Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en sunnan 5-10 V-lands í dag, skýjað og dálítil súld. Hvessir og fer að rigna NV-til í nótt. Vestlæg átt 8-13 á morgun. Þurrt að mestu SA-til, annars súld eða rigning. Dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-verðu landinu.
Spá gerð 02.09.2015 12:25

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í ágúst - 1.9.2015

Tíðarfar í ágúst var talið óhagstætt allvíða um landið norðan- og austanvert en annars skárra. Hiti var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 en víðast hvar nokkuð undir meðallagi síðustu tíu ára. Sérlega úrkomusamt var á norðanverðu Austurlandi, sums staðar í útsveitum norðanlands og á Ströndum; og úrkoma á fáeinum stöðvum meiri en hún hefur áður mælst í ágústmánuði. Suðvestanlands var úrkoma nærri meðallagi.

Lesa meira

Daglegt veður frá 2000 nú á vefnum - 30.8.2015

Veðurstofan hefur um langa hríð birt töflur um veður frá degi til dags á fjórum veðurstöðvum; Reykjavík, Akureyri, Höfn í Hornafirði og á Keflavíkurflugvelli.

Í skjölunum má sjá meðalhita, hámarks- og lágmarkshita hvers dags, daglega úrkomu, úrkomutegund, snjóhulu og snjódýpt, sólskinsstundafjölda (sé hann mældur), sólarhringsmeðalvindhraða, mesta 10-mínútna meðalvindhraða auk mestu vindhviðu. Veðrið frá degi til dags er sýnt á línuritum. Þessi skjöl eru nú fáanleg á vefnum, fimmtán ár aftur í tímann.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir væntanlega ofurtölvu - 20.8.2015

Orka í Danmörku er dýr og ekki framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum nema að mjög litlu leyti. Með samstarfi um rekstur ofurtölvu á Íslandi njóta Danir umhverfisvænna orkugjafa Íslands.

Í Morgunútgáfunni á Rás 1 var viðtal við Theodór Frey Hervarsson um dönsku ofurtölvuna sem væntanleg er á Veðurstofuna.

Framfarir verða í veðurspám, hafísspám, reikningum á fortíðarloftslagi og framtíðarsviðsmyndum mögulegra loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Hvassviðri sunnan- og vestantil - 11.8.2015

Veðurstofan vekur athygli á spá um hvassviðri eða storm með snörpum vindhviðum sunnan- og vestantil á landinu á miðvikudag. Búast má við vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll við suður- og suðvesturströndina og á miðhálendinu.

Vegfarendum með aftanívagna er ráðlagt að fara ekki um þessi svæði fyrr en vind lægir. Einnig er ráðlagt að huga að tjöldum og lausamunum.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí - 4.8.2015

Júlímánuður var mjög kaldur um mestallt land. Á litlu svæði um landið suðvestanvert var hann þó lítillega hlýrri en meðaltal áranna 1961 til 1990 en meir en 2 stig undir því víða inn til landsins um landið norðaustan- og austanvert. Hiti var undir meðallagi júlímánaða síðustu tíu ára um land allt. Óvenjuþurrt var við norðanverðan Faxaflóa, Breiðafjörð, á sunnanverðum Vestfjörðum og á stöku stað á Norðurlandi vestanverðu. Sólarlítið var um landið norðaustanvert og mjög dauf þurrkatíð.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí - stutt - 31.7.2015

Júlímánuður var mjög kaldur víðast hvar á landinu. Sérlega kalt var norðaustan- og austanlands, en hiti nærri meðallagi suðvestanlands. Óvenjuþurrt var um landið norðvestanvert.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Sól í skýjum og ljósblettur utar

Baugar og hjásólir

Gíll eða aukasól er ljósblettur sem fer á undan (sést vestan við) sól og myndast við ljósbrot sólargeislanna. Samsvarandi ljósblettur sem fer á eftir sól (austan við hana) heitir úlfur. Sagt er að sól sé í úlfakreppu. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir