• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) víða á landinu. Gildir til 27.03.2017 00:00 Meira

Hafístilkynningar síðustu 30 daga

20. mar. 2017 13:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 90 sjómílur norðvestur af Barða. Norðaustlægar áttir eru ríkjandi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. mar. 2017 13:37 - Byggt á gervitunglamynd

Ísröndin virðist vera allvel pökkuð upp að strönd Grænlands en engu að síður virðist vera nýmyndun íss norðan 6730 N en hann virðist liggja vel upp að eldri ísnum. Næstu tvo daga er búist við breytilegri vinát á Grænlandssundi en eftir það NA-átt. Ekki er því búiost við að hafís jaðarinn færist mikið úr stað. Ísröndin viriðst vera u.þ.b. 95 nM NV af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. mar. 2017 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt að mestu á ratsjármælingum frá Sentinel-tunglinu. Spáð er áframhaldandi norðaustanátt, sem ætti að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 97 sml út af Straumnesi.

27. feb. 2017 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir tunglmynd með sýnilegu ljósi frá því síðdegis í dag (mán. 27. feb. 2017). Þó skýjað hafi verið að hluta á hafíssvæðinu var meginröndin þó alls staðar greinileg gegnum skýin. Meginröndin mældist í 115 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi en meginröndin sýnir, en þó væntanlega ekki í miklum mæli því stíf norðaustanátt á hafíssvæðinu undanfarið virðist hafa þjappað ísnum vel til vesturs í átt að Grænlandi og ísinn er mjög þéttur vestan meginlínunnar.

Spáð er skammvinnnum suðvestan kalda á Grænlandssundi á morgun, en frá miðvikudegi og út vikuna er norðaustanátt ríkjandi, ekki hvöss þó.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica