Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • lau. 08. des.

    Töluverð hætta
  • sun. 09. des.

    Nokkur hætta
  • mán. 10. des.

    Nokkur hætta

Snjóflóð úr flestum giljum í Neskaupstað í A-áhlaupinu fimmtud.-föstud. Snjórinn ætti að styrkjast um helgina þegar frystir og birtir upp.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Hvöss A-læg átt hefur víða bætt í vindfleka fimmtud.-föstud.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það bættist víða um 1 meter ofaná snjó til fjalla í A-áhlaupinu. Sunnantil á svæðinu náði að blotna upp fyrir miðjar hlíðar en minna nyrst. Fyrir var víða um og yfir 50 cm snjódýpt í fjallinu ofan Neskaupstaðar.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð sáust úr flestum giljum í Neskaupstað á föstud. eftir A-áhlaupið fimmtud.-föstud. Flest voru miðlungsstór og náðu skammt út úr giljum en sínu stærst var flóðið í Nesgili sem féll niður í um 200 m hæð.

Veður og veðurspá

Kólnar og birtir upp en gengur svo í suðlægar áttir með skörpum hlýindum á mánudagskvöld.

Spá gerð: 07. des. 17:53. Gildir til: 10. des. 21:00.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica