• Viðvörun

    Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) víða um land morgun, einkum þó S- og V-lands. Spáð er mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborga rsvæðinu á morgun. Gildir til 02.12.2015 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt, 5-13 m/s og víða él, en snjómugga um tíma SV-til, en lægir og rofar til í kvöld. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 og snjókoma eða skafrenningur um hádegi, hvassast við SV-ströndina. Mun hægari SV-átt og úrkomuminna S- og V-lands annað kvöld. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við S-ströndina á morgun.
Spá gerð 30.11.2015 11:14

Athugasemd veðurfræðings

Búst er við austanhvassviðri- eða -stormi víða um land á morgun með snjókomu og miklum skafrenningi. Annað kvöld dregur mjög úr vindi og ofankomu sunnan og vestanlands. Það er því lítið ferðaveður á morgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 30.11.2015 11:14

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Öndvegisverkefnið NORDRESS - 27.11.2015

NORDRESS verkefnið hófst árið 2015 og fellur undir öndvegisáætlun norræna rannsóknarráðsins.

Staðið verður fyrir opnu málþingi í Háskóla Íslands þriðjudaginn 1. desember 2015, þar sem verkefnið verður kynnt og fjallað um áhættu og viðnámsþrótt samfélaga á Norðurslóðum. Yfirskrift málþingsins er Cold Disasters - Risk and Resilience in the Arctic.

Lesa meira

Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum - 25.11.2015

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum á fundi sem hýstur var í móttökusal Veðurstofu. Skerpt er á áherslum Íslands og starf í málaflokknum eflt til að árangri verði náð.

Sextán verkefni miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis, styðja við alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar.

Vöktun á jöklum Íslands verður m.a. efld og stefnt að því að kynna jöklana og umhverfi þeirra sem lifandi kennslustofu um loftslagsbreytingar.

Lesa meira

Bárðarbunga vöktuð en ekki merki um gos - 18.11.2015

Merki sjást um þenslu á svæðinu kringum Bárðarbungu sem benda til kvikusöfnunar undir öskjunni en algengt er að þenslumerki mælist í nánd við eldstöðvar eftir eldgos. Skjálftum í öskjunni hefur eitthvað fjölgað. Bárðarbunga er vöktuð allan sólarhringinn og engin augljós merki sjást um yfirvofandi gos.

Lesa meira

FUTUREVOLC og hagsmunaaðilar - 9.11.2015

FUTUREVOLC verkefnið var kynnt á fjölmennum fundi hagsmunaaðila þann 5. nóvember síðastliðinn. Í verkefninu unnu stórir rannsóknahópar sameiginlega að rannsóknum og vöktun á eldvirkum svæðum.

Sýnt þykir, að best er að fulltrúar almannavarna séu virkir þátttakendur í slíkum rannsóknarverkefnum alveg frá upphafi. Mikilvægt er að bæta bæði viðvaranir um yfirvofandi eldgos og mat á þróun eldgosavirkni eftir að gos er hafið. Að þessu er stefnt með þeirri samþættingu gagna, bæði rannsókna og vöktunar, sem FUTUREVOLC stuðlar að.

Vefhandbók íslenskra eldfjalla var kynnt en gerð hennar er styrkt af ICAO.

Lesa meira

Breytingar á veðurþjónustu - 6.11.2015

Veðurstofan er um þessar mundir að gera breytingar á veðurþjónustu sinni. Starf veðurfræðinga hefur verið að breytast mikið að undanförnu vegna tæknilegra framfara, þróunar veðurlíkana og nútímamiðlunar veðurupplýsinga og mun beinast meira að ráðgjöf til samfélagsins og viðbragðsaðila en verið hefur.

Þessar breytingar eru ekki endanlegar. Áætlað er að innleiða nýtt viðvaranakerfi á næsta ári þar sem varað verður við veðurvá og hverri viðvörun gefin litakóði sem ákvarðast mun af líkum og áætluðum samfélagslegum áhrifum. Síðar meir mun viðvaranakerfið ná til allrar náttúruvár.

Lesa meira
Veðurfréttir

Tölvarar kvaddir - 3.11.2015

Sunnudaginn 1. nóvember tók nýtt skipulag gildi á Eftirlits- og spásviði og við það urðu töluverð kaflaskipti í sögu Veðurstofu Íslands. Sá starfshópur sem hefur lengstan starfsferil á Veðurstofu Íslands lét þá formlega af störfum.

Þeirra verður sárt saknað af samstarfsfólki, sem og af mörgum Íslendingnum, því raddir þeirra hafa fylgt okkur um langa tíð. Veðurstofa Íslands þakkar þeim innilega fyrir störf sín og auðsýnda hollustu í garð stofnunarinnar í öll þessi ár.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Landmælingastöðin á Kistu í Vatnajökli

Á jökulskerinu Kistu sem skagar út úr Bárðarbungu er GPS mælistöð. Reynt er að tryggja eftir fremsta megni rekstur stöðvarinnar á veturna.

Þessi stöð sýnir áberandi færslur út frá Bárðarbungu um þessar mundir.

Við eldfjallavöktun eins og á Vatnajökli geta aðgengi og aðstæður verið mjög erfiðar. Engin leið er að ferja búnað upp á jökulskerið þannig að öryggi starfsmanna sé tryggt án aðkomu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir