Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðvestan 8-13 við A-ströndina fram eftir degi, annars hægari vindur. Víða rigning á sunnanverðu landinu, en úrkomulítið N-til. Hiti 5 til 14 stig, mildast á SA-landi.
Norðvestan gola eða kaldi á morgun og víða léttskýjað. Heldur hlýnandi.
Spá gerð: 19.06.2018 09:51. Gildir til: 21.06.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Gengur í sunnan 8-15 með rigningu V-til á landinu. Hægari og léttskýjað um landið A-vert, en þykknar upp síðdegis. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, annars skýjað og súld eða rigning í fyrstu. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðlæg átt og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 um landið NA-vert.

Á sunnudag:
Suðvestanátt og súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Víða rigning um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu, einkum S- og V-lands.
Spá gerð: 19.06.2018 08:18. Gildir til: 26.06.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Fremur þungbúinn og svalur dagur í dag og víða einhver væta, en fer heldur að birta til um landið norðvestanvert og suðaustanvert þegar líður á daginn, en síðan í öðrum landshlutum í nótt. Á morgun brosir sólin við landsmönnum og má búast við fremur hægum norðvestlægum áttum, bláum himni og hlýnandi veðri. Mikilvægt er fyrir þá sem eru á vestari helmingi landsins að njóta morgundagsins vel því strax á fimmtudag snýst í fremur stífa sunnanátt með rigningu vestantil á landinu, en áfram verður fínasta veður fyrir austan.
Spá gerð: 19.06.2018 06:38. Gildir til: 20.06.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica