Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Þokuloft S-til og hiti 2 til 6 stig. Skýjað og úrkomulítið fyrir norðan og hiti nálægt frostmarki.
Vestan 8-15 á morgun og skúrir eða él um allt land, hiti um eða rétt yfir frostmarki, en hægari og úrkomuminna annað kvöld.
Spá gerð: 19.02.2017 15:30. Gildir til: 21.02.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðaustan ogt síðar norðan 8-18, hvassast við SA-ströndina. Slydda eða snjókoma sunnan- og austanlands, en þurrt að kalla norðvestantil á landinu. Frost 0 til 5 stig, en hiti að 4 stigum SA-til.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og él eða dálítil snjókoma í flestum landshlutum. Frost 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins NA-til.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt með lítilsháttar snjókomu sunnan- og vestanlands, en talsverðri slyddu eða rigningu um kvöldið. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Ákveðin suðaustanátt og rigning eða slydda, en bjartviðri á Norðurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Suðlægari seinnipartinn, él S- og V-til og kólnar.
Spá gerð: 19.02.2017 09:20. Gildir til: 26.02.2017 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er útlit fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt. Rigning eða súld á sunnanverðu landinu og hiti 3 til 7 stig. Slydda eða snjókoma norðantil og hiti nálægt frostmarki. Úrkomuminna á landinu síðdegis, en þungbúið áfram og líkur á þokulofti.
Á morgun bætir í vindinn og búist er við vestan 8-15 m/s. Það verða skúrir eða él um allt land, einhverjar glufur ættu að verða á skýjahulunni milli hryðjanna. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Spá gerð: 19.02.2017 06:39. Gildir til: 20.02.2017 00:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica