Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestlæg átt, 5-10 m/s. Dálítil él N- og V-lands, einkum síðdegis, en annars yfirleitt bjartviðri. Snjómugga V-lands með kvöldinu. Breytileg átt 5-10 og víða dálítil snjókoma eða él á morgun, en úrkomulítið norðaustantil. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins, en sums staðar frostlaust við suðvesturströndina.
Spá gerð 31.01.2015 09:55

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar ársins 2014 - 26.1.2015

Árið 2014 einkenndist af miklum hlýindum meginhluta ársins en víða var mjög úrkomusamt og sumarið sólarrýrt. Óvenjuhlýtt var á landinu öllu. Við norðurströndina og víða austanlands er árið það hlýjasta frá upphafi mælinga, þar á meðal bæði í Grímsey og á Teigarhorni þar sem mælt hefur verið samfellt að kalla frá 1874 og 1872. Þrátt fyrir hlýindin þótti tíðarfar nokkuð blendið því sumarið var dauft um landið sunnan- og vestanvert. Þrálátar úrkomur voru austanlands framan af ári og það endaði með illviðrasömum desember.

Lesa meira

Jökulsá á Fjöllum - krapastífla - 20.1.2015

Ís hrannast upp við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Ljósmyndir úr flugi 21. jan voru að berast.

Sú íshella sem lá yfir ánni og bökkunum hefur brotnað upp. Hrannir, jökulskarir og ísruðningur safnast fyrir. Þetta er stærsta krapastífla í ánni síðan í desember 2010 og þekur nokkra kílómetra farvegarins.

Ef ís og krapi hrannast upp í meira mæli gæti vatn haldið áfram að flæða upp á veginn. Aukist rennsli árinnar vegna snjóbráðnunar eða rigningar, þá getur áin bólgnað upp enn frekar.

Lesa meira

Nýr ráðherra í heimsókn - 8.1.2015

Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, heimsótti Veðurstofu Íslands.

Sigrún á að baki farsælan feril í stjórnmálum auk þess að búa að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Sigrún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ríki og borg og sat í borgarstjórn Reykjavíkur í sextán ár.

Hún hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana borgarinnar og leitt mikilvæg verkefni, t.d. á sviði mennta- og fræðslumála.

Sigrún var kjörin á þing vorið 2013 og hefur setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verið formaður Þingvallanefndar auk þess að gegna embætti þingflokksformanns.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2014 - 5.1.2015

Mánuðurinn var kaldur suðvestanlands en hiti var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 í öðrum landshlutum, en undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Nokkuð umhleypinga- og illviðrasamt var í veðri og úrkoma víðast yfir meðallagi. Snjór var meiri en að jafnaði í desember.

Lesa meira

Útlit fyrir rólegt jólaveður - 23.12.2014

Þegar þetta er skrifað á Þorláksmessu er norðaustanátt smám saman að ganga niður. Útlit er fyrir rólegt veður um jólin sem er eflaust kærkomið fyrir landsmenn eftir mjög órólega tíð það sem af er desember.

Lesa meira

Viðvörunarborðar fjarlægðir um sinn - 23.12.2014

Þar sem mælanet fyrir SO2, svo og líkankeyrslur um dreifingu eldfjallagas, er hvorttveggja komið í skilvirkan rekstur, hefur hefur Veðurstofan ákveðið að fjarlægja viðvörunarborða um gasmengun af forsíðu vefsins. Spár um gasdreifingu verða áfram aðgengilegar. Eftirlit með gosinu, sem og gasdreifingu, er áfram stöðugt.

Viðvörunarborði verður hér eftir nýttur gefi spár eða mælingar til kynna að mengunartoppar nái heilsuverndarmörkum í lengri tíma.

Einnig hefur verið ákveðið að fjarlægja viðvörunarborða um eldgosið sjálft enda þykir ekki ástæða til að vara við stöðugu ástandi jarðeldanna.

Eftirlit með gosinu minnkar ekki og verði vart við marktækar breytingar á eldgosinu verður gefin út ný viðvörun.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga og Holuhraun

Jarðhræringar við Bárðarbungu

Eldgosið heldur áfram þó dregið hafi úr kvikuflæðinu. Nýja hraunið fer enn stækkandi og er vel yfir 84 km².

Meðalþykkt hraunsins var metin 10 - 14 m (mesta þykkt 40 m) í lok desember en það hefur þykknað mikið síðan sú mæling var gerð. Samkvæmt nýju mati frá 21. jan. er rúmmálið nú 1,4 km³.

Öskjusig Bárðarbungu er mest 61 m og rúmmál sigskálarinnar er nú áætlað 1,7 til 1,8 rúmkílómetrar.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna. Mjög hátt gildi mældist við gosstöðvarnar nýlega, 84.000 µg/m³. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasdreifingarspá. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir