• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum með vindhviðum allt að 35 m/s á morgun. Einnig er búist við mikilli úrkomu austantil á landinu á morgun. Gildir til 24.06.2017 00:00 Meira

Hafístilkynningar síðustu 30 daga

19. jún. 2017 15:33 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá Sentinel og AVHRR. Nokkur óvissa er um jaðarinn úti fyrir Scoresbysundi vegna skýjahulu. Ísinn er nokkuð þéttur norðantil, en heldur gisnari sunnar. Jaðarinn er næst Íslandi um 75 sjómílur NNV af Straumnesi. Næstu daga er spáð hvassri norðaustanátt sem kemur til með að þjappa ísnum enn frekar upp að strönd Grænlands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. jún. 2017 07:55 - Byggt á gervitunglamynd

Þéttur ís við strönd Grænlands en annars yfirleitt mjög gisinn. Við miðlínu Íslands og Grænlands eru þunnar spangir og íshrafl.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. jún. 2017 11:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafínin veiðrist vera allþéttur við strönd Grænlands og dreifist lítið út á Grænlandssund. Þó er ein spöng sem er greinileg og virðist um gisin ís að vera. Einnnig má búast við að borgarís sé á reki á Grænlandssundi. Ísspöngin er næst Íslandi í um 100 nM NV af Straumnesi, annars mun fjær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. maí 2017 15:51 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á myndum Severi- og Sentinel-gervitunglanna. Ísjaðarinn er um 100 sml út af Straumnesi, en hvassar norðaustanáttir næstu daga bægja borgarís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 100 sml norðnorðvestur af Straumnesi.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica