Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 07. apr.

    Lítil hætta
  • mið. 08. apr.

    Lítil hætta
  • fim. 09. apr.

    Lítil hætta

Talið er að hýindi á mánudag hafi styrkt snjóinn og þrátt fyrir mikið magn sé hann talin að mestu stöðugur. Efst í fjöllum gætu leynst skafskaflar með minni bindingu við eldri stöðugan snjó.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Töluvert hefur snjóað um helgina í hvassri ANA-átt og vindflekar byggst upp. Hlákan aðfaranótt mánudags olli nokkrum krapaflóðum en eftir að það kólnaði aftur er talið að snjór hafi styrkst.

Nýleg snjóflóð

Nokkur blaut flekaflóð féllu á mándag.

Veður og veðurspá

Breytileg átt að mestu þurrt.

Spá gerð: 06. apr. 20:14. Gildir til: 08. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica