Snjóathugun frá Siglufirði 17. mars, snjóþekjan hefur hitnað upp í frostmark niður úr, stöðugleiki góður

Snjóathugunarmaður í Siglufirði gróf gryfju í Siglufjarðarskarði til þess að kanna stöðugleika. Harka er penni niður úr, þunnt lag nærri yfirborði er blautt. Snjóþekjan hefur öll náð að hitna upp í frostmark í hlýindum síðustu daga. Mjög hlýtt er nú, … Lesa meira

Óvissustigi aflýst á Austurlandi

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austurlandi hefur verið aflýst. Það hefur dregið verulega úr úrkomu á Austfjörðum eftir klukkan sex í kvöld en áfram verður hlýtt. Mörg flóð hafa fallið í hrinunni, sem hófst í gær, í Seyðisfirði og Norðfirði. Flest … Lesa meira

Rýmingu aflétt undir Strandartindi á Seyðisfirði

Rýmingu reita 4 og 6 undir Strandartindi á Seyðisfirði, sem lýst var yfir í gær, hefur verið aflétt. Dregið hefur úr úrkomu á Seyðisfirði og hætta á votum flóðum hefur því minnkað. Óvissustig er ennþá í gildi.

Rýming á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu – Óvissustig á Austurlandi

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er nú í gildi á Austurlandi. Hláka er á svæðinu og í nótt og á morgun er spáð talsvert mikilli rigningu sem kemur ofan í snjó sem fyrir er. Vot flóð hafa fallið, m.a. nokkuð stórt flóð … Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica