• Viðvörun

  Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi fram undir morgun, en á Austfjörðum fram að hádegi. Á þessum svæðum má búast við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum. Gildir til 21.10.2017 00:00 Meira
Laus störf

Laus störf

Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 135 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 120 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.

Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á fjórum sviðum: Eftirlits- og spásviði, Athugana- og tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði, Fjármála-og rekstrarsviði, ásamt Skrifstofu forstjóra. Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Sérfræðingur í Reikningshaldi

Helstu verkefni og ábyrgð

Sérfræðingur í reikningshaldi ber m.a. ábyrgð á verkefnaskrá Veðurstofunnar, hefur umsjón með heildarverkefnaáætlun og útbýr ársfjórðungsstöðumat verkefna ásamt ýmsum kostnaðargreiningum. Reikningagerð og almenn gjaldkerastörf eru einnig á ábyrgð sérfræðings.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Bachelorgráða í viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Haldgóð reynsla af kostnaðargreiningu, s.s. ABC
 • Nákvæmni í vinnubrögðum og tölugleggni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Mjög góð tölvufærni, áhersla á færni í Excel
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Hæfni til að miðla upplýsingum

Nánari upplýsingar um starfið veita Hrafnhildur Kristjánsdóttir, hópstjóri reikningshalds (hrafnhildur.k@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is) í síma 522 6000.

Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Um er að ræða 100% starf.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfið á www.starfatorg.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum


Móttöku- og skrifstofustarf

Helstu verkefni og ábyrgð

Hlutverk móttökuritara felst m.a. í sím-svörun og svörun almennra fyrirspurna, skjalavörslu, forskráningu reikninga sem berast, innkaupum rekstrarvara, umsjón með póstsendingum auk annarra tilfallandi ritara- og skrifstofustarfa.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf
 • Farsæl reynsla af skrifstofustörfum
 • Þjónustulund og færni í miðlun upplýsinga
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Þekking á skjalavörslu
 • Góð tölvufærni
 • Skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
 • Góð færni í íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veita Ingveldur Björg Jónsdóttir, hópstjóri rekstrar (ingveldur@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is) í síma 522 6000.

Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Um er að ræða 100% starf.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfið á www.starfatorg.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum


Sérfræðingur í mælarekstri

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi til starfa á Athugana-og tæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir og vöktun náttúruvár. Sviðið ber ábyrgð á frumskráningu allra mæligagna og gagnastraumum til innri og ytri viðskiptavina. Í boði er spennandi og krefjandi framtíðarstarf í hópi 25 starfsmanna við rekstur á viðamiklu mælikerfi sem telur yfir 600 stöðvar vítt og breytt um landið.

Helstu verkefni

Sérfræðivinna við mælarekstur, eftirlit og uppbygging mælakerfis, ásamt miðlun mæligagna, gæðaeftirlit og frumgagnaúrvinnsla. Starfið spannar mælirekstur á sviði veðurmælinga, jarðeðlisfræðilegra mælinga og vatnamælinga, auk sértækra mælinga á sviði fjarkönnunar og eldfjallaeftirlits.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólanám á sviði, verkfæði, tæknifræði, eða raunvísinda. Framhaldsmenntun (MS) á framangreindum sviðum er kostur.
 • Farsæl reynsla á sviði mælareksturs, beiting og viðhald mælitækja. Reynsla af sannprófun, kvörðun og viðhaldi mælitækja er kostur.
 • Góð tölvuþekking og reynsla á sviði gagna-umsýslu. Reynsla af forritun mælitækja og þekking á gagnagrunnskerfum, s.s. PostgreSQL er kostur.
 • Færni í mannlegum samskiptum og frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu.
 • Skipuleg og fagleg vinnubrögð. Reynsla af gæðavottuðum vinnuferlum og skjölun uppýsinga er kostur.
 • Góð færni í íslensku og ensku.
 • Farsæl reynsla af ferðum í óbyggðum.
 • Ökuréttindi C1E er kostur.

Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Athugana- og tæknisviðs (odinn@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson mannauðsstjóri (borgar@vedur.is)í síma 522 6000.


Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á www.starfatorg.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Snjóathuganamaður á Tálknafirði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóathugunarmann til starfa á Tálknafirði. Einnig kemur til greina að viðkomandi sé staðsettur á Patreksfirði. 

Um er að ræða hlutastarf í tímavinnu, sem alla jafna er unnið á tímabilinu15. október til 15. maí.Snjóathugunarmaður fylgist með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðalag og aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum. Einnig sinnir snjóathugunarmaður reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð sem falla og skrifar um þau skýrslur.

Umsækjandi verður að þekkja vel til veður- og snjóaðstæðna á svæðinu. Hann verður að geta gert snjóathuganir til fjalla, jafnvel við erfiðar aðstæður, og starfað undir miklu álagi þegar hættuástand skapast. Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, nákvæmur og hafa góða samskiptahæfileika. 

Nýr starfsmaður mun fá þjálfun í öryggisatriðum sem tengjast starfinu og mati á snjóflóðahættu. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með16. október nk.Nánari upplýsingar um starfið veita Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár (harpa@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is) í síma 522 6000.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið www.starfatorg.is

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Hefur þú ástríðu fyrir gögnum? Viltu vinna með raungögn, eins og jarðskjálftamælingar? Viltu vinna í kviku hugbúnaðarteymi? Hvernig á eiginlega að geyma brotlausnir jarðskjálfta? Kannastu við hvað tímaraðagreining er? Viltu vinna í fjölbreyttu umhverfi að þverfaglegum verkefnum með spennandi vísindagögn og í vistvænu vinnuumhverfi? Lestu þá áfram!

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í hugbúnaðarþróun. Sérfræðingurinn mun starfa í þróunarhóp Upplýsingatækni Veðurstofunnar sem er hluti af fjármála- og rekstrarsviði.

Hlutverk Veðurstofunnar er m.a. að veita bestu fáanlegu upplýsingum út í þjóðfélagið til að taka stórar sem smáar ákvarðanir hvort sem lýtur að almannaheill eða áhugamálum. Veðurstofan er ein stærsta gagnasöfnunar og úrvinnslustofnun landsins sem vinnur með gögn tengdum náttúrufyrirbærum s.s. loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.vedur.is

Hlutverk

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun tekur þátt í þróunarverkefnum sem snúa að öllum helstu sviðum Veðurstofunnar. Áherslan er á þróun á viðmótskerfum og gagnagrunnum.

Menntunar og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði eða sambærilegt

Frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

Þekking á JavaScript, HTML, XML, JSON, og jQuery

Þekking á Python

Þekking á fyrirspurnarmálinu SQL, þekking PostgreSQL er kostur

Þekking og farsæl reynsla af hugbúnaðar- og kerfisþróun

Þekking á Linux stýrikerfinu, GIT, REST og öðrum forritunarmálunum s.s. C/C++, Java, Bash er kostur

Þekking og reynsla af Agile Scrum vinnuferli er kostur

Gott vald á íslensku og ensku

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Davíð Steinar Guðjónsson (dsg@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson (borgar@vedur.is), í síma 522 6000.

 

Umsóknarfrestur er til og með 9. október nk.

 Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu starfatorgs www.starfatorg.is

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica