• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) austan Öræfa og sunnantil á Austfjörðum með vindhviðum allt að 35 m/s á morgun. Einnig er búist við mikilli úrkomu austantil á landinu á morgun. Gildir til 24.06.2017 00:00 Meira

Ari Eðvaldsson, fyrrum snjóathugunarmaður á Ólafsfirði, látinn

Ari Eðvaldsson, fyrrum snjóathugunarmaður á Ólafsfirði, lést á uppstigningardag þann 25. maí sl. Ari var fæddur árið 1943. Útförin verður á Akureyri í dag, 2. júní. Ari var viðriðinn snjóathuganir á Ólafsfirði frá árinu 1975 allt til ársins 2013, fyrst sem starfsmaður bæjarins … Lesa meira

Mikil úrkoma mælist í Neskaupstað

Það er ekki algengt að sólarhringsúrkoma mælist yfir 200 mm hér á landi, en það gerðist í Neskaupstað núna í dag, þegar hún mældist 203,7 mm. Þetta jafngildir því að 203,7 lítrar af vatni hafi fallið á hvern fermetra lands þennan sólarhring. … Lesa meira

Gryfja í Esju, 24. apríl

Á þessum slóðum er enginn snjór undir 400 m, en nýlegur skafsnjór ofan á harðfenni efst í fjöllum, sérstaklega í hlíðum sem snúa í suður og vestur. Lagmót nýja og gamla snævarins eru óstöðug og gefa sig í samþjöppunarprófi.

Snjógryfja frá Oddsdal, Neskaupstað 23. apríl

Hér er snjóflóðagryfja sem tekin var á sunnudag undir Geldingaskarði í Oddsdal milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Fyrir utan efstu 20-30 cm er snjórinn er orðinn gamall og hefur blotnað og frosið. Það er veikleiki undir efstu 7 cm sem gæti skapað … Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica