Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestlæg átt, 3-10 m/s, en hvassari á annesjum NA-til. Víða skúrir eða slydduél, en bjartviðri fyrir austan. Hæg suðaustlæg átt og birtir víða til í dag, en gengur í austan og norðaustan 10-18 með rigningu SA-til í kvöld. Hiti víða 3 til 8 stig að deginum.
Spá gerð 10.10.2015 03:51

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í september 2015 - 6.10.2015

Tíðarfar var almennt talið hagstætt á landinu og hlýtt var í veðri. Á fáeinum stöðvum varð mánuðurinn sá hlýjasti á árinu. Úrkoma var lítillega yfir meðallagi um landið sunnanvert en víðast undir meðallagi fyrir norðan. Á fáeinum stöðvum vestan til á Norðurlandi var óvenjuþurrt.

Lesa meira
Gervitunglamynd: Ísland snævi þakið

Tuttugu ár frá snjóflóðaslysunum miklu á Vestfjörðum - 5.10.2015

Í ár eru tuttugu ár liðin frá því að 35 manns létust í snjóflóðum á Vestfjörðum í þremur slysum. Slysin breyttu viðhorfi stjórnvalda og almennings til snjóflóða sem náttúruvár og árið 1995 varð vendipunktur í vinnu við hættumat, varnir og vöktun vegna ofanflóða.

Til að minnast slysanna og til að fara yfir það sem áunnist hefur á síðustu 20 árum stendur ofanflóðavakt Veðurstofunnar að opinni dagskrá miðvikudaginn 7. október kl. 16:00 - 17:15. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Upptök jökulhlaupsins á og við jaðar Skaftárjökuls - 3.10.2015

Í könnunarferð að jaðri Skaftárjökuls fimmtudaginn 1. október mátti sjá að hlaupið hafði í upphafi brotist upp úr jöklinum á nokkrum stöðum. Breiðir svartir taumar sáust og dreif af ísjökum lá niður jökulinn, sjá fleiri ljósmyndir í annarri grein.

Hlaupið virðist einnig hafa náð að bræða sér hringlaga rás eða rásir. Rennsli upp í gegnum jökulinn stóð þó ekki lengi.

Lesa meira

Flugkönnun Skaftárhlaupsins - 2.10.2015

Starfsmenn Veðurstofunnar fóru könnunarferð yfir Skaftá fyrr í dag, 2. okt. Vatnið braust upp við jaðar Skaftárjökuls á venjulegum stað norðaustan Langasjávar. Í gærkvöld og nótt braut áin svo mjög úr bökkum við mælahúsið undir Sveinstindi að Veðurstofumenn, sem þar höfðust við, færðu sig úr húsinu og tjölduðu hærra í landinu. Um hádegið var verulegt vatnsmagn komið í Eldhraun niður af Skaftárdal og vestan Kirkjubæjarklausturs. Vatn tók að flæða framhjá varnargarði við bæinn Múla um hádegið og lækkaði þá vatnshæð í Eldvatni.

Skýrslan Vatnafar í Eldhrauni. Náttúrulegar breytingar og áhrif veitumannvirkja varpar ljósi á flókið samspil vatns og lands á þessu svæði.

Lesa meira

Framvinda Skaftárhlaupsins - 2.10.2015

Rennsli í Skaftá við Sveinstind náði hámarki um kl. 2 í nótt, 2100 m³/s. Raunverulegt rennsli hefur þó líklega verið miklu meira, jafnvel 3000 m³/s, þar sem mikið vatn rennur utan mælisviðs stöðvarinnar.

Gera má ráð fyrir að rennsli í Eldvatni við Ása sé að ná hámarki nú eftir hádegið en mikið vatn rennur víðsvegar út á hraunið og má búast við að þar flæði næstu daga.

Fjallað er um gasmælingar og gefinn tengill á skýrslu um vatnafar í Eldhrauni (pdf 2,4 Mb).

Lesa meira

Skaftárhlaupið eitt hið stærsta - 1.10.2015

Skaftárhlaupið kom fram á mælinum við Sveinstind kl. 03:30 í nótt, 1. október. Rennslisaukningin við Sveinstind er hin örasta sem mælst hefur síðan stöðinni var komið á fót árið 1971. Fyrstu athuganir benda til að hlaupið verði eitt hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Neðan Skaftárdals skiptist Skaftá í þrjá farvegi og liggur einn um Eldvatn framhjá Ásum og gegnum Flögulón niður í Kúðafljót, annar út á Eldhraun í Árkvíslum og sá þriðji rennur framhjá Kirkjubæjarklaustri. Sjá ljósmyndir af Skaftá teknar í Búlandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Skaftárhlaup 2015 - ljósmyndir úr Búlandi

Hlaupið úr Eystri Skaftárkatli 2015 er eitt hið stærsta sem komið hefur úr Skaftárkötlum.

Ljósmyndir í þessari grein tóku hjónin í Búlandi, þau Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson, fimmtudaginn 1. október 2015.

Sjá einnig myndir og myndskeið úr leiðangri sérfræðinga að upptökunum.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir