Laus störf
25032024

Sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga með áherslu á aflögun eldfjalla og tölulegar hermanir. Við leitum að umsækjanda með reynslu af tölulegum líkönum (e. Analytical & numerical models) sem byggð eru á jarðskorpumælingum til þess að fylgjast með aflögun eldfjalla og breytingum vegna eldsumbrota. Reynsla af umvörpunaraðferðum gagna (e. geodetic inversion) frá bæði staðsetningarmælingum með gervitunglum (GNSS-mælingum, eða GPS) og bylgjuvíxlmyndum frá ratsjárgervitunglum (e. InSAR) er skilyrði. Enn fremur er gert ráð fyrir að viðkomandi vinni að afurðaþróun úr slíkum gögnum til að efla náttúruváreftirlitið. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði innan deildar eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks. Í boði er spennandi, krefjandi og fjölbreytt framtíðarstarf í hátækniumhverfi þar sem viðfangsefnið er náttúruöfl landsins.

Veðurstofan er opinber stofnun sem er ábyrg fyrir að vakta náttúruvá á og við Ísland og vara við náttúruvá. Frá árinu 2011 hefur Veðurstofan gegnt hlutverki eftirlitsaðila með eldfjöllum (State Volcano Observatory). Á Veðurstofu Íslands vinnur fjöldi fólks að spennandi þróunar- og rannsóknarverkefnum er tengjast veðri og loftslagi, jöklum, vatni og hafi, jarðskorpuhreyfingum, eldgosum, dreifingu gas- og öskuskýja sem og ofanflóðum.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að reikna þrívíð líkön með beitingu umvörpunar (e. inversion) fyrir ólík inntaksgögn frá aflögunarmælingum (GNSS/GPS og InSAR) til þess að meta mismunandi þætti/orsakir aflögunar við eldfjöll og reikna eðli upptaka (e. source parameters)
  • Þátttaka í eldfjallavöktun á Íslandi
  • Þátttaka í viðbrögðum vegna umbrota í eldstöðvum og vinna að niðurstöðum sem gagnast viðbragðsaðilum
  • Þróun og miðlun afurða til eftirlits og rannsókna
  • Miðlun upplýsinga til ýmissa hagsmunaaðila, t.d. til almennings, Almannavarna, flugmálayfirvalda, orkuiðnaðarins, fjölmiðla
  • Þátttaka í ýmsum verkefnum, þar með talið hættumatsgerð og rannsóknum

Hæfniskröfur

  • Doktorspróf í jarðeðlisfræði, eða tengdum raungreinum

  • Farsæl reynsla og þekking í eldfjallafræði og aflögun eldfjalla
  • Farsæl reynsla af bæði analýtískum og númerískum líkönum (analytical and 3D finite element modeling) af aflögun eldfjalla
  • Góð færni í forritun
  • Góð þekking á Unix/Linux er nauðsynleg
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að unnið undir álagi þegar náttúruvá steðjar að.
  • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
  • Greiningarhæfni og færni til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, helst bæði á ensku og íslensku
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starf sérfræðings

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2024

Sækja um starf

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Jónsdóttir, kristinj@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000


Nýjar fréttir

Enn mælist landris við Svartsengi en vísbendingar eru um að hægt hafi á því

Uppfært 30. apríl kl. 14:55

Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og rennur hraun til suðurs frá gígnum líkt og undanfarið. Suðurhluti hraunbreiðunnar heldur áfram að þykkna þangað sem hraun rennur í lokuðum rásum. Á laugardaginn, 27. apríl, fór lítil hrauntunga yfir varnargarð austan Grindavíkur. Ekki hefur meira hraun farið yfir varnargarðinn síðan þá.

Enn mælist landris við Svartsengi en þó eru vísbendingar um að hægt hafi á því síðustu daga. Á sama tíma hefur gosórói sýnt smávægilega aukningu og smáskjálftavirkni aukist tímabundið á Sundhnúksgígaröðinni.

Lesa meira

Síðasti vetrardagur er í dag

Íslenski veturinn, frá fyrsta vetrardegi 28. október 2023 til og með 24. apríl 2024 var kaldur. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er, -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Íslenski veturinn hefur ekki verið eins kaldur síðan veturinn 1998-99. Að tiltölu var kaldara á norðanverðu landinu. En veður var almennt gott. Það var hægviðrasamt og illviðri tiltölulega fátíð. Veturinn var óvenjulega þurr og sólríkur suðvestanlands og er veturinn sá sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Lesa meira

Árið 2023 var ár andstæðna í Evrópu

Evrópa er ekki undanskilin þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. Hlýnun mælist hröðust í Evrópu, en hiti álfunnar hækkar tvöfalt á við hnattræna hlýnun. Árið 2023 mældist hiti í Evrópu 1,0 °C hærri en meðalhiti viðmiðunartímabilsins 1991-2020 og 2,6 °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Ársmeðalhiti var yfir meðallagi í nær allri álfunni árið 2023, ef frá eru talin Skandinavía, Ísland og suðausturhluti Grænlands.

Lesa meira

Mánuður liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023. Eldgosið nú hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2024

Mars var sólríkur, þurr og tiltölulega hlýr á suðvestanverðu landinu. Það var kaldara og úrkomusamara á norðanverðu landinu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi stóran hluta mánaðarins. Töluverð snjóþyngsli voru á norðan- og austanverðu landinu í lok mánaðar, auk hvassviðris sem ollu þónokkrum samgöngutruflunum. Nokkur fjöldi snjóflóða féll í þessum landshlutum.
Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica