• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum með vindhviðum allt að 35 m/s á morgun. Einnig er búist við mikilli úrkomu austantil á landinu á morgun. Gildir til 24.06.2017 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Breytileg vindátt, 5-10 m/s og víða skúrir. Vaxandi norðaustanátt á morgun, 10-15 um hádegi, en 15-23 suðaustantil. Skúrir um landið suðvestanvert, rigning með köflum norðanlands, en talsverð eða mikil rigning fyrir austan. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast austanlands í dag, en suðvestanlands á morgun.
Spá gerð 22.06.2017 15:11

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við hvassviðri eða stormi austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum á morgun með vinhviðum allt að 35 m/s. Því er ekki ráðlegt fyrir farartæki sem taka á sig vind að aka á þessum slóðum. Einnig má gera ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu austantil á landinu á morgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 22.06.2017 15:11

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

veðurspá

Hvessir á hjólreiðafólk - 22.6.2017

Búast má við hvassviðri eða stormi austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum undir hádegi á morgun, föstudag, með mjög hvössum vindhviðum við fjöll (30-35 m/s). Því er ekki ráðlegt fyrir hjólreiðafólk og farartæki sem taka á sig mikinn vind að ferðast á þessu svæði á morgun.

Lesa meira
vísindagögn

Tekið á móti vísindagögnum - 20.6.2017

Veðurstofan tók á dögunum við vísindagögnum frá Dr. Richard S. Williams, Jr., jarðfræðingi, sem munu koma að notum við rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda. Dr. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur tók á móti sendinunni, sem kom á fjórum vörubrettum.

Lesa meira
Ljósmynd af öskudreifingu

Reikningar á sand- og öskufoki, námsstyrkur - 7.6.2017

Meistaranema býðst styrkur til rannsókna sem felast í að bætta reikninga á orsökum sand- og öskufoks í dreifingarlíkönum. Verkefnið er hluti af stærra verkefni sem kallast "Changes in the health effects impact of aerosol particles and natural source material following volcanic eruptions" og er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og UK Met Office.

Lesa meira

Tíðarfar í maí - 2.6.2017

Maí var óvenju hlýr og hiti vel yfir meðallagi. Sérlega hlýtt var fyrstu vikuna og aftur í kringum þ. 21. Víða var úrkoma í meira lagi. Gróður tók vel við sér. Lesa meira
Á Hofsjökli

Þrjátíu ára mæliröð vetrarákomu á Hofsjökul - 24.5.2017

Starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu nýverið vetrarákomu á Hofsjökul. Að þessu sinni var um tímamótaleiðangur að ræða því nú var farið til mælinga á þykkt vetrarsnævar á jöklinum í þrítugasta sinn. Oft er miðað við 30 ára meðaltöl í veðurfars- og vatnafræðirannsóknum og einnig þegar kannaðar eru langtímabreytingar á afkomu jökla. Mæliröðin frá Hofsjökli er sú fyrsta hér á landi sem nær þeirri tímalengd.

Lesa meira
Skýjamynd

Tíðarfar í apríl 2017 - 2.5.2017

Aprílmánuður var úrkomusamur á landinu, sérstaklega þó vestan- og norðvestanlands þar sem úrkoma var meiri en um áratugaskeið. Hiti var aftur á móti nærri meðallagi. Veður var lengst af meinlítið og tíð fremur hagstæð þó gróðri færi lítt fram.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Súlulínurit, blátt undir meðallagi, rautt yfir meðallagi

Enn ein staðfesting methita

Í samræmi við umfjöllun fjölmiðla um hitabylgjur og neikvæðar afleiðingar af þeirra völdum, benda nýjustu niðurstöður ERA-Interim endurgreiningarinnar til þess að meðalhiti landsvæða á norðurhveli jarðar utan hitabeltisins hafi slegið met í júlí 2010. Maí og júní 2010 voru einnig óvenjulega heitir.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica