Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fim. 15. apr.

    Nokkur hætta
  • fös. 16. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 17. apr.

    Nokkur hætta

Snjór hefur blotnað og mikið tekið upp í sól og hlýnandi veðri síðustu daga og talinn frekar stöðugur. Óstöðugir vindflekar geta verið hátt til fjalla í flestum viðhorfum eftir snjókomu og skafrenning í síðustu viku. Búast má við votum flóðum í hláku á fimmtudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur blotnað og mikið tekið upp í sól og hlýnandi veðri síðustu daga og talinn frekar stöðugur. Óstöðugir vindflekar geta verið hátt til fjalla í flestum viðhorfum eftir snjókomu og skafrenning í síðustu viku þó ekki hafi orðið vart við verulegan óstöðugleika.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð féllu í S-viðhorfi í Ólafsfirði 8 apríl.

Veður og veðurspá

Hlý suðaustlæg átt og rigning á köflum á fimmtudag. Hlýjar sunnan og suðvestan áttir á föstudag og þurrt. Breytilegar áttir á laugardag.

Spá gerð: 14. apr. 11:46. Gildir til: 16. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica