• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) og hviðum yfir 40 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum á morgun. Gildir til 10.12.2016 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 10-20, hvassast á Vestfjörðum, Breiðafirði og á annesjum norðvestantil. Rigning eða slydda fyrir norðan, en annars rigning með köflum. Norðaustan 18 til 28 við suðausturströndina á morgun, hvassast í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum og vindhviður allt að 40 m/s. Rigning SA-til og á Ströndum, él NA-lands en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina. Vægt frost inn til landsins á morgun.
Spá gerð 08.12.2016 18:13

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við talsverðri rigningu eða slyddu á Ströndum fram á nótt. Búist er við stormi (meira en 20 m/s) og hviðum yfir 30 m/s undir Eyjafjöllum og hviðum yfir 40 m/s í Öræfum á morgun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 08.12.2016 18:13

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Dalatangi

Tíðarfar í nóvember 2016 - 1.12.2016

Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af.

Lesa meira
Óveður í Mývatnssveit 2012

Viðvörun vegna vetrarveðurs - 16.11.2016

Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með talsverðri ofankomu norðantil á landinu seint í kvöld og á morgun, fimmtudag. Einnig er búist við mjög sterkum vindhviðum undir Eyjafjöllum og Vatnajökli á morgun.

Lesa meira
hitaskekkjur

Hitaskekkjur í veðurspá - 15.11.2016

Undanfarna daga hefur orðið vart við meinlega skekkju í sjávarhitagögnum sem veðurspálíkön nota til þess að reikna veðurspár fyrir Ísland. Þessi villa hefur áhrif á lofthita við sjávarsíðuna á vestan- og norðvestanverðu landinu þannig að veðurspár sýna oft of lágan hita. Þetta getur leitt til þess að líkanið spái úrkomu frekar sem snjókomu en rigningu eða slyddu á þessum svæðum. Unnið er að lagfæringu.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2016 - 1.11.2016

Októbermánuður var sérlega hlýr og víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Tíð var mjög hagstæð um mestallt land, en rigningar þóttu ganga úr hófi sums staðar á Suður- og Vesturlandi. Á nokkrum stöðvum var þetta úrkomusamasti októbermánuður sem vitað er um. Mánuðurinn var alveg frostlaus víða við strendur landsins og telst það óvenjulegt.

Lesa meira

Viltu tilkynna vatnsflóð? - 20.10.2016

Veðurstofan þiggur með þökkum hvers konar tilkynningar um vatnsflóð. Nýtt og öflugt skráningarform er komið á vefinn fyrir þá sem það kjósa. Vissulega er enn hægt að hringja og koma upplýsingum þannig á framfæri en vonir standa til þess skráningarformið henti langflestum betur.

Með samstilltu átaki getur skrásetning flóðaviðburða orðið mjög góð. Þegar upplýsingarnar safnast saman verður hægt að skoða vistaðar skráningar öllum til fróðleiks, jafnt almenningi sem vísindamönnum.

Lesa meira

Hvessir aftur í kvöld - 19.10.2016

Veðurspá dagsins hefur gengið eftir. Hvassast hefur verið á norðanverðu Snæfellsnesi. Nú síðdegis hefur dregið örlítið úr veðurofsanum en hvessir síðan aftur í kvöld og búist við snörpum vindhviðum við fjöll. Austanlands gæti orðið byljótt í kvöld og nótt. Útlit er fyrir aukna úrkomu suðaustanlands. Varað er við vatnavöxtum í ám á Snæfellsnesi, vestur og suður af Langjökli, í kringum Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul.

Veðurstofan þiggur tilkynningar um vatnsflóð, sjá skráningarform.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Flugveðurmælingar á Íslandi veturinn 1932-1933

Fyrir rúmum 80 árum kom flugsveit frá Konunglega hollenska flughernum til Íslands og stundaði veðurmælingar á lofthjúpnum í eitt ár en um þær mundir var alþjóðlegt ár pólarrannssókna. Flugsagnfræðingurinn Jacques A.C. Bartels gaf út veglega bók í tilefni 100 ára afmælis hollenska flughersins árið 2013, sem fjallar um veru flugsveitarinnar hér á landi.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica