• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag (föstudag) má búast við gasmengun V-lands, frá Hvalfirði í suðri norður á Barðaströnd og í Hrútafjörð. Meira
  • Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Vestfjarðakjálkanum. Gildir til 02.11.2014 01:00 Meira

Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan 5-13 m/s, en norðaustan 13-23 á Vestfjörðum. Rigning með köflum víða um land. Heldur hvassari NV-til í kvöld og slydda. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.
Spá gerð 01.11.2014 01:11

Athugasemd veðurfræðings

Snarpar vindhviður NV-til og kólnandi þar annað kvöld með slyddu og síðar snjókomu.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.11.2014 01:11

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í október - 31.10.2014

Austlægar og norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum en veðurlag var lengst af meinlítið. Fremur kalt var að tiltölu í mánuðinum miðað við aðra mánuði ársins.

Lesa meira

FutureVolc verkefnið kynnt á vef National Geographic - 21.10.2014

National Geographic birti á vefsíðu sinni frétt um eldgosið á Íslandi og kynnti alþjóðlega FutureVolc verkefnið um leið.

Fram kom að Ísland væri nánast eins og rannsóknarstofa í eldfjallafræði og að vegna nýrra mælitækja, m.a. frá FutureVolc, sé þetta eldgos eitt af best vöktuðu eldgosum sögunnar.

Í kynningu var meðal annars lögð áhersla á opin gögn og sýnd dæmi af vedur.is, bæði jarðskjálftar í þrívídd og keyrsla á GPS mælingum. Viðtöl eru við innlenda og erlenda vísindamenn.

Lesa meira

Viðvörun - fyrsta afgerandi snjókoma haustins - 19.10.2014

Veðurstofan vill vekja athygli á því, að fyrsta alvöru snjókoma haustsins á norðanverðu landinu er í vændum. Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins. Þetta á sérílagi við bíla sem eru vanbúnir til vetraraksturs.

Lesa meira

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hafin í ár - 16.10.2014

Snjóflóðavakt Veðurstofu hefst 15. október ár hvert og fyrir þann tíma hittast snjóathugunarmenn og snjóflóðavakt á árlegum samráðsfundi. Tilgangurinn er að þróa stöðugt og bæta vöktunina. Samráðsfundurinn var að þessu sinni haldinn í Fjallabyggð. Lögð var áhersla á að kynna og prófa nýtt smáforrit í snjallsíma, þar sem hægt er bæði að mæla og teikna inn útlínur snjóflóða. Einnig var gengið um varnarvirki á Ólafsfirði og Siglufirði.

Lesa meira

Opinn fundur um snjóflóðamál á Ólafsfirði - 7.10.2014

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar Veðurstofunnar fór fram í Fjallabyggð dagana 8.-10. október 2014. Af þessu tilefni var boðið til opins fundar um snjóflóðamál í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði 8. október.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar og ræða um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2014 - 1.10.2014

Tíðarfar í september telst hagstætt og var óvenjuhlýtt, hlýjast að tiltölu norðan- og austanlands þar sem hiti var víða meir en 2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og meir en þremur stigum ofan meðalhita 1961 til 1990. Á Dalatanga er þetta hlýjasti september frá upphafi mælinga 1938 og sá þriðji hlýjasti í Grímsey en þar hefur verið mælt frá 1874. Svalast að tiltölu var á Suðvesturlandi þar sem hiti var þó meir en 0,5 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Óvenju úrkomusamt var um allt sunnan- og vestanvert landið en fremur þurrt á Norðausturlandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Bárðarbunga

Jarðhræringar við Bárðarbungu 2014

Nýja hraunið fer enn stækkandi og er yfir 65 ferkílómetrar; ekkert dregur úr gosinu. Öskjusig Bárðarbungu er 30-40 cm/dag aðallega í norðausturhlutanum, nú 42 m þar sem mest er, og rúmmál sigskálarinnar er um einn rúmkílómetri. Jarðhiti fer nú vaxandi í Bárðarbungu og hefur sigketill í suðausturhorni bungunnar dýpkað um 25 metra á rúmum mánuði. Aukningin er talin tengjast sigi öskjunnar.

Lífshætta stafar af eldfjallagasi við hraunbreiðuna og áætlað er að gasstreymið sé m.a. 35.000 tonn af SO2 á dag. Útþynnt getur gasið dreifst um allt land, sjá gasdreifingarspá. Til er sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir