• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá frekar til austurs yfir Hérað og Austfirði Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Faxaflóa

Faxaflói

Breytileg átt 3-8 m/s og rigning eða súld, en vestan 5-13 í kvöld og úrkomulítið. Fremur hæg breytileg átt á morgun, skýjað og þurrt að mestu, en vaxandi suðaustan átt annað kvöld. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 19.09.2014 10:54. Gildir til: 21.09.2014 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 5-10 og rigning með köflum. Heldur hægari í nótt og úrkomulítið. Suðaustan 5-10 annað kvöld og skýjað með köflum. Hiti 7 til 12 stig.
Spá gerð: 19.09.2014 15:43. Gildir til: 20.09.2014 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Gengur í stífa suðaustan átt með rigningu, en hægari og úrkomulítið NA-til. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag:
Snýst í suðvestan 5-13 m/s með rigningu og síðar skúrum, en styttir að mestu upp austanlands um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart að mestu fyrir austan. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir austlæga átt með rigningu, einkum sunnantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 19.09.2014 08:29. Gildir til: 26.09.2014 12:00.Aðrir tengdir vefir