Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 30. okt.

    Nokkur hætta
  • fös. 31. okt.

    Töluverð hætta
  • lau. 01. nóv.

    Nokkur hætta

Staðbundnir vindflekar eru til fjalla, aðallega í giljum og lægðum. Á föstudag aukast líkur á votum flóðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Líklegt að nýir vindflekar myndist hátt til fjalla á föstudag.

Líkur á votum snjóflóðum í mikilli rigningu á föstudag.

Vindflekar eru til fjalla, aðallega í giljum og lægðum og SA-V viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Staðbundnir vindflekar eru til fjalla, aðallega í giljum og lægðum, sem líklegast eru smám saman að styrkjast. Ofan á þeim er fremur þunn lausamjöll og mun bætast dálítið við á fimmtudag í fremur hægum vindi. Á föstudag hlýnar með mikilli úrkomu, aðallega á formi rigningar en líklega snjóar hátt til fjalla. Búast má við nýjum vindflekum til fjalla og votum snjóflóðum í þessu veðri.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg flóð.

Veður og veðurspá

Fremur hægur vindur á fimmtudag og snjóar dálítið um kvöldið. Á föstudag hlýnar með mikilli úrkomu í austlægri átt. Líklega snjóar til fjalla fyrst um sinn. Dregur úr úrkomu um kvöldið og útlit fyrir rigningu með köflum á laugardag en áfram hlýtt.

Spá gerð: 29. okt. 18:04. Gildir til: 31. okt. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica