Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 28. jan.

    Nokkur hætta
  • mið. 29. jan.

    Nokkur hætta
  • fim. 30. jan.

    Nokkur hætta

Eldri snjór er talinn stöðugur. Á laugardag snjóaði talsvert og kann sá snjór enn að vera óstöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Búast má við að nýsnævið frá því á laugardag hafi ekki náð fullri bindingu við snjóinn sem undir er.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Eldri snjór er talinn stöðugur. Á laugardag snjóaði talsvert og jókst snjódýpt á mælum í fjöllum um ca. 40 cm. Sá snjór kann enn að vera óstöðugur.

Nýleg snjóflóð

Lítið snjóflóð féll úr Skágili í Neskaupstað á laugardag.

Veður og veðurspá

Að mestu tíðindalítið veður næstu daga. Svolítil snjókoma í norðaustlægum vindi austan- og norðaustanlands á þriðjudag.

Spá gerð: 27. jan. 21:43. Gildir til: 31. jan. 22:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica