Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt, 5-10 m/s NV-til fram á kvöld, en annars hægviðri. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið V-lands í dag. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast SA-lands.
Spá gerð 27.08.2016 09:43

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Um jarðskjálftann á Ítalíu - 26.8.2016

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri vöktunar og náttúruvár, hefur kynnt sér aðstæður á Mið-Ítalíu, þar sem skjálfti reið yfir í fyrrinótt og olli miklum hörmungum.

Á Ítalíu er flókin tektónik. Mót minni jarðskorpufleka ganga í gegnum mið-Ítalíu og þar má á litlu svæði, 100 x 100 km að flatarmáli, eiga von á stórum skjálfta á 66 ára fresti. Þarna er fallegt fjallendi eins og oft á slíkum flekamótum; í þorpunum er þéttbyggt og aðeins mjóir stígar milli húsa. Í aldaraðir hefur verið byggt úr því sem til fellur; grjóti úr árfarvegum, leir og mold. Önnur hús, t.d. kirkjur, eru mjög vel byggðar, fyrir þær eru sóttir fínni og betri steinar. Svo eftirsótt er svæðið, er að byggt er ofan á eldri hús, jafnvel úr þungu efni og frágangur ónógur.

Lesa meira

Íslenskur veðurfræðingur lést af slysförum í Noregi - 23.8.2016

Þau sorgartíðindi bárust frá Noregi í síðustu viku að Jón Egill Kristjánsson prófessor hefði látist af slysförum í Jötunheimum. Þetta er harmafrétt fyrir starfsmenn Veðurstofu Íslands, því Jón Egill átti hér samstarfsmenn og vini um áratugaskeið. Við fráfall hans er skarð fyrir skildi sem erfitt verður að fylla. Veðurstofan stendur í þakkarskuld, bæði fyrir framlag hans til veðurfræði og fyrir vandað og árangursríkt samstarf. Veðurstofa Íslands vottar eiginkonu Jóns Egils, syni þeirra, bræðrum Jóns Egils og öðrum ættingjum dýpstu samúð. 

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Gígjukvísl - 23.8.2016

Lítið jökulhlaup er nú í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Hlaupið á upptök í Grímsvötnum en vegna þess að lítið hafði safnast þar af bræðsluvatni frá síðasta hlaupi í mars 2014 er aðeins um minni háttar atburð að ræða og engin hætta er á ferðum.

Íshellan lækkaði um 5 metra 18.-22. ágúst. Ef sigið heldur áfram með svipuðum hraða, munu Grímsvötn tæmast í þessari viku. Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar áætla að um 0,10 - 0,15 rúmkílómetrar vatns hafi verið í Grímsvötnum við upphaf hlaupsins og er því ljóst að hlaup þetta verður á við minni Skaftárhlaup að stærð.

Lesa meira

Þingað um jarðhræringar - NORSEM í október - 11.8.2016

Þing norrænna jarðskjálftarannsókna verður haldið í dagana 11. - 13. október á Grand Hótel Reykjavík.

Þingið hefst á þriðjudegi og varir út fimmtudag. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið.

Skráning er hafin og stendur út ágúst.
Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2016 - 2.8.2016

Tíð var talin sérlega hagstæð um landið sunnan- og vestanvert en nyrðra var hún daufari og jafnvel talin óhagstæð á stöku stað. Mánuðurinn telst þó veðragóður um land allt og lítið var um illviðri. Úrkoma var með allra mesta móti sums staðar austast á landinu en víðast hvar nokkuð eða talsvert undir meðallagi vestanlands. Sólskinsstundir voru vel yfir meðallagi suðvestanlands.

Lesa meira

Upplýsingar um vöktun vegna Kötlu - 29.7.2016

Jarðskjálftavirkni innan Kötluöskjunnar hefur aukist en slíkt er algengt í Kötlu á sumrin vegna losunar bræðsluvatns úr þekktum ískötlum. Fjögur lítil flóð hafa orðið og tilkynningar borist um brennisteinslykt; þetta ásamt hærri rafleiðni eru vísbendingar um áhrif jarðhitavatns.

Mælingar umhverfis Kötlu sýna engin merki um aukna aflögun jarðskorpunnar eða óróahviður en hvort tveggja væri annars vísbending um kvikuhreyfingar.

Mat sérfræðinga Veðurstofunnar er að eldgos sé ekki yfirvofandi, þó ekki sé hægt að útiloka stærri flóð.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Brot úr 19. aldar tímariti

Textinn í þessari grein birtist fyrst sem hluti af greininni Um jarðirkju á Íslandi, í Nýjum félagsritum, IX, s. 114-116 og er sennilega eftir Jón Sigurðsson forseta.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica