Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 09. des.

    Nokkur hætta
  • fös. 10. des.

    Nokkur hætta
  • lau. 11. des.

    Töluverð hætta

Talsvert snjóaði á mánudag í SA átt og safnaðist ágætlega til fjalla ofan 300 m. Nokkur snjóflóð féllu í kjölfarið í kringum Eskifjörð. Á laugardag er spáð hvassri S- og SA- átt og rigningu hátt upp og hlýju lofti og aukast því líkur á votum flóðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Mest hætta er í giljum þar sem mikill snjór hefur safnast, búast má við vindflekum í flestum viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsvert snjóaði til fjalla á mánudag í SA átt. Um 30 til 50 cm af nýjum snjó hefur safnast til fjalla og gæti binding við eldri snjó verið veik. Gryfja var tekin 7. des í Oddskarði þar sem sjór er lagskiptur, mjúkur snjór liggur ofan á íslagi, undir lagskiptum nýrri snjónum er eldra fremur stöðugt hjarn. Brot myndaðist við íslag á 40 cm dýpi við miðlungs álag í samþjöppunarprófi. Mestur sjór er í S- og A- vísandi hlíðum og vindflekar eru líklegir í norðlægum viðhorfum. Fyrir hafði töluverður snjór safnast í gil, í flest viðhorf ofan við 600 m og má búast við vindflekum þar. Hlýnandi veður með rigningu hátt til fjalla er spáð á laugardag og því gæti snjór blotnað og vot flóð fallið.

Nýleg snjóflóð

Nokkur lítil snjóflóð féllu í Eskifirði aðfaranótt þriðjudags. Í byrjun desember féllu einnig nokkur flóð í kringum Seyðisfjörð, Neskaupstað og Eskifjörð, flest lítil.

Veður og veðurspá

Austan 5-10 m/s og lítilsháttar snjókoma á fimmtudagsmorgun en snýr í norðan átt með deginum og él til fjalla. Minnkandi él á föstudag og lægir. Á laugardag snýr í sunnan og suðaustan átt með hlýnandi veðri og rigningu hátt upp hlíðar.

Spá gerð: 08. des. 15:22. Gildir til: 10. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica