Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • fim. 18. apr.

    Nokkur hætta
  • fös. 19. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 20. apr.

    Nokkur hætta

Snjór hefur sjatnað mikið í hlýindum, en í bröttum brekkum, ofarlega í fjöllum er ennþá snjór sem getur verið óstöðugur á afmörkuðum svæðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Búast má við því votar lausaspýjur geti fallið, t.d. í bröttum hlíðum sem snúa í S. Hengjuhrun er mögulegt.

Ennþá eru veik lög til staðar á afmörkuðum svæðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur sjatnað mikið í hlýindum og hann hefur blotnað upp á fjallatoppa. Það eru ennþá leyfar af veikum lögum sumstaðar ofarlega í fjöllum, en neðar er snjórinn orðinn einsleitur, ekki síst við sjávarsíðuna.

Nýleg snjóflóð

Helgina 12-14 apríl féllu vot lausaflóð á svæðinu og í sumum tilfellum komu þau af stað litlum flekaflóðum.

Veður og veðurspá

Spáð er suðlægum áttum og áframhaldandi hlýju veðri. Úrkomulítið, en þó gæti rignt aðeins öðru hverju.

Spá gerð: 17. apr. 15:22. Gildir til: 20. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica