• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Búast má við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til miðnættis á morgun, föstudag.
    Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil rigning eða súld, en snýst í vestan 5-10 með skúrum eftir hádegi, fyrst SV-til. Dregur úr úrkomu og hvessir seinni partinn, 8-15 í kvöld, hvassast á annesjum. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast NA-til.
Spá gerð 19.09.2014 03:30

Athugasemd veðurfræðings

Í dag (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 19.09.2014 03:30

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hvernig verður veðrið 2050? - 18.9.2014

Um komandi helgi verður haldin svokölluð umhverfisvika í aðdraganda ráðstefnunnar UN Climate Summit þar sem Sameinuðu þjóðirnar boða heimsleiðtoga á fund til að ræða yfirstandandi loftslagsbreytingar. Fulltrúi Íslands á umhverfisvikunni í New York verður Birta Líf Kristinsdóttir, Veðurstofu Íslands, ein af 11 veðurfræðingum sem voru beðnir að gera veðurspá fyrir sitt landsvæði fyrir árið 2050 byggða á nýjustu skýrslu IPCC. Þessar framtíðarveðurspár eru á formi myndbanda sem eru gerð í samvinnu við WMO og eru sýnd eitt og eitt á dag fram að ráðstefnunni.

Lesa meira

Opið erindi á Degi íslenskrar náttúru - 16.9.2014

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru bauð Veðurstofan gestum að hlýða á erindi dr. Halldórs Björnssonar um gosmökkinn í Holuhrauni. Halldór er fagstjóri veður- og loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands og fræddi áheyrendur um margt sem tengist gosmekkinum og dreifingu hans. Erindinu var streymt á vefinn og þar má skoða upptöku með glærum.

Lesa meira

Svipmyndir af vettvangi - 14.9.2014

Hér má sjá og lesa lýsingu af vettvangi, dagana 12.-14. september, en aðstæður við eldstöðina í Holuhrauni eru síbreytilegar. Gígarnir Suðri, Baugur og Baugsbörn skipta með sér verkum í þessari hættulegu sýningu á kröftum náttúrunnar. Ekki er að vita hvað verður í boði næstu daga.

Veðurstofan vekur athygli á spá sem nú er gerð á dreifingu brennisteinsgass frá eldstöðvunum. Þar getur það streymt fram í stórhættulegu magni og þó þynning sé orðin mikil þegar það kemur í byggð getur það haft slæm áhrif á heilsu, sérstaklegra þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarvegi.

Lesa meira

Samvinna á álagstímum - 6.9.2014

Það er hvorki sjálfgefið að allur þorri landsmanna geti fylgst með atburðunum í Bárðarbungu og Dyngjujökli á vefnum né að vísindamenn geti streymt gögnum í hús til þess að vega og meta ástandið og taka veigamiklar ákvarðanir með Almannavarnadeild RLS. Veðurstofan vill láta þess getið hve snurðulaust samskipti við Símann hafa gengið nú á álagstímum og þjónustan verið rösk. Fjögur dæmi um snörp viðbrögð eru rakin hér. Þjónustan kemur á óvart og hefur létt störfin í öllu atinu og umrótinu sem fylgir jarðhræringunum.

Lesa meira

Tillaga að ofanflóðahættumati fyrir Kjalarnes - 3.9.2014

Veðurstofan hefur unnið tillögu að ofanflóðahættumati fyrir Kjalarnes neðan Esjuhlíða á vegum hættumatsnefndar Reykjavíkur. Hún var kynnt í borgarráði Reykjavíkur þann 28. ágúst 2014 og á fundi með íbúum og landeigendum á svæðinu sama dag. Hættumatið er kynnt í opnu húsi í félagsheimilinu Fólkvangi í Grundarhverfi 3. september 2014 og mun í kjölfarið liggja frammi til kynningar í Fólkvangi og á borgarskrifstofu Reykjavíkur í fjórar vikur.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2014 - 1.9.2014

Tíðarfar í ágúst var hagstætt víðast hvar. Lengst af var hlýtt var á landinu nema fyrstu dagana og meðalhiti nærri meðaltali ágústmánaða síðustu tíu ára en þeir hafa í langtímasamhengi verið óvenjuhlýir. Úrkoma var lengst af talsvert minni en að meðallagi um mestallt land, en þó um eða yfir því austan til á landinu. Óvenjumikil úrkoma síðasta dag mánaðarins varð þó til þess að rétta stöðuna gagnvart meðallaginu verulega.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Um 25 metra lækkun hefur orðið í Bárðarbunguöskjunni. Gosvirkni er á upphaflegri sprungu í Holuhrauni. Lífshætta stafar af gasstreymi í kringum eldstöðina. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land. Veðurstofan hefur nú hannað sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti þar sem byggist upp heildarmynd.

Í þessari upplýsingagrein eru birtar nýjustu niðurstöður varðandi eldsumbrotin sem hófust með jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu 16. ágúst 2014. Greinin veitir yfirlit um framvinduna. Niðurstöður af fundi vísindamannaráðs Almannavarna RLS eru birtar hér daglega og punktar frá jarðvakt kvölds og morgna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir