Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • lau. 06. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 07. mar.

    Nokkur hætta
  • mán. 08. mar.

    Nokkur hætta

Snjór er almennt harðpakkaður og stöðugur hátt upp í fjöll. Mögulega leynast vindflekar í hæstu fjöllum. Votar sólbráðarspýjur gætu fallið í bröttum brekkum sem snúa að sól.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsverður snjór ofarlega í fjöllum en snjó hefur tekið upp neðar í hlíðum. Snjór er almennt harðpakkaður og stöðugur eftir hláku og kulda í kjölfarið. Mögulega eru enn vindflekar í hæstu fjöllum þar sem hlákan hefur ekki náð til, sérstaklega inn til landsins. Búist er við lítilsháttar snjókomu til fjalla á laugardag. Vot lausaflóð gætu fallið, einkum seinnipart dags þar sem sólin nær að skína á brekkur.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar hafa borist um nýleg flóð.

Veður og veðurspá

Hæg austlæg eða breytilega átt á laugardag og einhver éljagangur fram eftir degi. Áfram hægur vindur á sunnudag og þurrt. Hlýtt á láglendi en frost til fjalla og líklega bjartviðri. Hlýnar heldur yfir daginn og þá færist frostmarkslínan hærra upp í hlíðarnar. Spáð er svipuðum hita og hægum vindi á mánudag með einhverri úrkomu um kvöldið.

Spá gerð: 05. mar. 16:53. Gildir til: 06. mar. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica