• Viðvörun

    Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) víða um land í dag. Gildir til 02.12.2015 00:00 Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Faxaflóa

Faxaflói

Vaxandi austanátt í nótt, 18-25 m/s og fer að snjóa í fyrramálið, hvassast við ströndina. Talsverð snjókoma upp úr hádegi. Snýst í mun hægari vestanátt síðdegis, úrkomulítið annað kvöld. Hiti um eða undir frostmarki á morgun.
Spá gerð: 30.11.2015 21:37. Gildir til: 02.12.2015 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi austanátt, 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi í dag, talsverð snjókoma eftir hádegi. Snýst í mun hægari suðvestanátt síðdegis, dálítil él í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 01.12.2015 04:36. Gildir til: 02.12.2015 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Allhvöss vestanátt og snjókoma NA-til á landinu, en fer að lægja og styttir upp síðdegis. Mun hægari suðvestanátt og dálítil él í öðrum landshlutum. Frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og él, en þurrt og bjart á NA- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.

Á föstudag:
Hvöss austanátt með snjókomau og síðar slyddu eða rigningu, fyrst á S-verðu landinu. Hlýnar í bili.

Á laugardag og sunnudag:
Norðvestanátt og víða snjókoma eða él, en úrkomulítið S-lands. Kólnandi veður.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða éljum fyrir norðan, en bjartviðri S-til á landinu.
Spá gerð: 30.11.2015 20:32. Gildir til: 07.12.2015 12:00.Aðrir tengdir vefir