Fréttir

aurskriða þakin snjó

Tíðarfar 2011 - 28.12.2011

Tíðarfar var lengst af hagstætt á árinu um meginhluta landsins. Síðari hluti vors og fyrri hluti sumars teljast þó óhagstæð um stóran hluta landsins en þeirrar erfiðu tíðar gætti lítið á Suðvesturlandi.

Lesa meira
hús og gangstétt

Ný móttaka Veðurstofu og aukin verkefni - 16.12.2011

16.12.2011. Ný móttaka Veðurstofu Íslands var opnuð formlega í dag að Bústaðavegi 7. Veðurstofan er nú til húsa í tveimur byggingum, Bústaðavegi 7 og 9. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók hina nýju aðstöðu formlega í notkun. Lengi hefur staðið til að leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2011 - 13.12.2011

Um 1.300 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í nóvember 2011. Stærsti jarðskjálftinn var 3,5 að stærð með upptök í sunnanverðri Kötluöskju þann 8. nóvember kl. 09:50. Hann fannst vel í Vík og nágrenni.

Lesa meira
Glitský 1. febrúar 2008

Glitský líkleg - 9.12.2011

9.12.2011. Líkur eru á því að glitský sjáist í kvöld og í fyrramálið.

Lesa meira
Áhrifakort

Jarðskjálfti austur af Akureyri - 2.12.2011

2.12.2011 Jarðskjálfti varð kl. 19:22 í Vaglafjalli u.þ.b. 14 kílómetrum austan Akureyrar. Hann var 3,2 stig að stærð.

Lesa meira
snæviþakin fjöll í fjarska

Tíðarfar í nóvember 2011 - 1.12.2011

Óvenju hlýtt var lengst af í nóvember og þótt síðustu dagarnir hafi verið kaldir er mánuðurinn samt í hópi hlýjustu nóvembermánaða frá upphafi mælinga. Hlýjast var að tiltölu austanlands en heldur svalara um landið norðvestanvert. Úrkoma var í meira lagi um land allt, mest þó að tiltölu suðaustanlands. Lengst af var snjólítið.

Lesa meira
síðdegi við sjó

Loftslag og lífríki - 29.11.2011

Málþing um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og lífríki verður haldið föstudaginn 2. desember 2011 kl. 13:00 á Grand Hótel. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, heldur erindi er nefnist Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Hvert stefnir?

Lesa meira
modis_220608_1405_250m_crop1

Vöktun freðhvolfsins - 22.11.2011

Hugtakið freðhvolf vísar í vatn á föstu formi, hvar sem það finnst á jörðunni, sem ís, snjór eða hafís. Veðurstofan tekur þátt í verkefnum er varða rannsóknir á heimskautssvæðunum og vöktun freðhvolfsins.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í október 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í október 2011 - 16.11.2011

Alls voru 2159 jarðskjálftar mældir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í október. Mesta virknin var undir Mýrdalsjökli en þar mældust rúmlega 500 jarðskjálftar, þar af tæplega 400 innan Kötluöskjunnar. Skjálftahrinur voru við Húsmúla á Hellisheiði og suðvestan við Hafnaberg á Reykjanesi.

Lesa meira
ský

Tíðarfar í október 2011 - 1.11.2011

Októbermánuður var fremur hlýr um mestallt land, hlýjastur að tiltölu austanlands en svalastur á Vestfjörðum. Úrkomusamt var í flestum landshlutum og óvenjumikil úrkoma var á fáeinum veðurstöðvum.

Lesa meira
Ísstífla við Selfoss

Doktorsvörn um flóð á vatnasvæði Ölfusár - 26.10.2011

Emmanuel Pagneux, starfsmaður Veðurstofu Íslands,  ver hinn 28. október næstkomandi doktorsritgerð sína Floods in the Ölfusá basin, Iceland: A geographic contribution to the assessment of flood hazard and management of flood risk við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Athöfnin fer fram í stofu 132 í Öskju og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í september 2011

Jarðskjálftayfirlit í september 2011 - 18.10.2011

Hátt í 3.000 jarðskjálftar mældust í september. Rúmlega helmingur átti upptök á Hellisheiði, en þar hefur fjöldi smáskjálfta orðið vegna niðurdælingar á vatni við Hellisheiðarvirkjun. Mikil virkni var einnig í Mýrdalsjökli en um 500 skjálftar mældust þar.

Lesa meira
ský

Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 - 17.10.2011

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið þriðjudaginn 18. október 2011 kl. 13-16 í Orkugarði, Grensásvegi 9.  Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni fjalla erindin einkum um veður og orku.

Lesa meira
snjóflóð úr hlíð, dökkur hafflötur

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar - 13.10.2011

13.10.2011. Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni í Reykjavík stendur yfir. Við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar á fundi þar sem rætt er um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum.

Lesa meira
Boggi við Vatnsnes

Fundur um samspil íss og andrúmslofts á norðurslóðum - 10.10.2011

Fundur var haldinn í CRAICC verkefninu að Hótel Rangá í október 2011. Verkefnið lýtur að samspili íss og andrúmslofts á norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.

Lesa meira
Advances

Bók um jarðskjálftaspár - 6.10.2011

Advances in Earthquake Prediction: Research and Risk Mitigation er heiti á nýútkominni bók eftir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing. Forlögin Springer og Praxis gáfu bókina út. Hún er 245 síður og með fjölda skýringarmynda.

Lesa meira
kort

Skjálftahrinan í Mýrdalsjökli - 5.10.2011

5.10.2011. Upp úr kl 2:50 síðastliðna nótt hófst snörp skjálftahrina í Mýrdalsjökli. Rúmri klukkustund síðar varð önnur heldur minni og þriðja hrinan, enn minni, fylgdi fljótlega í kjölfarið. Eftir það hafa stakir skjálftar mælst en tíðni þeirra hefur minnkað verulega.

Lesa meira
Við Markarfljót

Tíðarfar í september 2011 - 3.10.2011

Mánuðurinn var hlýr hér á landi. Hiti var vel yfir meðallagi í öllum landshlutum. Hlýjast að tiltölu varð suðvestanlands. Hitavik voru minnst á Vestfjörðum. Mjög úrkomusamt var suðaustanlands en annars var frekar þurrt langt fram eftir mánuðinum. Mikið rigndi á Suður- og Vesturlandi síðustu viku mánaðarins.

Lesa meira
Jarðskjálftasprunga frá 1912 við Selsund á Rangárvöllum.

Ráðstefna norrænna jarðskjálftafræðinga - 30.9.2011

Ráðstefna norrænna jarðskjálftafræðinga verður haldin í Reykjavík dagana 5. – 7. október næstkomandi. Ráðstefnan er haldin til skiptis á Norðurlöndum og er því hér á fimm ára fresti.

Lesa meira
Vísindavaka

Vel sótt Vísindavaka - 26.9.2011

Vísindavaka RANNÍS fór fram föstudaginn 23. september  í samstarfi við Háskóla Íslands í tilefni 100 ára afmælis hans. Veðurstofan tók þátt í vökunni undir yfirskriftinni Veðurstofa Íslands - vöktunarmiðstöð eldfjalla. Vel tókst til og þakkar Veðurstofan öllum þeim sem sýndu verkefnum stofnunarinnar áhuga.

Lesa meira
tvmap_bare_is_23092011

Jarðskjálftar vegna niðurdælingar vatns - 23.9.2011

23.09.2011 Fjöldi skjálfta hefur mælst við Hellisheiðarvirkjun. Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð kl. 15:22. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar. Samkvæmt Orkuveitu Reykjavíkur hefur vatni verið dælt niður í nýja borholu á svæðinu.

Lesa meira
visindavaka-logo

Vísindavaka - 19.9.2011

Veðurstofan tekur þátt í Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 23. september kl. 17-22 en hún er haldin að þessu sinni í samstarfi við Háskóla Íslands í tilefni 100 ára afmælis hans. Vísindakaffi eru að auki haldin á Súfistanum öll kvöld vikunnar og síðastliðinn þriðjudag reifaði Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofunni, spurninguna: "Kuldinn síðasta sumar afsannar hlýnun jarðar! ...er það ekki?"

Lesa meira
þyrla lætur búnað síga í bandi

GPS- og skjálftamælar á Mýrdalsjökli - 16.9.2011

Miðvikudaginn 14. september fóru starfsmenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans á Mýrdalsjökul til að yfirfara tækjabúnað fyrir veturinn.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í ágúst 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í ágúst 2011 - 15.9.2011

Rúmlega 1400 jarðskjálftar mældust í mánuðinum. Mesta virknin var undir Mýrdalsjökli en þar mældust yfir 400 skjálftar. Á þriðja hundrað skjálftar mældust einnig við Kleifarvatn.

Lesa meira
fok

Fok á sunnanverðu landinu - 13.9.2011

Talsvert jarðvegs- og öskufok getur verið á sunnanverðu landinu í norðanátt. Ýmis mælitæki sýna þetta.

Lesa meira
Jarlhettur

Dagur íslenskrar náttúru á Veðurstofunni - 8.9.2011

Á degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september, býður Veðurstofan gestum að líta inn í vaktherbergið og hlýða á erindi um vatnsbúskap á Íslandi.

Lesa meira
vhm

Hlaupórói í Mýrdalsjökli - 6.9.2011

06.09.2011 Tíðnigreining óróa í Mýrdalsjökli bendir til hlaupóróa. Leiðni er há og rennsli mikið í Múlakvísl. Um lítið hlaup virðist vera að ræða.

Lesa meira
aðalbláber

Tíðarfar í ágúst 2011 - 1.9.2011

Tíðarfar telst hagstætt um mestallt land. Hiti var yfir meðallagi um landið sunnan- og vestanvert, í meðallagi norðanlands en á Austurlandi var ívið kaldara heldur en í meðallagi. Vestanlands var þurrt lengst af og úrkoma var undir meðallagi um stóran hluta landsins. Úrkomusamt var allra austast á landinu.

Lesa meira
gosmökkur yfir jökli sem er dökkur af ösku

Hættumat fyrir eldgos - 31.8.2011

Unnið verður hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði.

Lesa meira
Við Sólheimajökul

Heimsókn starfsmanna norsku vatns- og orkumálastofnunarinnar - 30.8.2011

Dagana 23.-25. ágúst heimsóttu starfsmenn vatnamælingadeildar norsku vatns- og orkumálastofnunarinnar, Norges vassdrags- og energidirektorat, Veðurstofu Íslands. Fulltrúar beggja stofnana kynntu starfsemina í húsakynnum Veðurstofunnar við Bústaðaveg og skoðuðu búnað og tæki.

Lesa meira
flóðfarvegur

Vinnustofa um hættur vegna jökulhlaupa - 18.8.2011

Við gosið í Eyjafjallajökli í apríl 2010 fengu vísindamenn í fyrsta sinn tækifæri til að rannsaka jökulhlaup frá jökulhulinni eldkeilu á Íslandi. Fimmtudaginn 25. ágúst 2011 voru flóðin sem urðu í kjölfar gossins rædd á gagnvirkri vinnustofu, sem haldin var á Veðurstofu Íslands. Vegna fjölda erlendra fyrirlesara var vinnustofan haldin á ensku.

Lesa meira
línurit

Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm - 17.8.2011

17.8.2011. Árið 1992 var hámarksstyrkur koltvísýrings í andrúmslofti á Íslandi skv. mælingum á Stórhöfða rúmlega 362 ppm en styrkurinn fór yfir 400 ppm nú í vor. Líklegt er að styrkurinn hafi ekki verið svona hár í hundruð þúsunda ára.

Lesa meira
Kort

Jarðskjálftar á Íslandi í júlí 2011 - 12.8.2011

Um 1350 jarðskjálftar mældust með SIL-kerfi Veðurstofunnar í júlí. Hlaup kom úr sigkötlum bæði í Mýrdalsjökli og Vatnajökli.

Lesa meira
Kort

Jarðskjálftar á Íslandi í júlí 2011 - 12.8.2011

Um 1350 jarðskjálftar mældust með SIL-kerfi Veðurstofunnar í júlí. Hlaup kom úr sigkötlum bæði í Mýrdalsjökli og Vatnajökli.

Lesa meira
silfurský

Glæsileg silfurský - 9.8.2011

Sérlega glæsileg silfurský sáust á Vesturlandi aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst 2011. Þau náðu upp í hvirfilpunkt himins. Einnig sáust silfurský næstu tvær nætur.

Lesa meira
Vestari Skaftárketill í Vatnajökli

Litlar líkur á hlaupi úr eystri Skaftárkatli - 5.8.2011

5.8.2011 Verulega hefur dregið úr líkum á hlaupi úr eystri Skaftárkatli. Mæligildi aurs og leiðni eru ennþá há en rennsli árinnar hefur ekki aukist.

Lesa meira
kort - fallvötn milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls

Hlaup úr eystri Skaftárkatli ekki komið fram - 4.8.2011

4.8.2011. Hlaup úr eystri Skaftárkatli hefur enn ekki komið fram í auknu rennsli í Skaftá. Hlaup úr vestari Skaftárkatli hefur ekki gengið alveg niður.

Lesa meira
Skaftárdalur

Hlaup að hefjast úr eystri Skaftárkatli - 3.8.2011

3.8.2011 Fyrstu merki þess að hlaup geti hafist úr eystri Skaftárkatli hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar. Órói hefur mælst á mælum í kringum vestanverðan Vatnajökul frá því eftir miðnætti í nótt og grugg hefur aukist mikið á mæli í Skaftá við Sveinstind.

Lesa meira
þokuský

Tíðarfar í júlí 2011 - 2.8.2011

Fremur hlýtt var í júlí 2011 og hiti yfir meðallagi um nær allt land. Kaldast að tiltölu var við Austfirði og austast á Suðausturlandi en hlýjast að tiltölu á Vestfjörðum. Þurrt var um landið norðanvert.

Lesa meira
Eystri Skaftárketill í Vatnajökli

Hlaupið í Skaftá - 29.7.2011

Rennsli í Skaftá hefur aukist á ný. Leiðni hækkar áfram en aur og grugg hefur vaxið á ný. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli.

Lesa meira
skaftá

Hlaup í Skaftá - 28.7.2011

Vaxandi leiðni og „grugg“ á ljósgleypnimæli Veðurstofunnar við Sveinstind (V299) bendir til þess að hlaup muni hefjast innan skamms í Skaftá.

Lesa meira
forstjóri og vinningshafar

Verðlaun Esri fyrir notkun landfræðilegra upplýsingakerfa - 21.7.2011

Veðurstofa Íslands hlaut verðlaun ESRI, sem er leiðandi fyrirtæki í þróun landfræðilegra upplýsingakerfa, fyrir framúrskarandi árangur í notkun slíks hugbúnaðar (GIS).

Lesa meira
Íslandskort - punktar

Jarðskjálftar á Íslandi í júní 2011 - 21.7.2011

Um 1050 jarðskjálftar mældust með SIL-kerfi Veðurstofunnar í júní. Helstu atburðir í mánuðinum voru aukin skjálftavirkni undir Geitlandsjökli og í Kötluöskju.

Lesa meira
sigketill í vatnajökli

Sigketill við Lokahrygg - 14.7.2011

Sigketill hefur myndast í Vatnajökli rétt austur af Hamrinum, um það bil 2 km að lengd. Þetta sást þegar flogið var yfir Lokahrygg til að leita upptaka hlaupsins sem kom í Köldukvísl í gærmorgun.

Lesa meira
grimsfjall

Órói við Lokahrygg í Vatnajökli - 13.7.2011

Um klukkan 7 í gærmorgun mældist órói á jarðskjálftamælum á svæðinu við norðvestanverðan Vatnajökul. Veðurstofan hefur fylgst með óróanum frá því í gær í samvinnu við Almannavarnir og aðrar vísindastofnanir.

Lesa meira
ReRa_ketill

Hlaup úr sigkötlum í Mýrdalsjökli - 9.7.2011

Hlaupið sem kom úr sigkötlum í Mýrdalsjökli síðastliðna nótt, og hreif með sér brúna yfir Múlakvísl, kom úr þremur þekktum sigkötlum en einn nýr myndaðist. Í flóðavöktunarkerfi Mýrdalsjökuls hafa verið reknir mælar til vöktunar og eftirlits með Múlakvísl.

Lesa meira
speglun á lygnri vík

Tíðarfar í júní 2011 - 1.7.2011

Kalt var víðast hvar á landinu í júní og tíð erfið um landið norðanvert. Sérlega kalt var norðaustanlands og inn til landsins á Austurlandi og þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna ámóta kaldan júnímánuð á þeim slóðum. Hiti var hins vegar í kringum meðallag eða rétt ofan við það á litlu svæði á Suðvesturlandi.

Lesa meira
ísjakar á árbakka

Tison verðlaunin - 27.6.2011

Starfsmaður Veðurstofu Íslands, Emmanuel P. Pagneux, hefur hlotið hin virtu Tison verðlaun en þau veitir IAHS, Alþjóðasambandið um vatnavísindi, fyrir rannsóknir í vatnafræði.

Lesa meira
vedurspa_leikur

Veðurspáleikur vikuna 27. júní til 1. júlí - 23.6.2011

Veðurleikurinn er einfaldur og snýst um að gera sem réttastar veðurspár. Frá mánudegi til föstudags gera þátttakendur spá fyrir tvo staði, tvo daga fram í tímann. Spárnar eru síðan bornar saman við veðurathuganir og stig gefin eftir því hversu réttar þær reynast vera. Sá vinnur sem fær flest stig samanlagt fyrir leikdagana fimm.

Lesa meira
fáni dreginn að húni

Þing Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa - 19.6.2011

Dagana 16 - 17. júní var 75. þing ECMWF haldið. Þar var Ísland formlega boðið velkomið sem fyrsta nýja aðildarþjóðin síðan miðstöðin var stofnuð.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í maí 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í maí 2011 - 15.6.2011

Rúmlega 1000 jarðskjálftar mældust með SIL-kerfi Veðurstofunnar í maí. Helsti atburður mánaðarins var eldgosið í Grímsvötnum, sem stóð frá 21. til 28. maí.

Lesa meira
Mosfellsbær

Tillaga að ofanflóðahættumati - 8.6.2011

Veðurstofan hefur kynnt tillögu að ofanflóðahættumati fyrir Mosfellsbæ á vegum hættumatsnefndar Mosfellsbæjar. Frestur til að koma athugasemdum á framfæri er til 8. júlí 2011.

Lesa meira
fyrir stafni úfið haf

Sumarþing Veðurfræðifélagsins 2011 - 3.6.2011

Sumarþing Veðurfræðifélagsins var haldið 6. júní 2011 í Orkugarði að Grensásvegi 9. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni fjallaði fyrri hluti erindanna um greiningar á veðurfari og aðferð til reikninga á staðbundnu veðri. Seinni hluti erindanna sneri að eldgosunum í Grímsvötnum 2011 og Eyjafjallajökli.

Lesa meira
snæviþaktar heiðar - gönguskíðamaður

Tíðarfar í maí 2011 - 1.6.2011

Tíðarfar í maí skipti mjög í tvö horn. Dagana 2. til 10. var hiti langt yfir meðallagi og vel yfir því fram til 19. Þá kólnaði verulega, sérlega kalt var þá í nokkra daga og svöl tíð hélst til mánaðamóta. Norðanáhlaup gerði dagana 23. og 24. og snjóaði þá víða norðanlands og sums staðar á Austurlandi snjóaði mikið og varð ófærð þar á fjallvegum og truflanir á umferð í byggð.

Lesa meira
Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands

Um mælingar, upplýsingagjöf og ákvarðanatöku við eldgos - 27.5.2011

Veðurstofan gerir nákvæmar mælingar og veitir örar upplýsingar um gosmakkarhæð o.fl. en það eru megin inntaksgögn í reiknilíkani sem London VAAC notar til að gera dreifingarspá. Ákvarðanir um veitingu flugheimilda eru hins vegar teknar af viðeigandi yfirvaldi hvers ríkis. Hér útskýrir náttúruvárstjóri Veðurstofu þetta ferli.

Lesa meira
gosmökkur

Gígurinn í Grímsvötnum - 25.5.2011

Gosóróinn er nú verulega minni en hann var í gær. Tveir vísindamenn Veðurstofunnar flugu yfir gosstöðvarnar í gærkveldi.

Lesa meira
háir snjóruðningar sitt hvoru megin vegar

Snjór og samgöngur á norðurslóðum - 24.5.2011

Verið að leita að lógói (myndmerki) fyrir samnorrænt verkefni og hefur verið ákveðið að efna til samkeppni þar sem Vestfirðingar eru sérstaklega hvattir til að senda inn tillögur. Skila skal í síðasta lagi 6. júní.

Lesa meira
graf

Að mæla ösku - 23.5.2011

Veðurstofan notar bæði LiDAR til að sjá öskulög og veðursjár til að fylgjast með gosmekkinum.

Lesa meira
gosmökkur

Mökkur og eldingar - 22.5.2011

Gosmökkurinn hefur verið í 10 - 11 km hæð í dag. Miklar eldingar voru í mekkinum í gærkvöldi og nótt.

Lesa meira
Gosmökkur yfir Grímsvötnum

Flogið yfir gosstöðvarnar - 22.5.2011

Í kvöld, laugardagskvöldið 21. maí 2011, flugu vísindamenn að gosstöðvunum í Grímsvötnum.

Lesa meira
gosoroi_grimsvotn

Gos er hafið í Grímsvötnum - 21.5.2011

Gos hófst í Grímsvötnum undir kvöld. Gosmökkurinn sést allt frá Egilsstöðum til Selfoss.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í apríl 2011.

Jarðskjálftar á Íslandi í apríl 2011 - 20.5.2011

Alls mældust 615 jarðskjálftar á og við landið í mánuðinum og er það nokkuð minni virkni en í síðasta mánuði. Stærsti skjálftinn varð norður af Tjörnesi, 3,3 stig

Lesa meira
kort - hæðalínur, litabreytingar

Mælingar á íslenskum jöklum með leysimælingum - 17.5.2011

Nú hefur um helmingur af flatarmáli íslenskra jökla verið kortlagður með leysimælingu. Verkefnið er áfangi í kortlagningu allra helstu jökla landsins, sem áformað er að ljúki á næstu þremur árum.

Lesa meira
viti í þoku - mastur sjálfvirkrar stöðvar

Vefsíðan Safetravel - 16.5.2011

Vefsíðan Safetravel er vettvangur þar sem margir aðilar leggja saman krafta sína í því skyni að efla örugga ferðamennsku. Þar eru upplýsingar um margs konar útivist, íslenska náttúru og veður. Jafnframt eru tenglar inn á landakort, færð á vegum, veðurhorfur, afþreyingu og fleira.

Lesa meira
sól - og hjásól í skýjum

Ársfundur Veðurstofu Íslands 2011 - 4.5.2011

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn fimmtudaginn 5. maí á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst kl. 13:30. Fundurinn fer fram í Hvammi og er öllum opinn. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar. Lesa meira
Frá Borgarnesi

Tíðarfar í apríl 2011 - 2.5.2011

Mánuðurinn var mjög hlýr einkum þó um landið austanvert þar sem hann var í hópi hlýjustu aprílmánaða allra tíma. Illviðrasamt var í mánuðinum og mjög mikil úrkoma féll um landið sunnan- og vestanvert. Lesa meira
jökull, strókur, lónið horfið

Ár liðið frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli - 14.4.2011

Gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 hlaut mikla umfjöllun meðan á því stóð og úrvinnsla gagna stendur enn yfir. Mikils var aflað af rannsóknarefni, bæði varðandi jarðhræringar, flóð og öskudreifingu. Fjallað var um Eyjafjallajökulsgosið í Háskóla Íslands en þetta er einn af mörgum viðburðum í tilefni aldarafmælis Háskólans. Lesa meira
óson

Ósonlagið jafnar sig - 12.4.2011

Óvenjumikil ósonþynning átti sér stað í heiðhvolfinu yfir norðurheimskautinu veturinn 2010-2011. Þynningin virtist tengjast gróðurhúsaáhrifunum og breytingum á veðurfari. Innan svæðisins þar sem ósonið hafði þynnst hvað mest, var ósonlagið þó ekki þynnra en gengur og gerist víðast hvar um miðbik jarðar.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í  mars 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í mars 2011 - 11.4.2011

Alls mældust 1090 jarðskjálftar í marsmánuði. Stærstu skjálftarnir urðu norður á Kolbeinseyjarhrygg, sá stærsti náði stærð Ml 4. Stærsti skjálftinn á landinu mældist af stærð 3,5 við Kleifarvatn. Lesa meira
Forsíða Vedráttu-taflna

Vedráttu-töflur Sveins Pálssonar - 6.4.2011

Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands árið 2010 gaf stofnunin út Vedráttu-töflur Sveins Pálssonar (1762-1840), með töflum og veðurlýsingum frá árinu 1792, í 300 tölusettum eintökum. Handritið var myndað og gefið út með prentaðri uppskrift til þess að auðvelda lesturinn.

Lesa meira
Frá Ísafirði

Tíðarfar í mars 2011 - 1.4.2011

Tíðarfar var nokkuð umhleypingasamt og þótti jafnvel óhagstætt um vestanvert landið. Hiti í mánuðinum var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Hiti var lítillega undir meðallagi á Vestfjörðum en ofan við það um landið norðan- og austanvert. Úrkoma var yfir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í  febrúar 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í febrúar 2011 - 29.3.2011

Hátt í 2000 skjálftar voru staðsettir undir og við landið í febrúar. Mest var virknin við Krýsuvík en þar var skjálftaruna í lok mánaðarins og mældust nokkrir skjálftar sem voru um og yfir fjögur stig. Lesa meira
ský við sólsetur að vetri

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2011 - 23.3.2011

Það er nú almennt viðurkennt að starf Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sé ein undirstaða velferðar og öryggis á heimsvísu. Ný markmið um veðurfarsþjónustu munu vonandi stuðla að því að árið 2019 hafi tekist að helminga ársmeðalfjölda dauðsfalla af völdum veðurhamfara, flóða og þurrka auk þess að styðja við sjálfbæra þróun. Veðurstofa Íslands hefur frá stofnun tekið virkan þátt í alþjóðastarfinu enda hefur það reynst ómetanlegt fyrir starfsemi hennar og þar með fyrir íslenskt samfélag.

Lesa meira
strengur út í straumvatnið - haldið í báða enda

Dagur vatnsins 2011 - 21.3.2011

Dag vatnsins, 22. mars, má rekja til umhverfisráðstefnunnar í Rio de Janeiro árið 1992 og er hann á þessu ári helgaður vatni í borgum. Eins og alkunnugt er var starfsemi Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga sameinuð í nýrri stofnun í ársbyrjun 2009, sem sinnir nú margvíslegum umhverfisrannsóknum og vöktun hvað varðar vatn. Veðurstofa Íslands, ásamt Umhverfisstofnun og öðrum fagstofnunum, undirbýr fyrirhugaða innleiðingu Vatnatilskipunar Evrópusambandsins.

Lesa meira
afhending

Verkefni á sviði vindorkureikninga hlaut viðurkenningu - 18.3.2011

Verkefnið Vindhraðamælingar og sambreytni vinds á Íslandi var stutt af Veðurstofu Íslands og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnið var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og fékk sérstaka viðurkenningu á Bessastöðum þann 2. mars síðastliðinn.

Lesa meira
undirritun

Undirritun aðildar Íslands að ECMWF - 9.3.2011

Ísland varð fullgildur aðili að ECMWF, Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, eftir að hafa verið aukaaðili frá því seint á 8. áratug síðustu aldar, þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Dominique Marbouty, forstjóri ECMWF, undirrituðu formlegan samning þess efnis í Þjóðmenningarhúsinu.

Lesa meira
aðalstöðvar ECMWF

Ísland fullgildur aðili að Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF - 7.3.2011

Opin kynning verður í Þjóðmenningarhúsinu á starfsemi Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, ECMWF, miðvikudaginn 9. mars frá klukkan 09:30 til 12:00. Tilefnið er að Ísland verður nú fullgildur aðili að miðstöðinni. Lesa meira
skýjafar

Tíðarfar í febrúar 2011 - 1.3.2011

Febrúar var hlýr og umhleypingasamur. Úrkoma var mikil um landið sunnan- og vestanvert og loftþrýstingur var óvenju lágur. Minniháttar tjón varð í illviðrum. Lesa meira
skýjafar

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2011 - 21.2.2011

Þorraþing Veðurfræðifélagsins var haldið í Orkugarði, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. febrúar. Þingið var opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í janúar 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í janúar 2011 - 15.2.2011

Í janúarmánuði mældust um 1040 skjálftar undir landinu og hafsvæðinu í kringum Ísland. Stærsti skjálftinn varð úti á Reykjaneshrygg 10. janúar, Ml 3,4. Þrír skjálftar undir Vatnajökli voru um og yfir þrír að stærð, við Kistufell, Ml 3,2, norðan við Grímsfjall, Ml 3,3, og á Lokahrygg Ml 3,0. Lesa meira
skýli í krapahrönn

Um notkun textaspáa og staðaspáa - 11.2.2011

Veðurspár eru skrifaðar oft á sólarhring og iðulega gefnar út viðvaranir um vá vegna veðurs. Tölvureiknuðu spánum ber ekki alltaf saman um veigamikil atriði eins og brautir lægða og dýpt þeirra. Sjálfvirkar veðurspár, bæði staðaspár og veðurþáttaspár, eru byggðar á einni tölvureiknaðri spá. Textaspá tekur tillit til fleiri þátta, auk þess að ná yfir stærra svæði. Lesa meira
sólsetur

Tíðarfar í janúar 2011 - 1.2.2011

Hlýtt var í janúar. Mánuðurinn var þó ekki alveg jafnhlýr og í fyrra. Meðalhiti var á bilinu 1,1 til 2,5 stigum ofan meðallags. Fremur þurrt var um sunnan- og suðaustanvert landið en annars var úrkoma í ríflegu meðallagi. Meðalvindhraði var meiri en í janúar undanfarin ár og urðu nokkrar fokskemmdir í norðanveðri snemma í mánuðinum. Talsvert var um samgöngutruflanir um landið norðan- og austanvert framan af mánuðinum. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í desember 2010

Jarðskjálftar á Íslandi í desember 2010 - 19.1.2011

Í desembermánuði mældust 1778 skjálftar undir landinu og hafsvæðinu í kringum Ísland. Stærsti skjálftinn varð norðan við Grímsey af stærð Ml 3,4. Mikið frost var í mánuðinum og eitthvað af smáskjálftunum sem staðsettir hafa verið gætu verið frostbrestir. Lesa meira
línurit

Aska jók jökulbráð - 7.1.2011

Þar sem aska frá Eyjafjallajökulsgosinu lá í hæfilegri þykkt á jöklum landsins varð mikil jökulbráð, t.d. á Jökulsá á Fjöllum, en þykkari aska einangraði vatnasviðið á norðvestanverðum Mýrdalsjökli og því varð ekki aukning í rennsli Markarfljóts á jökulbráðnunartímanum. Lesa meira
vindkælitafla

Hætta á vindkælingu - 6.1.2011

Spáð er hvassviðri, norðaustan og síðan norðan 15-23 með éljagangi en norðan 18-28 seint í kvöld og frost 3 til 15 stig. Þegar saman fer saman hvassviðri og frost getur vindkæling orðið veruleg, jafnvel mikil nú í kvöld. Lesa meira
glitský

Tíðarfar í desember 2010 - 4.1.2011

Tíðarfar í mánuðinum var um margt markvert. Hann var fremur hagstæður, einkum um sunnan- og vestanvert landið, og var með eindæmum sólríkt í Reykjavík. Snörp kuldaköst gerði í byrjun mánaðarins og aftur upp úr honum miðjum og stóðu í rúma viku.

Lesa meira
Veðurspáleikur

Veðurspáleikur Veðurstofunnar - 4.1.2011

Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofunnar 2010 var hannaður veðurspáleikur fyrir vef stofnunarinnar og felst leikurinn í því að spá veðrinu tvo daga fram í tímann fimm daga vikunnar. Keppt var í afmælisvikunni 13.-17. desember síðastliðinn. Lesa meira
Kort

Jarðskjálftar á Íslandi í júlí 2011 - 12.8.2011

Um 1350 jarðskjálftar mældust með SIL-kerfi Veðurstofunnar í júlí. Hlaup kom úr sigkötlum bæði í Mýrdalsjökli og Vatnajökli.

Lesa meira
Veðurspáleikur

Veðurspáleikur Veðurstofunnar - 4.1.2011

Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofunnar 2010 var hannaður veðurspáleikur fyrir vef stofnunarinnar og felst leikurinn í því að spá veðrinu tvo daga fram í tímann fimm daga vikunnar. Keppt var í afmælisvikunni 13.-17. desember síðastliðinn. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica