• Óvissustig vegna snjóflóða

    Sunnanverðir Vestfirðir.

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil él N-til, en annars skýjað og úrkomulítið. Norðaustan 13-15 og dálítil snjókoma eða slydda við SA-ströndina fram á nótt. Norðan 8-15 og éljagangur á morgun, en léttir til S- og V-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við SA-ströndina.
Spá gerð 27.02.2015 18:38

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Varasöm snjóalög á Suðvesturlandi - 26.2.2015

Maður á vélsleða setti af stað myndarlegt snjóflóð í Bláfjöllum í dag. Hann náði að keyra undan flóðinu.

Fjallaferðamenn á SV horninu ættu að fara varlega, sér í lagi í hlíðum mót vestri og norðri. Gryfja sem tekin var á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í morgun sýnir þéttan vindfleka á eldri snjó. Neðarlega í nýja snjónum er þunnt lag með mýkri snjó. Brot fást í stöðugleikaprófunum á þessu mjúka lagi, en einnig í vindflekanum.

Lesa meira

Viðvörun - stormur eða rok í dag - 25.2.2015

Búist er við stormi eða roki á landinu í dag og á Vestfjörðum á morgun.

Í dag má búast við austan 20-28 m/s með snjókomu sunnan- og vestanlands, en síðar slyddu eða rigningu við ströndina, 18-28 síðdegis, hvassast við suðurströndina. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi í fyrstu, en síðan 18-23 þar og snjókoma eða skafrenningur.

Norðan 20-28 m/s og snjókoma eða éljagangur á vestast á landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum.

Heldur hlýnandi veður í bili, en kólnar aftur á morgun. Norðvestan hvassviðri eða stormur víða um land annað kvöld.

Lesa meira
hæðir speglast í vatni - kyrrð

Erindi um loftslagsbreytingar í dag - 25.2.2015

Hér á landi er staddur jarðfræðingurinn Johann Stötter frá Háskólanum í Innsbruck sem er íslenskum jarðfræðingum að góðu kunnur fyrir rannsóknir á jöklajarðfræði sem hann stundaði á Tröllaskaga um árabil.

Johann hélt erindi kl. 15:00 25. febrúar í matsal VÍ um loftslagsbreytingar í Austurríki og afleiðingar þeirra og lýsti helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu.

Lesa meira

Viðvörun - stormur eða rok - 24.2.2015

Búist er við stormi eða roki á landinu og hætt við samgöngutruflunum, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.

Gengur í suðaustan og austan 20-28 m/s sunnan- og vestanlands á miðvikudegi með snjókomu eða slyddu en síðar rigningu syðst. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost en hiti um eða yfir frostmarki sunnantil seinnipartinn.

Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags dregur verulega úr vindi og úrkomu á landinu. Þó má reikna með að áfram verði hvasst og snjókoma á Vestfjörðum og gæti gengið í norðan ofsaveður þar á fimmtudagsmorgun með talsverðri ofankomu.

Lesa meira

Samanburður á færsluhraða GPS stöðva - 22.2.2015

Nú er hægt að skoða kort sem ber saman færsluhraða á GPS stöðvum í nágrenni Bárðarbungu síðastliðinn mánuð við færsluhraða frá 21. september 2014 til dagsins í dag.

Dagsetningin 21. sept. er valin vegna þess að þá er talið að færslur tengdar framrás kvikugangsins hafi hætt og að færslumerkin kringum Bárðarbungu eftir það, tengist eingöngu sigi öskjunnar.

Lesa meira

Viðvörun - ofsaveður syðst á landinu - 21.2.2015

Búist er við stormi á landinu í nótt og á morgun með ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) syðst.  Hvessir í nótt; austan 20-30 m/s á sunnanverðu landinu á morgun, snjókoma og skafrenningur, hvassast með suðurströndinni.

Búast má við að hviður við fjöll sunnan- og suðvestanlands geti farið yfir 40 m/s í nótt og á morgun. Versta veðrið verður sunnanlands. Hár vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert og ekkert ferðaveður.

Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga og Holuhraun

Jarðhræringar við Bárðarbungu

Greinilega hefur dregið úr gosinu. Engin glóð sást í þyrluflugi í dag, 27. febrúar.

Nýja hraunið er nákvæmlega 85 km² að stærð; það breiðist ekki lengur út heldur þykknar. Meðalþykkt þess er um 10 - 14 metrar (mest 40 m) og rúmmálið um 1,4 km³.

Öskjusig Bárðarbungu er a.m.k. 61 m þar sem mest er en verulega hefur dregið úr hraða sigsins sem er aðeins 5 cm á dag, að teknu tilliti til ísskriðs inn að miðju öskjunnar, en var tugir cm á dag þegar mest var. Rúmmál sigskálarinnar er um 1,7 - 1,8 km³.

Áfram dregur úr skjálftavirkni þó enn teljist hún mikil.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasspá, en undanfarið hafa engin há gildi mælst í byggð. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir