Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga átt víðast hvar og fallegt haustveður, en á Norðvesturlandi og á annesjum nyrst er hvassari norðvestanátt og rigning, en jafnvel slydda til fjalla. Á morgun dregur úr norðanáttinni en norðaustantil þykknar upp með slyddu eða rigningu á meðan það léttir til vestanlands. Áfram má búast við norðlæglum áttum þegar líður á vikuna, dálítilli úrkomu norðan jökla en bjartviðri sunnantil. Það kólnar heldur í veðri, og má orðið víða búast við næturfrosti, einkum undir lok vikunnar.
Spá gerð: 26.09.2016 05:45. Gildir til: 27.09.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Við Jan Mayen er 992 mb lægð sem mjakast N, en um 700 km SV af Hvarfi er 971 mb lægð sem hreyfist A og síðar N. Yfir Baffinsflóa er 1018 mb hæð.
Samantekt gerð: 26.09.2016 20:24.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 27.09.2016 01:01.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-13 m/s. Víða léttskýjað en skýjað og dálítil úrkoma NA-til. Lægir smám saman í dag en gengur í norðvestan 5-13 NA-til um hádegi með lítilsháttar rigningu eða slyddu fram eftir degi. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 27.09.2016 01:01. Gildir til: 28.09.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðlæg átt, 3-8 og léttskýjað. Hiti 5 til 9 en svalara í nótt.
Spá gerð: 27.09.2016 01:01. Gildir til: 28.09.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 3 til 10 stig, mildast S-lands, en víða næturfrost.

Á fimmtudag:
Norðanátt, víða 5-10 m/s og skýjað með köflum eða léttskýjað sunnan - og vestantil en norðvestlæg átt 8-13 og slydda eða rigning með köflum norðaustanlands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SA-til.

Á föstudag:
Norðlæg átt, víða skýjað með köflum eða bjartviðri en stöku skúrir eða slydduél með norðurströndinni og dálítil rigning suðaustantil síðdegis. Hiti 2 til 10 stig.

Á laugardag:
Norðlæg átt skýjað og NA-lands, en austlægari og rigning með köflum syðst. Hiti 2 til 7 stig, mildast sunnantil.

Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt með rigningu en lengst af bjartviðri um landi norðanvert. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Líkur á hvassri austanátt með rigningu en þurrviðri norðan jökla. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 26.09.2016 20:44. Gildir til: 03.10.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica