Gleðilega páska – farið varlega

Víða er snjólétt þessa páskana og snjór til fjalla nokkuð stöðugur. Það getur þó ennþá leynst óstöðugur snjór, einkum ofarlega í fjöllum í bröttum hlíðum, og full ástæða til þess að fara varlega. Gleðilega páska – njótið útivistar þegar veður … Lesa meira

Snjógryfja frá Siglufirði 17. apríl

Snjógryfja var tekin undir Siglufjarðarskarði miðvikudaginn 17. apríl. Stöðugleiki í gryfjunni var góður, en snjórinn var votur.

Snjógryfja frá Patreksfirði 15. apríl

Snjógryfja var tekin í botni Mikladals við Patreksfjörð. Stöðugleiki virtist góður í gryfjunni. Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar taka svokallaðar eðlisþyngdargryfjur tvisvar á ári, nálægt 15. febrúar og 15. apríl. Þá er mæld eðlisþyngd snævar með jöfnu millibili alveg niður á jörð. Í … Lesa meira

Snjógryfja frá Ísafirði 14. apríl

Snjógryfja var tekin á Ísafirði sunnudaginn 14. apríl. Hún sýnir að ennþá er lagskipting í snjónum þrátt fyrir hlýindi undanfarið. Efsta lagið var mjög vott, en á 20 cm dýpi er íslag og undir því var ennþá votara lag. Um … Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica