Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 10-20 m/s, hvassast suðvestantil. Rigning eða slydd á láglendi en yfirleitt snjókom til fjalla. Úrkomulítið norðaustanlands fram eftir morgni, heldur hægari vindur og minnkandi frost. Suðaustan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum á morgun en hægari suðlæg átt og skúrir eða él suðvestantil. Hiti 0 til 5 stig en kólnar aftur annað kvöld.
Spá gerð 11.12.2017 22:11

Athugasemd veðurfræðings

Seint í kvöld og nótt má búast við hríðarveðri með mjög lélegu skyggni á heiðum SV-til á landinu. Vegfarendur hvattir til að sýna aðgát.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 11.12.2017 22:11

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ljósmynd

Tíðarfar í nóvember 2017 - 2.12.2017

Nóvember var kaldur og sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. Norðanhvassviðri gekk yfir landið dagana 21. til 24. nóvember sem olli þó nokkru fannfergi norðan og austanlands. Færð spilltist víða. 

Lesa meira
ljosmynd

Snjóflóð féllu i síðustu viku - 27.11.2017

Í veðrinu sem gekk yfir norðurhluta landsins í síðustu viku féllu mörg snjóflóð, einkum á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Snjóflóð lokuðu vegum og nokkuð stórt snjóflóð féll á varnargarðinn Stóra-Bola sem er leiðigarður undir Strengsgili á Siglufirði.

Lesa meira
kápur

Almennar upplýsingar um Öræfajökul - 22.11.2017

Veðurstofan hefur tekið saman nokkuð af upplýsingum um Öræfajökul og gert  aðgengilegar hér á vefnum. Um er að ræða stutta umfjöllun um eldstöðina og kynningu á nýlegum rannsóknum ásamt algengum spurningum og svörum við þeim.

Lesa meira
ljósmynd

Niðurstöður úr gögnum - 20.11.2017

Enn er verið að vinna úr gögnum og sýnum sem safnað var um helgina vegna breytinganna á yfirborði Öræfajökuls.  Áætlað er að setja upp síritandi mælitæki næstu daga.

Lesa meira
ljósmynd

Frá stöðufundi um Öræfajökul - 18.11.2017

Í kvöld, laugardag 18. nóvember, var haldinn stöðufundur á Veðurstofunni um Öræfajökul. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofunnar ásamt fulltrúum almannavarna flugu yfir Öræfajökul í dag.

Lesa meira
ljósmynd

Ketill í Öræfajökli - 17.11.2017

Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku.  Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fjall

Katla

Katla er fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins og hefur gosið a.m.k. 21 sinnum á síðustu 1100 árum. Frá landnámi og til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica