Hafístilkynningar síðustu 30 daga

24. apr. 2017 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er nú 90 nm NV af Vestfjörðum. Ísinn virðist liggja þétt upp við Grænland og ekki er búist við að ísröndin færist nær Íslandi á næstu dögum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

17. apr. 2017 13:47 - Byggt á gervitunglamynd

Notaðar eru ratsjár- og gervitunglamyndir frá Sentinel og Seviri.
Suðvestanáttir næstu tvo sólarhringa geta borið borgarís nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 61 sml norðvestur af Straumnesi.

10. apr. 2017 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir tunglmyndum frá í gær (sun. 9. apríl 2017). Notast var við SAR mælingar og einnig myndir með blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi.
Meginröndin mældist í 95 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi en meginröndin sýnir.
Samkvæmt spám verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi frá þriðjudegi og alveg fram á sunnudag, ekki verður þó um hvassan vind að ræða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. apr. 2017 11:39 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármælingum frá Sentinel-tunglinu 1. og 2. apríl. Hafísjaðarinn næstur landi rúmar 90 sjómílur NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica