Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Sunnan 10-15 og skúrir, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast NA-til. Fer að rigna SA- og A-lands í nótt og N-til í fyrramálið. Víða rigning eða skúrir á morgun og snýst í vestan 8-15 m/s, fyrst S-til. Léttir til A-lands annað kvöld. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.
Spá gerð 23.05.2018 11:12

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Einstök veðurstöð rís í Urriðaholti - 15.5.2018

Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Garðabær og Urriðaholt ehf. undirrituðu samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvar á sviði blágrænna regnvatnslausna þann 11. maí. Miðstöðin verður vettvangur langtímavöktunar á veðurfari sem innifelur þætti sem skipta sköpum í fráveituhönnun t.d. regn, hita, sólarorku og snjóalög. Jafnframt var undirritaður þjónustusamningur milli Garðabæjar og Veðurstofu Íslands um rekstur á hátækniveðurstöð sem sett verður upp í Urriðaholti. Stöðin og búnaður henni tengdur mun verða einstök veðurstöð til tilrauna á landsvísu. Þar eru m.a. sérhæfð tæki til mælinga vegna sjálfbærra regnvatnslausna, svo og á úrkomu á einnar mínútu fresti, í fyrsta sinn á Íslandi.  

Lesa meira

Sprunga ofan Svínafellsjökuls og mögulegt berghlaup - 9.5.2018

Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Í vor uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum. 

Á Svínafellsjökli hefur verið talsverð umferð ferðamanna allt árið um kring. Almannavarnir vilja benda á að við aðstæður eins og hér um ræðir þurfi að gæta sérstakrar varúðar í ferðum á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum.

Lesa meira
ljósmynd

Almannavarnir viðhalda óvissustigi í nágrenni Öræfajökuls - 4.5.2018

Hátt í níu mánuðir er liðnir frá því að óróa var vart í Öræfajökli. Þann 17. nóvember 2017 var litakóði fyrir flug settur á gult og óvssustigi Almannavarna lýst yfir vegna aukinnar virkni í eldstöðinni, en Öræfajökull er virk eldstöð sem  tvisvar hefur gosið á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Aukin virkni lýsti sér með skjálftavirkni, merki um gas í Kvíá og myndunar hringlaga ketils á yfirborði jökullsins í öskju Öræfajökuls.  Þetta benti til aukinnar jarðhitavirkni í öskjunni í samanburði við síðustu áratugi.

Lesa meira

Veruleg þörf á aðlögun vegna áhrifa loftslagsbreytinga - 3.5.2018

Fjölmenni sótti kynningarfund á nýrri skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra fyrsta eintakið. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands og formaður Vísindanefndar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2018 - 3.5.2018

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í apríl. Hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Austanáttir voru ríkjandi og fremur úrkomusamt austanlands.

Lesa meira

Jöklar á Íslandi rýrna enn - 20.4.2018

Afkoma íslensku jöklanna hefur verið neikvæð síðan 1995 með einni undantekningu, afkoma ársins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Árið 2016 mældist afkoman aftur neikvæð eins og flest undanfarin ár og einnig fyrir Langjökul og Hofsjökul árið 2017 en Vatnajökull var þá nærri því að vera í jafnvægi. Jöklarnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7% af heildarrúmmáli þeirra.

Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar: Lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum“. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

vindskafin ský

Vindskafin ský 2

Vindskafin ský eru kyrrstæð linsulöguð ský sem myndast yfir fjöllum og stundum hlémegin við fjöll.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica