• Athugið

    Samfara hlaupvatninu er búist við losun eldfjallagastegunda, s.s. brennisteinsvetnis og brennisteinsdíoxíðs. Spáð er suðaustanátt næstu daga sem mun bera gasið til norðvesturs.
  • Athugið

    Rennsli Eldvatns við Ása náði hámarki um hádegið 2. okt og var þá um 2200 m3/s. Mikið vatn rennur víðsvegar út á hraunið og má búast við að þar flæði næstu daga. Meira
  • Viðvörun

    Búist er við mikilli rigningu SA-til á landinu í dag og á morgun. Gildir til 05.10.2015 18:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustanátt, lengst af á bilinu 13-20 m/s. Úrkomulítið NA-lands, annars talsverð rigning, en mikil úrkoma á SA-landi. Dregur úr vindi vestast á landinu seinnipartinn, en lægir í nótt. Suðlæg átt, 3-8 á morgun, en suðaustan 8-15 austantil og áfram verður vætusamt, einkum þó SA-lands. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð 04.10.2015 12:15

Athugasemd veðurfræðings

Hvassviðri og rigning í dag, en fer að draga úr vindi vestast seinnipartinn. Svo óheppilega vill til að spáð er mikilli rigningu á flóðasvæðinu í dag og á morgun og áfram er búist við rigningu þar mestalla næstu viku.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 04.10.2015 12:15

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Upptök jökulhlaupsins á og við jaðar Skaftárjökuls - 3.10.2015

Í könnunarferð að jaðri Skaftárjökuls fimmtudaginn 1. október mátti sjá að hlaupið hafði í upphafi brotist upp úr jöklinum á nokkrum stöðum. Breiðir svartir taumar sáust og dreif af ísjökum lá niður jökulinn.

Hlaupið virðist einnig hafa náð að bræða sér hringlaga rás eða rásir. Rennsli upp í gegnum jökulinn stóð þó ekki lengi.

Lesa meira

Flugkönnun Skaftárhlaupsins - 2.10.2015

Starfsmenn Veðurstofunnar fóru könnunarferð yfir Skaftá fyrr í dag, 2. okt. Vatnið braust upp við jaðar Skaftárjökuls á venjulegum stað norðaustan Langasjávar. Í gærkvöld og nótt braut áin svo mjög úr bökkum við mælahúsið undir Sveinstindi að Veðurstofumenn, sem þar höfðust við, færðu sig úr húsinu og tjölduðu hærra í landinu. Um hádegið var verulegt vatnsmagn komið í Eldhraun niður af Skaftárdal og vestan Kirkjubæjarklausturs. Vatn tók að flæða framhjá varnargarði við bæinn Múla um hádegið og lækkaði þá vatnshæð í Eldvatni.

Skýrslan Vatnafar í Eldhrauni. Náttúrulegar breytingar og áhrif veitumannvirkja varpar ljósi á flókið samspil vatns og lands á þessu svæði.

Lesa meira

Framvinda Skaftárhlaupsins - 2.10.2015

Rennsli í Skaftá við Sveinstind náði hámarki um kl. 2 í nótt, 2100 m³/s. Raunverulegt rennsli hefur þó líklega verið miklu meira, jafnvel 3000 m³/s, þar sem mikið vatn rennur utan mælisviðs stöðvarinnar.

Gera má ráð fyrir að rennsli í Eldvatni við Ása sé að ná hámarki nú eftir hádegið en mikið vatn rennur víðsvegar út á hraunið og má búast við að þar flæði næstu daga.

Fjallað er um gasmælingar og gefinn tengill á skýrslu um vatnafar í Eldhrauni (pdf 2,4 Mb).

Lesa meira

Skaftárhlaupið eitt hið stærsta - 1.10.2015

Skaftárhlaupið kom fram á mælinum við Sveinstind kl. 03:30 í nótt, 1. október. Rennslisaukningin við Sveinstind er hin örasta sem mælst hefur síðan stöðinni var komið á fót árið 1971. Fyrstu athuganir benda til að hlaupið verði eitt hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Neðan Skaftárdals skiptist Skaftá í þrjá farvegi og liggur einn um Eldvatn framhjá Ásum og gegnum Flögulón niður í Kúðafljót, annar út á Eldhraun í Árkvíslum og sá þriðji rennur framhjá Kirkjubæjarklaustri. Sjá ljósmyndir af Skaftá teknar í Búlandi.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2015 - 1.10.2015

Tíðarfar var almennt talið hagstætt á landinu og hlýtt var í veðri. Á fáeinum stöðvum varð mánuðurinn sá hlýjasti á árinu. Úrkoma var lítillega yfir meðallagi um landið sunnanvert en víðast undir meðallagi fyrir norðan. Á fáeinum stöðvum vestan til á Norðurlandi var óvenjuþurrt.

Lesa meira

Íshellan sígur - í beinni útsendingu - 30.9.2015

Skaftárhlaup er hafið. Heildarsig íshellunnar yfir Eystri Skaftárkatli eykst hratt. Skoða má hæðarbreytingarnar á vefnum um leið og þær gerast, mældar með GPS tæki uppi á jöklinum.

Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu og ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Skaftárhlaup 2015 - ljósmyndir úr Búlandi

Hlaupið úr Eystri Skaftárkatli 2015 er eitt hið stærsta sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Neðan Skaftárdals skiptist Skaftá í þrjá farvegi og liggur einn um Eldvatn framhjá Ásum og gegnum Flögulón niður í Kúðafljót, annar út á Eldhraun í Árkvíslum og sá þriðji rennur hjá Kirkjubæjarklaustri. Myndirnar í þessari grein tóku hjónin í Búlandi, þau Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson, fimmtudaginn 1. október 2015.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir