Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 20. feb.

    Mikil hætta
  • fös. 21. feb.

    Töluverð hætta
  • lau. 22. feb.

    Töluverð hætta

Töluvert snjóar miðvikudag og fimmtudag og frostmarks hæð í kringum 300 m. Búast má við að nýji snjórinn sé óstöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Töluvert er búið að snjóa síðustu daga efst í fjöll en rignt neðar. Það má því búast við nokkrum breytileika eftir hæð. Efst í fjöllum er þurr skafsnjór í vestlægum viðhorfum en á láglendi er búið að taka mikið upp og er víða slabb. Á miðvikudag og fimmtudag er spáð töluverðri snjókomu og fer frostmarkshæð uppí 300 metra hæð.

Nýleg snjóflóð

Lítil snjóflóð féllu á sunnudag í um 700 til 800 m hæð.

Veður og veðurspá

Töluvert snjóar á miðvikudag og fimmtudag með frostmarkshæð í kringum 300 m. Fyrst í austlægri átt og síðan norðlægri átt. Á föstudag og laugardag hægari vindur með éljalofti.

Spá gerð: 19. feb. 18:09. Gildir til: 21. feb. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica