Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 19. okt.

    Lítil hætta
  • mið. 20. okt.

    Lítil hætta
  • fim. 21. okt.

    Lítil hætta

Fremur lítill snjór til fjalla og það rignir upp í fjallahæð aðfaranótt þriðjudags. Kólnar skarpt og éljagangur í norðanátt, líkur á nýjum vindflekum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Snjór gæti skafið í vindfleka í hvassri norðanátt á þriðjudag og miðvikudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Fremur lítill snjór til fjalla, þunnir vindflekar til staðar mjög staðbundið við gil. Snjó gæti tekið upp að miklu leyti í rigningu aðfaranótt þriðjudags en svo frís og snjóar á ný í lítilsháttar éljum á þriðjudag og miðvikudag. Snjór getur skafið í vindfleka í suðlægum viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Engin skráð snjóflóð.

Veður og veðurspá

NA 10-15 m/s og rigning aðfaranótt þriðjudags en styttir upp yfir daginn. Búist er við éljum á þriðjudagskvöld og á miðvikudag í fremur hvassri norðanátt. Hægur vindur og þurrt á fimmtudag.

Spá gerð: 18. okt. 17:05. Gildir til: 20. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica