Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vaxandi norðan- og norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en lengst af þurrt og bjart sunnantil, 15-23 norðan- og vestantil í nótt, en hægari um landið suðaustanvert þar til á morgun. Norðaustan 10-18 annað kvöld og él, en léttir til sunnanlands. Heldur hvassara suðaustantil. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð 20.11.2017 05:05

Athugasemd veðurfræðings

Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða éljum um landið norðanvert frá þriðjudegi til föstudags. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 20.11.2017 05:05

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

ljósmynd

Frá stöðufundi um Öræfajökul - 18.11.2017

Í kvöld, laugardag 18. nóvember, var haldinn stöðufundur á Veðurstofunni um Öræfajökul. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í dag.

Lesa meira
ljósmynd

Ketill í Öræfajökli - 17.11.2017

Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku.  Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli.

Lesa meira
Vatn

Málþing á 70 ára afmæli vatnamælinga - 16.11.2017

Veðurstofa Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin munu fagna 70 ára afmæli kerfisbundinna vatnamælinga fimmtudaginn 23. nóvember á málþingi um vatnamælingar og tengd málefni. Málþingið verður haldið í sal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7. Það hefst kl. 14:30 og stendur til kl. 17:00.

Lesa meira
árfarvegur

Jarðhitavatn í Jökulsá á Fjöllum kemur undan Dyngjujökli - 13.11.2017

Töluvert vatn kemur undan Dyngjujökli í hefðbundinn farveg Jökulsár á Fjöllum vestan Kverkfjalla. Sennilega á jarðhitavatnið, sem mælst hefur í ánni undanfarnar vikur, upptök vestar í Vatnajökli, hugsanlega í Bárðarbungu þar sem jarðhiti hefur aukist undanfarin misseri. 

Lesa meira
vhm 102

Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum stöðug - 8.11.2017

Undanfarnar vikur hefur rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum farið hækkandi. Handmælingar staðfesta sjálfvirk mæligildi. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í morgun, 8. nóvember, með fulltrúum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og fóru yfir stöðuna.

Lesa meira
mælir og landslag

Tíðarfar í október 2017 - 2.11.2017

Tíðarfar var hagstætt í október. Óvenju hlýtt var og hiti vel yfir meðallagi í öllum landshlutum. Fremur þurrt var á vestanverðu landinu en úrkomumeira á Austfjörðum og Suðausturlandi. Vindur var hægur. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

jarðlög

Hekla

Hekla hefur gosið 23 sinnum á sögulegum tíma og er þriðja virkasta eldstöðvakerfi landsins. Virknin hefur verið breytileg í tímans rás. Fyrir 9-7 þúsund árum gaus aðallega basískum hraungosum, en tíminn fyrir 7-3 þúsund árum einkenndist af fáum stórum súrum sprengigosum. Síðustu þrjú þúsund ár hafa blandgos verið ríkjandi.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica