• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 8-15, en hægari norðlæg átt NV-til. Rigning með köflum, en þurrt að kalla austantil. Hægari vindur og úrkomuminna á morgun, en suðaustan 5-10 og rigning syðst seinnipartinn og um S-vert landið annað kvöld. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast A-lands, en kólnar N-til á morgun.
Spá gerð 01.09.2014 15:44

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í ágúst 2014 - 1.9.2014

Tíðarfar í ágúst var hagstætt víðast hvar. Lengst af var hlýtt var á landinu nema fyrstu dagana og meðalhiti nærri meðaltali ágústmánaða síðustu tíu ára en þeir hafa í langtímasamhengi verið óvenjuhlýir. Úrkoma var lengst af talsvert minni en að meðallagi um mestallt land, en þó um eða yfir því austan til á landinu. Óvenjumikil úrkoma síðasta dag mánaðarins varð þó til þess að rétta stöðuna gagnvart meðallaginu verulega.

Lesa meira

Ábending vegna væntanlegs storms á sunnudag - 29.8.2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir sunnudaginn 31. ágúst. Kröpp og djúp lægð kemur að landinu úr suðvestri og búist er við suðaustan- og austanátt og mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Það lítur út fyrir talsverða rigningu víða um land og mikla úrkomu suðaustantil. Hætt er við skriðum á suðausturlandi. Um hlýtt loft er að ræða og fellur úrkoman öll sem rigning, einnig á hæstu jöklum. Þetta er fyrsta óveðrið eftir sumarið og er fólki bent á að festa niður hluti sem geta fokið. Vöð yfir ár á Suðurlandi geta orðið varhugaverð.

Lesa meira

Um Bárðarbungueldstöðina - 26.8.2014

Á Íslandi eru um 30 megineldstöðvar eða eldstöðvakerfi. Eitt af þeim er Bárðarbunga, næsthæsta fjall Íslands. Í krúnu fjallsins er stórt jarðfall með 850 m þykkum jökulís. Gos geta orðið hvarvetna í öskjunni eða í hlíðum fjallsins. Ekki er ólíklegt að Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi hafi grafist í stórkostlegum jökulhlaupum á forsögulegum tíma. Vegna jarðhræringa í norðvestanverðum Vatnajökli hefur Veðurstofan fengið leyfi til að birta kafla úr heildarhættumati á ensku vegna eldgosa á Íslandi.

Lesa meira

Ráðherra heimsækir Veðurstofu Íslands - 25.8.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti sér viðbúnað á Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringa í Bárðabungu og við Dyngjujökul. Fékk hann ítarlegt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina undanfarna daga ásamt því að kynna sér spár um hugsanleg flóð, eldsumbrot og öskufall, ef til eldgoss skyldi koma.

Lesa meira

Stóra lágtíðnimælingin, 23. ágúst - 24.8.2014

24.8.2014 Meðfylgjandi mynd sýnir meðalútslag á skjálftamælinum á Dyngjuhálsi í gær og í dag, á þremur mismunandi tíðniböndum (0,5-1 Hz; 1-2 Hz; 2-4 Hz). Lágtíðnióróinn laust fyrir hádegið í gær sést mjög skýrt en hann varð til þess að Veðurstofan hækkaði litakóða fyrir flugumferð úr appelsínugulu í rauðan. Þessi órói (rauða línan) var túlkaður sem merki um að kvika væri komin upp á yfirborð undir jökli.

Lesa meira

Unnið við erfiðar aðstæður - 23.8.2014

09:35 Frá fyrsta degi hafa starfsmenn unnið við erfiðar aðstæður uppi á jökli og ferðast langar vegalendir á sérútbúnum tækjum eða komið á staðinn með þyrlu LHG. Starfsmennirnir tilkynna sig tvisvar sinnum á sólarhring og staðsetning þeirra er vöktuð en Almannavarnir sækja þá ef þörf krefur. Búnaðurinn þarf að virka við erfiðar aðstæður á hálendinu. Svona öflugu mælakerfi hefði ekki verið hægt að koma upp á skömmum tíma ef ekki væri fyrir FutureVolc, sem markar mikilvægan áfanga í uppbyggingu rannsóknarinnviða til eldfjallarannsókna á Íslandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Í þessari upplýsingagrein eru birtar nýjustu niðurstöður um jarðskjálftahrinuna sem hófst við Bárðarbungu 16. ágúst 2014 og veitt yfirlit um framvinduna. Leitast verður við að uppfæra greinina jafnóðum. Punktar frá fundi vísindaráðs eru birtir hér daglega og stöðuskýrslur VÍ og JHÍ þá daga sem þær eru gefnar út.

Hraungos hófst aftur í Holuhrauni aðfaranótt 31. ágúst. Meira hraun kemur upp en um daginn og er talið nokkurra metra þykkt. Gasbólstrar rísa frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð. GPS-mælingar sýna áframhaldandi gliðnun á svæðinu norðan Dyngjujökuls.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir