Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 13. apr.

    Nokkur hætta
  • mið. 14. apr.

    Nokkur hætta
  • fim. 15. apr.

    Nokkur hætta

Það snjóaði í A-átt og síðan NV-átt sl. miðvikudag og fimmtudag. Það var hvasst á fimmtudag og er víða bert hjarn en á milli eru töluverðir skaflar. Undir er víða glærahjarn og því búist við að vindflekar geti orðið óstöðugir.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vot lausasnjóflóð geta fallið vegna sólbráðnunar á þriðjudag og miðvikudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Nýir vindflekar eftir hvassa N- og NV-átt í byrjun síðustu viku, einkum norðan til á spásvæðinu. Áður var snjólétt í neðri hluta hlíða en talsverður snjór hefur verið til fjalla. Það snjóaði í A-átt og síðan NV-átt á miðvikudag og fimmtudag. Það var hvasst á fimmtudag og er víða bert hjarn en á milli eru töluverðir skaflar. Undir er víða glærahjarn og því búist við að vindflekar geti verið óstöðugir.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð á svæðinu.

Veður og veðurspá

Hæg S-læg átt og þurrt fram á miðvikudag. Hlý S-læg átt og úrkomu bakkar á fimmtudag.

Spá gerð: 12. apr. 12:46. Gildir til: 14. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica