Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 5-13 en allt að 18 norðvestantil og sums staðar snarpar vindhviður við fjöll á þeim slóðum. Dálítil súld með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu síðdegis og dregur úr vindi. Suðaustan 5-13 og rigning um landið sunnan- og vestanvert á morgun, en heldur hægari suðvestanátt og úrkomuminna annað kvöld. Þykknar smám saman upp norðan- og austanlands og lítilsháttar væta seint á morgun. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi, en heldur svalara A-til á morgun.
Spá gerð 22.06.2018 12:07

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll um landið norðvestanvert og á hálendinu í dag. Varasamt fyrir létt farartæki og tengivagna sem taka á sig vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 22.06.2018 12:07

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Framkvæmdastjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, kjörinn í framkvæmdastjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar - 21.6.2018

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, var kjörinn í framkvæmdastjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunnarinnar ( WMO ) á þingi stjórnarinnar sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Framkvæmdastjórnin ( Executive Council ), sem hittist árlega, mun á þessu þingi leggja áherslu á að tryggja framgang þeirra verkefna Alþjóðaveðufræðistofnunarinnar sem auka getu aðildarþjóðanna til að takast á við aukna náttúruvá tengda loftslagsbreytingum.

Lesa meira

Viðvörun vegna hafíss - 6.6.2018

Nýjustu ratsjármyndir (kl:08:21 6.júní) gefa til kynna að hafís sé um 14 sjómílur norður af Kögri. Eins virðist vera ísdreif sé um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun. Eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að undanförnu færist ís nær landi og búast má við að svo verði áfram fram á laugardag. 

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2018 - 1.6.2018

Fremur svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert á meðan hlýtt var á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög hlýir dagar voru í lok mánaðar á Norðuausturlandi. Mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomusamur, þá sérstaklega vestanlands. Ný mánaðarúrkomumet voru sett á nokkrum stöðvum í maí. Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga mánaðarins og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar frá upphafi mælinga. 

Lesa meira
Oddur Pétursson á námskeiði í Kanada 1991

Frumkvöðull í snjóathugunum fallinn frá - 1.6.2018

Oddur Pétursson var snjóathugunarmaður á Ísafirði frá 1984 til 2013 er hann lét af störfum sökum aldurs. Oddur átti stóran þátt í að móta verklag við snjóathuganir hér á landi í samstarfi við nýtilkomna snjóflóðadeild á Veðurstofunni og var leiðandi í vinnubrögðum og túlkun á niðurstöðum. Hann er frumkvöðull í snjóathugunum og eftir hann liggur mikið starf sem nú er byggt á til þess að bæta öryggi fólks gagnvart snjóflóðavá.

Lesa meira
Frá undirritun yfirlýsingarinnar

Forstöðumenn undirrita yfirlýsingu um loftslagsmarkmið stofnana - 29.5.2018

Forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins undirrituðu 25. maí yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus.

Lesa meira
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Ennþá snjóflóðahætta til fjalla - 23.5.2018

Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli.

Það er því ástæða til að minna á að enn er vetur til fjalla inn til landsins og sumstaðar talsverð snjóflóðahætta á jöklum og hálendinu. Einnig er minnt á að þótt lítill snjór sé til fjalla meðfram ströndinni, þá þarf ávallt að fara með gát þar sem nýsnævi er í bröttum brekkum. Það getur verið hættulegt að setja af stað lítið flóð, ef afleiðingar falls eru alvarlegar.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Litrófsljósmælir til ósonmælingar, sem settur var upp á svölum Veðurstofuhúss síðla árs 1991

Ósonmælingar á Íslandi

Fyrstu mælingar á ósoni á Íslandi voru gerðar á Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1952-1955 og 1957 hófust mælingar sem standa enn.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica