Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
sun. 16. feb.
Nokkur hætta -
mán. 17. feb.
Nokkur hætta -
þri. 18. feb.
Nokkur hætta
Staðbundnir windflekar i vesturvísandi hlíðum. Eldri snjór er almennt talinn stöðugur eftir umhleypingar.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 400 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Staðbundnir vindflekar, áframhaldandi flekamyndun möguleg á næstu dögum í kjölfar élja eða snjókomu.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Staðbundnir vindflekar hafa myndast í vesturvísandi hlíðar eftir austan éljagang. Spáð er áframhaldandi éljum í austlægum áttum og má búast við frekari vindfleka myndun. Umhleypingar og hlýindi höfðu bleytt í gamla snjónum og er hann talinn stöðugur og jafnhita.
Nýleg snjóflóð
Engin nýleg snjóflóð.
Veður og veðurspá
Austlægar áttir og él eða snjókoma með köflum. Bætir í úrkomu seint á þriðjudag.