• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í nótt og á morgun (miðvikudag) má reikna með að gasmengun berist til norðurs frá gosstöðvunum. Meira
  • Viðvörun

    Búist er við hvassviðri eða stormi (meðalvindi 15-23 m/s) um V-vert landið frá hádegi og fram undir kvöld en á N-verðu landinu í kvöld. Einnig er búist við stormi á V-til á Faxaflóa á morgun. Gildir til 02.10.2014 18:00 Meira
Eldgos

Eldfjöll - litakóði

Aviation colour code map

Þetta viðvörunarkort er gefið út af Veðurstofu Íslands og sýnir núverandi ástand eldstöðvakerfa á landinu. Það er uppfært kl. 09:00 daglega og sýnir merki um byrjandi hættuástand strax og þess verður vart.

Skýringar: Litakóðinn er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verða gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa.

Nákvæma skýringu á litakóðanum má fá hjá WOVO en í stuttu máli gildir:

GRÁTT: Eldstöðin virðist óvirk. Vöktun er þó lítil og því ekki hægt að fullyrða að svo sé.
GRÆNT: Virk eldstöð, venjulegt ástand og engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt.
GULT: Eldstöðin sýnir nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand.
APPELSÍNUGULT: Eldstöðin sýnir aukna eða vaxandi virkni og möguleikinn á eldgosi eykst.
RAUTT: Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn.

GRÁTT: Eldstöðin virðist óvirk. Vöktun er þó lítil og því er ekki hægt að fullyrða að svo sé.


GRÆNT: Virk eldstöð, engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt.

   eða, eftir að ástandið er metið niður á grátt stig úr hærra stigi:

Eldvirkni er talin vera afstaðin og eldfjallið nú talið óvirkt.

GULT: Eldstöðin sýnir nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

   eða, eftir að ástandið er metið niður á gult stig úr hærra stigi:
Eldvirkni hefur minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að hún ykist á ný.


APPELSÍNUGULT: Eldstöðin sýnir aukna eða vaxandi virkni og möguleikinn á eldgosi eykst.

   eða,
Eldgos er brostið á, þó með lítilli eða engri ösku.
[metið hæð gosmakkar ef mögulegt]

RAUTT: Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn.

   eða,
Eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið.
[tilgreinið hæð gosmakkar ef mögulegt]

World Organisation of Volcano Observatories

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá jarðskjálftavaktinni ef nauðsyn krefur. Jarðskjálfta síðustu 48 klukkustunda má sjá á vefnum (óyfirfarnar frumniðurstöður). Kortið hér að ofan er stækkanlegt.



Aðrir tengdir vefir