Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10, skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Úrkomuminna í nótt, en norðlæg og síðar breytileg átt 3-10 með rigningu í fyrramálið fyrir norðan. Norðaustan 10-18 á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Talsverð rigning á Ströndum. Víða skúrir sunnantil. Hægari vindur annað kvöld og dálítil væta. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til í dag, en S-lands á morgun.
Spá gerð: 27.06.2016 15:43. Gildir til: 29.06.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austlæg átt, 3-10 og rigning SA-lands, en víða síðdegisskúrir annars staðar. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 3-10. Skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, svalast A-lands.

Á föstudag:
Norðan 5-13. Rigning norðaustan- og austanlands og hiti 5 til 10 gráður en annars bjartviðri og allt að 18 stiga hiti sunnanlands.

Á laugardag:
Norðan 5-10 og rigning með köflum norðantil en sums staðar skúrir sunnanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg átt, skýjað en úrkomulítið norðanlands en síðdegisskúrir sunnanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Spá gerð: 27.06.2016 09:41. Gildir til: 04.07.2016 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Austlæg átt og skúrir í flestum landshlutum í dag og þokkalega milt. Á morgun kemur svalari norðanátt inn yfir norðanvert landið með rigningu, en annars skúrir. Kólnar í veðri, einkum fyrir norðan.
Spá gerð: 27.06.2016 06:37. Gildir til: 28.06.2016 00:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica