Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 14. jan.

    Nokkur hætta
  • fös. 15. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 16. jan.

    Töluverð hætta

Rigningu er spáð á næstu dögum sem nær uppí fjallahæð að einhverju leyti. Snjólína var í 400 m.y.s. og vindflekar í austur viðhorfum geta verið óstöðugir. Búast má við votum flóðum samhliða rigningu.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjólína er ofan 400 m.y.s. Lítill snjór bættist við í norðvestan hvassviðri og éljagangi síðustu helgina en snjór skóf í gil í austurvísandi hlíðar. Eldri snjór er orðinn stöðugur eftir nokkrar hláku og frosta tíðir. Samloðun milli nýja snjósins og eldri snævar gæti veið lítil. Búast má við að vot snjóflóð falli samhliða rigningu og hlýju veðri.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð.

Veður og veðurspá

Lægir og styttir upp á fimmtudagsmorgun, snýst síðan í hæga suðvestan átt. Á föstudag og laugardag er gert ráð fyrir austlægum áttum og rigningu.

Spá gerð: 13. jan. 15:54. Gildir til: 15. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica