Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fös. 26. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 27. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 28. apr.

    Nokkur hætta

Snjór sjatnaði í hlýindum um síðustu helgi og blotnað en þó ekki í efstu fjöllum. Snjór verður fyrir áhrifum dægursveiflu og sólgeislunar. Talsverður snjór enn hátt til fjalla og einhverjir flekar geta hafa varðveist. Mögulegir nýir vindflekar í éljum á laugardag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hláka um síðustu helgi og snjór hefur sjatnað og styrkst að einhverju leiti, en talsverður snjór er enn hátt til fjalla og einhverjir flekar geta hafa varðveist. Við könnun á snjólögum á Burstabrekkudal á mánudag kom ójafnt brot við miðlungs álag í samþjöppunarprófi á mörgum hjarns og nýrri snjós, en útvíkkað próf gaf ekki niðurstöðu. Veikt lag getur varðveist eitthvað áfram hátt til fjalla. Dægursveifla í hita og sólbráð hefur talsverð áhrif á efstu lög snjósins og því möguleiki á votum flóðum. Möguleiki á nýjum vindflekum í suðlægum viðhorfum á laugadag.

Nýleg snjóflóð

Breitt flekaflóð féll í Kotafjalli í Svarfaðardal og annað minna í Skíðadal 20.04. og yfirborðshreyfingar eru víða. Eitt sæmilega stór vott lausaflóð féll í Þrastarstaðarskál á Höfðaströnd, einnig 20.04.

Veður og veðurspá

Hæglætis veður næstu daga og kólnandi en dægursveiflur í hitastigi. Lítilsháttar él möguleg á laugardag.

Spá gerð: 25. apr. 10:54. Gildir til: 26. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica