Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustlæg átt í dag, strekkingur norðvestantil, annars hægari. Dálítil úrkoma um land allt, rigning með köflum sunnalands en stöku él norðantil. Dálítil snjókoma nyrst á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýast á Suðurlandi.

Áframhaldandi norðlægar áttir ríkjandi fram að helgi með fremur svölu veðri, miðað við árstíma, og dálítilli úrkomu í flestum landshlutum.
Spá gerð: 24.04.2018 06:21. Gildir til: 25.04.2018 00:00.

Veðuryfirlit

250 km SV af Reykjanesi er 992 mb lægð sem hreyfist lítið í dag. 150 km SA af Jan Mayen er 986 mb lægð sem þokast V. 450 km SV af Lófóten er 982 mb lægð sem fer NA.
Samantekt gerð: 24.04.2018 07:33.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2018 00:20.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg átt, víða 5-13 m/s. Skúrir eða rigning með köflum S- og SA-lands, en annars úrkomulítið. Svipað veður á morgun en þó él fyrir norðan. Hiti 0 til 9 stig að deginum, hlýjast S-lands, en frystir víða í nótt einkum N-til.
Spá gerð: 24.04.2018 10:44. Gildir til: 26.04.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s og skúrir eða rigning með köflum. Hiti 5 til 8 stig, en 1 til 4 í nótt.
Spá gerð: 24.04.2018 10:48. Gildir til: 26.04.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s, en norðlæg átt 3-10 A-lands. Rigning á láglendi á S- og SA-landi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Dálítil él NA-til, annars yfirleitt skýjað í öðrum landshlutum en þurrt að kalla. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast á SV-landi en svalast í innsveitum NA-lands.

Á föstudag:
Norðlæg átt, 3-10 V-til, en A-læg átt A-lands. Skýjað en þurrt að mestu á A-landi, en rigning eða slydda í flestum öðrum landshlutum og snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skúrir eða él A-lands, en víða bjart veður V-til á landinu. Hiti 0 til 10 stig að deginum, hlýjast SV-lands.

Á sunnudag og mánudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 1 til 8 stig.
Spá gerð: 24.04.2018 08:47. Gildir til: 01.05.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica