• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) víða á landinu. Gildir til 27.03.2017 00:00 Meira

Snjógryfja Stafdal 22.mars

Snjógryfja sem tekin var í Stafdal 22. mars sýndi nokkuð stöðugan snjó. Tvö samþjöppunar próf gáfu niðurstöður á 29 cm sem er í nýja vindflekanum en brotið var ekki slétt og það þurfti miðlungs og mikla áraun. Mjög brattur hitastigull … Lesa meira

Snjógryfja í Kistufelli 22.mars

Snjógryfja frá Kistufelli 22.mars sýnir veikleikann á mörkum eldra hjarns og nýrri vindfleka vel á 61 – 66 cm dýpi. Þetta er sami veikleiki og flóðið í Botnsdal fór á 21.mars. Samþjöppunarpróf sýnir að veikleikin virðist heldur hafa aukist frá … Lesa meira

Dalvík, brotstálsgryfja úr Melrakkadal 22. mars

Lítið flekahlaup sást 21.3. í brattanum nyrst í Melrakkadal í Bæjarfjalli norðan Dalvíkur. Slóðir eftir beltahjól (timbersled) liggja þar um og virðist hjólið hafa komið vindflekanum af stað á um 1 cm veiku lagi sem sást ekki fyrr en að … Lesa meira

Brotstálsgryfja úr Botnsdal

Fjallaskíðamenn settu af stað snjóflóð ofan við gangamunnann í Botnsdal síðdegis þann 21. mars. Daginn eftir var tekin brotstálsgryfja sem sýnir að flóðið fór á sama veika lagi og sést hefur í gryfjum við Kistufell í Skutulsfirði og inn af … Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica