Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 18. apr.

    Lítil hætta
  • fös. 19. apr.

    Lítil hætta
  • lau. 20. apr.

    Lítil hætta

Snjór er talinn að mestu stöðugur. Votar spýjur gætu þó fallið og hengjuhrun er mögulegt í hlýindum og rigningum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjórinn sem er til fjalla hefur blotnað og frosið á víxl og er orðinn gamall og almennt stöðugur. Neðan við 400 m y.s. er orðið snjólaust nema í giljum.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð Uppfært 19.4: Vot flóð féllu í Fagradal í gær, fimmtudag. Byrjuðu líklega með hengjuhruni.

Veður og veðurspá

Spáð er suðlægum áttum og áframhaldandi hlýindum. Rigning verður með köflum, einkum syðst á svæðinu. Talsverð úrkoma aðfaranótt fimmtudags.

Spá gerð: 19. apr. 11:20. Gildir til: 20. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica