegis á morgun norðvestantil.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2015 - 28.1.2016

Tíðarfar ársins 2015 var óhagstætt lengi framan af. Veturinn var óvenju umhleypingasamur, illviðri tíð og úrkomur miklar.

Í kringum sumarmál skipti um veðurlag; norðlægar áttir urðu nær einráðar með kulda og mjög óhagstæðri tíð um landið norðan- og austanvert.

Mánuðirnir september til nóvember urðu þeir hagstæðustu á árinu.

Í lok nóvember snjóaði óvenjumikið um landið suðvestanvert og varð desember heldur skakviðrasamur.

Árið var það kaldasta á öldinni, hingað til, en þó var hiti víðast hvar í rúmu meðallagi áranna 1961 til 1990. Árið í heild var úrkomusamt um meginhluta landsins.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2015 - 4.1.2016

Tíð var fremur rysjótt á landinu, snjór var með meira móti framan af mánuði, úrkoma var almennt vel yfir meðallagi og tvö eftirminnileg illviðri gerði í mánuðinum.

Lesa meira

Lægir fyrir austan en hvessir fyrir norðan - 30.12.2015

Nú er lægðin komin norður fyrir land og fer að draga úr vindi austantil. Um og eftir hádegi má búast við stormi eða roki á norðanverðu landinu með öflugum hviðum.

Spáð er suðvestan 18 - 28 m/s um hádegi, hvassast á annesjum norðantil. Skúrir eða él en styttir að mestu upp norðaustanlands síðdegis. Hægari í kvöld.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2015 - stutt - 29.12.2015

Árið var það kaldasta á öldinni en þó var hiti víðast hvar í rúmu meðallagi áranna 1961 til 1990.

Það hófst með óvenju umhleypingasömum vetri, illviðri voru tíð og úrkomur miklar. Síðari hluta þess vetrar skánaði tíð nokkuð en kringum sumarmál skipti um veðurlag með óhagstæðri tíð og snjóa leysti seint. Heldur hlýnaði þegar á leið sumarið en tíð hélst samt óhagstæð með miklum úrkomum. Syðra var veður þó skaplegt.

Haustmánuðir voru hagstæðari norðaustan- og austanlands. Í lok nóvember snjóaði óvenjumikið um landið suðvestanvert og varð desember skakviðrasamur með illviðrum og foktjóni.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Ísland

Kerfisbundin villa í langtímahitaspám

Glöggir notendur myndrænna veðurspáa á vef Veðurstofunnar hafa tekið eftir því að á kyrrum dögum vill frostið herða í spánni, oft snögglega, þegar komið er fram á og yfir fjórða spádag. Í sumum tilvikum er kýrskýrt að spáin mun ekki rætast. Sem dæmi má taka að í nokkrum tilvikum hefur verið spáð a.m.k. 30 stiga frosti á Reykjanesskaga sem líklega er meira en nokkurn tímann mun mælast þar.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir