Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • mán. 30. mar.

    Nokkur hætta
  • þri. 31. mar.

    Lítil hætta
  • mið. 01. apr.

    Lítil hætta

Það er talsverður snjór í fjöllum, en hann er talinn vera orðinn nokkuð stöðugur. Það hlýnar og verður nokkuð hár hiti á mánudag og gætu hengjur hrunið eða votar smáspýjur fallið í bröttustu hlíðum. Á þriðjudag gæti komið smá úrkoma, líklega að mestu rigning. Kólnar verulega á miðvikudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það er talsverður snjór í fjöllum, en hann hefur blotnað og frosið á ný og virðist vera nokkuð stöðugur. Vindflekar gætu leynst efst í hæstu fjöllum, en það ætti að blota í þeim á mánudag. Einhver snjór gæti bæst við efst í fjöllum á þriðjudag.

Nýleg snjóflóð

Ekki er vitað um snjóflóð frá því í rigningunni á mánudaginn 23. mars.

Veður og veðurspá

Spáð er hlýju veðri í vestan strekkingi á mánudag. Kólnar heldur á þriðjudag og gæti sumstaðar verið smávegis úrkoma í V- og SV-átt. Kalt á miðvikudag, en úrkomulaust að mestu.

Spá gerð: 29. mar. 17:33. Gildir til: 30. mar. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica