Gryfja í Esju, 24. apríl

Á þessum slóðum er enginn snjór undir 400 m, en nýlegur skafsnjór ofan á harðfenni efst í fjöllum, sérstaklega í hlíðum sem snúa í suður og vestur. Lagmót nýja og gamla snævarins eru óstöðug og gefa sig í samþjöppunarprófi.

Snjógryfja frá Oddsdal, Neskaupstað 23. apríl

Hér er snjóflóðagryfja sem tekin var á sunnudag undir Geldingaskarði í Oddsdal milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Fyrir utan efstu 20-30 cm er snjórinn er orðinn gamall og hefur blotnað og frosið. Það er veikleiki undir efstu 7 cm sem gæti skapað … Lesa meira

Snjóflóðaslys í Esjunni

Maður slasaðist í snjóflóði í Esjunni í dag. Maðurinn fannst ofan við gönguleiðina við Rauðhól nálægt Mógilsá vestan Gunnlaugsskarðs. Þá var hann búinn að ganga einhverja vegalengd frá því hann slasaðist. Flóðið féll í bröttu og þröngu gili í klettabelti efst … Lesa meira

Gryfja í Skarðsdal, Siglufirði sýnir mikinn óstöðugleika 23.apríl

Hér er gryfja frá Siglufirði frá því eldsnemma í morgun, sunnudag. Gryfjan er tekin í Grashólabrún í Skarðsdal í um 580 m y.s. í SA vísandi hlíð. Prófanir gefa til kynna mikinn óstöðugleika á tæplega 40 cm dýpi, undir flekanum … Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica