• Viðvörun

    Jarðhitavatn rennur í Múlakvísl. Aukin rafleiðni hefur mælst í ánni og gasmælingar á svæðinu sýna há gildi af brennisteinsvetni. Fólki er bent á að staldra ekki lengi í nágrenni við ána vegna gasmengunar. Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hæg norðlæg átt og skýjað N- og A-lands framan af nóttu, en annars léttskýjað að mestu á landinu. Suðlæg átt í dag, víða 3-8 m/s, en austan 8-13 allra syðst í kvöld. Léttskýjað norðan jökla, en annars skýjað með köflum og skúrir eða dálítil rigning S- og V-lands seinni partinn. Víða næturfrost inn til landsins, en hiti 5 til 13 stig síðdegis.
Spá gerð 01.09.2016 00:15

Athugasemd veðurfræðings

Gera má ráð fyrir næturfrosti víða um land í nótt, einkum þó fyrir norðan.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.09.2016 00:15

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Katla og Mýrdalsjökull - 31.8.2016

Frá miðjum júní hefur jarðskjálftavirkni í Kötluöskjunni aukist umfram bakgrunnsvirkni en aukin virkni í Kötlu yfir sumarmánuðina er algeng. Samfara þessu eykst tíðni jökulhlaupa og þeim fylgir möguleg gasmengun við ár.

Styrkur H2S mælist það hár við Múlakvísl að ekki er talið æskilegt að ferðamenn staldri lengi við bakkann, sérstaklega nærri upptökum hennar.

Engar vísbendingar eru um, að sú virkni sem mælst hefur í sumar í Kötluöskjunni sé merki um yfirvofandi gos í Kötlu. Á undanförnum áratugum hafa nokkuð oft komið tímabil mikillar virkni í Kötlu. Hins vegar verður að hafa í huga Katla er ein af virkustu eldstöðvum landsins og að langt er frá síðasta staðfesta gosi, sögulega séð.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina í Kötluöskjunni - 29.8.2016

Aðfaranótt 29. ágúst byrjaði skjálftahrina norðarlega í Kötluöskjunni.

Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum.  Fáeinir skjálftar voru um þrjú stig og á annan tug skjálfta hefur mælst í kjölfarið.

Enginn órói er sjáanlegur samfara þessu en stærstu skjálftarnir fundust í skálanum í Langadal. Nokkrir skjálftar urðu sunnar í öskjunni um klukkustund fyrr.

Lesa meira

Um jarðskjálftann á Ítalíu - 26.8.2016

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, hefur kynnt sér aðstæður á Mið-Ítalíu, þar sem skjálfti reið yfir í fyrrinótt og olli miklum hörmungum.

Á um 50 - 100 km breiðu belti sem gengur gegnum mið-Ítalíu rísa Appenínafjöllin, sem marka mót jarðskorpufleka, og þar er jarðskjálftahættan sérstaklega mikil.

Þarna er fallegt fjallendi eins og oft á slíkum flekamótum; í þorpunum er þéttbyggt og aðeins mjóir stígar milli húsa. Í aldaraðir hefur verið byggt úr því sem til fellur; grjóti úr árfarvegum, leir og mold. Önnur hús, t.d. kirkjur, eru mjög vel byggðar, fyrir þær eru sóttir fínni og betri steinar. Svo eftirsótt er svæðið, að byggt er ofan á eldri hús, jafnvel úr þungu efni og frágangur ónógur.

Lesa meira

Íslenskur veðurfræðingur lést af slysförum í Noregi - 23.8.2016

Þau sorgartíðindi bárust frá Noregi í síðustu viku að Jón Egill Kristjánsson prófessor hefði látist af slysförum í Jötunheimum. Þetta er harmafrétt fyrir starfsmenn Veðurstofu Íslands, því Jón Egill átti hér samstarfsmenn og vini um áratugaskeið. Við fráfall hans er skarð fyrir skildi sem erfitt verður að fylla. Veðurstofan stendur í þakkarskuld, bæði fyrir framlag hans til veðurfræði og fyrir vandað og árangursríkt samstarf. Veðurstofa Íslands vottar eiginkonu Jóns Egils, syni þeirra, bræðrum Jóns Egils og öðrum ættingjum dýpstu samúð. 

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Gígjukvísl - 23.8.2016

Lítið jökulhlaup er nú í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Hlaupið á upptök í Grímsvötnum en vegna þess að lítið hafði safnast þar af bræðsluvatni frá síðasta hlaupi í mars 2014 er aðeins um minni háttar atburð að ræða og engin hætta er á ferðum.

Íshellan lækkaði um 5 metra 18.-22. ágúst. Ef sigið heldur áfram með svipuðum hraða, munu Grímsvötn tæmast í þessari viku. Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar áætla að um 0,10 - 0,15 rúmkílómetrar vatns hafi verið í Grímsvötnum við upphaf hlaupsins og er því ljóst að hlaup þetta verður á við minni Skaftárhlaup að stærð.

Lesa meira

Þingað um jarðhræringar - NORSEM í október - 11.8.2016

Þing norrænna jarðskjálftarannsókna verður haldið í dagana 11. - 13. október á Grand Hótel Reykjavík.

Þingið hefst á þriðjudegi og varir út fimmtudag. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið.

Skráning er hafin og stendur út ágúst.
Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

árstíðasveifla

Þorvaldur Thoroddsen 1855 til 1921

Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur var fæddur 6. júní 1855 í Flatey á Breiðafirði. Hann var sonur Jóns Þórðarsonar Thoroddsen, sýslumanns og skálds (1819-1868), og Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur, Þorvaldar Sigurðssonar (Sivertsen), alþingismanns í Hrappsey.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica