Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 20. nóv.

    Nokkur hætta
  • fös. 21. nóv.

    Nokkur hætta
  • lau. 22. nóv.

    Nokkur hætta

Litlir óstöðugir vindflekar geta verið til staðar, sérstaklega hátt til fjalla, í giljum og undir brúnum, einkum í suðlægum viðhorfum. Víðast er þó snjór talinn stöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýlegur snjór getur hafa safnast í litla óstöðuga vindfleka á stöku stað, einkum í bröttum giljum hátt til fjalla og suðlægum viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Aðeins hefur bætt á snjó síðustu vikuna og skafið undan norðanáttum. Litlir vindflekar hafa myndast í giljum og lægðum sem snúa til suðurs, og geta þeir verið óstöðugir á stöku stað í miklum bratta. Víðast er snjór þó talinn stöðugur, eldri snjór er stífur og nýlegur snjór virðist víðast vel bundinn við hann. Tímabundin hlýindi aðfaranótt föstudags getu sett af stað lítil snjóflóð en eftir það ætti snjór frekar að sjatna og styrkjast.

Nýleg snjóflóð

Lítið snjóflóð féll í Skeiðfelli norðan við Norðfjarðarveg, í suðurvísandi gili, líklega laugardaginn 15. nóv.

Veður og veðurspá

Tímabundin hlýindi aðfaranótt föstudags. Að öðru leyti kalt, frekur stillt og úrkomulítið.

Spá gerð: 19. nóv. 16:29. Gildir til: 22. nóv. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica