Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og rigning eða slydda S- og V-lands, en úrkomulítið annars. Slydda eða jafnvel snjókoma um landið NV-vert í kvöld.
Norðlæg átt 5-13 m/s V-lands á morgun og skúrir eða slyudduél S- og V-til, en yfirleitt þurrt NA-lands.
Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost, einkum NA-til.

Spá gerð 26.04.2018 10:12

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jöklar á Íslandi rýrna enn - 20.4.2018

Afkoma íslensku jöklanna hefur verið neikvæð síðan 1995 með einni undantekningu, afkoma ársins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Árið 2016 mældist afkoman aftur neikvæð eins og flest undanfarin ár og einnig fyrir Langjökul og Hofsjökul árið 2017 en Vatnajökull var þá nærri því að vera í jafnvægi. Jöklarnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7% af heildarrúmmáli þeirra.

Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar: Lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum“. 

Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur Veðurstofunnar - 5.4.2018

Fjölmenni sótti ársfund Veðurstofunnar í dag enda mörg áhugaverð erindi á dagskrá undir yfirskriftinni „Tekist á við náttúruöflin“. Jórunn Harðardóttir fjallaði um mikilvægi hættu- og áhættumats, Sara Barsotti og Matthew J. Roberts sögðu frá umbrotunum í Öræfajökli og þeim sviðsmyndum sem teiknaðar hafa verið upp út frá mælingum og rannsóknum á þeirri virkni sem nú á sér stað í jöklinum. Davíð Egilson og Esther H. Jensen fjölluðu síðan um hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2018 - 4.4.2018

Mars var mjög tvískiptur. Fyrri helmingur mánaðarins var fremur kaldur. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi, nánast úrkomulaust var um landið sunnan- og vestanvert og sérlega sólríkt. Á meðan var töluverður snjór um landið norðan og austanvert. Seinni hluti mánaðarins var hlýrri og suðlægari áttir algengari. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um illviðri. 

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofunnar 2018 - 4.4.2018

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, á morgun, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 9.00 - 11.00. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8. Lesa meira

Nauðsynlegt að auka samvinnu um veðurathuganir og rannsóknir á Norðurheimskautinu - 27.3.2018

Á Norðurheimskautssvæðinu og nærliggjandi svæðum eiga sér stað breytingar sem ekki hafa sést áður og eru loftslagsbreytingar þar hraðari og hlýnun meiri en annarsstaðar á jörðinni. Mælingar benda til þess að þessi vetur verði sá hlýjasti frá upphafi mælinga á norðurheimskautssvæðinu. Meðal umhverfisbreytinga má nefna að bráðnun sífrera veldur óafturkræfum breytingum á náttúrufari og skemmdum á innviðum.

Lesa meira
ljósmynd

Mælingar á gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli - 26.3.2018

Lögreglan og slökkviliðið á Suðurlandi, í samvinnu við Veðurstofu Íslands, mældi í dag gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli vegna tilkynninga sem bárust í gær um gasmengun þar. Mælingarnar sýndu ekki mælanlegan styrk H2S, SO2 og CO  í hellinum í dag og súrefnismæling gaf eðlilegar niðurstöður, ennfremur var enga lykt að finna á svæðinu eða í hellinum. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fellibyljabrautir

Fellibyljir 2

Ekki er beint samband milli umfangs og styrks fellibylja. Svokallað auga einkennir sterka fellibylji. Til hægðarauka eru fellibyljir flokkaðir eftir styrk. Saffir-Simpson-kvarðinn er algengastur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica