Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 25.10.2016 19:36. Gildir til: 26.10.2016 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt V af Reykjanesi er 968 mb lægð sem þokast NA og yfir S-Skandinavíu er 1027 mb hæð sem hreyfist S. Við Nýfundnaland er vaxandi 1004 mb lægð á norðausturleið.
Samantekt gerð: 25.10.2016 20:30.

Veðurlýsing

Frysti víða í nótt, einkum til landsins. Austan hvassviðri skall á fyrst á suðvesturhorninu um morguninn, og byrjaði með slyddu á mjóu belti sem lág frá Eyrarbakka til Reykjavíkur, en annars var rigning víðast hvar á láglendi. Mikil hálka og blautur snjór var á vegunum yfir Mosfellsheiði og Hellisheiði. Úrkomubeltið færðist nokkuð hratt norðaustur yfir landið og var kominn útsynningur á suðvesturhorninu strax eftir hádegi og skilin komin norðaustur fyrir Langanes undir kvöld. Vindur var hægari um norðaustan- og austanvert landið, en talsverð rigning um tíma suðaustanlands. Hlýjast mældist 11 stiga hiti á Sámsstöðum í Fljótshlíð og á Hellu. Mest úrkoma á mannaðri veðurskeytastöð mældist 12 mm á Höfn í Hornafirði.
Samantekt gerð: 25.10.2016 18:30.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 8-13 með skúrir um landið sunnanvert, en hægari og úrkomulítið norðaustanlands. Gengur í suðaustan 13-18 með rigningu eða súld um tíma suðvestanlands í kvöld, og síðan í vestan 13-20 með suðurströndinni í fyrramálið með skúrum eða slydduéljum. Hægari norðantil og lengst af þurrt um landið austanvert á morgun. Hiti 2 til 8 stig, en kólnar nokkuð annað kvöld.
Spá gerð: 25.10.2016 18:33. Gildir til: 27.10.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 8-13 og skúrir, en gengur í sunnan 13-18 um tíma í kvöld með rigningu eða súld. Hiti 4 til 7 stig. Vestan 10-15 og skúrir í fyrramálið, en dregur úr vindi og úrkomu síðdegis og kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 25.10.2016 18:34. Gildir til: 27.10.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, allhvöss um tíma sunnantil. Skúrir eða él í flestum landshlutum, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast um landið sunnanvert.

Á föstudag:
Suðvestan kaldi með éljum, en hægari og léttskýjað austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Líklega allhvöss sunnanátt austanlands með rigningu, en norðaustanátt um landið vestanvert og fer yfir í slyddu eða snjókomu norðvestanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt og snjókomu eða slyddu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnantil.

Á mánudag:
Lítur út fyrir vestlæga átt og þurrviðri.
Spá gerð: 25.10.2016 09:35. Gildir til: 01.11.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica