Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Vestan 8-13 og skúrir eða él við ströndina, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.
Spá gerð: 27.10.2016 09:45. Gildir til: 29.10.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Gengur í austan og suðaustan 13-18 m/s með slyddu og síðar rigningu, fyrst SV-lands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.

Á sunnudag:
Sunnan- og suðvestanátt, víða 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en léttir til á NA-verðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.

Á mánudag:
Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til S- og V-lands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Minnkandi norðvestanátt og dálítil él A-lands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á A-verðu landinu. Hlýnar heldur V-til.
Spá gerð: 27.10.2016 08:39. Gildir til: 03.11.2016 12:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica