• Athugið

    Öflug skjalftahrina heldur áfram í Bárðarbungu. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs.

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan 5-13 m/s og lítilsháttar væta um landið N- og A-vert, en bjartviðri S-lands. Hægari í kvöld og yfirleitt þurrt. Norðan 3-10 austast í nótt og skýjað með köflum, en yfirleitt hægviðri og bjart veður á morgun. Hiti 7 til 16 stig að deginum, hlýjast V-lands.
Spá gerð 20.08.2014 15:35

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Enn mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli - 20.8.2014

07:21 Enn er mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Aðalvirknin er í þyrpingunni norðaustur af Bárðarbungu. Tæplega 300 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Stærsti skjálfinn varð klukkan 03:59 og var hann í þyrpingunni, 3,0 að stærð. Klukkan 00:58 varð skjálfti inni í Bárðarbunguöskjunni og var hann 2,7 að stærð. Engin merki erum um gosóróa.

Lesa meira

Um hættu á jökulhlaupi í Jökulsá á Fjöllum - 19.8.2014

17:22 Skjálftavirknin í Bárðarbungu og nágrenni er nú að mestu undir norðaustanverðum Dyngjujökli. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið sprungugos undir jökli og bræðsluvatn mundi valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Frá gosstað niður að Herðubreiðarlindum væri líklegur ferðatími 4,5 klst, niður að brúnni á Jökulsá við Grímsstaði 7 klst og niður undir Ásbyrgi um 9 klst. Mjög litlar líkur eru á hamfaraflóði.

Lesa meira

Stutt yfirlit vegna Bárðarbungu - 19.8.2014

09:19 Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil. Heldur dró úr kringum miðnættið, bætti aftur í upp úr klukkan 4 og hefur nú aftur dregið lítillega úr. Virknin gengur sem sagt áfram í bylgjum. Stærstu skjálftarnir urðu undir morgun en þeir voru allir undir 3 að stærð. Virknin er að mestu bundin við austurhluta Bárðarbungu og hefur færst lítillega til norðausturs. Upplýsingagrein gefur yfirlit atburða.

Lesa meira

Frekari upplýsingar um Bárðarbungu - 18.8.2014

12:59 Jarðskjálftavirknin sem hófst í Bárðarbungu 16. ágúst heldur áfram. Í ljósi endurmats jarðvísindamanna á atburðum síðustu daga hefur Veðurstofan ákveðið að hækka viðvörunarstig fyrir flugmálayfirvöld og er því Bárðarbunga merkt með appelsínugulu samkvæmt litakóða. Engin merki eru um gos en slíkt er ekki hægt að útiloka. Náið er fylgst með þróuninni.

Lesa meira

Enn mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli - 18.8.2014

10:56 Enn er mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Virknin er mest austan við Bárðarbungu og við jökuljaðar Dyngjujökuls í grennd við Kistufell. Klukkan 02:37 varð skjálfti við Kistufell, 3,7 að stærð, og er það stærsti skjálftinn sem orðið hefur í þessari hrinu hingað til. Tilkynning barst frá Akureyri um að hann hefði fundist þar. Engin merki sjást enn sem komið er um gos- eða hlaupóróa.

Lesa meira

Aukin virkni við Bárðarbungu - 16.8.2014

20:43 Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hefur aukist. Skjálftahrina hefur staðið yfir síðan kl. 3:00 í nótt með stöðugri skjálftavirkni. Dýpi skjálftanna er í efri hluta skorpunnar og stærðir þeirra eru í kringum 1.5; nokkrir skjálftar eru stærri en M3.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Í þessari upplýsingagrein eru birtar nýjustu niðurstöður um jarðskjálftahrinuna sem hófst við Bárðarbungu 16. ágúst 2014 og veitt yfirlit um framvinduna. Leitast verður við að uppfæra greinina jafnóðum.

Skjálftavirknin er nú að mestu undir norðaustanverðum Dyngjujökli. Þó líkur séu á flóði í Jökulsá á Fjöllum, þá eru mjög litlar líkur á hamfaraflóði.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir