Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • lau. 16. jan.

    Töluverð hætta
  • sun. 17. jan.

    Töluverð hætta
  • mán. 18. jan.

    Töluverð hætta

Snjókomu er spáð á næstu dögum í fjallahæð og geta óstöðugir vindflekar myndast, einkum í vestur- og suðurvísandi viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjólína er ofan 400 m.y.s. og er snjór að mestu stöðugur eftir hlákur og frostatíðir. Bætir talsvert í snjó til fjalla um helgina og dregur líklega í skafla, einkum í vesturvísandi viðhorf á laugardag, en suðlægari viðhorf á mánudag. Óstöðugir vindfleka gætu myndast og samloðun milli nýja snjósins og eldri snævar gæti veið lítil.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð.

Veður og veðurspá

Snjókoma til fjalla um helgina, austlæg á laugardag , en norðaustlægari vindur á sunnudag. Norðlægari vindur á mánudag og snjóar niður að sjávarmáli.

Spá gerð: 15. jan. 15:05. Gildir til: 18. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica