Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fös. 19. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 20. apr.

    Töluverð hætta
  • sun. 21. apr.

    Töluverð hætta

Mikill snjór er ofarlega í fjöllum og inn til landsins undan NA hríðum síðustu vikna og búast má við veikleikum á milli misþéttra vindfleka. Nýsnævi er hér og þar á svæðinu og lausasnjóflóð féllu á þriðjudag og miðvikudag. Hláku er spáð um helgina og möguleiki á votum flóðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Á við á föstudag áður en fer að hlána.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mikill snjór er ofarlega í fjöllum eftir NA hríðarveður síðustu vikna. Búast má því við lagskiptum vindfleka, þar sem veikleiki gæti verið milli misþéttra vindfleka. Djúpur veikleiki hefur fundist í eldri snjó hátt til fjalla. Í neðri hluta hlíða er mestur snjór í giljum og skorningum, en hjarn þess fyrir utan. Einhver nýr snjór hefur safnaðist fyrripart vikunnar í hægum vindi hér og þar á svæðinu. Spáð er hláku um helgina og þá aukast líkur á votum flóðum.

Nýleg snjóflóð

Nokkur lausaflóð féllu þegar sól fór að skína á þriðjudag og miðvikudag í Norðfirði. Allnokkur snjóflóð féllu á svæðinu í síðust viku eftir snjókomu og hlýindakafla.

Veður og veðurspá

Suðlæg átt næstu daga með lítilsháttar úrkomu næstu daga og hlýnandi veðri, hiti allt að 10 stigum á láglendi á laugardag.

Spá gerð: 18. apr. 15:12. Gildir til: 19. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica