Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan 5-10 og dálítil rigning í kvöld, en yfirleitt þurrt NV- og V-lands.
Suðaustan 8-13 m/s á morgun, en víða 13-18 á SV- og V-landi fram yfir hádegi. Þurrt NA-til fram á kvöld, annars rigning. Styttir upp vestast á landinu síðdegis, hins vegar talsverð rigning S-lands. Hiti 3 til 9 stig.
Spá gerð: 10.12.2016 18:30. Gildir til: 12.12.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Gengur í vestan 18-23 m/s, fyrst SA-lands, en mun hægari vindur V-til á landinu. Rigning eða slydda. Suðvestan 10-15 og él seinni partinn, en léttskýjað á A-landi. Hiti 1 til 7 stig, en svalara um kvöldið.

Á þriðjudag:
Suðaustan 13-20 og súld eða rigning, en hægari og þurrt NA-til. Vægt frost á NA- og A-landi í fyrstu, annars 1 til 8 stiga hiti.

Á miðvikudag:
Sunnan 8-13 m/s. Skúrir og síðar él, en léttir til á N- og A-landi. Kólnandi, frost víða 0 til 5 stig um kvöldið.

Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt með snjókomu, fyrst S-lands og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið á N-landi og Vestfjörðum. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig síðdegis en vægt frost N-lands.

Á föstudag:
Breytileg átt og víða rigning eða slydda.
Spá gerð: 10.12.2016 09:41. Gildir til: 17.12.2016 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 10.12.2016 15:33. Gildir til: 11.12.2016 00:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica