Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 

-
fim. 09. feb.
Nokkur hætta -
fös. 10. feb.
Nokkur hætta -
lau. 11. feb.
Nokkur hætta
Sleðamenn settu af stað flekaflóð í A-vísandi hlíð. Snjóað hefur í sunnan og suðvestan áttum og gera má ráð fyrir að vindflekar hafi myndast í austlægum viðhorfum. Eldri snjór er almennt talinn stöðugur eftir frost og þíðu síðustu helgar.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Á þriðjudag og miðvikudag snjóaði í S-SV áttum og finna má vindfleka í norðlægum og austlægum viðhorfum. Aðfaranótt fimmtudags snýst í N-átt með éljagangi og gera má ráð fyrir snjósöfnun á suðurvísandi hlíðum. Snjógryfja sem var gerð 1. febrúar í Klettahnjúk við Siglufjörð sýndi veikleika undir vindflekum en líklegt er að snjór hafi styrkst eftir hlákuna á sunnudag sem náði víða upp í fjallstoppa.
Nýleg snjóflóð
Flekaflóð féll undan sleðamönnum í Árdal norður af Ólafsfirði, stærð 2 og A-viðhorf
Veður og veðurspá
Norðanátt og éljagangur á miðvikudagskvöld og nótt. Snýst í sunnanáttir á fimmtudag, 8-15 m/s síðdegis og bjartviðri. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir að hlýni á láglendi og upp í fjallstoppa.