• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag (fimmtudag) má reikna með gasmengun norður og vestur af gosstöðvunum. Á morgun (föstudag) er búist við gasmengun austur af gosstöðvunum. Meira
  • Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) norðantil á landinu seint í nótt og á morgun. Gildir til 03.10.2014 18:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og norðaustan 10-18 með rigningu eða slyddu í dag. Snýst í sunnan 8-15 síðdegis og í kvöld, en hvöss norðanátt á Vestfjörðum. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austast. Norðvestan og vestan 13-23 m/s á morgun, hvassast á N-verðu landinu. Slydda, rigning eða snjókoma fyrir norðan. Annars skúrir eða slydduél, en úrkomulítið SA-lands. Fer að lægja V-lands síðdegis. Kólnandi veður.
Spá gerð 02.10.2014 11:51

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í september 2014 - 1.10.2014

Tíðarfar í september telst hagstætt og var óvenjuhlýtt, hlýjast að tiltölu norðan- og austanlands þar sem hiti var víða meir en 2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og meir en þremur stigum ofan meðalhita 1961 til 1990. Á Dalatanga er þetta hlýjasti september frá upphafi mælinga 1938 og sá þriðji hlýjasti í Grímsey en þar hefur verið mælt frá 1874. Svalast að tiltölu var á Suðvesturlandi þar sem hiti var þó meir en 0,5 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Óvenju úrkomusamt var um allt sunnan- og vestanvert landið en fremur þurrt á Norðausturlandi.

Lesa meira

Ábending vegna veðurs næstu daga - 28.9.2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags, sem og þriðjudags og miðvikudags. Á morgun, mánudag, er spáð suðaustan 18-25 m/s á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Það hvessir í nótt en veðurhæðin nær hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Spáð er suðaustan 15-23 m/s annars staðar á landinu á morgun, um og upp úr hádegi hvessir á Vestfjörðum og Suðausturlandi og síðdegis á norðaustanverðu landinu og á Austfjörðum. Talsverð úrkoma fylgir storminum og mikil úrkoma er líkleg suðaustanlands.

Lesa meira

Hvernig verður veðrið 2050? - 18.9.2014

Í næstu viku verður haldin svokölluð umhverfisvika jafnhliða ráðstefnunni UN Climate Summit þar sem Sameinuðu þjóðirnar boða heimsleiðtoga á fund til að ræða yfirstandandi loftslagsbreytingar. Fulltrúi Íslands á umhverfisvikunni í New York verður Birta Líf Kristinsdóttir, Veðurstofu Íslands, ein af 11 veðurfræðingum sem voru beðnir að gera veðurspá fyrir sitt landsvæði fyrir árið 2050 byggða á nýjustu skýrslu IPCC. Þessar framtíðarveðurspár eru á formi myndbanda sem eru gerð í samvinnu við WMO og eru sýnd eitt og eitt á dag fram að ráðstefnunni.

Lesa meira

Opið erindi á Degi íslenskrar náttúru - 16.9.2014

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru bauð Veðurstofan gestum að hlýða á erindi dr. Halldórs Björnssonar um gosmökkinn í Holuhrauni. Halldór er fagstjóri veður- og loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands og fræddi áheyrendur um margt sem tengist gosmekkinum og dreifingu hans. Erindinu var streymt á vefinn og þar má skoða upptöku með glærum.

Lesa meira

Svipmyndir af vettvangi - 14.9.2014

Hér má sjá og lesa lýsingu af vettvangi, dagana 12.-14. september, en aðstæður við eldstöðina í Holuhrauni eru síbreytilegar. Gígarnir Suðri, Baugur og Baugsbörn skipta með sér verkum í þessari hættulegu sýningu á kröftum náttúrunnar. Ekki er að vita hvað verður í boði næstu daga.

Veðurstofan vekur athygli á spá sem nú er gerð á dreifingu brennisteinsgass frá eldstöðvunum. Þar getur það streymt fram í stórhættulegu magni og þó þynning sé orðin mikil þegar það kemur í byggð getur það haft slæm áhrif á heilsu, sérstaklegra þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarvegi.

Lesa meira

Samvinna á álagstímum - 6.9.2014

Það er hvorki sjálfgefið að allur þorri landsmanna geti fylgst með atburðunum í Bárðarbungu og Dyngjujökli á vefnum né að vísindamenn geti streymt gögnum í hús til þess að vega og meta ástandið og taka veigamiklar ákvarðanir með Almannavarnadeild RLS. Veðurstofan vill láta þess getið hve snurðulaust samskipti við Símann hafa gengið nú á álagstímum og þjónustan verið rösk. Fjögur dæmi um snörp viðbrögð eru rakin hér. Þjónustan kemur á óvart og hefur létt störfin í öllu atinu og umrótinu sem fylgir jarðhræringunum.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Nýja hraunið fer enn stækkandi og er nú orðið yfir 48 ferkílómetrar. Ekkert dregur úr gosinu. Öskjusig Bárðarbungu (um 30m) er nú örlítið hægara en verið hefur. Skjálftavirkni í Bárðarbungu er áþekk og undanfarið. Láréttar færslur (GPS) sýna mjög hægar breytingar.

Lífshætta stafar af gasstreymi við hraunbreiðuna. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá dreifingarspá. Veðurstofan hefur nú hannað sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti þar sem byggist upp heildarmynd.

Í þessari upplýsingagrein eru birtar nýjustu niðurstöður varðandi eldsumbrotin sem hófust með jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu 16. ágúst 2014. Greinin veitir yfirlit um framvinduna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir