Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi

  • lau. 08. des.

    Nokkur hætta
  • sun. 09. des.

    Nokkur hætta
  • mán. 10. des.

    Nokkur hætta

Hvöss A-átt með snjókomu til fjalla aðfaranótt föstud. gætur hafa bætt í vindfleka sem kom fyrir viku

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Voti snjórinn styrkist þegar frystir á láglendi aftur

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Lausamjöll sem var á yfirborði hefur skafið hressilega í hvassri A-átt fimmtud. og föstud. Þá var nokkur úrkomu austantil á svæðin og inn til dala, það hlánaði upp undir miðjar hlíðar en snjóaði ofan við það.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð féll yst á Ytri-Árdal í A-hvassviðrinu, það var nokkuð stórt og virtist blautt í tungunni.

Veður og veðurspá

Rólegheit um helgina með vægu frosti en hlánar skarplega aðfaranótt þriðjudags með suðlægum vindi.

Spá gerð: 07. des. 17:44. Gildir til: 10. des. 21:00.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica