Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 24. nóv.

    Nokkur hætta
  • mið. 25. nóv.

    Nokkur hætta
  • fim. 26. nóv.

    Nokkur hætta

Harðfenni og lítill snjór almennt en einhver snjósöfnun í giljum hátt til fjalla. N-læg átt og éljagangur á þriðjudag og getur safnað í vindfleka. Hlýnar aðfaranótt fimmtudags með hvössum S-lægum áttum og snjókomu til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur blotnað vel síðustu daga og fryst aftur og er því eldri snjór talinn nokkuð stöðugur. Bæst hefur við nýsnævi á mánudag og búast má við éljagangi á þriðjudag sem getur myndað vindfleka. Bætir í snjó til fjalla í hvössum S-lægum áttum á fimmtudag en rigning á láglendi.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

NA-átt og éljagangur á þriðjudag, Veður fer kólnandi fram á miðvikudagskvöld en hlýnar síðan fram á fimmtudag með hvössum S-lægum áttum og sjókomu til fjalla en rigningu á láglendi.

Spá gerð: 23. nóv. 19:09. Gildir til: 25. nóv. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica