Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • sun. 16. feb.

    Nokkur hætta
  • mán. 17. feb.

    Nokkur hætta
  • þri. 18. feb.

    Nokkur hætta

Staðbundnir windflekar i vesturvísandi hlíðum. Eldri snjór er almennt talinn stöðugur eftir umhleypingar.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Staðbundnir vindflekar, áframhaldandi flekamyndun möguleg á næstu dögum í kjölfar élja eða snjókomu.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Staðbundnir vindflekar hafa myndast í vesturvísandi hlíðar eftir austan éljagang. Spáð er áframhaldandi éljum í austlægum áttum og má búast við frekari vindfleka myndun. Umhleypingar og hlýindi höfðu bleytt í gamla snjónum og er hann talinn stöðugur og jafnhita.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Austlægar áttir og él eða snjókoma með köflum. Bætir í úrkomu seint á þriðjudag.

Spá gerð: 15. feb. 10:44. Gildir til: 16. feb. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica