Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • þri. 27. okt.

    Nokkur hætta
  • mið. 28. okt.

    Nokkur hætta
  • fim. 29. okt.

    Nokkur hætta

Lítill snjór er efst í fjöllum en eitthvað hefur skafið ofarlega í vesturvísandi hlíðar. Snjólaust í neðri hluta hlíða.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Aðeins hefur dregið í skafla í vesturvísandi hlíðum ofan við 800 m hæð. Að öðru leyti er lítill snjór efst í fjöllum og snjólaust í neðri hluta hlíða. Gæti bæst við smá nýsnævi á miðvikudag.

Nýleg snjóflóð

Engin snjóflóð hafa verið skráð í vetur.

Veður og veðurspá

A- og NA- átt, hvöss frá og með þriðjudegi. Úrkomulítið framan af en einhver snjókoma eða slydda til fjalla á miðvikudag. Hlýnandi með smávegis úrkomu á fimmtudag.

Spá gerð: 26. okt. 16:50. Gildir til: 28. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica