Hafístilkynningar síðustu 30 daga

13. feb. 2017 17:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir Sentinel-1 Ratsjármyndum af Grænlandssundi 10. og 12. febrúar. Engar myndir eru til af sunnanverðu sundinu en við bendum á hafískort dönsku veðurstofunnar.

Hafísjaðarinn virðist vera um 110 sjómílur NV af Vestfjörðum.
Útlit er fyrir fremur hægan vind á Grænlandssundi næstu daga og því ekki útlit fyrir að hafísinn færist hratt nær miðlínunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. feb. 2017 13:14 - Byggt á gervitunglamynd

Búið er að vera mjög skýjað á Grænlandssundi síðustu daga. Hafískortið er teiknað út frá radarmyndum. Hafísjaðar er um 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. jan. 2017 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn veirðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2017 17:38 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort að mestu byggt á Sentinel-gervitunglamyndum og OSTIA-hafíslíkani. Norðaustanstormur næstu daga ætti að hlada hafís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður ísjaðar er 59 sml norðvestur af Straumnesi.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica