Fréttir

Norrænu veðurstofurnar hyggja á samstarf um sameiginlegan rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna - 18.8.2018

Fundi forstjóra norrænu og baltnesku veðurstofanna á Veðurstofu Íslands lauk í dag. Á fundinum undirrituðu forstjórarnir viljayfirlýsingu um samstarf um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna. Hollenska og írska veðurstofan eru einnig aðilar að samstarfinu. Þetta samstarf kemur til með að byggja á þeim árangri sem náðst hefur í samstarfi norrænu og baltnesku veðurstofanna á vettvangi NordNWP (Numerical Weather Predictions).

Lesa meira

Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagraskógarfjalli í Hítardal - 13.8.2018

Stór sprunga hefur opnast inná fjallinu skammt frá brotsári framhlaupsins sem féll 7. júlí síðastliðinn.  Sprungan er á sömu slóðum og hrunið sem varð úr toppi framhlaupsins, þann 13. júlí. Nánar tiltekið í innanverðu skriðusárinu. Spildan sem hefur losnað frá brún fjallsins er á bilinu 50-150 þúsund m3 en hrun af þessari stærðargráðu er ekki talið geta borist langt niður á láglendi og mun efnið líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí.

Lesa meira
Deildarmyrkvi

Sólmyrkvi 11. ágúst 2018 - 9.8.2018

Laugardagsmorguninn 11. ágúst 2018 milli kl. 08 og 09 sést deildarmyrkvi á sólu frá Íslandi, þar sem ský skyggja ekki á sólina.  Í deildarmyrkva gengur tunglið fyrir hluta sólar.  Við hámark á þessum myrkva hylur tunglið 17-25% af þvermáli sólar séð frá Íslandi.  

Lesa meira

Viðvörun: Skaftárhlaup stendur yfir - 2.8.2018

Fréttin er uppfærð reglulega

9.8. kl 14:00

Rennsli í Skaftá er komið aftur í eðlilegt horf miðað við árstíma og Skaftárhlaupinu því að mestu lokið. Enn mælist mikið rennsli í Grenlæk og Tungulæk þar sem vatnshæð stendur hátt, en áætlað er að það muni taka 7-8 daga að ná jafnvægiLesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica