Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 12. nóv.

    Nokkur hætta
  • mið. 13. nóv.

    Nokkur hætta
  • fim. 14. nóv.

    Nokkur hætta

Nýsnævi ofarlega í fjöllum og inn til landsins. Annars stakir skaflar sem hafa blotnað og frosið á ný.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Á sunnudag og mánudag voru SA og A átt, töluverður skafrenningur til fjalla.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Inn til landsins og ofarlega í fjöllum er nokkuð nýsnævi, sumstaðar um eða yfir 30 cm. Fyrir var gamall snjór í giljum og inn til dala sem hefur blotnað og frosið á ný. Almennt er lítill snjór í fjöllum.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð

Veður og veðurspá

Áframhaldandi él næstu daga í breytilegum vindáttum.

Spá gerð: 11. nóv. 15:56. Gildir til: 13. nóv. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica