Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg átt 5-13 m/s og rigning eða skúrir. Hægari vindur norðan- og austantil. Suðaustan 5-13 og víða rigning á morgun, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 6 til 13 stig.
Spá gerð 21.09.2017 18:04

Athugasemd veðurfræðings

Á laugardag má búast við stormi, vindur yfir 20 m/s og hviður yfir 30 m/s, við Eyjafjalla- og Öræfajökul. Einnig má búast við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 21.09.2017 18:04

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Sandvatn

Tíðarfar í ágúst 2017 - 1.9.2017

Hiti var í svalara lagi á landinu í ágúst. Veður var þó almennt gott. Hægviðrasamt var um land allt og úrkoma var minni en í meðallagi að Norðurlandi undanskildu. Sólskinsstundir voru vel yfir meðallagi suðvestanlands.

Lesa meira

Sköpunarsaga samkomulags um vernd hafsins - 11.8.2017

Nýlega kom út bókin Undrið litla: Stokkhólmssamningurinn og baráttan gegn POPs – sköpunarsaga eftir Davíð Egilson. Hún fjallar um átta ára samningaviðræður sem snerust um að alþjóðasamfélagið dragi úr losun þrávirkra lífrænna efna. Íslendingar áttu þar drjúgan hlut að máli.

Lesa meira
Eyjafjörður

Tíðarfar í júlí 2017 - 1.8.2017

Tíðarfar var almennt hagstætt í júlí. Hlýtt var um meginhluta landsins, helst að svalt þætti suðvestanlands fram eftir mánuði. Úrkoma var víðast hvar minni en í meðalári.

Lesa meira
rafleiðni

Hlaup í Múlakvísl yfirstaðið - 31.7.2017

Jökulhlaupið í Múlakvísl á Mýrdalssandi er yfirstaðið. Rafleiðni hefur lækkað og er við eðlileg mörk, en fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.

Lesa meira
Múlakvísl

Jökulhlaupi í Múlakvísl - 29.7.2017

Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hækkað jafnt og þétt og náði 580 μS/cm aðfararnótt 29. júlí. Mikið rennsli er í ánni samkvæmt viðbragðsaðilum á vettvangi og vatnamælar við jökulinn gefa skýrt til kynna að hlaup stendur yfir. Veðurstofan fylgist grant með þróuninni.

Lesa meira
Ljósmynd

Tíðarfar í júní 2017 - 4.7.2017

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní. Hiti var þó í svalara lagi miðað við meðaltal síðustu 10 ára en yfir meðallagi á flestum stöðum sé miðað við tímabilið 1960-1990. Úrkoma var vel yfir meðallagi á Austurlandi. Sólskinstundir voru mjög fáar norðanlands og hafa sólskinstundir ekki verið færri í júní á Akureyri síðan 1972, þá voru þær jafnfáar og nú en enn færri 1968. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

línurit

Úrkomumet við Ölkelduháls 2007

Óvenjumikil úrkoma var á landinu vestan- og sunnanverðu 26. til 27. september 2007.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica