Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • lau. 02. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 03. mar.

    Töluverð hætta
  • mán. 04. mar.

    Töluverð hætta

Eftir hlákuna á mánudag hefur bætt aðeins á snjó. Þunnir nýlegir vindflekar hafa myndast, einkum í suðlægum viðhorfum, og virðast bindast illa við eldri snjó. Á sunnudag er spáð talsverðri snjókomu í austanátt og í kjölfarið hlýnum með rigningu. Þá má búast við að snjóflóð falli.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Þegar hlýnar með rigningu aðfaranótt mánudags.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á mánudag hlánaði hátt til fjalla en í vikunni hefur snjóað af og til, mest snjóaði á þriðjudag. Breytilegar vindáttir hafa verið á svæðinu, en norðanátt ríkjandi. Vindflekar geta hafa myndast í flestum viðhorfum, þó sérstaklega í suðurvísandi hlíðum og giljum. Á sunnudag er spáð talsverðri snjókomu í austanátt, sérstaklega nálægt ströndum. Í kjölfarið á að hlýna með rigningu og þá gætu snjóflóð fallið, einkum í nýja snjónum.

Nýleg snjóflóð

Some snow has fallen since the thaw on Monday, most on Tuesday. Variable winds have been in the area, but mostly northerly. Rather thin wind slabs have formed in most aspects, especially in slopes and gullies facing south, and stability tests indicate that a weak bond on the intersection with older snow. Considerable snowfall is forecasted on Sunday in E wind, especially close to the shores. Warm weather and rain follow right after. Then, avalanches should be expected, especially in the new snow.

Veður og veðurspá

Minnkandi N-NV átt á laugardag og lítilsháttar él, mikið frost. Hlýnar smám saman á sunnudag með austlægum áttum og snjókomu til fjalla. Aðfaranótt mánudags á hiti að fara yfir frostmark og byrja að rigna hátt upp í hlíðar.

Spá gerð: 01. mar. 15:51. Gildir til: 02. mar. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica