Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt þurrt, en rigning eða súld V-til. Suðvestan 8-13 og rigning eða skúrir í kvöld, þó síst A-lands. Norðan 5-13 og skúrir eða slydduél NV-til á morgun, annars vestlæg eða breytileg átt 3-10 og víða skúrir. Hiti 4 til 11 stig, en 1 til 5 stig á NV-verðu landinu á morgun.
Spá gerð 25.05.2015 12:39

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga - Tími til aðgerða - 21.5.2015

Landsvirkjun stendur fyrir opnum fundum í tilefni af 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og kallar til sín sérfræðinga, meðal annars frá Veðurstofunni.

Nú, föstudaginn 22. maí 2015, er haldinn í Hörpu opinn fundur um framtíðaráhrif loftslagsbreytinga og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Erindin sem flutt eru nefnast:

Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum

Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum

Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland

Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans

Lesa meira

Lítið hlaup í Gígjukvísl - 11.5.2015

11.5.2015 Lítið Grímsvatnahlaup er hafið í Gígjukvísl. Vert er að benda á að brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess mjög nálægt útfalli árinnar við jökuljaðar (innan við nokkur hundruð metra) getur orðið svo mikill að það skaði slímhúð í augum og öndunarvegi.

Utan þess skapar hlaupið enga hættu fyrir mannvirki og umferð á Skeiðarársandi. Starfsmenn Veðurstofu fylgjast náið með þróuninni.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2015 - 4.5.2015

Mjög kalt var fyrstu tvo daga mánaðarins og sömuleiðis í síðustu vikunni. Tíð var lengst af hagstæð um landið norðaustan- og austanvert, en þótti síðri í öðrum landshlutum. Hiti var lítillega undir meðallagi áranna 1961 til 1990 um landið suðvestanvert en annars yfir því – mest á Austurlandi þar sem hiti var einnig lítillega yfir meðallagi síðustu tíu ára. Mun kaldara var í apríl 2013 heldur en nú.

Lesa meira

Litakóði flugs vegna Bárðarbungu nú grænn - 24.4.2015

Veðurstofa Íslands tilkynnti 24. apríl 2015 að litakóði fyrir flug vegna Bárðarbungu væri nú GRÆNN. Litakóðinn er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla.

Engin merki um vaxandi ókyrrð hafa sést í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, 27. febrúar 2015.

Bárðarbungueldstöðin er enn vöktuð vandlega og verði nokkur markverð breyting á ástandinu verður strax látið vita.

Lesa meira

Íslenski veturinn 2014-2015 - 21.4.2015

Íslenski veturinn 2014 til 2015 var ívið kaldari heldur en að meðallagi síðustu tíu árin í Reykjavík, en yfir því á Akureyri.

Lesa meira

Vefgreinar um Bárðarbungu og Holuhraun - 10.4.2015

Um mánaðamótin var náttúruvárborðinn fjarlægður úr haus vefsins. Flýtileiðirnar er nú að finna í samantektargrein.

Vöktun á gasi frá hraunflákanum er enn stöðug. Gasdreifingarlíkanið er enn virkt en reglubundin textaspá um gasdreifingu er ekki lengur gefin út.

Eftirlit með jarðhræringum minnkar ekki og verði vart við marktækar breytingar verður náttúruvárborðinn virkjaður á ný.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Hrýfi

Óregla yfirborðs hefur áhrif á vind næst því og ná áhrifin venjulega upp í tvöfalda eða þrefalda hæð þess sem hrjúft yfirborðið hefur. Um þessa staðreynd er notað hugtakið hrýfi. Hugtakið er mikið notað í líkangerð sem mælikvarði á núningsáhrif yfirborðs. Hrýfið er þannig t.d. meira yfir landi en sjó og gæði vindaspáa ráðast, að nokkru, af því hvernig til tekst með val á stærð þess.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefir