Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir
-
þri. 14. jan.
Lítil hætta -
mið. 15. jan.
Lítil hætta -
fim. 16. jan.
Lítil hætta
Snjór hefur sjatnað og tekið upp í hlýindum og rigningu. Snjór er talinn stöðugur í kjölfar hlákunnar.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjór hefur sjatnað og tekið upp í hlýindum og rigningu. Snjór er talinn stöðugur í kjölfar hlákunnar. Mikill klaki er í gyljum og klettum og hefur eitthvað verið um klakahrun í hlákunni. Snjór sem fyrir er er talinn frekar stöðugur.
Nýleg snjóflóð
Vot spýja féll í Fannardal 12. janúar. Tvö snjóflóð féllu í Bjólfi á Seyðisfirði þann 7. jan og eitt lítið snjóflóð ofan Neskaupstaðar.
Veður og veðurspá
Sunnan 8-13m/s og rigning með köflum á þriðjudag og miðvikudag. Áfram hlýtt.