• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag má búast við gasmengun norður og norðvestur af eldstöðvunum. Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 8-15 m/s, en 15-23 vestast, hvassast á N-verðu Snæfellsnesi. Þurrt NA-til, annars súld eða dálítil rigning. Hiti 3 til 10 stig. Allhvöss SA-átt og talsverð rigning á morgun, einkum SA-lands. Snýst í mun hægari vestanátt með dálitlum éljum V-til á landinu og kólnar í veðri.
Spá gerð 28.11.2014 12:18

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við snörpum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum í dag. Spáð er vonskuveðri á landinu síðdegis á sunnudag og fram á mánudag.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 28.11.2014 12:18

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

ICEWIND – Opnun íslenska vindatlasins - 24.11.2014

Umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði íslenska vindatlasinn á opnum fundi á Veðurstofu Íslands hinn 25. nóvember. Möguleikar vindorku á Íslandi voru kynntir og sýnt vefsvæði sem hýsir vindatlas fyrir Ísland. Fundinum var streymt á vefnum og verður upptakan í boði áfram.

ICEWIND er samnorrænt verkefni um vindorku á köldum svæðum sem unnið var á árunum 2010–2014 og styrkt af Norræna orkusjóðnum. Verkefninu er stýrt af Vindorkudeild í danska tækniháskólanum en þátt taka stofnanir og fyrirtæki á öllum Norðurlöndunum.

Íslenskir þátttakendur eru Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Landsvirkjun og Landsnet. Vindauðlindin á Íslandi og nærliggjandi hafsvæðum er kortlögð, auk þess sem kannað er hvernig vindorka passar inn í íslenska raforkukerfið. Einnig eru gerðar ísingarspár.

Lesa meira

Tíu ára starfsafmæli Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði - 21.11.2014

Tíu ár eru síðan Snjóflóðasetur, starfsstöð Veðurstofu Íslands á Ísafirði, var vígt. Starfsemin hefur frá upphafi haft aðsetur í svonefndu Vestrahúsi ásamt Háskólasetri Vestfjarða og öðrum rannsókna- og stjórnsýslustofnunum.

Það er kostur fyrir snjóflóðavakt VÍ að það starfsfólk sem leiðir verkefnin búi á svæðinu, bæði vegna mats á veðri og snjóalögum og vegna skilnings á aðstæðum þeirra sem  verða fyrir óþægindum, svo sem ef rýma þarf svæði vegna hættu.

Auk verkefna Snjóflóðasetursins fyrir vestan, austan og norðan, vinna starfsmenn útibúsins nú að vatnamælingum á Vestfjörðum, rannsóknum á sjávarflóðum og eftirliti og rannsóknum vegna hruns, jarðskriðs og aurflóða.

Lesa meira

Upplýsingafundur um gasmengun - 17.11.2014

Upplýsingafundur um gasmengun var haldinn þriðjudaginn 18. nóvember, kl. 14:30 í móttökusal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7.

Markmið fundarins var að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt og samhæfa skilaboð til almennings.

Fundurinn var opinn og vel sóttur. Fundinum var streymt yfir netið svo þeir sem ekki áttu heimangengt gætu fylgst með. Spurningar fengust bæði úr sal og að utan í gegnum póstfang.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum með því að smella á ofangreindan tengil.

Lesa meira

Aukið samstarf við dönsku veðurstofuna DMI - 12.11.2014

Í dag var undirritaður samningur við dönsku veðurstofuna um stóraukið samstarf og rekstur ofurtölvu. Fjarkönnun hefur eflst, líkön þróast mikið og unnt að spá af enn meiri nákvæmni en mikla reiknigetu þarf. Kröfur til veðurstofa um nákvæmari og hraðari uppfærslu á veðurspám útheimtir slíkt samstarf.

Veðurstofunni gefst nú tækifæri til að stækka reiknisvæðið í kringum Ísland og þá sérstaklega suðvestur af landinu. Þannig verður hægt að veita enn betri veðurþjónustu almennt og til aðila sem eiga mikið undir góðum upplýsingum um veðurfar auk enn betri þjónustu við alþjóðaflug.

Aukin reiknigeta fæst í veðurspám, hafísspám, reikningum á fortíðarloftslagi og framtíðarsviðsmyndum mögulegra loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana? - 10.11.2014

Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á Hrafnaþingi miðvikudag 12. nóv. kl. 9:15.

Erindið er öllum opið og nefnist: Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?

Hrafnaþing er fyrirlestraröð Náttúrufræðistofnunar Íslands og er haldið í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ; nánar tiltekið í Krummasölum á 3. hæð.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2014 - 4.11.2014

Austlægar og norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum en veðurlag var lengst af meinlítið. Fremur kalt var að tiltölu í mánuðinum miðað við aðra mánuði ársins.

Úrkoma var í meira lagi víða austan- og suðaustanlands en var nærri meðallagi annars staðar. Þó var hún talsvert undir því á stöku stað um landið vestanvert.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Nýja hraunið fer enn stækkandi og er yfir 74 ferkílómetrar; ekkert dregur úr gosinu. Öskjusig Bárðarbungu er 50 m þar sem mest er og rúmmál sigskálarinnar er 1,4 rúmkílómetrar.

Katlarnir hafa stækkað síðan 4. nóv., einkum syðri ketillinn í vesturjaðri öskjunnar. Afl jarðhitasvæðanna hefur ekki verið endurmetið en var orðið nokkur hundruð megavött og bráðnun um 2 rúmmetrar á sekúndu. Vatnið fer í Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum en er svo lítið að það hefur ekki áhrif á rennsli ánna.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna og áætlað er að gasstreymið sé m.a. 35.000 tonn af SO2 á dag. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasdreifingarspá. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir