Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan og austan 10-18 m/s um landið S-vert og rigning með köflum, hvassast og úrkomumest með S-ströndinni. Austan 5-13 N-til og bjart með köflum. Hiti 5 til 13 stig í dag, hlýjast á NV-landi. Norðaustan 8-15 á morgun með svalara veðri og dálítilli vætu á N- og A-landi, en bjart með köflum SV-til og hiti að 12 stigum þar.
Spá gerð 30.05.2015 09:43

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jarðskjálftar við Kleifarvatn

Jarðskjálftahrina við Kleifarvatn - 29.5.2015

Stuttu eftir hádegið þann 29. maí kl. 13:10 varð skjálfti af stærð 4 með upptök undir norðanverðum Sveifluhálsi við Kleifarvatn. Hann fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Annar skjálfti af stærð 3,1 varð um klukkustund fyrr á sömu slóðum og fannst hann einnig í Reykjavík.   

Lesa meira

Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga - Tími til aðgerða - 21.5.2015

Landsvirkjun stendur fyrir opnum fundum í tilefni af 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og kallar til sín sérfræðinga, meðal annars frá Veðurstofunni.

Föstudaginn 22. maí 2015 var haldinn í Hörpu opinn fundur um framtíðaráhrif loftslagsbreytinga og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Erindin sem flutt voru:

Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum

Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum

Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland

Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans

Lesa meira

Lítið hlaup í Gígjukvísl - 11.5.2015

11.5.2015 Lítið Grímsvatnahlaup er hafið í Gígjukvísl. Vert er að benda á að brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess mjög nálægt útfalli árinnar við jökuljaðar (innan við nokkur hundruð metra) getur orðið svo mikill að það skaði slímhúð í augum og öndunarvegi.

Utan þess skapar hlaupið enga hættu fyrir mannvirki og umferð á Skeiðarársandi. Starfsmenn Veðurstofu fylgjast náið með þróuninni.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2015 - 4.5.2015

Mjög kalt var fyrstu tvo daga mánaðarins og sömuleiðis í síðustu vikunni. Tíð var lengst af hagstæð um landið norðaustan- og austanvert, en þótti síðri í öðrum landshlutum. Hiti var lítillega undir meðallagi áranna 1961 til 1990 um landið suðvestanvert en annars yfir því – mest á Austurlandi þar sem hiti var einnig lítillega yfir meðallagi síðustu tíu ára. Mun kaldara var í apríl 2013 heldur en nú.

Lesa meira

Litakóði flugs vegna Bárðarbungu nú grænn - 24.4.2015

Veðurstofa Íslands tilkynnti 24. apríl 2015 að litakóði fyrir flug vegna Bárðarbungu væri nú GRÆNN. Litakóðinn er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla.

Engin merki um vaxandi ókyrrð hafa sést í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, 27. febrúar 2015.

Bárðarbungueldstöðin er enn vöktuð vandlega og verði nokkur markverð breyting á ástandinu verður strax látið vita.

Lesa meira

Íslenski veturinn 2014-2015 - 21.4.2015

Íslenski veturinn 2014 til 2015 var ívið kaldari heldur en að meðallagi síðustu tíu árin í Reykjavík, en yfir því á Akureyri.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Aðferðafræði vindorkurannsókna

Á láglendi eru veðurstöðvar víðast staðsettar nægilega þétt til að fá megi gott svæðisbundið yfirlit um vindstyrk og stefnu. Veðurstöðvanetið er þó gisið á nokkrum svæðum sem gætu verið áhugaverð hvað vindorku varðar. Því er nauðsynlegt að bæta við athuganirnar með því að nota einnig niðurstöður reiknilíkana til að meta vindhraða og hita, bæði við og fyrir ofan yfirborð.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir