Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en norðan 5-10 m/s og fer að rigna A-til, jafnvel slydda til fjalla.
Vaxandi austlæg átt á morgun, 10-18 annað kvöld, hvassast syðst. Rigning eða súld á köflum S- og A-til, en annars þurrt að kalla. Hiti 3 til 8 stig í dag, en heldur hlýrra á morgun.

Spá gerð 21.10.2017 09:56

Athugasemd veðurfræðings

Vegfarendur ættu að vera á varðbergi gagnvart hálku fram eftir morgni og í nótt. Búast má við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal annað kvöld.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 21.10.2017 09:56

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Arctic Circle

Veðurstofa Íslands á hringborði Norðurslóða 2017 - 17.10.2017

Ráðstefnan „Arctic Circle 2017“ var haldin í Hörpu síðastliðna helgi (13.-15. okt.). Um 2000 þátttakendur frá 50 löndum sóttu þetta árlega þing, sem nú var haldið í Reykjavík í fimmta sinn. Veðurstofan var þar með málstofu um helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.

Lesa meira
Esja

Skaflinn í Gunnlaugsskarði - 16.10.2017

Þessi mynd af Gunnlaugsskarði í Esju tekin í dag af svölum Veðurstofuhússins. Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum snjósköflum efst í Gunnlaugsskarði.

Lesa meira

Aðalritari Alþjóða-veðurfræðistofnunarinnar: Ísland gegnir hlutverki á norðurheimsskautssvæðinu - 13.10.2017

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar, Dr. Petteri Taalas heimsótti Veðurstofuna 12. október, en hann var á landinu til þess að taka þátt í ráðstefnunni Arctic-Circle 2017 í Reykjavík. Dr. Taalas var forstjóri finnsku veðurstofunnar um nokkurt árabil og tók við núverandi starfi árið 2016. Hann hefur verið leiðandi í norrænu samstarfi veðurstofanna, NORDMET og hefur haldið mikilvægi starfs okkar hátt á lofti á alþjóðavísu.

Lesa meira
snjóflóðavarnargarður

Alþjóðlegur dagur hamfaraminnkunar 13. október 2017 – Örugg heimili - 13.10.2017

Árið 1989 tilnefndu Sameinuðu Þjóðirnar 13. október Dag hamfaraminnkunar (International Day for Disaster Reduction). Þetta er í 28. sinn sem þessi dagur er nýttur til þess að vekja athygli á aðgerðum, aðferðum og viðbúnaði til að draga úr áhrifum hamfara á jarðarbúa og því sem er hægt að gera til þess að auka getu samfélaga til að takast á við hamfarir.

Lesa meira
flugvél

Rannsóknarflugvél mælir gas - 10.10.2017

Vikuna, 2.-6. október var breska rannsóknarflugvélin FAAM (Facility for Airborne Atmospheric Measurements) hér á  landi við mælingar á gasi frá íslenskum eldfjöllum. Áhersla var lögð á Kötlu auk hefðbundinna veðurmælinga. Mæliflugin eru hluti af breska VANAHEIM verkefninu. Lesa meira
Einhyrningsflatir

Tíðarfar í september 2017 - 3.10.2017

September var hlýr og úrkomusamur mánuður, óvenju hlýtt og blautt var á austanverðu landinu. Mjög hlýir dagar voru í byrjun mánaðarins og svo aftur um hann miðjan, þá sérstaklega norðaustan- og austanlands þar sem hiti fór víða vel yfir 20 gráður og allmörg hitamet voru slegin. Sunnan- og austanáttir voru ríkjandi. Mikil úrkoma í lok mánaðar og hlýindi til fjalla ollu miklum vatnavöxtum á Suðaustur- og Austurlandi. Mikið tjón hlaust af flóðum og skriðuföllum á þessum svæðum. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Landslag

Flóðbylgjur á Íslandi

Nokkuð hefur verið rætt um berghlaup á Íslandi í kjölfar flóðbylgju sem gekk yfir þorp á vesturströnd Grænlands eftir að stórt berghlaup féll í sjó fram 17. júní sl. Talið er að stór skriða eða berghlaup falli í sjó fram einu sinni til tvisvar á hverju árþúsundi hér á landi þótt ekki séu heimildir um það á sögulegum tíma. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist með ofanflóðahættu í byggð og gefur út viðvaranir eða tilkynningu um rýmingu ef hætta er talin geta skapast. Á nokkrum stöðum á landinu er fylgst með hreyfingu jarðlaga eða sprungum í berggrunni.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica