Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 10-18 og skúrir eða él í dag, en þurrt og bjart veður A-lands. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast austast. Víða rigning eða slydda í kvöld og nótt, fyrst SV-til. Styttir upp á morgun, vestan 8-15 og léttskýjað S- og A-lands síðdegis, en él við N-ströndina.
Spá gerð 21.04.2015 12:32

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Vefgreinar um Bárðarbungu og Holuhraun - 10.4.2015

Um mánaðamótin var náttúruvárborðinn fjarlægður úr haus vefsins. Flýtileiðirnar er nú að finna í samantektargrein.

Vöktun á gasi frá hraunflákanum er enn stöðug. Gasdreifingarlíkanið er enn virkt en reglubundin textaspá um gasdreifingu er ekki lengur gefin út.

Eftirlit með jarðhræringum minnkar ekki og verði vart við marktækar breytingar verður náttúruvárborðinn virkjaður á ný.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2015 - 1.4.2015

Mánuðurinn var illviðra- og úrkomusamur, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert. Mun skárri tíð var norðaustan- og austanlands. Hiti var vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 um land allt en undir meðallagi síðustu tíu ára á Suður- og Vesturlandi. Veðurlag var stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár. Oft urðu samgöngutruflanir vegna hríðarbylja, einkum á fjallvegum.

Norðurljósavirkni var mikil, einkum 17. mars 2015, eins og sést á nokkrum afar fallegum myndum frá Oddi Sigurðssyni.

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2015 - 26.3.2015

Nýliðið ár 2014 var líklega það hlýjasta í að minnsta kosti 165 ár. Á listanum yfir 10 hlýjustu árin er einungis eitt frá síðustu öld, árið 1998.

Þótt enn sé ekki ljóst hvaða áhrif loftslagsbreytingar muni hafa á aftakaveður, ætti það að valda áhyggjum hversu illa þjóðfélög víða um heim ráða við ríkjandi tíðni aftakaveðra.

Í tilefni af nýliðnum Alþjóðadegi veðurs, hinn 23. mars, er hér umfjöllun um loftslagsbreytingar og tilvísun í ávarp Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Af Degi vatnsins 2015 - 24.3.2015

Degi vatnsins er fagnað þann 22. mars ár hvert og þema ársins 2015 er vatn og sjálfbær þróun. Af þessu tilefni er hér gefið yfirlit yfir þau verkefni Veðurstofunnar sem tengjast vatni.

Árið 2011 var rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns innleidd með nýjum lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Innleiðing tilskipunarinnar er hluti af skuldbindingu Íslands samkvæmt EES samningnum.

Samkvæmt lögunum nær vatn yfir straumvötn, stöðuvötn, árósa, strandsjó, grunnvatn og jökla. Allt vatn skal vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu og efnafræðilegu ástandi, þó með þeim fyrirvara að aðgerðir til þess rýri ekki hag íbúa og kostnaður fari ekki úr hófi fram. Til að ná fram markmiðunum skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun.

Lesa meira

Af sólmyrkvanum 2015 - 20.3.2015

Í tilefni af sólmyrkvanum að morgni föstudagsins 20. mars 2015 var gerð háloftamæling við Bústaðaveg 9 til að mæla lofthita og sólgeislun. Hér má sjá niðurstöðurnar, ásamt ljósmyndum af sleppingunni.

Einnig hefur verið gert samsett myndskeið frá gervitungli ESA sem sýnir sólmyrkvann fara eins og óvæntan skugga yfir Ísland. Fyrst sést dagurinn fikra sig yfir hnöttinn frá austri til vesturs. En svo birtist skugginn, snöggur í förum, og þekkist á því að fara í ranga átt miðað við sólarganginn.

Lesa meira

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 - 19.3.2015

Í fyrrmálið, föstudagsmorguninn 20. mars 2015, verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Svo vill til í þetta sinn, að sólmyrkvann ber upp á jafndægur á vori.

Sums staðar munu ský hindra sýn.Vert er því að fylgjast með skýjahuluspánni, þar sem hvítt þýðir heiðskír himinn.

Ítarlegar upplýsingar má finna um sólmyrkvann á stjörnufræðivefnum.

Fólk er eindregið varað við að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Slíkt getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum.

Háloftabelg með mælitækjum verður sleppt við Veðurstofuhúsið á níunda tímanum.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt

Jöklar við Norður-Atlantshaf hafa hopað og þynnst hratt síðustu árin eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni. Grænlandsjökull rýrnar langmest af þeim jöklum sem um er fjallað og minnkaði á árunum 2003-2011 sem nemur um 230 km³ vatns á ári að meðaltali og hækkaði sjávarborð heimshafanna um u.þ.b. 0,65 mm á ári af þeim sökum. Um þetta er fjallað í skýrslu SVALA verkefnisins sem út kom árið 2012.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir