• Athugið

    Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Leysing um helgina á norðan- og austanverðu landinu. Meira

Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 29.05.2016 00:39. Gildir til: 30.05.2016 00:00.

Veðuryfirlit

300 km V af Reykjanesi er 1011 mb lægð sem grynnist, en út frá henni liggur lægðardrag til SSA. Um 350 km NA af Færeyjum er 1014 mb lægð á leið N og yfir N-hluta Skandinavíu er 1028 mb hæð.
Samantekt gerð: 29.05.2016 03:14.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 29.05.2016 00:39.

Veðurhorfur á landinu

Hægviðri og léttskýjað á N- og A-landi, annars suðaustlæg átt 3-10 m/s og skýjað að mestu, en rigning með köflum V-til þegar kemur fram á daginn. Áfram bjart fyrir norðan og austan, en þokubakkar á annesjum. Hiti víða 7 til 13 stig, en allt að 17 stigum NA-til að deginum.
Spá gerð: 29.05.2016 00:38. Gildir til: 30.05.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en lítilsháttar rigning að deginum. Hiti 7 til 12 stig.
Spá gerð: 29.05.2016 00:39. Gildir til: 30.05.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast í uppsveitum S-lands.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en bjart um landið N-vert. Hiti 10 til 16 stig.

Á miðvikudag:
Sunnankaldi og dálítil væta við V-ströndina, en annars hæg suðlæg átt og bjartviðri. Hlýnar í veðri.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Breytileg átt 3-8 m/s, bjart með köflum og áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð: 28.05.2016 20:19. Gildir til: 04.06.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica