Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðvestan 10-20 m/s á N- og A-landi með snjókomu eða éljum. Norðan 3-10 á S- og V-landi og léttskýjað. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt og með morgninum. Norðlæg átt 5-13 um hádegi og léttskýjað, en dálítil él N-lands. Frost 2 til 8 stig, en sums staðar harðara frost að næturlagi.
Spá gerð 31.03.2015 22:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2015 - 26.3.2015

Nýliðið ár 2014 var líklega það hlýjasta í að minnsta kosti 165 ár. Á listanum yfir 10 hlýjustu árin er einungis eitt frá síðustu öld, árið 1998.

Þótt enn sé ekki ljóst hvaða áhrif loftslagsbreytingar muni hafa á aftakaveður, ætti það að valda áhyggjum hversu illa þjóðfélög víða um heim ráða við ríkjandi tíðni aftakaveðra.

Í tilefni af nýliðnum Alþjóðadegi veðurs, hinn 23. mars, er hér umfjöllun um loftslagsbreytingar og tilvísun í ávarp Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Af Degi vatnsins 2015 - 24.3.2015

Degi vatnsins er fagnað þann 22. mars ár hvert og þema ársins 2015 er vatn og sjálfbær þróun. Af þessu tilefni er hér gefið yfirlit yfir þau verkefni Veðurstofunnar sem tengjast vatni.

Árið 2011 var rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns innleidd með nýjum lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Innleiðing tilskipunarinnar er hluti af skuldbindingu Íslands samkvæmt EES samningnum.

Samkvæmt lögunum nær vatn yfir straumvötn, stöðuvötn, árósa, strandsjó, grunnvatn og jökla. Allt vatn skal vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu og efnafræðilegu ástandi, þó með þeim fyrirvara að aðgerðir til þess rýri ekki hag íbúa og kostnaður fari ekki úr hófi fram. Til að ná fram markmiðunum skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun.

Lesa meira

Af sólmyrkvanum 2015 - 20.3.2015

Í tilefni af sólmyrkvanum að morgni föstudagsins 20. mars 2015 var gerð háloftamæling við Bústaðaveg 9 til að mæla lofthita og sólgeislun. Hér má sjá niðurstöðurnar, ásamt ljósmyndum af sleppingunni.

Einnig hefur verið gert samsett myndskeið frá gervitungli ESA sem sýnir sólmyrkvann fara eins og óvæntan skugga yfir Ísland. Fyrst sést dagurinn fikra sig yfir hnöttinn frá austri til vesturs. En svo birtist skugginn, snöggur í förum, og þekkist á því að fara í ranga átt miðað við sólarganginn.

Lesa meira

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 - 19.3.2015

Í fyrrmálið, föstudagsmorguninn 20. mars 2015, verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Svo vill til í þetta sinn, að sólmyrkvann ber upp á jafndægur á vori.

Sums staðar munu ský hindra sýn.Vert er því að fylgjast með skýjahuluspánni, þar sem hvítt þýðir heiðskír himinn.

Ítarlegar upplýsingar má finna um sólmyrkvann á stjörnufræðivefnum.

Fólk er eindregið varað við að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Slíkt getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum.

Háloftabelg með mælitækjum verður sleppt við Veðurstofuhúsið á níunda tímanum.

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofu Íslands - 15.3.2015

Ársfundur Veðurstofu Íslands var haldinn að Bústaðavegi 7 í dag, að morgni fimmtudagsins 19. mars 2015. Þema fundarins var náttúruatburðir síðasta árs, vöktun og eftirlit.

Fundurinn var vel sóttur og vel tókst til. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra voru flutt fimm afar áhugaverð erindi.

Fundinum var streymt á vefinn og upptakan er nú í boði. Einstakt myndskeið af uppsetningu mælitækja á Vatnajökli er að finna í blálokin (01:46).

Ársskýrsla Veðurstofunnar liggur enn frammi. Eintök má nálgast í móttökunni.

Lesa meira

Afar slæmt veður, laugardaginn 14. mars - 13.3.2015

Veður verður sérstaklega slæmt um allt vestan- og norðanvert landið og hvassara en síðastliðinn þriðjudag; mikil rigning og snjóleysing sunnan- og vestantil; tré geta rifnað upp með rótum og þakplötur fokið. Einnig má búast við grjót- og malarfoki.

Viðvaranir vegna vatnavaxta og leysinga eru í gildi, sem og votra snjóflóða, krapaflóða og skriðufalla. Ölduhæð suður af landinu er einnig há.

Á höfuðborgarsvæðinu er óvarlegt að vera á ferli frá því snemma morguns fram yfir hádegi og ferðalög á milli landshluta eru alls ekki ráðleg.

Lesa meira

Eldri fréttir


Breyting á lokunarsvæði

Jarðhræringar við Bárðarbungu

Aðgangsstýrða svæðið umhverfis Holuhraun hefur verið minnkað, sjá fréttatilkynningu 16. mars 2015.

Lögreglan, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, mun vera með viðveru á svæðinu. Stefnt er að því að koma upp frekari mælibúnaði og auka þannig vöktun svo gefa megi út viðvaranir, verði talin ástæða til.

Vatnajökulsþjóðgarður mun hnitsetja og merkja áhugaverða útsýnisstaði fyrir ferðamenn, þar sem aðgengi er auðvelt og fljótlegt að rýma svæðið ef ástæða verður til.

Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norðurjaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að vestustu kvíslum Jökulsár á Fjöllum í vestri.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir