Hafístilkynningar síðustu 30 daga

16. jan. 2017 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Radarmælingar úr gervitungli (SAR um borð í Sentinel-1) frá því á sunnudag (15.1.2017) gefa upplýsingar um staðsetningu á mestallri meginröndinni sem teiknuð er á kortið. Ísröndin mælist næst landi um 85 sjómílur frá Barða. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi.
Frá þriðjudegi til fimmtudags er spáð vestlægri átt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi. Frá föstudegi til sunnudags er hinsvegar útlit fyrir norðaustanátt sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. jan. 2017 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamynd 9. janúar 2017. Ísröndin næst landi um 70 sjómílur norðvestur af Barða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. des. 2016 13:37 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og lítið sést á gervitunglamyndum. Myndin sýnir hafísjaðar samkvæmt radarmynd frá því í gær 25. desember. Jaðarinn er um 122 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica