Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • lau. 04. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 05. apr.

    Töluverð hætta
  • mán. 06. apr.

    Töluverð hætta

Nýsnævið hefur dregið í skafla í fremur hægum vindi en hjarnið er víðast þakið nýsnævi. NA-éljagangur og hvessir á sunnud. með samfelldari snjókomu, þíða á mánud.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar geta verið í flestum brekkum, nema eftir SV-áttina eru þeir aðeins ofan við miðjar hlíðar.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það hlánaði víðast uppá toppa um sl. helgi í hvassri SV-átt og tók mikið upp en frostmarkshæðin gæti hafa náð upp undir 1000 m um tíma. Gamli snjórinn er því orðinn stöðugur eftir að frysti nema í hæstu fjöllum gætu enn verið gamlir vindflekar með einhverjum óstöðugleika. Eitthvað snjóaði til fjalla, sér í lagi inn til dala í SV-áttinni um og uppúr sl. helgi en á þriðjudagskvöld tók að snjóa á láglendi og hvessti um nóttina í NA-lægri átt. V-læg átt á miðvikud. og N-læg á fimmtud., rétt ofan við skafrenningsmörk. NA-lægari á föstud. með nokkuð þéttum éljum. Nýsnævið er fremur létt í sér og vindflekar líklega fremur mjúkir víðast hvar því vindur hefur ekki verið svo hvass.

Nýleg snjóflóð

Myndarleg vot flekahlaup féllu í hlákunni um og uppúr helginni

Veður og veðurspá

NA-éljagangur og hvessir á sunnud. með samfelldari úrkomu. Hlýnar á mánudagsmorgun í hægari A-lægri átt

Spá gerð: 03. apr. 19:53. Gildir til: 06. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica