Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 09. des.

    Töluverð hætta
  • mið. 10. des.

    Töluverð hætta
  • fim. 11. des.

    Töluverð hætta

Nýir vindflekar eru til fjalla sem líklega eru óstöðugir fyrst um sinn.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Votar spýjur gætu fallið þegar hlýnar og rignir á laugardag.

Nýir óstöðugir vindflekar hafa myndast í snjókomu og skafrenningi í vikunni til fjalla.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Nýr snjór er á svæðinu og hafa myndast vindflekar sem líklega verða óstöðugir fyrst um sinn. NA-áttir næstu daga og snjókoma með köflum svo gera má ráð fyrir frekari vindflekamyndun, sérstaklega í SV/V-vísandi hlíðum.

Nýleg snjóflóð

Þrjú snjóflóð féllu í Norðfirði þann 5. desember. Nokkur lítil flóð féllu í Norðfirði laugardaginn 29. nóvember.

Veður og veðurspá

Áframhaldandi A-NA átt. Rigning á láglendi og neðri hluta hlíða en snjókomu hátt til fjalla.

Spá gerð: 09. des. 09:00. Gildir til: 11. des. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica