• Viðvörun

    Búist er við stormi (vindhraða meiri en 20 m/s) á suðaustanverðu lanidnu, austan Öræfa sem og á Austfjörðum í dag og á morgun. Gildir til 27.04.2015 18:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan og norðvestan 10-18 m/s en 15-23 m/s á Austfjörðum og austan Öræfa. Snjókoma og skafrenningur N- og A-lands, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Frost 1 til 11 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan, en frostlaust syðst að deginum.
Spá gerð 26.04.2015 12:39

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við vetrarfærð og erfiðum akstursskilyrðum víða á norðan og austanverðu landinu fram á þriðjudag, en þá er útlit fyrir að fari að draga úr vindi og ofankomu. Búast má við snörpum vindhviðum undir Vatnajökli.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 26.04.2015 12:39

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Litakóði flugs vegna Bárðarbungu nú grænn - 24.4.2015

Veðurstofa Íslands tilkynnti 24. apríl 2015 að litakóði fyrir flug vegna Bárðarbungu væri nú GRÆNN. Litakóðinn er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla.

Engin merki um vaxandi ókyrrð hafa sést í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, 27. febrúar 2015.

Bárðarbungueldstöðin er enn vöktuð vandlega og verði nokkur markverð breyting á ástandinu verður strax látið vita.

Lesa meira

Íslenski veturinn 2014-2015 - 21.4.2015

Íslenski veturinn 2014 til 2015 var ívið kaldari heldur en að meðallagi síðustu tíu árin í Reykjavík, en yfir því á Akureyri.

Lesa meira

Vefgreinar um Bárðarbungu og Holuhraun - 10.4.2015

Um mánaðamótin var náttúruvárborðinn fjarlægður úr haus vefsins. Flýtileiðirnar er nú að finna í samantektargrein.

Vöktun á gasi frá hraunflákanum er enn stöðug. Gasdreifingarlíkanið er enn virkt en reglubundin textaspá um gasdreifingu er ekki lengur gefin út.

Eftirlit með jarðhræringum minnkar ekki og verði vart við marktækar breytingar verður náttúruvárborðinn virkjaður á ný.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2015 - 1.4.2015

Mánuðurinn var illviðra- og úrkomusamur, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert. Mun skárri tíð var norðaustan- og austanlands. Hiti var vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 um land allt en undir meðallagi síðustu tíu ára á Suður- og Vesturlandi. Veðurlag var stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár. Oft urðu samgöngutruflanir vegna hríðarbylja, einkum á fjallvegum.

Norðurljósavirkni var mikil, einkum 17. mars 2015, eins og sést á nokkrum afar fallegum myndum frá Oddi Sigurðssyni.

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2015 - 26.3.2015

Nýliðið ár 2014 var líklega það hlýjasta í að minnsta kosti 165 ár. Á listanum yfir 10 hlýjustu árin er einungis eitt frá síðustu öld, árið 1998.

Þótt enn sé ekki ljóst hvaða áhrif loftslagsbreytingar muni hafa á aftakaveður, ætti það að valda áhyggjum hversu illa þjóðfélög víða um heim ráða við ríkjandi tíðni aftakaveðra.

Í tilefni af nýliðnum Alþjóðadegi veðurs, hinn 23. mars, er hér umfjöllun um loftslagsbreytingar og tilvísun í ávarp Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Af Degi vatnsins 2015 - 24.3.2015

Degi vatnsins er fagnað þann 22. mars ár hvert og þema ársins 2015 er vatn og sjálfbær þróun. Af þessu tilefni er hér gefið yfirlit yfir þau verkefni Veðurstofunnar sem tengjast vatni.

Árið 2011 var rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns innleidd með nýjum lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Innleiðing tilskipunarinnar er hluti af skuldbindingu Íslands samkvæmt EES samningnum.

Samkvæmt lögunum nær vatn yfir straumvötn, stöðuvötn, árósa, strandsjó, grunnvatn og jökla. Allt vatn skal vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu og efnafræðilegu ástandi, þó með þeim fyrirvara að aðgerðir til þess rýri ekki hag íbúa og kostnaður fari ekki úr hófi fram. Til að ná fram markmiðunum skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

lón fyrir framan skriðjökul

Eyjafjallajökulsgos á 17. öld

Gos varð í Eyjafjallajökli 1612 eða 1613. Tékkneskur ferðamaður lýsti gosinu stuttlega.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir