Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Austurland að Glettingi

Austurland að Glettingi

Gengur í suðaustan 8-15 í nótt. Þykknar upp með snjókomu seint á morgun en slyddu og jafnvel rigningu við ströndina. Austlægari seint á morgun. Hiti 0 til 4 stig.
Spá gerð: 11.12.2017 21:57. Gildir til: 13.12.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Slydda suðaustan og austanlands en snjókoma til fjalla. Léttir smám saman til á Suður og -Vesturlandi. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina en vægt frost inn til landsins.

Á fimmtudag:
Norðan 5-13 og dálítil él með norður og austurströndinni en léttskýjað sunnan heiða. Kólnar í veðri og frost víða 1 til 7 stig.

Á föstudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en él við norðurströndina. Harðnandi frost, allt að 15 stig inn til landsins um kvöldið.

Á laugardag:
Suðaustanátt með heldur hlýnandi veðri og rigningu eða slyddu við suðvesturströndina en snjókomu til fjalla. Bjartviðri víðast hvar norðan og austantil og áfram frost. Snýst í suðvestlæga átt með éljum SV-til um kvöldið og þyknar upp með slyddu eða snjókomu austantil. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Líkur á suðvestanátt með éljum um landið vestanvert, en léttir til austanlands. Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og hlýnar SV-til um kvöldið.

Á mánudag:
Útlit fyrir hvassa og hlýja suðaustanátt með rigningu víða um land en suðvestan hvassviðri með skúrum vestantil síðdegis.
Spá gerð: 11.12.2017 20:57. Gildir til: 18.12.2017 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica