• Viðvörun

    Búist er við stormi við suðvesturströndina og miðhálendinu annað kvöld. Gildir til 03.10.2016 00:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum S- og V-lands, en annars hægari og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt með rigningu á morgun, 10-18 síðdegis SV-til, en 15-23 annað kvöld. Annars hægari og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig, en heldur hlýnandi á morgun.
Spá gerð 01.10.2016 15:29

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við hviðum allt að 45 m/s undir Eyjafjöllum annað kvöld.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.10.2016 15:29

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Mýrdalsjökull

Skjálftahrina í Kötlu - 30.9.2016

Jarðskjálftahrina sem staðið hefur í Kötlu í nokkrar vikur heldur áfram. Öflug skjálftahviða mældist milli kl. 12:00 og 12:15 í dag, 30 september og ákveðið var kl. 12:20 að breyta litakóða fyrir flugumferð í gult.

Lesa meira

Af tíð í september 2016 - 29.9.2016

Úrkomusamt var víða um landið norðan- og austanvert en tíð annars hagstæð. Hiti var nærri meðallagi síðustu tíu ára, en hærri heldur en meðaltal áranna 1961 til 1990. Lesa meira

Háskóli Íslands og Veðurstofan skerpa samstarfið - 28.9.2016

Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um kennslu og rannsóknir og um leið skerpt og víkkað út samstarfið fyrir öll fagsvið Veðurstofunnar.

Fagnefndum á sviðum eins og veðurfræði, jarðeðlisfræði og verkfræði er ætlað að útfæra samstarfið og fylgjast með árangri.

Lesa meira
gróin hlíð speglast í kyrru vatni

Dagur íslenskrar náttúru - 16.9.2016

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 var vættir. Þetta ævaforna viðhorf á að vera okkur hvatning vöktunar og verndunar landsins.

Dagskrána mátti sjá á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en hún fól í sér fjölbreytt verkefni víða um landið, sem dreifðust yfir á helgina til að gefa fleirum færi á þátttöku.

Um þær viðurkenningar sem veittar voru í ár má lesa á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

Enn er mikilli úrkomu spáð - 9.9.2016

Búast má við talsverðri rigningu austantil á landinu og mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum.

Því getur skapast flóða- og skriðuhætta á þessum slóðum. Ekki er hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni, t.d. á Tröllaskaga.

Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Fólk er beðið um að fylgjast með textaspám, sem eru áreiðanlegar og uppfærðar ört.

Lesa meira

Mikilli úrkomu spáð - 8.9.2016

Mikil úrkoma hefur verið á Austfjörðum. Í Neskaupstað féllu yfir 70 mm á sólarhring, sem olli vexti í lækjum og ám og skriðuhættu. Útlit er fyrir talsverða úrkomu og mikið afrennsli á Ströndum. Spáð er norðanátt og rigningu á Norðurlandi.

Í aðstæðum sem þessum er ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings, að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Teigarhorn 19.öld

Um danskar og íslenskar árbækur

Ársskýrslunar Meteorologisk Aabog (1873 til 1919) og Íslensk Veðurfarsbók (1920 til 1923) hafa nú verið skannaðar og eru aðgengilegar á timarit.is. Hér má finna almenna umfjöllun og skýringar á efni bókanna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica