Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vaxandi sunnanátt, 8-13 m/s og fer að rigna með morgninum, en hægari og þurrt A-til fram á kvöld. Hæg norðlæg átt og lítilsháttar væta á N-verðu landinu á morgun, en suðvestan 3-10 m/s og stöku skúrir syðra. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast NA-lands í dag, en á SA-landi á morgun.
Spá gerð 20.07.2018 04:33

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við allsnörpum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 20.07.2018 04:33

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ríkisstjórnarfundur á framhlaupsbrún - 17.7.2018

Ríkisstjórn Íslands kom við í Hítardal að morgni mánudags 16. júlí og skoðaði framhlaupið úr Fagraskógarfjalli á leið út á Snæfellsnes þar sem hún hélt fund síðar um daginn.

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, og Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur, lýstu framhlaupinu sem féll 7. júlí sl. og þeirri jarðarumrótan sem fyrir augu bar.

Rædd voru ofanflóðamál og nauðsyn aukinnar vöktunar og viðbúnaðar hér á landi í sambandi við skriðuföll.

Lesa meira
ljósmynd

Yfirlit vegna Öræfajökuls - 13.7.2018

Að loknum samráðsfundum í gær og í dag, meðal annars með Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Íslenskum orkurannsóknum, hafa Almannavarnir gefið út samantekt um núverandi stöðu, mögulega þróun og viðbragðsáætlanir. Lesa meira
urk_mai_juni_2018

Úrkoma í maí og júní 2018 - 10.7.2018

Úrkoma hefur verið óvenjumikil um suðvestanvert landið í maí og júní. Myndin sýnir uppsafnaða úrkomu í Harmonie veðurspálíkani Veðurstofu Íslands fyrir maí og júní mánuð. Úrkoman er sýnd sem hlutfall (%) af meðalástandi þessara mánaða, en meðaltalið er reiknað með því að nota ICRA endurgreiningu Veðurstofunnar maí og júní 1980 til 2017. Gulleitir litir sýna svæði þar sem úrkoma hefur verið undir meðallagi í maí og júní, en grænir og uppí bláa liti þau svæði þar sem úrkoma hefur verið yfir meðallagi. Í stórum dráttum ber úrkomu saman við athuganir.

Lesa meira
Umfang skriðunnar úr Fagraskógarfjalli er gríðarlegt

Stórt framhlaup úr Fagraskógarfjalli í Hítardal - 9.7.2018

Skriðan, sem féll að morgni 7. júlí, fór yfir Hítará og stíflaði hana með þeim afleiðingum að lón myndaðist ofan skriðutungunnar. Daginn eftir fann áin sér nýjan farveg yfir hraunið og í Tálma, hliðará sem sameinast Hítará nokkrum kílómetrum neðar. 

Bráðabirgðamat á rúmmáli framhlaupsins er á bilinu 10–20 milljón m3. Flatarmálið er nálægt 1,5 milljón m2 og þar sem skriðan er þykkust er hún líklega 20–30 m að þykkt, en jaðarinn er víða 5–10 m þykkur. 

Skriðan er því talin vera ein af stærstu skriðum sem fallið hafa á sögulegum tíma á Íslandi, en til samanburðar var berghlaupið í Öskju í júlí 2014 um 20 milljón m3

Lesa meira

Mælibúnaði komið upp við Svínafellsjökul - 6.7.2018

Í dag var settur upp hluti þess mælibúnaðar sem áætlað er að koma upp við sprungu í Svínafellsheiði ofan Svínafellsjökuls. Þar er óttast að framhlaup geti orðið og talið er mikilvægt að vakta svæðið, m.a. með síritandi mælibúnaði. 

Minnt er á að Almannavarnir hafa varað við ferðum á Svínafellsjökul við þessar aðstæður og ferðalangar eru hvattir til þess að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð jökulsins.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2018 - 3.7.2018

Mánuðurinn var óvenju þungbúinn um landið sunnan- og vestanvert. Sólskinsstundir í Reykjavík hafa ekki mælst eins fáar síðan árið 1914. Úrkoma var mikil í þessum landshlutum og veður fremur svalt. Á austanverðu landinu var aftur á móti hlýtt og sólríkt. Hiti fór þar margoft yfir 20 stig. Sunnan- og suðvestanáttir voru ríkjandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Ósontæki Veðurstofu Íslands, Dobson 50.

Óson á norðlægum slóðum

Heildarmagn ósons í lofthjúpnum á norðlægum breiddargráðum er mjög breytilegt eftir árstíma. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica