Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vaxandi sunnan- og síðar suðvestanátt og fer að rigna, 10-18 m/s með morgninum, hvassast við ströndina, en lengst af hægari og þurrt NA-til. Skúrir seinnipartinn, en lægir SV-til í kvöld. Hiti 1 til 8 stig, svalast í innsveitum.
Spá gerð 24.09.2018 00:34

Athugasemd veðurfræðings

Í dag má búast við hvössum vindstrengjum við fjöll, einkum norðvestantil.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.09.2018 00:34

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Kortið sýnir á hvaða landsvæðum viðvaranir eru í gildi kl 15 föstudaginn 21. september

Norðan áhlaupið að ganga niður - 21.9.2018

Fyrsta norðan áhlaup haustsins er að ganga niður. Þó má búast við snjóþekju og hálku á vegum norðan- og austanlands á næstunni, sérílagi á fjallvegum. Vegfarendur sýni áfram aðgát. Nánar má fylgjast með ávefnum okkar.

Svo bendum við á vefVegagerðarinnar vegna færðar á fjallvegum.

Lesa meira
Kortið sýnir á hvaða landsvæðum viðvaranir eru í gildi á hádegi á fimmtudag

Útlit fyrir snjókomu á láglendi norðaustanlands - 20.9.2018

Allhvöss norðanátt áfram með snjókomu á heiðum fyrir norðan og austan.

Seinni partinn í dag og til fyrramáls má búast við snjókomu á láglendi norðaustanlands, þar er einnig spáð talsverðri úrkomu í nótt. Annað kvöld fer að draga úr vindi og úrkomu.

 

Sunnan Vatnajökuls er varað við norðvestan stormi með snörpum vindhviðum frá því snemma í fyrramálið og fram á eftirmiðdaginn á morgun.


Sjá nánar á vefnum okkar

Lesa meira
Viðvaranir 18. september 2018

Norðan áhlaupið vægara samkvæmt nýjustu spám - 18.9.2018

Samkvæmt nýjustu spám í dag, þriðjudag er útlitið skárra fyrir norðanáttina á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Spáð er eilítið hlýrra veðri á fimmtudag sem hækkar snjólínuna og ekki er lengur útlit fyrir aftaka úrkomumagn á föstudag. Engu að síður eru horfur á að snjór geti sest á vegi norðan- og austanlands, þá einkum fjallvegi, sem hefur áhrfif þessum árstíma þegar bílar eru að jafnaði vanbúinir til vetraraksturs. Því eru gular viðvaranir í gildi á norðanverðu landinu.

Lesa meira
Þessu norðan áhlaupi veldur djúpt lægðasvæði austur af landi.

Norðan áhlaup snemma á ferðinni - 17.9.2018

Á morgun, miðvikudag, má búast við að gangi í hvassa norðanátt með drjúgri rigningu norðan- og austanlands, en snjókomu í hærri fjöll. Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags færist kaldara loft yfir landið og á fimmtudaginn er útlit fyrir að úrkoman á norðanverðu landinu verði á formi slyddu eða snjókomu langleiðina niður að sjávarmáli. Á föstudag er möguleiki á að aukin ákefð færist í úrkomuna og að hún verði ýmist á formi rigningar, slyddu eða snjókomu á norðurhelmingi landsins. Gert er ráð fyrir ört batnandi veðri á laugardag.

Lesa meira
Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.

Jörð skelfur við Bláfjöll - 14.9.2018

Þann 13. sept. kl. 20:17, urðu tveir jarðskjálftar um M4 að stærð með aðeins 5 sekúndna millibili, 6 km suður af Bláfjöllum. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftarnir fundust víða á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Ölfusi og á Akranesi.

Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.

Lesa meira
Atvinnuveganefnd við hús Veðurstofunnar

Sólin skein á atvinnuveganefnd Alþingis - 13.9.2018

Atvinnuveganefnd heimsótti Veðurstofuna í morgun og var margt rætt þegar farið var yfir verkefni og áherslur. Árni Snorrason, forstjóri, veitti nefndinni innsýn í fjölbreytt verkefni Veðurstofunnar meðal annars þau sem snúa að vöktun náttúrunnar og rannsóknum. Sérstaklega var rætt um uppbyggingu veðursjárkerfis og var mikill stuðningur meðal nefndarmanna við áform Veðurstofunnar um bætta veðurþjónustu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

dimmar hlíðar, skrýtin ský

Júgurský

Júgurský eða skýjasepar myndast einkum þar sem rakamettað loft í ákaflegu uppstreymi nær að streyma til hliðar og lendir þar undir stöðugra loftlagi, en jafnframt ofan á þurrara lofti. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica