Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 19. mar.

    Nokkur hætta
  • mið. 20. mar.

    Nokkur hætta
  • fim. 21. mar.

    Nokkur hætta

Nýlegur snjór til fjalla. Vitað er um nokkur nýleg flekaflóð í S-SV viðhorfum við Seyðisfjörð en snjór ætti að styrkjast næstu daga.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Efst í fjöllum þar sem snjór hefur safnast hlémegin í fjöll eftir NA átt

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjódýpt í Drangagili ofan Neskaupstaðar hefur aukist um 1,5 m síðan 12.mars. Í Kálfabotnum við Seyðisfjörð hefur snjódýpt aukist um tæpan metra á sama tíma. Það hefur hlánað lítilega og blotnað í snjónum en talsverður snjór er í fjöllum. Snjór ætti að styrkjast fyrst um sinn þegar tekur að kólna

Nýleg snjóflóð

Nokkur flekaflóð féllu í S- og SV-vísandi hlíðum ofarlega í fjöllum við Seyðisfjörð á laugardag þegar sólin tók að skína á brekkur. Stærð: 1,5 - 2

Veður og veðurspá

Hlýnandi veður á mánudag og þriðjudagsmorgun og einhver rigning á láglendi en slydda/snjór til fjalla. Snýst í SV-átt og kólnar á þriðjudag og miðvikudag og lítil úrkoma.

Spá gerð: 18. mar. 21:53. Gildir til: 20. mar. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica