Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 19. okt.

    Nokkur hætta
  • mið. 20. okt.

    Nokkur hætta
  • fim. 21. okt.

    Nokkur hætta

Ofarlega í fjöllum er um 20-30 cm af nýsnævi ofan á eldri snjó eða hjarni. Kólnar og nýr snjór væntanlegur í éljagangi á þriðjudag og miðvikudag, vindflekar geta myndast í suðlæg og vestlæg viðhorf.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar geta myndast í austlægum og norðlægum áttum á þriðjudag og miðvikudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Lítill snjór er í neðri hluta fjalla en snjólína er í um 150 m hæð. Ofan 500 m hæðar er um 20-30 cm af nýsnævi ofan á eldra hjarni. Seinnipart mánudags var slydda upp í fjallahæð en búast má við kólnandi veðri og nýjum snjó og gæti snjóþekja veikst við það. Vindflekar geta myndast í vestlæg og suðlæg viðhorf.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Hvöss norðaustanátt og rigning eða slydda til fjalla um tíma aðfaranótt þriðjudags. Hægari vindur og él á þriðjudag, áframhaldandi norðanátt og stöku él á miðvikudag en kalt í veðri og þurrt að mestu á fimmtudag.

Spá gerð: 18. okt. 16:58. Gildir til: 20. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica