Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 23.07.2016 22:01. Gildir til: 24.07.2016 00:00.

Veðuryfirlit

400 km SA af Ingólfshöfða er 1006 mb lægð sem þokast N, en yfir landinu er 1008 mb lægðardrag sem mjakast SV. Yfir Grænlandi er kyrrstæð 1025 mb hæð.
Samantekt gerð: 23.07.2016 20:29.

Veðurlýsing

Í dag hefur verið þungbúið og víða dálítil væta, en rofaði til allra syðst og sums staðar austanlands. Hægur vindur um allt land og hiti á bilinu 10 til 19 stig, hlýast á Héraði.
Samantekt gerð: 23.07.2016 18:27.

Veðurhorfur á landinu

Hægviðri, skýjað og víða dálítil væta. Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 eftir hádegi og áfram vætusamt, en rofar heldur til á Suður- og Vestulandi. Hiti 9 til 17 stig.
Spá gerð: 23.07.2016 22:56. Gildir til: 25.07.2016 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægviðri, skýjað og dálítil væta. Rofar til kringum hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 23.07.2016 22:31. Gildir til: 25.07.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðaustan 5-10 m/s um landið norðvestanvert og á annesjum nyrst, en hægari breytileg átt annars staðar. Skýjað og væta víða um land, hiti 10 til 16 stig.

Á þriðjudag:
Gengur í norðan 5-13. Rigning norðaustan- og austanlands, skýjað og smásúld norðvestantil, en rofar til sunnan heiða. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast sunnanlands.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Fremur vætusamt og svalt á norðurhelmingi landsins. Bjart með köflum syðra og milt að deginum.
Spá gerð: 23.07.2016 21:09. Gildir til: 30.07.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica